Skutull

Árgangur

Skutull - 17.05.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 17.05.1952, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 t Leikfélag Isaf jarðar 30 ára Glæsileg afmælissýning á sjónleiknum „Gjaldþrotið“, eftir Björnstjerne Björnson. Þann 30. apríl s.l. átti Leikfélag Isafjarðar þrjátíu ára afmæli, og var þessa afmælis hátíðlega minnzt þann 15. þ.m. bæði með sýningu leiksins „Gjaldþrotið“, eftir Bjömstjerne Bjömson og út- gáfu mjög myndarlegs afmælis- rits. Afmælisritið gefur góða hug- mynd um leikstarfsemi hér frá byrjun (um 1850—60), og fjöldi ágætra mynda af forgöngumönn- um leiklistar og leikara hér í bæ prýða ritið. Ritið er í fám orðum sagt félaginu til mikils sóma. I upphafi leiksýningar las for- maður Leikfélagsins upp aðsendar heillaóskir og gat þess, að þessir menn hefðu verið gerðir heiðurs- félagar Leikfélags Isafjarðar: Bræðurnir Magnús og Halldór ól- afssynir, Elías Halldórsson, Jón G. Maríasson, Gunnar Hallgrms-. son og Helgi Guðbjartsson. Sýningin á Gjaldþrotinu s.l. fimmtudag tókst ágætlega, en því miður sýndu bæjarbúar ekki áhuga sinn fyrir leiklistinni eins almennt og æskilegt hefði verið við slíkt tækifæri, því að húsð var hvergi nærri fullskipað. Persónur þær, sem bera uppi leikinn Gjaldþrotið og eiga að túlka boðskap hans, em Tjælde, stórkaupmaður, frú hans og dætur ásamt Berent málaflutningsmanni og Sannes skrifstofufulltrúa stór- kaupmannsins. Margar aukapersónur eru einn- ig í leiknum, til að punta upp á og auka tilbreytni á sviðinu, svo sem Hamar, riddaraliðsforingi fulltrúi yfirlætis og yfirskins, Jakobsen, ölgerðarmaður, leikinn af Marías Þ. Guðmundssyni, Lind ræðismað- ur, leikinn af Samúel Jónssyni, umboðsmaður, leikinn af Engilbert Ingvarssyni og veizlugestir hjá stórkaupmanninum er þeir Björn Guðmundsson, Engilbert Ingvars- son, Jón Halldórsson og Jón Jóns- son klæðskeri leika. Yngsti leik- andinn var Hörður Þórleifsson, er fór með hlutverk sendisveins. Er þar skemmst af að segja, að allar aðalpersónurnar gerðu hlut- verkum sínum góð skil. Þórleifur Bjarnason, sem þarna hafði einn- ig annazt leikstjóm, hefur marg- oft sýnt það áður, að hann er í hópi allra færustu leikara hér um slóðir. Gerfi hans í þetta sinn lík- aði mér að vísu ekki, en túlkun hans á sálarlífi stórkaupmannsins virtist mér nærri sanni, og þó bezt er á leikinn leið. Frú Guðbjörg Bárðardóttir fer með vandasamt hlutverk og leysir það vel af hendi í fyrsta og síð- asta þætti, en nær hinsvegar ekki að túlka hinn nálega yfirmannlega andlega styrkleika, er hún á að sýna á úrslitastundinni, þegar holskefla gjaldþrotsins hvolfir sér yfir fjölskyldu stórkaupmannsins. Frúrnar Guðrún Bjamadóttir og Martha Ámadóttir leystu hlutverk sín mjög vel af hendi. Martha var fiðrildið, hin illa uppalda auð- mannsdóttir í upphafi leiks, og hún var einnig hin starfsama og ástríka en þó lífsglaða heimasæta að leikslokum. Guðrún Bjarnadóttir túlkaði á mjög geðfelldan hátt skapfestu, þrek og trygglyndi Valborgar kaupmannsdóttur, enda bregzt Guðrúnu sjaldan bogalisti á leik- sviðinu. Haukur Ingason hefur margoft sýnt góð tilþrif, og sýndi einnig í þetta sinn vel aðalskapgerðarein- kenni hins fórnfúsa, en feimna og hlédræga skrifstofustjóra. — Mál- færi hans veldur honum þó nokkr- um erfiðleikum, og þyrfti hann að gera sér far um að ná skýrari flutningi. Einar Guðmundsson, klæðskeri, hafði ágætt gerfi, og kann hann vel að bera sig á leiksviði. Hann er góðum leikarahæfileikum búinn og sómdi sér mjög vel í hlutverki Berents málaflutningsmanns, full- trúa hins strangasta heiðarleika í viðskiptum. Sá var þó ljóður á framburði hans á hátíðlegum stundum, að þar gætti leiðinlegrar hljóðvillu, er e varð i. Hlýtur hann að eiga auðvelt með að kippa því í lag. Sviðsútbúnaður var góður, og sýnilega ekki til hans sparað. Kunnátta sæmileg, en henni þó ekki treyst því að orðaskil heyrð- ust vel til hvíslara aftur á pall- sæti. Var það t.d. fullmikill undir- búningur undir dramatískan at- burð á sviðinu, er skipunin: „skjóttu“ heyrðist til hvíslarans og síðan endurtekin af leikaranum, áður en byssa var hafin á loft og henni miðað. En þetta eru smáatriði. 1 heild var afmælissýning Leikfélagsins þessu ágæta félagi fyllilega sam- boðin og er þess virði, að bæjar- búar fjölmenni í leikhúsið sjálfra sín vegna aðeins til þess að njóta góðrar skemmtunar. Auk þess er það skylda bæjar- búa að tjá félaginu velvild sína og þakkir fyrir mikið og merkilegt leiklistarstarf á seinustu 30 árum. Afmælisleikritið er líka þróttmikil þjóðfélagsdeila í listrænum bún- ingi hins norska skáldsnillings Björnstjerne Björnson. Allt þetta mætti vel stuðla að húsfylli á „Gjaldþrotið“ hjá Leikfélaginu á næstu sýningum þess. Hannibal Valdimarsson. EN Afmælissamsöngur Karlakórs Eins og um var getið í síðasta blaði hélt Karlakór ísafjarðar op- inbera söngskemmtun í Alþýðu- húsinu s.l. laugardag í tilefni af 30 ára afmæli kórsins. Söngstjór- ar voru Ragnar H. Ragnar, Högni Gunnarsson og Jónas Tómasson, og stjómaði sá síðast taldi frum- sömdu lagi við Abba-labba-lá. Á söngskránni voru 13 lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda og varð kórinn að endurtaka mörg þeírra og syngja aukalög, og söngstjór- arnir voru ákaft hylltir af áheyr- endum. Einsöngvari með kómum var Gísli Kristjánsson, en undirleik annaðist ungfrú Elísabet Krist- jánsdóttir. • Áheyrendur hefðu mátt vera fleiri, en bæjarbúar munu hafa skilið auglýsingamar um sönginn þannig, að skemmtunin væri ekki opinber. Misstu því margir af þeirri ánægju, að hlýða á hinn á- gæta söng kórsins, en vonandi fæst úr því bætt með því að kór- inn endurtaki skemmtunina. Eftir samsönginn buðu kórfél- Yfirlýsing Gunnars Thoroddsen: Telur sjálfstæðis- menn óbundna við forsetakjðr. Dagbl. Vísir birti nýlega þá yf- irlýsingu frá Gunnari Thoroddsen, borgarstjóra, að hann telji sig og aðra Sjálfstæðismenn alveg ó- bundna af samkomulagi því, sem meirihluti flokksstjórna stjórnar- flokkanna hefur gert um framboð til forsetakjörs. Yfirlýsir hann í því sambandi, að hann hafi í flokks ráði Sjálfstæðisflokksins tekið af- stöðu gegn því, að forsetakjörið yrði gert að flokksmáli. Yfirlýsing Gunnars Thoroddsen, borgarstjóra um þetta fer hér á eftir, orðrétt: „Samkvæmt stjórnarskránni er ekki ætlast til þess, að forseti fs- lands hafi pólitísk völd. Stjómskip- unin gerir ráð fyrir því, að hann sé einingarafl þjóðarinnar, óháð- ur stjórnmálaflokkunum. Ég taldi eðlilegast, að reynt yrði að ná allsherjarsamkomulagi um forsetakjör. Þegar það tókst ekki, lagði ég til í flokksráði Sjálfstæðismanna, að flokkurinn byði ekki fram og tæki ekki flokks Iega afstöðu til málsins. f samræmi við þessa skoðun lýsi ég yfir því, að ég tel mig og aðra Sjálfstæðismenn alveg óbundna af samkomulagi því, sem meirihlutar flokksstjórna stjórnarflokkanna standa að“. Isafjarðar. agar fjölda gesta til kaffidrykkju í kjallara Alþýðuhússins, og voru þar ræður haldnar og mikið sung- ið, en síðan var stiginn dans í stóra salnum uppi fram eftir nóttu. I söngskránni er á skemmtilegan hátt rakin starfsferill kórsins í 30 ár af Ólafi Magnússyni, forstjóra, en hann var ritari kórsins í 10 ár. Fyrsta stjórnin var þannig skip- uð: Form. Ólafur Pálsson; ritari Þórður Jóhannsson; gjaldkeri: Pálmi Kristjánsson. Stjómina skipa nú: Gísli Kristjánsson, for- maður; Guðbjarni Þorvaldsson, rit ari og féhirðir Samúel Jónsson. Söngstjóri er Ragnar H. Ragnar, og er full ástæða til að óska hon- um til hamingju með árangurinn af starfi hans fyrir kórinn, síðan hann kom í bæinn, og það mun sýna sig innan skamms, að starf hans við Tónlistarskóla Isafjarðar mun verða til þess, að efla áhuga Isfirðinga fyrir tónmennt almennt. Hafi kórinn og söngstjórar hans þökk fyrir ágæta skemmtun. Flóttamenn. Hláleg er sú margtuggna stað- hæfing vesturlandsmanna, að Vil- mundur Jónsson og Finnur Jóns- son hafi flúið bæinn. Vilmundur hefði þá átt að flýja í Iandlæknis- embættið og Finnur Jónsson í ráð- herrastólinn, því að hann flutti heimilisfang sittj til Reykjavíkur um það leyti er hann varð ráð- herra. — Að sjálfsögðu hafa þá þeir sér Sigurgeir Sigurðsson og Torfi Hjartarson með sama hætti flúið héðan í biskupsembættið og tollstjóraembættið. — Margra kosta hljóta slíkir menn að eiga völ, undir venjulegum kringum- stæðum, þegar þeir geta gripið slíkt á flóttaför!! En hvað segja menn um það, þegar þrír af aðalmönnum íhalds- ins hér í bænum gufuðu upp sam- tímis, eftir að hafa burðast við að stjórna bænum eitt kjörtímabil og siglt öllu í strand. — Lengi vel spurði hér maður mann, hvað þessir menn fengju nú að gera. í slíka óvissu lögðu þeir til þess að geta horfið frá eymdinni og öng- þveitinu, sem ráðleysi þeirra hafði skapað. Það voru flóttamenn, Matthías Bjamason. En flótti þeirra sýndi, að þeir höfðu svolítinn snefil af sómatilfinningu, hvað höfuðpaur- inn, sem eftir sat hafði ekki. — Hann kunni ekki að skammast sín — lærir það líklega seint — og sat sem fastast. -------0------- V

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.