Skutull

Árgangur

Skutull - 24.05.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 24.05.1952, Blaðsíða 1
XXX. árgangur. Isafjörður, 24. maí 1952. 11. tölublað. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins er í Alþýðuhússk j allaranum (litla salnum) Sími: 273. Hafa skal holl ráð, hvaðan sem þau koma. „ísfirzkir kjósendur! Fórnið ekki hQill ykkar bæjarfélags vegna hug- sjónalauss þýlyndis við menn eða málefni, sem hafa reynst ykkur illa. Látið valdhafana verða þess skýlaust áskynja, að þeir eiga sín völd algjörlega undir ykkur kom- in, og að þeir verði sviptir þeim, jafnskjótt og þeir bregðast því trausti, sem þeim hefur verið sýnt, hverjir sem hlut eiga að máli“. Þessar tilvitnuðu setningar hér að framan eru orðrétt niðurlag á grein, sem birtist í „Vesturlandi“ 23. nóv. s.l. undir nafninu: Gömul saga. Sjálfsagt er grein þessi mörg- um ísfirzkum kjósendum í fersku minni, því hún fjallaði um það, hversu „almúginn“ á Isafirði hefði í 24 ár „misbeitt“ kosningaréttin- um með því að kjósa Alþýðuflokk- inn. Greinarhöfundur dregur síðan þá ályktun, að svipta eigi svona heimskan og þroskalítinn!! „al- múga“ kosningaréttinum og koma síðan á einræði, sem séu „tvímæla- laust beztu stjórnarhættirnir“. Megin efni þessarar „gömlu sögu“ íhaldsins var með öðrum orðum mjög frekleg móðgun við ísfirzka kjósendur um leið og það var árás á lýðræði og helgustu mannrétt- indi okkar unga lýðveldis. Þessir einræðisþankar „Vestur- lands“ munu síðar verða rifjaðir nánar upp hér í blaðinu og því ekki farið fleiri orðum um þá að þessu sinni. Hins vegar skulum við nú, les- endur góðir, líta gaumgæfilega á niðurlagsorðin, sem tilfærð eru hér í upphafi. Þegar við höfum fengið okkur skæri og klippt þau úr Vesturlands greininni, munum við komast að raun um, að þau séu, þannig sjálf- stæð út af fyrir sig, mjög skyn- samleg ráðlegging. Meira að segja svo skynsamleg, að hver einasti kjósandi í landinu ætti að lesa þau ýtarlega og hug- leiða, áður en hann gengur að kjörborðinu. Hverjar eru nú þessar ráðlegg- ingar? Nú skulum við athuga mál- ið: 1. Við eigum ekki að ganga hugs- unarlaust að kjörborðinu og greiða atkvæði af þægð eða þý- lyndi við menn eða málefni. 2. Við eigum ekki að greiða at- kvæði þeim mönnum eða mál- efnum, sem reynzt hafa okkur illa. 3. Við kjörborðið eigum við að sýna valdhöfunum svart á hvítu að við sviptum þá völdunum, ef þeir bregðast því trausti, sem þeim hefur verið sýnt, hverjir sem hlut eiga að máli. Nú eigum við ísfirðingar senn að ganga að kjörborðinu og kjósa okkur þingmann. Við skulum fara að þessum þremur ráðum „Vesturlands“, því hafa skal holl ráð, hvaðan sem þau koma. Og nú byrjum við á því að hugsa okkur um: Samkvæmt 1. ráðleggingu ákveð- um við þá strax að greiða engum frambjóðanda atkvæði einvörð- ungu af þægð eða þýlyndi, ef það jafnframt er andstætt réttlætistil- finningu okkar og hagsmunum. Þess vegna látum við gamlan vana og heimskulega fastheldni sigla sinn sjó. Þá komum við að annarri ráð- leggingunni: Hvaða menn og hvaða málefni hafa reynzt illa, og hvaða menn og hvaða málefni hafa reynzt okkur vel? Þá verð- um við fyrst að velja milli hinna fjögurra frambjóðenda: Jón Á. Jóhannsson? Meinhægur lögregluþjónn. Hef- ur ekkert aðhafzt í almennum vel- ferðarmálum. Hvíli hann í friði. Haukur Helgason? Bankahagfræðingur. Ævisaga hans þar með öll. Blessuð sé minn- ing hans. Kjartan J. Jóhannsson? Vinsæll læknir. Fljótur að skrifa og snar í snúningum við sjúklinga sína, en seinheppinn í opinberum málum. Hann er hluthafi í Eltimó, en enginn kom mórinn. Meðeigandi í Brúnkol, og aldrei sáust kolin. For- vígismaður að kaupum á dularfull- um selveiðara, sem aldrei hefur sézt og aldrei fengið sel. Keypti ásamt fleirum kosninga- skipið íslending. Hefur setið alls þrjár vikur á Alþingi. Árangur enginn. Og að síðustu í stjórn ísfirðings h.f. í meirihlutaaðstöðu, en gleymdi á s.l. vetri að láta togarana leggja hér upp aflann til vinnzlu, þegar atvinnuleysið herjaði á heimilum verkamanna og sjómanna. Hannibal Valdimarsson? Hann hefur helgað sig baráy- unni fyrir bættum kjörum almenn- ings um 25 ára skeið eða allt frá unglingsárum sínum. Hann er einn af brautryðjendum verkalýðshreyf ingarinnar á Vestfjörðum. Hann nýtur óskoraðs trausts allra verkamanna og sjómanna, sem skilið hafa faglega og póli- tísku þýðingu alþýðusamtakanna gegn íhaldi og áþján. Hann hefur brennandi áhuga fyrir öllum framfaramálum. Hef- ur um langt skeið verið í stjórn tveggja stærstu útgerðarfyrir- tækjanna í bænum, sem drýgzta atvinnu hafa skapað bæjarbúum, Nirði og Samvinnufélaginu. For- göngumaður að stórbættum mennt unarskilyrðum æskunnar í bænum. Hefur þannig hlotið víðtæka þekk- ingu á hverskonar félagsmálum. Setið á Alþingi undanfarin ár. Reynzt ötull og duglegur þingmað- ur og þar af leiðandi gegnt ýms- um þýðingarmiklum þingstörfum. Ef við nú lítum eingöngu á staðreyndirnar, eins og „Vestur- land“ ráðleggur okkur, hljótum við auðvitað að kjósa Hannibal Valdimarsson. Hann er þekktur maður og reyndur og hefur aldrei brugðist málefnum alþýðunnar. Hitt eru dúkkur, sem að vísu geta lokað augunum, en verða aldrei þjóðmálaskörungar. Nú komum við að málefnunum: Eru málefni Framsóknarflokks- ins sérstaklega ginnandi og glæsi- leg fyrir verkafólk, sjómenn og launþega bæjanna? Nei, sá flokkur á nálega allt fylgi sitt í sveitunum og einskorð- ar pólitíska afstöðu sína í öllum málum við þá staðreynd. Eru þá hugsjónir kommúnista fyrst og fremst helgaðar íslenzkum alþýðustéttum. Nei, því miður. Þeirra föðurland er Rússaveldi, guðinn er Stalin og ritningin er Pravda, svo sem hver læs Islend- ingur getur séð í Þjóðviljanum. Á þá stóri flokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn, miklar heildsölu- birgðir af góðum málefnum og brjóstgæðum handa okkur almenn- um kjósendum? Nei, ónei! Hann er bara flokkur heildsalanna og stóreignamannanna. Allir aðrir mega sigla sinn sjó, nema á kosn- ingadaginn. Hann hefur verið og er á móti öllum félagslegum um- bótum til almenningsheilla. Sjálf- stæðisflokkurinn vinnur beint gegn hagsmunum hins almenna kjós- anda, — hann hefur reynzt hon- um mjög illa. Hvaða málefni getur þá Alþýðu- flokkurinn lagt á vogarskálina? Alþýðuflokkurinn barðist fyrir afnámi sveitaflutninga og almenn- um kosningarétti, — íhaldið þvæld ist fyrir í lengstu lög. Alþýðuflokkurinn barðist fyrir bættum kjörum verkalýðsins og vökulögum á togurum, — íhaldið streyttist á móti. Alþýðuflokkurinn barðist fyrir byggingu verkamannabústaða og fékk sett lög um almannatrygging- ar, — íhaldið þverskallaðist. Alþýðuflokkurinn fékk komið á verðlagseftirliti, — íhaldið hefur þurrkað það út og sleppt brask- aralýðnum lausum á vamarlausan almenning. Öll hafa þessi baráttumál Al- þýðuflokksins reynzt hinum al- mennu kjósendum vel. íhaldið hefur hinsvegar snúizt gegn þeim öllum og andæft, svo lengi sem það hefur þorað. íhaldið hefur því reynzt hinum almennu kjósendum illa. Við höfum þá krufið málefnin til mergjar að boði „Vesturlands", og niðurstaðan verður hiklaust á þann veg, að við kjósum Alþýðu- flokkinn. Að lokum er svo 3. ráðleggingin um það, að svipta þá menn völd- unum, sem brugðizt hafa trausti kjósendanna. Ihaldið og Framsókn fara nú með öll völd í þessu landi. Báðir þessir flokkar hlutu í síðustu kosningum mikið traust íslenzkra kjósenda víðsvegar um landið. Framhald á 3. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.