Skutull

Árgangur

Skutull - 05.04.1952, Síða 1

Skutull - 05.04.1952, Síða 1
XXX. árgangur. ísafjörður, 5. apríl 1952. 6. tölublað. Skutull er málgagn alþýðunnar á Vestfjörðum. Veigamikið spor stigið í landhelgismálinu en langt er þó enn að settu marki. Ríkisstjórnin gaf hinn 19. marz út reglugerð um vernd- un fiskimiðanna umhverfis íandið, og er, samkvæmt henni, jafnt erlendum sem innlendum skipum, bönnuð öll veiði með dragnót og botnvörpu innan línu sem dregin er um- hverfis landið fjórar mílur út af yztu nesjum og eyjum, fyrir alla firði. En erlendum skipum er einnig bönnuð öll önnur veiði innan þessarar línu. Reglugerðin gengur í gildi 15. maí í vor. Með setningu þessarar reglu- gerðar er verulegt spor stigið í átt- ina að settu marki í landhelgis- málinu, en það er : Allt landgrunn- ið eign Islendinga. Að vísu mun mörgum finnast, að of skammt sé gengið, þar eð nú hafi gefist ein- stakt tækifæri til að gera kröfur landsmanna í þessu efni gildandi, vegna niðurstöðu alþjóðadómstóls- ins í Haag í landhelgisdeilu Norð- manna og Breta. Segja menn þá sem svo, að óvíst sé, hvenær annað slíkt tækifæri muni gefast. Þessi gagnrýni getur e.t.v. átt rétt á sér, en hafi ríkisstjórnin, með þeim að- gerðum, sem gerðar hafa verið, ekki afsalað okkur neinum rétti, þá er áminnst atriði ekki eins veigamikið, og í fljótu bragði kann að virðast. Og meðan stefnt er í rétta átt, án fráviks, þá ber að fagna hverjum smásigri, sem verð- ur svo að lokum til þess, að úr- slitaorustan vinnst. Einmitt vegna þess, að þarna er aðeins um byrjunarspor að ræða, hlýtur að vera æskilegt, að menn láti í ljósi, hvað þeim finnst at- hugavert við þessar fyrstu aðgerð- ir, og það, sem sagt verður hér á eftir í þá átt, er allt þess eðlis, að með samstilltum vilja má koma því í kring. Það er þá fyrst, að með reglu- gerðinni skuli ekki vera sett ný landhelgislína heldur „friðunar- lína“. Á þessu tvennu er mikill eðlismunur, þó friðunarlínan eigi, samkv. reglugerðinni, að verka eins og landhelgislína. Munurinn er sá, að allt svæðið innan land- helginnar er óskoruð eign íslend- inga, og á því svæði geta þeir, án þess að spyrja aðra, sett reglur um veiði og veiðitakmarkanir, en ekki er hægt að „friða“ nein svæði ut- an landhelgi, án samþykkis ann- arra þjóða, sem telja sig eiga þar jafnan rétt á við okkur. Vegna Haagdómstólsins, er þó tæpast hætta á, að friðuninni núna verði mótmælt, en það á, strax þegar Alþingi kemur saman, að ákveða landhelgina 4 mílur út frá grunn- línum, dregnum milli yztu nesja, eyja og skerja. Sé þetta ekki gert, er t.d. hætta á því, að erlendar síldveiðiþjóðir viðurkenni ,,friðunarlínuna“ fyrir norðurlandi aðeins meðan síldar- laust er, en þegar næst kemur síldargegnd upp að landinu, eins og áður þekktist, þá segi þær sem svo, að nú sé tilganginum með friðuninni náð, og nú færi þær sig aftur upp að gömlu landhelgislín- unni. — Bretar gáfust upp á því, meðan á málaferlunum stóð í Haag, að mótmæla 4 mílna land- helgi Norðmanna, og út frá því ætti breytingin úr „friðarlínu" í landhelgislínu að vera auðveld og ómótmælanleg. Jafnframt því, sem ný landhelg- islína verður sett, þarf að endur- skoða grunnlínur þær, sem dregnar hafa verið millli „yztu nesja, eyja og skerja“, og eru fordæmi fyrir því, að Norðmenn bi’eyttu grunn- línum sínum meðan á málaferlun- um stóð í Haag. Er þá fyrst að at- huga, að úti fyrir norðurlandi virðist þessari reglu ekki vera framfylgt, þar sem sleginn er sér- stakur hringur bæði um Grímsey og Kolbeinsey, í stað þess að draga grunnlínuna t.d. milli Hraunhafn- artanga, Kolbeinseyjar og Horns. Þannig ber að sjálfsögðu að draga línuna, og útiloka með því alla út- lendinga frá lang mestum hluta síldarsvæðisins. óþarfa hlykkur virðist einnig vera á línunni milli Langaness og Glettinganess, og sömuleiðis milli Geirfuglaskers og Geirfugladrangs. Með síðarnefnda hlykknum, .er meginhluti Selvogs- banka ofurseldur togurunum, og hafa þegar komið fram mótmæli gegn þessu frá Vestmannaeyjum. „Nýja landhelgislínan verður ekki til þeirrar hagsbóta fyrir Vest- mannaeyinga, sem hér var almennt vonað“ og „Selvogsbankann verð- ur að friða fyrir ágangi erlendra veiðiskipa“, segir Fylkir, málgagn Sjálfstæðisflokksins í Vestmanna- eyjum 29. marz s.l. Loks virðist sveigt of nærri landi á hinu stutta bili milli Meðallandssands og Ing- ólfshöfða. Að öðru leyti en því, sem nú hefir verið nefnt, virðist lega landsins vera þannig, að ekki verði deilt um, hvernig grunnlín- urnar skuli dregnar. Til þess að Vestfirðingar geti gert sér vonir um verulegan ár- angur af þessum aðgerðum, þarf þessvegna meira að ske. Megin- þorrin af beztu bátamiðum þeirra lendir utanvið hina nýju línu, hvort sem hún er kölluð friðar- eða landhelgislína. Færsla línunn- ar enn þá utar, eða friðun stórra svæða við Vestfirði allt árið, eða hluta úr árinu, er aðkallandi eftir sem áður. Togveiðarnar allan árs- ins hring á Halanum og grunnun- um út af Vestfjörðum eru svo gegndarlausar, að engu tali tekur. Vestfirðingar fá engan fjörð frið- aðan, sem að fisksæld jafnast á við Faxaflóa eða Breiðafjörð. Gagn- vart þeim gildir þessvegna alveg sérstaklega sú regla, sem fram kemur í Haagdómnum, að þar sem stór landhelgi sé lífsnauðsyn fyrir fólkið, geti viðkomandi þjóðir sjálfar ákveðið takmörk landhelg- innar, án þess að það fari í bága Framhald á 3. síðu. Stór loforð — litlar efndir. UTSKRIFT úr fundargerð bæjari'áðs um fjárhagsmál 19. nóv. 1951. „Fyrir tekið: I. Lagt fram bréf frá ísfirðing h.f. um löndun fiskafla hér í bænum. Er þar upplýst að samningar standi nú yfir milli Félags íslenzkra botnvöi’puskipaeigenda og Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna um fiskverð togara á innanlandsmarkaði. Kröfur F.l.B. eru t.d. kr. 0,85 pr. kg. af þorski, kr. 0,70 pr. kg. af karfa og kr. 0,45 pr. kg. af ufsa, allt miðað við í skipi. Á fundi F.l.B. var það samhljóða álit allra útgerðarmanna, að ógerlegt væri fyrir togara að leggja afla til vinnslu í land fyrir það verð, sem til þessa hefur verið greitt. Stjórn félagsins er fús til að leggja afla togaranna hér á land til vinnslu, eftir því sem við verður komið, ef samningar nást um viðunandi fiskverð við F.l.B. Stjórnin er fús til viðræðna við bæjarráð um Iausn þessara rnála, og vili stjórnin gera sitt ítrasta, til þess að þessi mál megi leysast eins fljótt og föng eru á. Bæjai'ráð leggur til að hraðfrystihúsunum í bænum verði skrif- að um mál þetta og bæjarstjóri fylgist með samningaumleit- unum“. Undir fundargerðina skrifar m.a. Matthías Bjarnason. Samn- ingar náðust fljótt um það fiskverð, sem F.l.B. taldi viðunandi, en lítið hefir farið fyi'ir upplögnum togaranna hér síðan. Eða hvað finnst ísfii’ðingum um það?

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.