Skutull

Årgang

Skutull - 10.05.1952, Side 1

Skutull - 10.05.1952, Side 1
Ávarp til ísfirðinga frá Hannibal Valdimarssyni. Hannibal Valdimarsson. GÓÐIB ISFIRÐINGAR! Finnur Jónsson lézt fyr en okk- ur varði. Vegna fráfalls hans á nú að fara fram aukakosning um eft- irmann hans sem þingmann ísa- fjarðarkaupstaðar. Þessi kosning fer fram þann 15. júní n.k. Ég hefi látið til leiðast að vera frambjóðandi Alþýðuflokksins við þessar kosningar. Ekkert hefði ég þó fremur kosið en að vera laus við þann mikla vanda. Ber margt til þess, meðal annars ýmsar per- sónulegar ástæður, en þó einkum það, að ég fann mig ekki mann til að fylla skarð Finns Jónssonar, eða vera maklegan þess að skipa sæti þeirra Haralds Guðmundsson- ar og Vilmundar Jónssonar á Al- þingi. En nú er þetta ákveðið, og þá er sá kosturinn einn fyrir hendi að ganga ótrauður fram til orustunn- ar og gera sitt bezta. Nú er vitað orðið, að allir flokk- ar hafa menn í kjöri. Aðalkeppi- nautur minn um þingsætið er Kjartan J. Jóhannsson, frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur fallið hér tvisvar áður fyrir Finni heitnum Jónssyni, og er þess að vænta, að hann reyni ekki oft- ar að biðla til ísfirzkra kjósenda um kjörfylgi til þingmennsku, ef hann einnig í þetta sinn gengur bónleiður til búðar. Kommúnistar tefla fram Hauk Helgasyni bankastarfsmanni í Reykjavík, sem varla er líklegt að fengið geti meira en 80—90 at- kvæði — og framsóknarmenn Jóni Á. Jóhannssyni, sem hugsast gæti að fengi 50—60 atkvæði. Hvort- tveggja framboðið er því algert vonleysisframboð, eins og allir sjá. Landslistar eru engir í boði við aukakosningar. í slíkri kosningu koma þessum flokkum því atkvæð- in, sem þeir fá, að engu gagni. — Þau falla gersamlega þýðingarlaus og dauð niður. Með frambjóðendum aðeins frá aðalflokkunum tveimur hér í bæn- um, Alþýðuflokknum og Sjálf- stæðisflokknum, hefði aukakosn- ingin hér getað haft verulega póli- tíska þýðingu. Þá hefðu allir þeir, sem andvígir eru íhaldsstjórn og íhaldssamsteypustjórnum, hlotið að kjósa frambjóðanda Alþýðu- flokksins —og hinir, sem aðhyll- ast núverandi stjómarstefnu og óska eflingar og samstillingar í- haldsaflanna í þjóðmálum, hefðu eðlilega kosið frambjóðanda íhalds ins. — En svo virðist sem stjóm- arflokkarnir hafi ekki kært sig um svo ótvíræða bendingu um af- stöðu kjósendanna í einum af kaupstöðum landsins til ríkjandi stjórnarstefnu, sem slík kosninga- niðurstaða hefði óefað leitt í ljós. — Ég efa það ekki, að í slíkri kosningu hefðu kjósendumir á- kveðið bent til vinstri. — Óskað eftir, að allir þeir, sem í einlægni vildu vinna gegn íhaldinu samein- uðust í einni órofa fylkingu í bar- áttunni við það. Nú hefur sem sé verið komið í veg fyrir, að aukakosningin hér geti talað svo skýru máli gegn aft- urhaldsöflunum. En það er ég viss um, að báðir frambjóðendur smærri flokkanna finna það með sjálfum sér, að þeir hafa með þessum framboðum verið gerðir að hjálparkokkum íhaldsins. Mætti ætla, að slíkt hlutverk væri þeim báðum lítt að skapi. En þrátt fyrir þetta geta þeir, sem ákveðnir eru í að mótmæla samstarfi íhalds og framsóknar, gert sig skiljanlega með því að hverfa frá stuðningi við íhaldið og láta þess hlut verða sem minnstan og sjá jafnframt um, að þau atkvæði verði einnig sem fæst, er kastað verði í dauðradilkinn á Jón Á. Jóhannsson. Slík afstaða kjósandans gæti aðeins túlkast sem kröftug mót- mæli hans gegn eyðileggingu iðn- aðarins gegn ofsalegu verzlunar- okri, gengislækkun og bátagjald- eyrisbraski ásamt miklu nærgöng- ulli skattpíningu en nokkru sinni áður liefur þekkst í sögu lslands. Sama gildir um allt það fólk úr kjósendahópi Sósíalistaflokksins, sem fremur óskar að láta í Ijós vilja sinn um einingu alþýðustétt- anna gegn afturhaldinu í landinu — heldur en koma því að, að tjá sig sem fylgjanda heimskommún- ismans. Allt slíkt fólk gæti við þessa kosningu skotið íhaldinu skelk í bringu, einmitt með því að kjósa mig og skapa þannig þá trú fyrir næstu aðalkosningu, að sól íhaldsins sé nú í þann veginn að ganga til viðar. Ef slík tjáning kærai hér fram þann 15. júní hefði aukakosningin á ísafirði verulega pólitíska þýð- ingu. Það er einmitt slik tjáning, sterk og ótvíræð gegn íhaldinu, sem fram kom í úrslitum bæjarstjórn- arkosningunum brezku, er skýrt var frá á öðrum stað í þessu blaði. Framhald á 7. síðu. Þnr frambjoðendur til forsetakjörs. í gærkveldi var orðið kunn- ugt um þrjá frambjóðendur til forsetakjörs, þá Ásgeir Ás- geirsson, séra Bjarna Jóns- son, fyrrum dómkirkjuprest og Gísla Sveinsson, fyrrum sendiherra. Að framboði Ásgeirs Ás- geirssonar standa kjósendur úr öllum flokkum. — Að framboði séra Bjarna standa miðstjórnir Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins og munu þær þö, samkv. frétt frá Reykjavík, vera mjög klofnar um afstöðuna til framboðs hans. — Að fram- boði Gísla Sveinssonar standa samtök, sem kalla sig frjáls samtök kjósenda. Framboðsfrestur er til 24. mai, en kosningin á, eins og kunn- ugt er, að fara fram þann 29. júní n.k. Hver frambjóðandi skal a.m.k. hafa 1500 meömælendur úr öllum landsfjórðungum — en eigi fleiri en 3000. Það vekur furðu margra, að hafðir skulu vera í kjöri í forseta- embættið tveir menn komnir um eða yfir sjötugt, eins og þeir Bjarni Jónsson og Gísli Sveinsson, sem fyrir nokkru hafa verið leystir frá öðrum embættum fyrir aldurs sakir. Ásgeir Ásgeirsson er hinsvegar 58 ára að aldri. Ásgeir Ásgeirsson. Verður hann næsti forseti lslands?

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.