Skutull

Árgangur

Skutull - 24.05.1952, Blaðsíða 4

Skutull - 24.05.1952, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Grobbið og Golíatstilburðirnir. Neðanrituð grein birtist sem forustugrein í Alþýðublaðinu 8. maí s.l. sem svar við grein í Morgunblaðinu daginn áður. Þar var því Iýst yfir með sterkum orðum, hvílíkt gullaldartímibil hefði runnið upp hér í bænum, þegar íhaldið fór með stjórn bæjarmálefna. Var hún því að sannleiksgildi á borð við fréttaskeytið, sem frá var sagt í seinasta Skutli. Morgunblaðið etur fram á rit- völlinn í gær manni, er gerir auka- kosninguna á Isafirði að umræðu- efni. Dylst engum, að þar sé á ferðinni „hinn grobbni risi Golíat“, Sigurður Bjarnason frá Vigur, fyr- verandi bæjarstjómarforseti á Isa- firði, sem flokksbræður hans lögðu til hliðar við síðustu kosningar. Málflutningur hans er sami graut- ur í sömu skál, níð um Alþýðu- flokkinn og lof um íhaldið. En ó- sköp er hætt við því, að grein þessi verði Kjartani Jóhannssyni lítt til framdráttar meðal fsfirðinga. Sigurður byrjar á því að telja lesendum Morgunblaðsins trú um, að Alþýðuflokkurinn á ísafirði hafi verið „hinn messti dragbítur á allar framfarir þar, ekki sízt i atvinnumálum". Hann hefur ekk- ert fyrir því að minnast á stað- reyndir slíkar sem þær, að alþýðu- flokksmenn á Isafirði hafa stofnað og starfrækt hvert fyrirtækið af öðru til að efla og endurnýja at- vinnulíf kaupstaðarins. Hann segir raunar, að stofnun Samvinnufélags Isfirðinga hafi verið góðra gjalda verð, en þó ekki nægt til að tryggja næga atvinnu í bænum. Þetta er það, sem hinn afdankaði bæjar- stjómarforseti hefur að segja um starf þess atvinnufyrirtækis, sem reynzt hefur ísafirði mestur mátt- arstólpi á liðnum árum. En það kveður við annan tón, þegar kemur að valdatíma Sigurðar Bjarnason- ar í bæjarstjórn ísafjarðar. Þá var vélbátaútgerðin styrkt til báta- kaupa og togaraútgerð hafin, og auðvitað var þetta íhaldinu að þakka! En eftirminnilegasta afrek í- haldssins í þágu vélbátaútgerð- arinnar á fsafirði á umræddu tímibili var hin vegar það, að Björgvin Bjarnason flýði bæinn og landið með fjóra báta sína með náðarsamlegustu samþykki flokksbróður síns og Sigurðar Bjarnasonar, ólafs Thórs! Og afrek íhaldsins í togaraút- gerðarmálum Isfirðinga hafa eink- um einkennzt af því, að engin bæj- arútgerð togara hefur verið stofn- uð á fsafirði. Gæðingar íhaldsins þar hafa sölsað undir sig þessi nýju og stórvirku atvinnutæki og neitað því, að togararnir legðu afla sinn á land í heimahöfn til að auka atvinnulíf kaupstaðarins. Sigurður Bjamason ætti vissu- lega að sjá sóma sinn í því að minnast ekki á útgerðarmál og at- vinnulíf Isfirðinga. Húseignin Tangagata 21 ásamt eignarlóð, (eign Elliheimilissjóðs fsafjarðar), verður seld ef viðunandi tilboð fæst. Tilboð óskast í eignina með eða án Ióðar. Tilboðum ber að skila á bæjarskrifstofuna fyrir 7. júní n.k. Greiðslu- möguleika óskast getið. Tilboð óskast afhent í lokuðum umslögum þann- ig merktum: Tilboð í Tangagötu 21. ísafirði, 19. maí 1952. BÆJARSTJÓRI. Tilkynning. Bókasafn fsafjarðar hættir útiánum 31. maí n.k. Allir, sem bækur hafa að láni frá safninu, eru áminntir um að skila fyrir þann tíma. BÓKAVÖRÐUR. Vorhreinsun. Húseigendur og aðrir umráðamenn lóða hér í bæ eru áminntir um að láta hreinsa rækilega lóðir sínar og húsagarða fyrir 1. júní n.k. Sorp og rusl ber að láta í sorptunnur eða í hrúgu við götur þar sem hreinsunarmenn bæjarins eiga greiðan aðgang að því til brottflutnings. Láti einhverjir hjá líða að hreinsa lóðir sínar fyrir 1. júní n.k., verður hreinsun framkvæmd á þeirra kostnað, án frekari aðvörunar. ísafirði, 19. maí 1952. BÆJARSTJÓRI. MINNIN G ARS J ÓÐS- STOFNUN. Þingstúka Reykjavíkur í I.O.G.T. hefir stofnað sjóð til minningar um Sigfús Sigurhjartarson, er and- aðist 15. marz s.l., en Sigfús heit- inn var, sem kunnugt er, einn helzti forvígismaður Góðtemplara- reglunnar hér á landi um tugi ára og hinn bezti drengskaparmaður í hvívetna. Sjóðnum er ætlað það hlutverk, að hjálpa þeim, er um sárt eiga að binda af völdum áfengis og að styðja í því skyni Hjálparstöð Góð- templara í Reykjavík. Átta forgöngumenn að þessari sjóðsstofnun hafa hver um sig lagt fram kr. 1.000,00 til sjóðsins og stúkurnar í Reykjavík hafa marg- ar lagt fram kr. 1.000,00 hver. Þess er fastlega vænst, að stúk- ur og góðtemplarar úti á landi, svo og aðrir þeir, sem meta hin ágætu störf Sigfúsar heitins fyrir bind- indismálið, styðji sjóðinn með fjár- framlögum, eftir því sem þeir geta og ástæður leyfa. Kornið fyllir mælinn. Söfnunarlisti liggur frammi í bókaverzlun Jónasar Tómassonar". Virðingarfyllst, ólafur Magnússon. Sigurður er enn að tönnlast á því, að Alþýðuflokkurinn sé svo áhrifalítill á alþingi, að ísfirðing- um sé enginn stuðningur að þing- manni úr hópi hans. En hann lætur hjá líða að skýra frá því, hvemig á því stóð, að Hannibal Valdimarsson gat tryggt lsfirðingum sams konar aðstoð á alþingi í vetur og ákveðið var að láta Siglfirð- ingum í té. Og hann minnist ekki á það, hvers vegna hann sjálfur gleymdi Isfirðingum þá í hægindi forsetastólsins eins og flokksforingi hans, ólafur Thórs. Hannibal reyndist þá þeim vanda vaxinn að sækja mál Isaf jarðar og bera það fram til sigurs. En Sigurður kúrði sig niður í forsetastólinn og hafðist ekki að. Hitt er annað mál, að fsafjörð- ur hefur enn ekki fengið þá aðstoð, sem alþingi mælti fyrir um að frumkvæði Hannibals. Það er áhuginn, sem „stærsti stjórnmálaflokkur landsins“ sýnir Isafirði. Sjálfslof Sigurðar Bjamasonar, þegar hann ræðir „forustu og ný átök“ Sjálfstæðisflokksins til efl- ing fól Stj' „hi hla ( hei til og Ha urr „fr þei ing sýnir Isafirði. Sjálfslof Sigurðar Bjamasonar, þegar hann ræðir „fomstu og ný átök“ Sjálfstæðisflokksins til efl- ingar atvinnulífi og afkomuöryggi fólksins á ísafirði eftir bæjar- stjórnarkosningamar 1946, gerir „hinn grobbna risa“ aðeins enn hlægilegri en hann var fyrir. Afrekin eru flótti Björgvins ránsskapur íhaldsins á togurun- um og selveiði Sigurðar Bjarna- sonar og Kjartans læknis, en síðast talda atriðið hefur enn ekki verið gert að umræðuefni í Morgunblaðsgrein af ofur skiljanlegum ástæðum. Og hvers vegna er Sigurður að heimska sig á þessu? Hvað kemur til þess, að „afreksmönnum" eins og Sigurði Bjamasyni og Sigurði Halldórssyni var af flokksbræðr- um þeirra þökkuð „fomstan“ og „framtakið“ með því að víkja þeim til hliðar við síðustu kosn- ingar? Og hvað kom til þess, að „stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar“ gafst upp við að stjóma lsafirði á miðju kjör- tímabili, landfrægur að endem- um? Er það ekki dálítið hjá- kátlegt, þegar slíkur flokkur geysist nú fram til aukakosn- inga á ísafirði og þykist vera til þess kallaður að fara með um- boð fyrir Isfirðinga á alþingi? Boðin velkomin til fsafjarðar. Kommandörlautinant Wycliffe Booth og frú, sem nýlega hafa tek- ið við stjóm Hjálpræðishersins í Noregi, Færeyjum og íslandi, heimsækja Isafjörð og dvelja hér frá miðvikudegi 28. maí til föstu- dags 30. maí. Kommandörl. Booth er yngsti sonur hins látna hershöfðingja Hjálpræðishersins, Bramwells Booth, og þannig sonarsonur stofn- enda Hjálpræðishersins Williams og Catherina Booth. Frú kommandörl. Renee Booth, er frönsk að ætt, dóttir komman- dörs Peyron og sonardóttir briga- diers Peyron, milljónamærings og óðalseiganda í Frakklandi, sem varð fmmherji Hjálpræðishersins í föðurlandi sínu og gaf Hjálpræð- ishernum allar eignir sínar. Brigadier Ringstad sem hefir eft- irlit með eignum Hjálpræðishers- ins er í fylgd með Kommandörn- um, ásamt deildarstjóranum, maj- or Barnes. Við bjóðum alla Isfirðinga hjart- anlega velkomna á samkomurnar. Alf Ajer. Prentstofan Isrún h.f. 1952.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.