Skutull

Árgangur

Skutull - 17.05.1952, Blaðsíða 4

Skutull - 17.05.1952, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Innilega þakka ég auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns BENEDIKTS RÓSA STEINDÓRSSONAR Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vandamanna. Símonia Ásgeirsdóttir. ■- * Aukakosningar til Alþingis fyrir ísafjarðarkaupsíað fara fram sunnudaginn 15. júní n.k. Þessir menn verða í kjöri: Hannibal Valdimarsson, skólastjóri, Isafirði af hálfu Alþýðuf lokksins. Haukur Helgason, bankaritari, Reykjavík, af hálfu Sam- einingarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins. Jón Á. Jóhannsson, yfirlögregluþjónn, Isafirði af hálfu Framsóknarflokksins. Kjartan J. Jóhannsson, læknir, Isafirði, af hálfu Sjálf- stæðisflokksins. Yfirkjörstjórn Isafjárðarkaupstaðar 15. maí 1952. Jóh. Gunnar Ölafsson Matthías Bjarnason. Magnús Ólafsson. LANDHELGISMALIÐ Framhald af 1. síðu. hinn mikli dráttur á greiðslum bóta úr hlutatryggingasjóði fyrir árið 1951 hafi verið mjög baga- legur fyrir útvegsmenn á Vest- fjörðum og telur, aðmeðskerðingu bóta úr sjóðnum hafi mönnum verið bökuð óþægindi að óþörfu. Gerir fundurinn þá kröfu til sjóð- stjómarinnar, að úr þessu verði bætt hið allra fyrsta með því að greiða úr fiskideild sjóðsins fullar bætur miðað við þann meðalafla, sem ákveðinn var af sjóðstjóminni fyrir Vestfirði 1951“. Loks var samþykkt svohljóðandi ályktun um bátagjaldeyri: „Þar sem vélbátaútgerðin í land- inu stendur mjög höllum fæti fjár- hagslega vegna aflaleysis og verð- bólgu, en gjaldeyrisfríðindi þau, sem útgerðinni hefir verið heitið fást ekki greidd fyrr en eftir marga mánuði, eða jafnvel ár, þá skorar fundurinn á ríkisstjómina að koma þessum málum þannig fyrir að bankamir kaupi gjaldeyri bátaútvegsins jafnan að aflokinni vertíð“. ......0-------- Hverjír bera afla á land? Hvernig stendur á því, að Vest- urlandið skuli ekki segja frá afla- brögðum vélbátaflotans, sem íhaldsmenn geri út hér í bænum, nema hvað þess er getið, að Morg- unstjarnan hafi fengið 16 tonn í aprílmánuði. Hinsvegar segir blað- ið frá afla Samvinnufélagsbátanna Vébjarnar, Ásbjarnar, Sæbjarnar og Gunnbjarnar, sem samtals lögðu hér á land til vinnslu í apríl- mánuði 288 smálestir af fiski. Ennfremur segir frá afla Njarð- arbátanna Bryndísar, Jódísar Frey dísar og Hafdísar sem til samans fengu 200 smálestir af fiski í apríl- mánuði. Auk þess fékk svo Ásúlf- ur 15 smálestir og Finnbjörn 81 smálest. Skyldi Vesturlandið hafa gleymt að segja frá afla þeirra vélbáta, sem íhaldið geri út, til þess að halda hér uppi einhverju atvinnu- lífi, eða hafa þeir íhaldsmenn farið sér hægt með að eiga í slíkum á- hættuatvinnuvegi ? ■ -...-O------- Vísvitandi ósannindi. Rangt er það hjá Vesturlandi, að Alþýðuflokkurinn hafi lýst því yfir í skilnaðarmálinu 1944, að Skutull, undir ritstjórn Hannibals Valdimarssonar væri sér óviðkom- andi. — Það voru kommúnistar í stjórn Alþýðusambands íslands, sem það gerðu, og var símskeyti um þetta birt með miklum fagnað- arlátum í Vesturlandinu. Þetta var þó ástæðulaust með öllu. Skut- ull var séreign Alþýðusambands Vestf jarða, gefinn því af séra Guð- mundi frá Gufudal, og hafði aldrei verið neitt undir kommúnistana í Alþýðusambandinu gefinn. Hann hélt líka áfram að koma út undir ritstjórn Hannibals eins og ekkert hefði í skorizt og var á næsta fjórðungsþingi gefinn Hannibal persónulega, til að tryggja það, að blaðið héldi áfram að koma út undir ritstjóm hans. ----—O-------- Lítið er, sem hundstungan íinnur ekki. Ihaldsskrifararnir draga það nú fram Hannibal Valdimarssyni til hnjóðs, hvernig hann hafi verið klæddur fyrir 30 árum síðan. Slíkt á nú að þeirra áliti að mæla gegn honum sem frambjóðanda til Al- þingis. Og hvað var þá svona smánar- legt við búnað Hannibals fyrir þremur áratugum, að þess skuli nú minnst honum til falls? Jú, það er þetta: Skömmu eftir aldamótin gerðu ungmennafélögin tilraun til að endurvekja íslenzka þjóðbúninga karla. Ýmsir mætir menn eins og Jóhannes Jósefsson, glímukappi, Bjarni Ásgeirsson nú sendiherra og margir fleiri af for- ustumönnum ungmennafélaganna hugðust þá beita sér fyrir fram- gangi málsins og létu sig hafa það að mæta á mannamótum í slík- um þjóðbúningum í fornum stíl, m.a. á Þingvöllum. Tilraunin tókst þó ekki. Milli 1920 og 1930 reyndu Ríkharður Jónsson, myndhöggvari og fleiri ungmennafélagar aftur að vinna þjóðbúningahugmyndinni fylgi- Var þá ritað mikið um málið í tímarit ungmennafélaganna, Skin- faxa. Tryggvi Magnússon, listmál- ari, var fenginn til að gera teikn- ingar að hátíðabúningi karla úr íslenzkum dúkum og í líkingu við hátíðabúning Islendinga á fyrri öldum. Þá keyptu ýmsir ung- mennafélagar sér slíka búninga eftir að félögin höfðu heitið á með- limina að beita sér fyrir málinu. Hannibal var í ungmennafélagi, er slíkar samþykktir hafði gert, og vildi ekki láta sitja við orðin tóm, heldur fylgja félagssamþykktinni fram í verki. — Það á nú að drag- ast fram honum til dómsáfellis i pólitískum skæruhemaði. — Ætli slíkum mönnum sé vemdun þjóð- legra verðmæta eins mikið hjart- ans mál og þeir vilja stundum láta í veðri vaka. Og skyldu þeir ekki alveg eins vera til í það að draga dár að þeim konum sem ennþá eru svo „gamaldags“ að vera að reyna að halda þjóðbúningi kvenna í heiðri. --------O-------- STUÐNINGSMENN ASGEIRS ASGEIRSSONAR við forsetakjör 29. júní hafa stofnað landsnefnd, skipaða þrem- ur alþingismönnum, — einum úr hverjum lýðræðisflokkanna — og þremur konum úr sömu flokkum. Jafnframt hafa þeir opnað skrif- stofu í Reykjavík. í hinni nýskipuðu landsnefnd eiga sæti alþingismennirnir Bem- harð Stefánsson, Emil Jónsson og Gunnar Thoroddsen, og frúmar Jakobína Ásgeirsdóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir og Soffía Ingvars- dóttir. Framkvæmdastjórar hinnar ný- opnuðu skrifstofu í Reykjavík eru þeir Stefán A. Pálsson og Sigurð- ur Guðmundsson, skrifstofustjór- ar. -------O-------- Leiðrétting. — Tvær leiðar prent- villur urðu í greininni um Jóhann Eyfirðing í seinasta blaði. Orðið „Iagstúfurinn“ átti að vera lag- stúfnum og „viðurkenningu“, átti að vera viðkynningu. 1 minningargreininni um Krist- ínu Magnúsdóttur misritaðist orðið „sína“, átti að vera hans. HVERJUM ÞJÖNAR ÞRI- SKIPTING ÍHALDSAND- STÆÐINGA, NEMA IHALDINU. Seinasta Vesturland verður að viðurkenna, að Hannibal hafi ver- ið hógvær í ávarpi sínu til Isfirð- inga, en ekki líkar því það, að mönnum sé gert Ijóst, að með því að andstæðingar íhaldsins í tveim- ur flokkum — sem bókstaflega ekkert gagn geta sjáll'ir haft af framboði í aukakosningu — SÉU MEÐ ÞVl FRAMFERÐI VITANDI EÐA ÓAFVITANDI AÐ HJALPA ÍHALDINU. Það munu þó flestir skilja, að með skiptingu íhaldsandstæð- inga í þrjár sveitir, er engum þjónað nema ihaldinu. Einmitt þessi þrískipting frjáls- lyndra manna í landinu, er höfuð- ógæfa íslenzkra stjórnmála, og er það einungis á valdi kjósendanna að stíga það gæfuspor þrátt fyrir flokka, að sameinast gegn íhald- inu. IBÚÐ TIL SÖLU. Laus til íbúðar strax. Leiga get- ur komið til greina gegn lítilshátt- ar fyrirframgreiðslu. Jens Steindórsson. Prentstofan Isrún h.f., Isafirði.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.