Skutull

Árgangur

Skutull - 17.05.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 17.05.1952, Blaðsíða 1
XXX. árgangur. ísafjörður, 17. maí 1952. 10. tölublað. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins er í Alþýðuhússkj allaranum (litla salnum) Sími: 273. Landhelgismálið Skaðlegur og ósannur fréttaflutníngur. Morgunblaðið frá 30. apríl, sem hingað barzt fyrsta maí flutti fréttaskeyti frá fréttararitara sín- um hér á ísafirði. Fyrirsagnir fréttarinnar voru settar tvídálka með feitu letri og áberandi og voru á þessa leið: MJÖG MIKIÐ AF FISKI BERST A LAND A ISFIRÐI jafnvel svo, að skortur er á vinnuafli. ísafirði, 29. apríl. — Tíð hefir verið ágæt hér vestra að undan- förnu og hefir verið róið hvern dag. Hefir aflinn eingöngu verið steinbítur, bæði hjá línubátum og togbátum. Afli línubátanna hefir verið frá 4—10 tonn í róðri og hjá Súgandafjarðarbátum hefir aflinn komizt upp í 14 og 15 tonn. Þrír bátar frá Isafirði stunduðu veiðar við Suðurland í vetur, en þeir eru nú allir komnir vestur og eru að búa sig á togveiðar. Sólborg kom inn í fyrri viku með 115 tonn af saltfiski og ís- borg með 206 tonn af saltfiski. Nú um helgina kom Sólborg aftur inn með 143 tonn af saltfiski og 5 tonn af nýjum fiski. Togararnir hafa báðir verið að veiðum á bankanum að undanförnu. Undanfarið hefir því borizt mikið af fiski á land hér á Isafirði og í öðrum verstöðvum hér vestra. Hefir því verið mikil vinna og jafnvel stundum skort- ur á vinnuafli, t.d. við losun tog- arans Sólborgar í dag. Fiskverkunarhúsin eru nú öll orðin full og er orðinn tilfinnan- legur skortur á húsnæði fyrir salt- fiskinn af togurunum. Hefir orðið að grípa til þess ráðs að salta úti. Þau fiskverkunarhús, sem fyrir eru, eru öll orðin mjög gömul og úr sér gengin, enda eru þau flest byggð fyrir og um aldamótin. — J. Góðir Isfirðingar! Hugsið ykk- ur annan eins fréttaflutning og þennan. Þó að togararnir hafi kom ið þrisvar inn með slatta af salt- fiski. Þá á að telja fólki í öðrum landshlutum trú um, að þeir hafi gerst svo rækilega skyldu sína við verkalýðinn í bænum, að allt hafi þrotið. Húsnæði fyrir fiskinn og vinnuafl til að taka á móti honum og vinna \dð hann. — Þvílík höfuð- ósannindi. — Ein 70 eða 80 tonn af saltfiski í Neðstakaupstaðar- húsunum og smáræði eitt í öllum Edinborgarhúsum og Ingvar Pét- ursson sjálfsagt fjarri því að geta ekki tekið meiri fisk. Nei hér er sjálfsagt hægt að taka á móti margföldu fiskmagni á við það, sem komið er á land. Og enginn þarf að óttast skort á vinnuafli hér, þótt ákveðið væri, að fiskurinn skyldi fullverkast hér í bænum. Hver getur svo verið tilgangur- inn með svona fréttaflutningi. Ef til vill bara yfirlæti og mont, af því að ekki skyldi vera farið til Esbjerg með þessa bútunga líka — sem eingöngu stafaði þó af því, að á því var enginn kostur gefinn í þetta sinn. En hver sem tilgangurinn hefur verið, þá er hitt víst, að svona fréttaskeyti í víðlesnu blaði, get- ur orðið til þess að bægja héðan í burt fiski, sem að öðrum kosti kynni að hafa reynzt mögulegt að fá lagðan hér í land til vinnslu. Engum ókunnugum sem séð hef- ur svona rosafrétt um ofurgnægð fisks á ísafirði, húsaleysi og vinnuaflsskort, mundi láta sér detta í hug að leita til hafnar hér til að losa fisk. Hann mundi vera sannfærður um, að slíkt væri þýð- ingarlaust með öllu. Svona fréttaflutningur er því a. m.k. vægast sagt vanhugsaður og varhugaverður. Og svo mikið er víst, að lítilþægir eru þeir menn fyrir hönd ísfirzks verkafólks um atvinnu því til handa, sem hafa þær hugmyndir að fiskvinna hafi verið að færa allt í kaf hér í bæn- um seinni hluta aprílmánaðar. --------O-------- Aðeins % af fulltrúa- ráði Sjálfstæðis- flokksins með séra Bjarna. Samkvæmt blaðafréttum af full- trúaráðsfundi Sjálfstæðisflokks- ins, sem samþykkti stuðning við framboð Bjarna Jónssonar, vígslu- Þau tíðindi hafa gerst í land- helgismálinu, að íhaldsstjómin í Bretlandi hefir sent íslenzku rík- isstjóminni mótmælaorðsendingu vegna reglugerðarinnar um nýju friðunarlínuna. Telur brezka stjóm in, að íslendingar eigi ekki „sögu- legan“ rétt á 4 mílna landhelgi eins og Norðmenn, og neita að við- urkenna hina nýju reglugerð. Er það vægast sagt furðulegt, að stjórn Bretaveldis skuli láta slíkt frá sér fara, að undangengnum dóminum í Haag, og þegar stað- reyndin er sú, að íslendingar eiga sögulegan rétt á 16 mílna land- helgi, og skjallegar sannanir munu vera fyrir því, að hinn margum- ræddi samningur við Breta um 3ja mílna landhelgina hafi verið nauð- ungarsamningur, framþvingaður með hótun um beitingu vopna- valds. Menn voru farnir að halda, að Bretar væru fyrir nokkru komn- ir af siðgæðisstigi sjóræningjans, en þessi orðsending íhaldsstjóm- arinnar bendir því miður í aðra átt. Það er haft eftir brezkum skip- stjóra, sem hér var nýlega á ferð, að brezkir togaraskipstjórar hafi fyrirmæli um að neita að hlýðnast f ramkvæmd hinnar nýju landhelgis- reglugerðar við ísland. gé þetta rétt, getur komið til alvarlegra árekstra milli íslenzkra varðskipa og brezkra togara, og er okkur Is- lendingum því full nauðsyn á, að efla landhelgisgæzluna. Þegar á þetta er litið, verður það að teljast ofur eðlileg ráðstöfun dómsmálaráðherra, að setja sér- stakan mann yfir landhelgisgæzl- una, en það eitt er ekki nóg: biskups, til forsetakjörs, voru um 300 af um 400 fulltrúum í ráðinu mættir á fundinum. Eftir að deilt hafði verið um framboðið, óskuðu þeir, sem ekki vildu að flokkurinn byði fram, eftir skriflegri atkvæða- greiðslu um málið, en þeirri kröfu var neitað. Gengu þá um 200 manns af fundinum. Var síðan samþykkt að styðja séra Bjarna með 97 atkvæðum gegn 3. Hefir 'nann þannig aðeins hlotið stuðning Yi hluta fulltrúaráðsins, og vitað er, að klofningur flokksins um framboðið nær langt út yfir raðir fulltrúaráðsins í Reykjavík. Fjölga verður varðskipunum, setja þarf starfsmenn landhelgis- gæzlunnar um borð í íslenzk fiski- skip og nota þarf flugvélar við gæzlu landhelginnar. Hér vestanlands er þegar hafin aukin ásókn á fiskimiðin, með því að við Vestfirði lokast tiltölulega minnst svæði. Hér þarf því að vera gæzluskip allt árið. Fundur útvegsmanna um landhelgismál o.fl. í tilefni þess, að hin nýja frið- unarreglugerð öðlaðist gildi 15/5 komu útvegsmenn á Isafirði og Hnífsdal saman til fundar að frum kvæði stjórnar fjórðungssambands Fiskideilda Vestfjarða, og var bankastjórum bankaútibúanna á ísafirði boðið á fundinn. Svohljóðandi ályktun var gerð um landhelgismálið: „Fundurinn fagnar gildistöku hinnar nýju friðunarlínu, sem rík- isstjórnin hefir sett með reglu- gerð frá 19. marz s.l. til verndar fiskistofninum við strendur lands- ins og telur, að með þessum að- gerðum, hafi verið stigið veigamik- ið spor að settu marki í landhelgis- málinu, sem er: Allt landgrunnið eign lslendinga. Álítur fundurinn að lögfesta beri hina nýju línu sem landhelgislínu þegar á næsta Al- þingi og stefna beri að því að fylgt sé þeirri meginreglu að línan nái hvarvetna út fyrir yztu nes og eyj- ar. Jafnframt hvetur fundurinn til aukinnar landhelgisgæzlu og telur nauðsynlegt að við Véstfirði sé gæzluskip allt árið. Fundurinn lýsir trausti á því að ríkisstjórn og Alþingi haldi á þessum málum af fullri festu framvegis eins og hing- að til, og minnir í því sambandi á sögulegan rétt vom til 16 mílna landhelgi, auk þeirra raka sem hníga að því að íslendingar eigi tilkall til landgrunnsins, en vernd- un fiskistofnsins við landið er tví- mælalaust höfuðskilyrði þess að hægt sé að lifa nútíma menningar- lífi á íslandi. Kemur því eigi til álita að slaka til í þeim efnum við aðrar þjóðir að dómi fundarins“. Einnig var á fundinum rætt um hlutatryggingarsjóð og svohljóð- andi ályktun gerð: „Fundurinn lýsir því yfir að Framhala á 4. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.