Skutull

Árgangur

Skutull - 10.05.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 10.05.1952, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Fundurinn I. maí. Fulltrúaráð og félög Alþýðu- flokksins á Isafirði héldu sameig- inlegan fund í Alþýðuhúsinu kl. 4,30 e.h. 1. maí s.l. Öllum stuðningsmönnum flokks- ins var heimil fundarseta. Fund- urinn var mjög vel sóttur og hinn ánægjulegasti. Jón H. Guðmundsson, kennari, form. fulltrúaráðsins setti fundinn og stjórnaði honum. Þórleifur Bjarnason, námstjóri, las upp kvæði. Tvö þeirra voru eftir séra Sigurð Einarsson. Einn- ig las hann upp tvö 1. maí kvæði eftir ísfirzka höfunda, þá Guð- mund heitinn Geirdal og G.G.K., en þau kvæði birtust í Skutli fyr- ir nokkrum árum síðan. Sigfús Halldórsson, tónskáld, hinn fjölhæfi og vinsæli listamað- ur, söng nokkur lög eftir sjálfan sig og annaðist jafnframt undir- leikinn. Þetta vinsæla tónskáld sýndi Alþýðuflokknum þann vel- vilja að fresta áður ákveðinni burtför sinni úr bænum um nokkra daga, til þess að gefa ísfirzkri al- þýðu enn eitt tækifæri til að gleðj- ast yfir og njóta hinnar ágætu listar sinnar. Listamanninum var ákaft fagn- að og varð hann að syngja mörg aukalög. Mun það margra álit, að fáir listamenn hafi veitt ísfirðing- um betri skemmtun en Sigfús Halldórsson gerði með komu sinni til bæjarins. Á þessu ári eru liðin 25 ár síðan Alþýðuflokkurinn vann Isafjörð úr höndum íhaldsþingmanns, — svo viðurkennt væri. En sá kosningasigur ísfirzkrar alþýðu var í raun réttri unnin 4 árum áður, þó afturhaldinu tæk- ist, í það skiptið, að gera sigur alþýðunnar að engu, með úrskurði sínum á ógildu atkvæðunum. En sá úrskurður var landfrægur að endemum á sínum tíma. Annars er það athyglisvert, hversu ísfirzka afturhaldið hefir iðulega auglýst sig heldur ömur- lega í sambandi við hina miklu atkvæðamenn sína og kosninga- vinnubrögð. Eins og Isfirðingar flestir vita, þá var það Haraldur Guðmunds- son, sem vann hinn fræga kosn- ingasigur 1927. Haraklur Guðmundsson vildi halda upp á þetta merka 25 ára afmæli í hópi vina, ættingja og annara ísfirzkra Alþýðuflokks- manna. Á fundinum hélt Haraldur Guð- mundsson afburða ræðu. Þar sagði hann frá kosningunum 1923 og ’27 og mun mörgum hinna yngri fund- armanna hafa þótt fróðlegt að heyra frásagnirnar af kosninga- baráttu íhaldsins á þeim árum. Síðan rakti Haraldur hina von- lausu baráttu afturhaldsins við að vinna þingsætið á ný. Að síðustu ræddi Haraldur um það alvarlega ástand, sem afturhaldsstjómin hefir leitt yfir þjóðina og hvílir sem mara yfir alþýðunni. Framboði Hannibals Valdimars- sonar var lýst á fundinum, og fögnuðu fundarmenn ákaft, er framboðið var tilkynnt. Þær undir- tektir komu engum á óvart, því að allir vita að ísfirzkt alþýðufólk kann að meta þau margvíslegu brautryðjendastörf, sem Hannibal Valdimarsson hefir unnið á liðnum árum, alþýðu þessa bæjar til gagns. Fullyrða má, að enginn þingmaður er í nánari tengslum við verkalýðshreyfinguna og sam- vinnufélögin, — tvenn merkustu alþýðu- og framfarasamtök lands- ins, en einmitt Hannibal Valdi- marsson. Hann hefir á liðnum ár- um, og enn þann dag í dag, staðið þar fremst í fylkingar- Þann 14. rnarz s.l. lézt í Lands- spítalanum í Reykjavík Kristín Magnúsdóttir, kona Haralds Krist- jánssonar vélstjóra hér í bæ. Kristín heitin var fædd að Skerð- ingsstöðum í Reykhólasveit 23. apríl 1901 og var þar til 6 ára aldurs, er hún flutti með foreldr- um sínum hingað til bæjarins ár- ið 1907. Hér í bænum var hún svo alla tíð síðan eða um 45 ára skeið og var orðin rótgróin Isfirðingur. Foreldrar Kristínar voru Magn- ús Benediktsson, verkamaður, og Anna Guðmundsdóttir kona hans, bæði af góðu alþýðufólki komin, og er margt hagleiksmanna í ætt- um þeirra. Kristín tók ung að nema fatasaum og vann fyrst á verkstæði Þorsteins Guðmundsson- ar, klæðskera, en síðan hjá þeim klæðskerunum Einari & Kristjáni. Var liún mjög vel verki farin og afkastamikil og eftirsótt sauma- kona. Magnús faðir Kristínar hafði lengi verið heilsutæpur, en þegar það svo bættist við, að móðir hennar veiktist líka, fór hún heim og stundaði foreldrana af mikilli alúð og nærgætni árum saman. Ekki lagði hún samt saumaskap- inn á hilluna, þótt hún þannig yrði að hætta á verkstæðinu, held- ur tók hún verkefni frá vinnustofu Einars & Kristjáns heim til sín og leysti þau af hendi í ákvæðis- vinnu. Þóttu þau verkefni öll í ör- brjósti, sem átökin og baráttan eru hörðust og aldrei vikið frá rétti alþýðunnar. Hannibal Valðimarsson flutti snjalla ræðu og rakti í henni af- stöðu íhaldsins til atvinnu- og framfaramála bæjarins að fornu og nýju. Sýndi hann fram á, hvern- ig það hefir ætíð spyrnt við fót- um ef leysa átti vandamál at- vinnulífsins á þann veg, að alþýð- an í bænum ætti ekki lífsafkomu sína undir dutlungum og yfirráð- um nokkurra pólitískra ævintýra- manna úr hópi íhaidsins, er hefðu síðan í sínum höndum öll ráð al- þýðunnar. Að síðustu fluttu þeir stuttar ræður Marías Þ. Guðmundsson og Björgvin Sighvatsson. Vesturland, sem út kom 6. maí s.l., getur ekki leynt máttvana reiði sinni yfir því hversu fundur- inn var f jölsóttur og fór vel fram. Það er ekki nema von, að það slái töluverðum óhug á forustulið afturhaldsins, þegar það sér, hversu kosningabarátta Alþýðu- flokksins hófst með mikilli festu og glæsibrag. uggum höndum, sem henni var trú- að fyrir. Kristín giftist eftirlifandi manni sínum, Haraldi Kristjánssyni, þann 9. nóvember 1941, og höfðu þau þannig aðeins verið rúman áratug í hjónabandi, er hún lézt á bezta aldri, og öllum harmdauði, sem hana þekktu. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en bróðurdóttur sína tók Kristín til uppfósturs, og gengu þau hjónin henni í foreldra stað. Frændsystur Haralds, gáfaða stúlku úr önundarfirði, höfðu þau hjónin líka á heimili sínu, meðan hún stundaði nám í Gagnfræða- skólanum hér, og var það einkum í sambandi við það, sem ég kynnt- ist Kristínu nokkuð og heimili því, sem hún hafði mótað sínu heil- steypta og traustvekjandi svip- móti. Kristín heitin Magnúsdóttir var myndarleg kona og vel gefin, hlé- dræg, vinföst og trygglynd og helgaði heimili sínu alla krafta sína. Hefur maður hennar og aðr- ir ástvinir mikils misst með henni. — Ekki var annað séð, en að Krist- ín heitin væri sterkbyggð kona og heilsutraust, en hálfum mánuði fyrir jól kenndi hún allt í einu sjúkdóms þess, er síðan elnaði á næstu mánuðum og leiddi hana til bana. Nú er hún horfin. En eftir lifir minningin um mæta konu. Hannibal Valdimarsson. Kristin Magnúsdóttir MINNIN G ARORÐ. Ný öfugmælavísa. Þið kannist öll við öfugmæla- vísur eins og þessa: ,,I eld er bezt að áusa snjó, — eykst hans log við þetta. Gott er að hafa gler í skó — þá gengið er á kletta“. Nú er komin á kreik ný öfug- mælavísa — órímuð að vísu — einskonar atómljóð — og er á þessa leið: „Isfirðingar hafa komið auga á þá staðreynd, að ef bæjarfélagið á að standa traustum fótum, þá verði að fela Sjálfstæðisflokknum forustuna". Þannig yrkir Ásberg Sigurðsson í forustugrein í seinasta Vestur- landi. Jú, ætli menn muni ekki, hversu traustum fótum bæjarfélagið stóð, þegar sjálfstæðismenn gáfust upp við að stjórna bænum. Allt var komið í botnlaust óreiðufen, allt lánstraust þrotið svo að jafnvel lá við, að sjúklingar og gamalmenni á sjúkrahúsi bæjarins og elliheim- ili fengju ekki matbjörg hvað þá annað, — Þrír bæjarstjórar höfðu setið að völdum þetta stutta tíma- bil og þrír af aðalforustumönnum Sjálfstæðisflokksins hér hurfu úr bænum við uppgjöfina. Aðeins sá blygðunarlausasti, Matth. Bjarna- son sat eftir. Og er það bæjarfé- laginu mikil ógæfa. Það eitt er víst, að þegar bæjar- búar minnast stjórnartímibils í- haldsins hér í bænum, komast menn að þeirri niðurstöðu, að hvað sem öðru líði megi það ALDREI lienda að Matthías Bjarnasyni og hans kumpánum verði aftur fengin forráð ísfirzkra bæjarmála í hend- ur. MÁLIÐ MEIRA! Nýkomið veggfóður, málningar- vörur, vélalökk o.fl. Finnbjörn málari. TIL SÖLU 5 manna bíll í góðu ásigkomulagi. Ragnar Bárðarson. IBCÐ TIL SÖLU. Efri hæð hússins Smiðjugata 7 er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Kristinn Grímsson. FJÖGRA HERBERGJA IBÚÐ. Til sölu er íbúð Halldórs Ólafs- sonar í Fjarðarstræti 38. Nánari upplýsingar gefur: Þorgeir ólafsson, Brunngötu 12A.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.