Skutull

Árgangur

Skutull - 05.04.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 05.04.1952, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Y Traustur liðsmaður. Þann 1. apríl s.l. átti Kristján Kristjánsson 10 ára starfsafmæli sem varahafnsögumaður. Þennan dag varð mér litið inn í hafnar- varðarskýlið, hitti Kristján þar að máli, vék þegar nokkrum orðum að þessum merku tímamótum á starfs ferli hans og sagði síðan: — Þú hefur máske einhvem tíma strandað skipi á þessu tíma- bili? — Einu sinni, anzaði Kristján. — Það var Súðin, fyrsta skipið sem ég fór með út, þó var það ekki í þeirri ferð, en seinna kom það fyrir, að ég strandaði henni. — Orsakirnar? — Það var ís á Pollinum. Við kærðum okkur ekki um að keyra í gegn og fyrir bragðið varð beygj- an of kröpp. Skemmdir urðu eng- ar en tímatöf nokkur. — Og þetta er fyrsta og síðasta strandið. — Hefur þú nokkurn tíma mölv- að bryggju? — Jú, það hefur líka komið fyr- ir einu sinni, — í blíðskaparveðri. Ég var þá að leggja að Neðsta- kaupstaðarbryggjunni. Þetta varð með þeim hætti, að skipið hífði að og við það hrukku upp fleiri plankar úr bryggjunni, sem í raun- inni var orðin svo ónýt að naum- ast var gjörlegt að leggja að henni. Þó létu þeir sig hafa það að meta skemmdirnar á fimmhundruð krónur. Eftir þetta neitaði ég með öllu að leggja að þessari bryggju og hef aldrdei gert það síðan. — Hvernig hefur þér fallið starfið svona yfirleitt? — Mér hefur fallið það ágætlega. Og ég vil nota þetta tækifæri og þakka samstarfsmanni mínum Kristjáni H. Jónssyni og hafnar- nefnd fyrir ágætt samstarf á þess- um umliðnu tíu árum. — Eitthvað fleira? — Ég held ekki. En satt að segja var mér alveg um og ó að taka þetta starf að mér. — Hvers vegna? — Ég hafði takmarkaða þekk- ingu á þessu starfi — og þá var ég ekki heilsugóður. En svo brá við, að eftir að ég tók við starf- inu hef ég aldrei verið fráfallaður, hvorki vegna lasleika eða annars, og tel ég það góða útkomu. Fleira vildi Kristján ekki láta hafa eftir sér. En allir, sem til þekkja, vita, að Kristján er traust- ur og öruggur starfsmaður. Það er ekki ofmælt að segja, að hann sé réttur maður á réttum stað. Naumast er unt að stinga svo niður penna um Kristján Krist- jánsson, að ekki sé drepið á eitt aðaláhugamál hans: Slysavarna- málin. Hann var einn af stofnend- um karladeildar Slysavarnafélags- ins hér á Isafirði. Um langt skeið hefur hann verið gjaldkeri deild- arinnar, þá hefur hann einnig séð um byrgðaflutninga til skipbrots- mannaskýla félagsins á Ströndum, jí Kristján Kristjánsson og ekki hefur altjént verið „and- skotalaust við það að eiga“, en þessir flutningar fara yfirleitt fram að vetrarlagi. Annars lætur Kristján sér fátt eitt fyrir brjósti brenna þegar slysavarnarmálin eru annars vegar. Má óhikað fullyrða, að í Kristjáni eigi Slysavarnarfé- lagið einn sinn öflugasta og ósér- hlýfnasta liðsmann. Ég efast ekki um að margir verði til að taka undir þá ósk, að Kristjáni Kristjánssyni megi end- ast starfskraftarnir sem lengst, því þegar öll kurl koma til grafar mun skarð hans vandfyllt. óskar Aðalsteinn. -------O-------- LANDHELGISMÁLIÐ. Framhald af 1. síðu. við alþjóðalög. Héðan hefir margt fólk flúið undanfarin ár vegna aflaleysisins, og hinir, sem kyrrir hafa setið, hafa átt erfitt með að sjá sér og sínum farborða, svo ekki sé meira sagt. önnur rök á ekki að þurfa fyrir kröfu okkar Vestfirðinga um aukna vernd fiski- miðanna. Að lokum þetta: 1 Bretlandi virðast íslenzkir togarar hafa ver- ið beittir refsiaðgerðum, síðan reglugerðin var sett, og þar hefir nýju verndarlínunni verið kulda- lega tekið. Ekki kemur þetta á ó- vart, og því ber að svara á einn veg: Vinna allan okkar fisk sjálf- ir, salta hann, frysta og herða. Þá mun líka minnka það atvinnuleysi, sem á síðustu og verstu tímum hefir orðið landlægt á Fróni. í síðasta Vesturlandi gera þeir Matthías krambúðarmaður og Ás- berg hjálparkokkur hans togara- verkfallið að umræðuefni. Og það er skemmst frá að segja, að sjald- an eða aldrei hefur þeim kumpán- um og raunar ísfirzka íhaldinu í heild tekizt betur að gefa sannari lýsingu á innræti sínu, en í þessum greinarstúf. Auðvitað sjá þeir of- sjónum yfir þeim kjarabótum sem sjómenn hafa fengið með þessum nýju samningum. Þá tala þeir fjálglega um verkfallsréttinn og líkja honum við biturt vopn og bæta við, „sem þó á ekki að skerða“. Þarna er ekki flærðinni eða falsinu fyrir að fara!!! Allir vita, að ekkert hatar íhaldið meira en einmitt verkfallsréttinn, enda er hann það vopnið sem hvað bezt hefur dugað launastéttunum í bar- áttunni gegn arðráni og réttinda- sviftingu. Þó kastar fyrst tólfun- um hjá Vesturlandsliðinu er það Úr heimahögum. Aukakosning á Isafirði 15. júní. Kosning alþingismanns fyrir ísafjörð í stað Finns heitins Jóns- sonar hefur nú verið ákveðin hinn 15. júní í sumar. Kosningin gildir aðeins fyrir það sem eftir er af yfirstandandi kjörtímabili. — Sam kvæmt lögum verða framboð að hafa borizt sex vikum fyrir kjör- dag. Dánarfregnir. Frú Kristín Magnúsdóttir, and- aðist 14. marz s.l. og var jarðsung- in af sóknarprestinum séra Sig- urði Kristjánssyni 24. s.m. Kristín heitin var gift Haraldi Kristjáns- syni, vélstjóra. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp fóstur- barn, bróðurdóttur Haraldar. Kristín helgaði foreldrum sínum lengi vel alla starfskrafta sína, eða þar til hún eignaðist eigið heimili. Hún var hollur vinur allra þeirra er hún hafði einhver kynni af. Árni J. Auðuns, skattstjóri á Isafirði, andaðist á Landsspítalan- um þann 25. þ.m., 45 ára að aldri. — Árni var viðfelldinn maður í bezta máta og drengur góður. Leikfélag lsaf jarðar. Eins og áður hefur verið minnst á hér í blaðinu, þá á félagið 30 ára afmæli 30. þ.m. Hyggst stjórn félagsins minnast afmælisins með leiksýningu og útgáfu á afmælis- riti. Þessi verkefni eru nú í undir- búningi. Ákveðið hefur verið að sýna sjónleikinn „Gjaldþrotið" eftir norska skáldið Björnstjerne Björnsson. Þetta er sjónleikur í 4. þáttum og var sýndur hér af leikfélaginu fyrir um það bil 20 árum síðan. gerist svo býræfið að draga skips- hafnimar á ísborg og Sólborg inn í umræður sínar um togaraverk- fallið, í þeim eina tilgangi að nýða og svívirða skipverja á ísborg fyr- ir afstöðu þeirra til samninganna, en hefja hina upp til skýjanna. Tuttugu og sjö Sólborgarmenn sögðu já við samningunum og einn nei, hins vegar sögðu tuttugu og nýju ísborgarmenn nei og tveir já. Vegna þessa eru ísborgarmenn ó- ferjandi og óalandi í augum aftur- haldsins. Þessir sjómenn eru þjóð- hættulegir. Réttast væri að reka þá alla í land. Og hvers vegna ekki að ganga hreint að verki? Af hverju ekki að svifta þessa menn atvinnunni vegna andstöðu þeirra við íhaldið? Það væri a.m.k. alveg í anda afturhaldsins. — Já, mega ekki skipverjar á ísborg vera þakklátir „sjálfstæðishetjunum" fyrir afskipti þeirra af togaradeil- unni ? Togarasjómaður. Afli lsafjarðarbáta. Um mánaðarmótin marz—apríl var aflinn sem hér segir: Ásbjörn 229.022 kg. í 52 legum Gunnbjörn 81.557 kg. í 25 leg- um(vélabilun). Sæbjöm 165.275 kg. í 45 legum. Vébjörn 131.786 kg. í 35 legum. Finnbjörn 68.095 kg. (Togveið- ar). Morgunstjarnan 63.000 kg. í 28 legum. Bryndís 800.045 kg. í 29 legum. Hafdís 197.062 kg. og Freydís 203.440 kg. Báðar í útilegu. Forsetakjör 29. júní í sumar. Forsætisráðherra hefur tilkynnt að kjör forseta íslands skuli fara fram sunnudaginn 29. júní í sum- ar. Og skal framboðum til forseta- kjörs hafa verið skilað til dóms- málaráðuneytisins ásamt sam- þykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfir- kjörstjórnar um, að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. — Forsetaefni skal hafa meðmæli 1500 kosningabærra manna hið minnsta, en mest 3000. Leiðrétting. 1 síðasta Skutli var kaupverð hlutabréfa í íshúsfélagi Isfirðinga h.f. talið vera kr. 1.390.000,00, en á að vera kr. 1.290.000,00. Þ.e. kaupverðið sjálft, 1.240.000,00 + 50.000,00 kr., sem kaupandi tekur að sér að greiða af óbókfærðum kröfum um s.l. áramót. Þetta leið- réttist hér með. MALIÐ MEIRA! Nýkomið veggfóður, málningar- vörur, vélalökk o.fl. Finnbjörn málari. -...... ........................................ =8 Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug á sextugsafmæli mínu. Finnbjöm Finnbjörnsson. ■ - ——■-.............. ■■ ■ ■ ......... ...........'J

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.