Skutull

Árgangur

Skutull - 01.05.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 01.05.1952, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 ÁVARP TIL ISFIRÐINGA. Framhald af 1. síðu. Hannibal reyndist ekki einungis ágætur liðsmaður heldur miklu fremur fágætur forystumaður. Undir leiðsögn hans verða t.d. verkalýðsfélögin í Súðavík og Bol- ungavík að öruggu vígi verka- fólksins til sóknar og varnar. Verkalýðsbaráttan á Vestfjörð- um átti því snemma góðan hauk í horni, þar sem Hannibal Valdi- marsson fór. Enda má með sanni segja, að áhugi hans og fórnfýsi fyrir málefnum alþýðunnar hafi fram á þennan dag gengið sem rauður þráður gegn um allt líf hans og starf. Þegar hann flyzt hingað til ísa- f jarðar, tekur hann strax ótrauð- ur þátt í verkalýðsmálum bæjar- ins, og er sá þáttur ísfirzkum verkalýð að góðu kunnur. Þá hef- ur hann um langt skeið verið for- seti Alþýðusambands Vestfjarða. Á síðasta þingi sambandsins baðst hann mjög eindregið undan endur- kosningu, en fulltrúar vestfirzkra verkalýðssamtaka vildu allir sem einn mega hlíta forystu hans enn um skeið og kusu hann áfram for- seta sambandsins. SAMVINNUMAÐURINN. 1 beinu framhaldi af starfi sínu í verkalýðssamtökunum fyrir bætt- um kjörum alþýðunnar hefur Hannihal bundizt neytendasam- tökum hennar — samvinnufélags- skapnum — órjúfandi böndum. Einnig þar hefur hann ótrauður lagt hönd á plóginn í þágu þess mikla fjölda, sem veit, að félags- verzlun er einn hyrningarsteinninn undir efnahagslegri hagsæld fólks- ins. Hann hefur nú um langt skeið verið formaður Kaupfélags ísfirð- inga, stærsta verzlunarfyrirtækis- ins á Vestf jörðum, og má þar einn- ig marka það traust og álit, sem hann nýtur hvarvetna meðal sam- starfsmanna sinna og félaga. BINDINDISMAÐURINN. Þá hefur Hannibal Valdimarsson írá öndverðu verið skeleggur tals- maður bindindishreyfingarinnar og er skemmst að minnast afstöðu hans til ölfrumvarps Sigurðar Bjarnasonar. Bindindisfólk og aðr- ir þeir, sem telja hina miklu á- fengisneyzlu þjóðarinnar alvarlegt vandamál, munu vera á einu máli um það, að einnig þar sé gott að njóta liðveizlu Hannibals. AIÞINGISMAÐURINN. Svo sem kunnugt er hefur Hanni- bal Valdimarsson tvívegis verið í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn í N- lsafjarðarsýslu. 1 bæði skiptin jók hann fylgi flokksins í sýslunni og hlaut kosningu sem landkjörinn þingmaður flokksins. Á Alþingi hefur hann ekki ein- ungis reynzt ötull þingmaður fyrir Norður-fsfirðinga, heldur jafn- i'ramt alhliða og dugandi starfs- ínaður þingsins og tvö síðustu ár átt sæti i umsvifamestu nefnd þingsins, — fjárveitinganefnd. Hannibal Valdimarsson er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður bæði sem alþingismaður og einnig fyrir margháttaða þátttöku sína í öðrum opinberum málum svo sem áður er sagt. Alþýðufloklturinn á þar á að skipa hugdjörfum og einörðum baráttumanni, sem aldrei hefur gefið deyfðinni og kyrrðinni grið í þeim tilgangi að geta sjálfur átt náðuga daga. Lognmollan og á- hugaleysið er honum sízt að skapi. Og fyrir löngu síðan hefur hann sagt afturhaldinu og athafnaleys- inu stríð á hendur. Dugnaður Hannibals Valdimars- sonar er með öllu óvéfengjanlegur, enda hafa andstæðingar hans marg oft viðurkennt hann sem harðskeyttan en drengilegan mála- fylgjumann. Það er skemmst fyrir fsfirðinga að minnast þess, er hann á síðasta þingi í sambandi við umræður um f járveitingu til viðreisnar atvinnu- málum Siglfirðinga fékk því til vegar komið, að ísfirðingar nytu í því efni einnig sama stuðnings. Hitt er aftur á móti önnur saga, að fhaldsráðherrarnir hafa enn eigi látið að vilja þingsins í þessu efni og hvorki afgreitt f járveiting- una til Siglufjarðar né fsafjarðar. GÓÐIR ISFIRÐINGAR! Innan skamms gangið þið enn á ný til kosninga hér á fsafirði. Enn sem fyrr verða átökin hér á milli lýðræðisjafnaðarstefnunnar og íhaldsstefnunnar. Hver einasti kjósandi í landinu mun fylgjast með þeim úrslitum af áhuga og mikilli athygli. Ástæðan er sú, að þessar auka- kosningar eru ekki einungis venju- leg könnun á fylgi flokkanna, held- ur jafnframt og ef til vill miklu fremur prófsteinn á afstöðu kjós- endanna I landinu til þeirrar ílialdsstjórnar, sem nú situr að völdum. Ef frambjóðandi íhalds fengi brautargengi hér í kosningunum, væri það hrein traustsyfirlýsing við íhaldið, sem öllu ræður í iiú- verandi ríkisstjórn og markað hef- ur stefnu hennar. Þeir kjósendur, sem ánægðir eru með hið skefjalausa verzlunarok- ur, kjósa auðvitað íhaldsmanninn. Sama gera þeir einnig, sem vilja vaxandi atvinnuleysi og síauknar drápsklyf jar dýrtíðarinnar. Þeir, sem eru óánægðir með þetta allt, þeir kjósa auðvitað frambjóðanda Alþýðuflokksins, Hannibal Valdimarsson, hinn djarfa og skelegga andstæðing þeirrar óheillastefnu íhaldsins, sem nú hvílir eins og svört loppa á alþýðu þessa lands. Það eru allir óánægðir með Heiðnabergsloppu ihaldsins — all- ir óánægðir, nema sjálfir berg- þursarnir. Þess vegna munu allir ísfirzkir kjósendur fylkja sér um stefnu Alþýðuflokksins og fram- bjóðanda hans, ' verkalýðsléiðtog- ann og samvinnumanninn Hanni- bal Valdimarsson. FULLTRÚ ARÁÐ ALÞÝÐUFLOKKSINS Á ISAFIRÐI. --------0------- ÞINGMENN ÍSFIRÐINGA. Framhald af 1. síðu. Nú er Haraldur kominn í bæinn sem gestur Alþýðuflokksins. Og erindi hans hingað er það, að minnast hér með gömlum vinum og yngri flokkssystkinum þess glæsilega sigurs, sem hann og Al- þýðuflokkurinn unnu hér á ísafirði fyrir 25 árum síðan. En Haraldur er ekki aðeins hingað kominn til að minnast hins liðna. Hann er hingað kominn jafnframt, og eigi síður, til að ræða um framtíðina. Hann er hingað kominn til að eggja okkur lögeggjan og hvetja okkur til dáða í þeirri baráttu, sem Alþýðuflokkurinn á ísafirði er að hefja frá og með deginum í dag — fyrsta maí — að telja. Vert þú velkominn til ísaf jarðar í þitt gamla kjördæmi, Haraldur Guðmundsson! Við flokkssystkini þín erum þér innilega þakklát fyrir komuna, þakklát fyrir 25 ára þýð- ingarmikið starf og glæsilega bar- áttu. Og við heitum því að halda upp á aldarfjórðungsafmæli þitt sem alþingismanns með því að vinna að glæsilegum sigri Alþýðu- flokksins á ísafirði við aukakosn- inguna 15. júní næstkomandi. Hannibal Valdimarsson. --------O------- Skemmtanir í bænum. URSUS, öðru nafni Gunnar Salómonsson hafði hér aflraunasýningu s.l. þriðjudag, og þótti mönnum mikið til um krafta hans, og fjölmenntu á sýningarnar. Gunnar hefur beð- ið blaðið að færa Vestfirðingum beztu þakkir fyrir góða aðsókn að sýningum sínum og frábæra gest- risni sem hann hvarvetna hefir orðið aðnjótandi. Tvö kvöld í s.l. viku skemmtu þau Sigfús Halldórsson, tónskáld, Soffía Karlsdóttir, gamanvísna- söngkona og Höskuldur Skagfjörð, leikari, bæjarbúum með söng, gamanvísum, upþlestri og leik- þætti. Sigfús söng og lék frum- samin lög, og í lok prógrammsins söng þingheimur allur „Litlu flug- una“, sem hefir í vetur verið á hvers manns vörum. Það er tvímælalaust, að Sigfús á létt með að semja hljómþýð lög, og ekki mundi það koma á óvart, þó einhverntíma kæmi út eftir hann óperetta, sem yrði mikið sungin. öll var skemmtun þessi hin ánægjulegasta og kom áheyr- endum í gott skap. Hróður ísfirzkra skíðamanna. Blaðið Alþýðumaðurinn á Ak- ureyri flutti ýtarlegar fréttir af Skíðamóti íslands, sem háð var á Akureyri um páskana. Eru víða í frásögn blaðsins mjög lofsverð ummæli um frammistöðu ísfirzku skíðamannanna á mótinu. Blaðið segir meðal annars: „Mótið hófst með keppni í svigi karla, B-flokki, og fór sú keppni ásamt svigi kvenna fram í Sprengi- brekku ofan við Knararberg. Úrslit urðu þau, að fyrstur varð Einar Valur Kristjánsson (H) SKÍ 95,4 sek. Næst fór fram keppni í svigi kvenna og bar Martha B. Guð- mundsdóttir (H), ísafirði af kepp- endum að stílfegurð og öryggi, eins og tími hennar ber með sér“. (89,4 sek. Næsta 110,7 sek). „Svigmeistari Islands varð Haukur Sigurðsson (H) ísafirði". (Tími 110,5 sek.). „Mánudaginn 14. apríl (annan í páskum) lauk svo mótinu með keppni í bruni og 30 km. göngu. .... Þessa göngu vann Ebenezer Þórarinsson frá ísafirði, og er göngustíll hans mjög fagur og eftirtektarverður". Einar Valur Kristjánsson varð einnig fyrstur í bruni karla, B- flokki, Martha B. Guðmundsdótt- ir fyrst í bruni kvenna, og einnig varð hún íslandsmeistari í Alpa- tvíkeppni kvenna (svigi og bruni). Skutull þakkar þessu unga skíðafólki frækilega frammistöðu á Skíðamóti Islands og gleðst með því yfir unnum sigrum. MÁLIÐ MEIRA! Nýkomið veggfóður, málningar- vörur, vélalökk o.fl. Finnbjörn málari. TIL SÖLU gaberdinkápa ný. Mjög ódýr. Hentug fyrir fermingarstúlku. Uppl. Silfurgötu 8a, (uppi.). TIL SÖLU ERU húsin nr. 38 og 40 við Hlíðarveg. Seljast mjög ódýrt, ef samið er fyrir 15. maí næstkomandi. Skipti á vörubíl koma til greina. Sigurður K. Guðmundsson, Guðmundur Jónatansson. TIL SÖLU er 5 manna bíll í góðu standi. Finnbjörn málari. HÚSEIGN MIN í Fjarðarstræti 38, neðsta hæð, ásamt kjallara í norðurenda, er til sölu. Þórður Sigurðsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.