Skutull

Árgangur

Skutull - 10.05.1952, Blaðsíða 5

Skutull - 10.05.1952, Blaðsíða 5
S K U T U L L 5 — Hann barðist af trölldómi móti togaravökulögunum á sinni tíð, og enginn heyrði ánægjuhljóð í svo- kölluðum sjálfstæðismönnum nú í vor, þegar tólf tíma hvíld á tog- urum var knúin fram af verka- lýðssamtökunum í hörðu verkfalli. Hvemig reyndist íhaldið fátæk- lingunum, þegar Alþýðuflokkurinn bar fram tillögur sinar á Alþingi um, að þeginn sveitastyrkur eða útsvarsskuld varðaði ekki svift- ingu atkvæðisréttar? — íhaldið hamaðist lengi og ákaft móti þessu sjálfsagöa mannréttindamáli, og verður því aldrei þakkað, að sá blettur fékkst þurrkaður af ís- lenzkri löggjöf. Féllst þá íhaldið ekki strax á það sem sjálfsagðan hlut að fella niður hið úrelta og ómannúðlega ákvæði fátækralöggjafarinnar um fátækraflutninga milli sveitafé- laga? — Ekki aldeilis. Slíku níð- ingsákvæði vildi íhaldið halda sem lengst í lögum. Var það þá ekki íhaldsflokkur- inn, sem barðist fyrir lögfestingu þess, að vinnulaun yrðu greidd í peningum og ættu forgangskröfu- rétt á fyrirtæki atvinnurekenda. — Nei, vissulega var það Alþýðu- flokkurinn, en íhaldið á móti, af því að það vildi geta ráðið því, hvaða kaupmenn fengju aðstöðu til að selja verkalýðnum nauðsynjar hans með uppsprengdu verði. Hvernig var afstaða íhaldsins til tryggingamálanna, þegar Alþýðu- flokksmenn hófu baráttu fyrir þeim á Alþingi? — Hinir mætustu forsprakkar íhaldsstefnunnar út- máluðu þá hverskonar alþýðu- tryggingar sem óþolandi plágu allra socíalskra landa, og hömuð- ust eins lengi og þeir þorðu á móti þeim. — Nú mun leitun á þeim fullvita íslendingi, sem ekki við- urkennir það fúslega, að almanna- tryggingarnar séu hin þýðingar- mesta og víðtækasta þjóðfélags- umbót, sem nokkurntíma hafi orð- ið á íslenzku þjóðfélagi. Þá viðurkenna nú líklega flest- ir, að lögin um verkamannabú- staði, hafi orðið til mikillar bless- unar, enda er það staðreynd, að nú búa nokkrar þúsundir alþýðu- fólks í verkamannabústöðum við jafn heilsusamlegt húsnæði og áð- ur féll aðeins í skaut nokkrum útvöldum meðal yfirstétta þjóðfé- lagsins. — En það er mikill mis- skilningur, ef menn halda, að í- haldið hafi á sínum tíma veitt frumvarpi alþýðuflokksmanna um verkamannabústaði brautargengi. — Allt þeirra tal um köldu og röku kjallaraíbúðirnar er bara „tilfinn- ingavæl“ jafnaðarmanna, sögðu forustumenn íhaldsins á Alþingi. Og hver hefur afstaða Sjálf- stæðisflokksins á seinustu þingum verið til atvinnuleysistrygginga. — „Sá stóri“ hefur staðið eins og veggur á móti, og þannig tafið framgang málsins. Kosningar á Isafirði. Grein sú, er hér birtist var forustugrein í Alþýðublaðinu þann 4. þessa mánaðar, og þannig rituð áður en framboð þeirrá Hauks Helgasonar og Jóns Á. Jóhannssonar voru birt. Framboð tveggja stærstu flokk- anna á Isafirði við aukakosning- una þar 15. júní voru ákveðin nú um mánaðarmótin. Fyrir Alþýðu- flokkinn verður í kjöri Hannibal Valdimarsson skólastjóri, en fyrir Sjálfstæðisflokkinn Kjartan J. Jó- hannsson læknir. Enn er ekki vit- að, hvort kommúnistar og Fram- sóknarmenn muni hafa fulltrúa í kjöri við aukakosninguna á ísa- firði; en hvað sem þeir gera, mun baráttan standa milli Hannibals og Kjartans. Morgunblaðið skýrði frá fram- boði Kjartans læknis í gærmorgun og var um leið með strákslegan skæting í garð Alþýðuflokksins og Hannibals Valdimarssonar. Þó er athyglisvert, að hinn „grobbni risi Golíat", Sigurður Bjarnason frá Vigur, forðast af óvenjulegri sam- vizkusemi að minnast á „pínulitla flokkinn" í sambandi við auka- kosninguna á ísafirði. Hann mun sennilega eiga von á því, að Al- þýðuflokkurinn reynist þar nokkuð stór! AB mun ekki fara að dæmi Morgunblaðsins í sambandi við framboðin á ísafirði. Það efast Eða hvað segir íhaldið um það stórmerka mál Alþýðuflokksins flutt á tveimur seinustu þingum, að ríkið geri út sex diseltogara til atvinnujöfnunar og Iáti þá Ieggja upp afla sinn til skiptis, þar sem atvinnuleysi ríkir hverju sinni og ónotuð fiskiðjuver bíða eftir hrá- efni til vinnslu. Já, hvað hefur sá stóri Golíat gert í því máli, annað en að tefja framgang þess? Þó er formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, nú atvinnumálaráðherra og ætti að hafa áhuga á að draga úr atvinnu- leysi og skorti vinnandi fólks. Ekki umboð af því hann er svo stór. Slíkum flokki eiga ísfirðingar vissulega ekki að fela umboð sitt á Alþingi. Það er söguleg stað- reynd, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið hagsmuni annara en verkafólks, iðnaðarmanna eða sjó- manna fyrir brjósti. Og vegna þessara hagsmuna stórútgerðar- manna, stóratvinnurekenda og heildsala hefur hann reynzt svar- inn andstæðingur flestra stærstu umbóta- og hagsmunamála alþýðu- stéttanna, eins og hér hefur verið rakið með skýrum dæmum. Golíat á að falla þann 15. júní. Og „íhaldsveifan“ á að fara í hálfa stöng. ekki um, að Kjartan J. Jóhannsson sé bæði mætur maður og góður læknir. En þar fyrir verður hann ekki borinn saman við Hannibal Valdimarsson, sem þingmannsefni fyrir ísfirðinga. Hannibal hefur í fjöldamörg ár haft forustu á hendi í félagsmálastarfi vestfirzkrar al- þýðu og þá sér í lagi ísfirðinga. Um hann hefur staðið mikill styrr um dagana. En þó munu vand- fundnir á Isafirði þeir menn, sem beri á móti því, að Hannibal sé óvenjulega áhugasamur og dug- mikill maður, er ræki af samvizku- semi og kappi hvert það trúnaðar- starf, sem honum er falið. Hann hefur þau fáu ár, sem hann hefur átt sæti á alþingi, skipað sér í fremstu röð hinna einörðustu og starfsömustu þingmanna. Isfirðingar vita því fyrirfram, hvers má vænta af Hannibal sem fulltrúa þeirra á alþingi. Hann yrði glæsilegur fulltrúi ís- firzkrar alþýðu á alþingi. Henn- ar fulltrúi getur Kjartan læknir hins vegar aldrei orðið sem í- haldsþingmaður fyrir fsafjörð. Morgunblaðið segir í gær, að fs- firðingum sé nauðsynlegt að skipta um forustu á alþingi og bætir því síðan við til áréttingar, að „með því að kjósa þingmann úr Sjálf- stæðisflokknum, stærsta stjórn- málaflokki þjóðarinnar, skapist ísfirðingum allt aðrir og meiri möguleikar til þess að bæta að- stöðu sína og skapa bæjarfélagi sínu og sér sjálfum vaxandi far- sæld og afkomuöryggi“. Svo mörg eru þau orð, og höfundareinkennin leyna sér svo sem ekki. En heldur Morgunblaðið, að Isfirðingar séu búnir að gleyma því, þegar Sigurður Bjarnason bar á móti því á alþingi, að at- vinnuleysi ætti sér stað á Vest- f jörðum, nema í áróðri Alþýðu- flokksins og þá einkum og sér í lagi Hannibals Valdimarsson- Og hver var áhugi „stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar“ á vaxandi farsæld og afkomuöryggi Isfirðinga á alþingi í vetur, þegar ríkisstjórnin drattaðist loksins til þess að rétta Siglfirðingum hjálp- arhönd í atvinnuleysisbaráttunni? Isfirðingar gleymdust! Kjartan J. Jóhannsson var auðvitað ekki um það að saka, því að hann átti ekki sæti á þingi; en fyrrverandi bæj- arstjórnarforseti Isfirðinga, Sig- urður Bjarnason, sat hins vegar á tignarstóli í þinginu, og hafðist ekkert að. Hann mundi ekki eftir Isfirðingum fremur en Steingrím- ur Steinþórsson og Ólafur Thors. Það var Hannibal Valdimars- son, sem þá, eins og endranær, mundi eftir lsfirðingum og sótti mál þeirra af slikri einurð og festu, að honum tókst að tryggja þeim aðstoð eins og Siglfirðingum var í té látin. Forustan var lians, en gleymsk- an íhaldsins. Og áreiðanlega væru kjör vest- firzkrar alþýðu ólíkt betri í dag en raun ber vitni, ef Hannibalam- ir á alþingi væru fleiri, en Vigrung arnir færri. Alþýðuflokkurinn hefur farið með umboð ísfirðinga á alþingi í aldarfjórðung. ísfirzk alþýða hef- ur tryggt honum sigur við sér- hverjar alþingiskosningar allan þann tíma. Þessa afmælis síns á sviði fé- Iagshreyfingar og þjóðmála- starfs mun hún minnast í ár með því að velja Hannibal Valdimarsson í það sæti, sem Haraldur Guðmundsson, Vil- mundur Jónsson og Finnur heit- inn Jónsson hafa skipað á und- an lionum á alþingi. Þá verður það einnig vel skipað framveg- is. -------O-------- Berjast þeir fast um æti. Nú er ófriður á kærleiksheimili afturhaldsstjórnarinnar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti að það hafi þann 8. þ.m. leyst Pálma Loftsson, forstjóra, frá starfi sem yfirmann landhelgis- gæzlunnar. Ráðuneytið skipaði í hans stað Pétur Sigurðsson, skipstjóra. Dómsmálaráðuneytið telur, að eftir að hinar nýju verndarreglur ganga í gildi 15. þ.m. verði að efla og endurskipuleggja landhelgis- gæzluna og að yfirstjórn hennar verði of umfangsmikil fyrir einn mann, sem jafnframt gegnir öðru aðalstarfi. Þessi ráðstöfun, að víkja Pálma Loftssyni frá yfirstjórn landhelg- isgæzlunnar, mælist mjög illa fyr- ir innan Framsóknarflokksins, enda er það kunnugt að flokks- forustu Framsóknarflokksins er annað ljúfara, en að sjá embætti og launuð störf lenda hjá óverðug- um. Tíminn, sem kom út s.l. föstudag er gramur yfir þessari ákvörðun Bjarna Benediktssonar. Þar er fram tekið, að ráðherrar Framsóknarflokksins hafi beitt sér eindregið gegn þessari ráðstöfun, en ofurkapp og þvermóðska dóms- málaráðherrans hafi verið slíkt, að hann hafi ekki tekið til greina neinar aðvaranir eða vilja Fram- sóknarflokksins.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.