Skutull

Árgangur

Skutull - 01.05.1952, Blaðsíða 2

Skutull - 01.05.1952, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Vígsla Félagsheimilis Bolvíkinga. SKUTULL Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Af greiðslumaður: Gutimundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergölu 3, IsafirBi- 1. maí. Hinar vinnandi stéttir í Norður- álfu og víðar um heim hafa valið 1. maí sem frídag sinn, og tákn baráttunnar fyrir bættum kjörum. Þetta er vel valið. Þennan dag er komið vor, og jörðin tekin til óspilltra mála við að græða kalsár sín eftir vetrar- ríkið. Það er samskonar græðandi starf, sem samtök vinnandi fólks inna af hendi, ekki aðeins 1. maí, heldur árið um kring. Samtökin og hin stéttarlega eining veita ein- staklingunum vernd og skjól, og skapa þeim vaxtarskilyrði, sem þeir myndu annars ekki öðlast, ef þeir stæðu einn og einn. Máttur samtakanna er því fyrir löngu við- urkenndur af vinnandi fólki, og atvinnurekendur hafa neyðst til að viðurkenna þennan mátt. Enginn skyldi halda að þessi árangur hafi náðst án mikillar baráttu. 1 kjölfar þess, að fá samtökin viðurkennd, hafa svo fylgt aðrir mikilvægir sigrar fyrir alþýðuna á sviði kjara- bóta, mannréttinda, og mennta, en framfarir í þessum efnum eru ó- rjúfanlega samtvinnaðar. Hér á landi hefir Alþýðuflokk- urinn og verkalýðshreyfingin lengst af átt samleið, og flokkur- inn hefir átt drýgstan þátt í að koma inn í löggjöf landsins fram- faramálum eins og afnámi sveitar- flutninga, togaravökulögunu'm, kosningarétti fyrir 21 árs fólk, bættri kjördæmaskipun, lögum um verkamannabústaði, almanna- tryggingalögunum, orlofslögunum, og margháttaðri lagasetningu um skipulagningu atvinnumála svo fátt eitt sé nefnt. Margt af þessu þykja sjálfsagðir hlutir nú, og í- haldið, sem gegn þeim barðist með öllum ráðum, vill helzt ekki láta rifja upp söguna um harðdrægni þess í andstöðunni við þessi mál. Það er þó ekki af baki dottið — langt frá því. í stað þess að standa í verkföllum gegn kauphækkunum, er nú gripið til ráða eins og gengis- lækkana, skattahækkana og vöru- verðshækkana, þegar þörf er talin á að ríra kjör alþýðunnar. Það er einnig leitast við að skera niður framlög til trygginga, verka- mannabústaða, skóla og annarra menningarmála undir yfirskyni Bolvíkingar hafa á undanfömum árum unnið að því eins og einn maður að koma sér upp stóru og vönduðu félagsheimili. Fyrirmynd- ar samstarf hefur tekizt milli ein- staklinga og félagsheilda í kaup- túninu, og nú hefur líka undrið gerzt. Þar sem hrúgur af sandi og möl lágu á grundinni fyrir nokkr- um missirum, er nú risið stórt og veglegt hús af grunni. Það er fé- lagsandinn og afl samtakanna, sem fært hefur sandkom og steina saman í fagra framtíðarhöll. Þann 14. apríl s.l. fór vígsluat- spamaðar. í þessa farvegu er alltaf hætt við að barátta íhalds- ins gegn bættum kjörum alþýð- unnar beinist, og hér á landi eru íhaldsflokkarnir nú sameinaðir það pólitískt sterkir, að þeir leyfa sér að beita þessum aðferðum ó- spart. Eina mótvægið gegn þeirri óheilla þróun er sterkur Alþýðu- flokkur, dyggilega studdur af verkalýðshreifingunni. Fyrir því hlýtur kjörorð vinn- andi fólks um land allt fyrsta maí að vera: Eflum Alþýðuflokkinn, og hér á Isafirði gildir kjörorðið: Sigrum íhaldið 15. júní. höfn félagsheimilisins fram með mikilli viðhöfn. Fjöldi ræðna var fluttur. Einnig voru flutt tvö frumort kvæði, og hefur Skutli tekizt að fá annað þeirra til birt- ingar. Leikþáttur úr Fjalla-Ey- vindi var sýndur, og var leikur þeirra Guðmundar M. Pálssonar (Arnes) og Önnu Stínu (Halla) hinn ágætasti. En það ,sem lyfti hátíð þessari langt upp úr öllu því venjulega, var hinn ágæti söngur, sem þama var fluttur. Blandaður kvartett hafði verið æfður, einnig karla- kvartett og sextíu manna blandað- ur kór. Og allur þessi söngur var fagur og þróttmikill og bar vott um ágæta söngkrafta og mikla og góða samæfingu. Stjórnandinn var Sigurður E. Friðriksson, sem þarna hafði unnið glæsilegt afrek. Sætir furðu að slíkt skuli vera hægt í ekki stærra þorpi en Bol- ungavík er, og með þeim atvinnu- háttum, sem þar ríkja. En skýr- ingin er: Einbeittur og góður vilji og óbilandi samtök. Oft voru sjó- mennirnir komnir á söngæfingu fáum mínútum eftir að þeir voru komnir að landi. Og þannig tókst það svo, að mikill sómi var að. Félagsheimilið í Bolungarvík er nú stærsta og veglegasta sam- komuhús á Vestfjörðum. Það mun kosta nálægt hálfri annari miljón króna fullgert, og er áhvílandi skuld hverfandi lítil. — Þetta glæsilega menningarafrek Bolvík- inga sýnir ljóslega, að mikið má, ef vel vill. --------0------- Þýðing eins at- kvæðis — ávextir íhaidsins. Árið 1923 fékk íhaldið hér í bæ úrskurð kjörstjórnar fyrir því, að frambjóðandi þess hefði náð kosn- ingu með eins atkvæðis meirihluta. — Raunar hafði frambjóðandi Al- þýðuflokksins, Haraldur Guð- mundsson, eins atkvæðis meiri- hluta, þegar talin höfðu verið öll góð og gild atkvæði, sem enginn ágreiningur var um í kjörstjórn. Hefði hann þá að réttu lagi átt að fá afhent kjörbréf sitt. En ekki hafði íhaldsmeirihluti kjörstjórn- ar þann háttinn á, heldur leitaði meðal bjagaðra atkvæða, er benda þóttu til þers að fyrir kjósanda hefði vakað að kjósa frambjóð- anda íhaldsins og úrskurðaði tvö slík bjöguð atkvæði góð og gild. — Þannig byggðist kosning þessa íhaldsþingmanns á einu bjöguðu atkvæði. Og það, sem örlagaríkara var: Ihaldsmeirihlutinn á Alþingi næstu 4 ár byggðist á þessum eina atkvæðisvanskapningi. 1 krafti hans fór íhaldsflokkurinn með rík- isstjórn í 4 ár og rak svo harð- svíraða íhaldspólitík, að augu fjölda margra, sem áður höfðu verið blindaðir af áróðri íhaldsins, fengu fulla sjón, og sneru baki við íhaldsstefnunni fyrir fullt og allt. Má um það segja, að fátt sé svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott. Sama daginn og Alþingi kom saman eftir kosningarnar 1923, hækkuðu bankarnir vexti sína upp í 8%. Er skemmtilegt að minnast þess að ennþá eru ávextir íhaldsstjórn- arfarsins þeir sömu: Bankavextir voru hækkaðir stórkostlega nú fyrir skemmstu, svo að sennilega búa íslenzkir atvinnuvegir nú við hæstu bankavexti í heimi. Við alþingiskosningarnar hér á ísafirði fjórum árum síðar, þann 9. júlí 1927, var munurinn orðinn mikill á fylgi Alþýðuflokksins og íhaldsins. Þá hlaut Haraldur Guð- mundsson kosningu með 510 góð- um og gildum atkvæðum, en fram- bjóðandi íhaldsins fékk 360 at- kvæði. Fór þá fjarri því að nokkur vafaatkvæði gætu ráðið úrslitum. Þessu líkur þyrfti mismunurinn að verða í kosningunum 15. júní næstkomandi. Allir eitt. Þegar allir, eins og bræður orku beita, stétt með stétt, lýðsins eining ríkjum ræður, reynast grettistökin létt. Bolvíkingafélög fundu fjöldans undraverða mátt, samtökin því saman bundu, settu marki náðu brátt. Sundraðir við sjálfir föllum, sameinaðir vinnum eið: Þetta hús sé okkur öllum, augljóst tákn um gæfuleið. Myndi ekki ykkur þykja illa farið góðs á mis, ef þið sæuð sundrung ríkja, í sölum þessa musteris? Þegar rekka raddir hljóma und rjáfri þessu framvegis, hugsi menn um hússins sóma og heiður okkar lýðveldis. Sali þessa saurgum ekki. „Samtök“ verði kjörorðið. Aldrei bíði álitshnekki unga Félagsheimilið. Sigurvin G. Guðbjartsson. /

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.