Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 01.05.1952, Qupperneq 1

Skutull - 01.05.1952, Qupperneq 1
ísfirðinga ÍSFIRÐINGAR! Um síðustu áramót andaðist Finnur Jónsson, þingmaður Is- firðinga. Alþýðuflokkurinn og öll alþýða þessa lands átti þar á bak að sjá ötulum og giftu- drjúgum umbótamanni og brautryðjanda, svo að af bar. Það er því engin tilviljun, að Finnur heitinn Jónsson skuli hafa verið þingmaður þessa bæjar óslitið frá árinu 1933 til dauðadags — eða 18 ár sam- fleytt. I 18 ár hefur því Alþýðu- flokkurinn á lsafirði ekki þurft að svipast um eftir nýjum mönnum til þess að vera hér í kjöri fyrir flokkinn í þingkosningum. I 18 ár hefur flokkurinn aldrei verið í efa um frambjóðanda sinn á Isafirði, — enginn gat komið þar til greina annar en Finnur Jónsson. En nú stendur Alþýðuflokkurinn á fsafirði í nýjum sporum. Strax eftir fráfall Finns heitins Jónssonar var vitað að fram mundu fara aukakosningar til alþingis hér í bænum. Hlaut því Alþýðuflokkurinn að hefja leit að nýju þingmannsefni fyrir bæ- inn. Sú leit varð samt hvorki löng né erfið. Ennþá var Alþýðú- flokkurinn á fsafirði viss í sinni sök og fjarri öllum efa. Þegar minnzt hefur verið á framboð flokksins, hafa allir kjós- endur hans lokið upp einum mimni um það, að Hannibal Valdi- marsson væri maðurinn, sem taka ætti við merki hins fallna forystumanns — þingmennskunni og baráttunni fyrir heill þessa bæjar. Það má reyndar segja, að þetta sé einróma álit bæjarbúa almennt, því að andstæðingar Alþýðuflokksins hafa einnig talið það víst, að Hannibal Valdimarsson yrði fyrir valinu sem fram- bjóðandi flokksins við aukakosningar þær, sem fram eiga að fara hér í bænum 15. júní í sumar. Nú hefur Alþýðuflokkurinn gengið formlega frá vali fram- bjóðanda síns, — hann hefur valið Hannibal Valdimarsson. Hvers vegna hefur nú Hannibal orðið svo cinróma og tvímæla- laust fyrir valinu? Þeirri spurningu er ekki vandsvarað. Hér skal aðeins talið fátt eitt af því helzta, er skapað hefur það almenna traust, sem Hannibal Valdimarsson hefur aflað sér: VERKALÝÐSLEIÐTOGINN. Hann gerðist ungur einn ágætasti liðsmaður vestfirzkrar verkalýðshreyfingar, einmitt á þeim árum, þegar hún í smá- þorpunum var að stíga sín fyrstu skref, — veikbyggð og hik- andi. Einmitt þá þurfti hún á einörðum og ósérplægnum liðs- mönnum að halda. Framhald á 3. síðu. Ávarp til Hannibal Valdimarsson. Þingmenn ísfirð- inga í 25 ár. Vorið 1927, fyrir réttum 25 ár- um síðan var Haraldur Guðmunds- son kosinn þingmaður ísfirðinga. Segir í Skutli frá þeim tíma, að Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna og stjórn Verkalýðssambands Vestur- lands, sem nú heitir Alþýðusam- band Vestfjarða, hafi ákveðið, að Haraldur yrði í kjöri fyrir AI- þýðuflokkinn. Vann Haraldur hinn glæsilegasta sigur í þessum kosningum, fékk 510 atkvæði, en andstæðingur hans ekki nema 360, eins og frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu. Alla tíð síðan, eða um aldar- fjórðungs skeið, hafa alþýðuflokks menn farið með þingmannsumboð fyrir ísafjarðarbæ. Við næstu kosningar, sumarið 1931, fékk Haraldur Guðmundsson áskoranir frá fjölda manns um að bjóða sig fram austur á Seyðis- firði. Varð Haraldur við þeim ósk- um, þótt tvísýnt þætti að hann gæti náð þar kosningu, þar sem Seyðfirðingar höfðu þá um langt skeið kosið íhaldsmann á þing og það með allsterkum meirihluta atkvæða. En för Haraldar til Seyð- isfjarðar varð hin gifturíkasta. Seyðfirðingar gerðu hann að þing- manni sínum, en Vilmundur Jóns- son var kosinn þingmaður ísfirð- inga. Við næstu Alþingiskosningar bauð Vilmundur sig fram í Norð- ur-ísafjarðarsýslu og hlaut þar kosningu, og Finnur Jónsson var kjörinn þingmaður Isfirðinga. Var hann ávallt endurkjörinn síðan, eins og kunnugt er, og var þing- maður ísfirðinga til dauðadags. Haraldur Guðmundsson á þann- ig 25 ára þingmannsafmæli á þessu vori. Eiga fáir þingmenn glæsilegri stjómmálaferil að baki Hann hefur ávallt verið viður- kenndur einhver mesti ræðumaður á þingi. Hann hefir verið þingfor- seti. Hann var fyrstí ráðherra Al- þýðuflokksins, og hann hefur bor- ið gæfu til að koma fram meiri réttarbótum fyrir alþýðu manna, en nokkur annar íslendingur fyrr eða síðar. Á ég þar við Almanna- tryggingarnar, sem eru hans verk fremur en nokkurs eins manns annars. Haraldur Guðmundsson, þingmaður lsfirðinga 1927—1931. Vilmundur Jónsson, þingmaður lsfirðinga 1931—1933. Finnur Jónsson, þingmaður lsfirðinga 1933—1951. Framhald á 3. síðu.

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.