Skutull


Skutull - 28.05.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 28.05.1952, Blaðsíða 1
XXX. árgangur. Isaf jörður, 28. maí 1952. 12. tölublað. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins er í Alþýðuhússkj allaranum (litla salnum) Sími: 273. Hannibal Valdimarsson leggur niður umboð sem landkjörinn þingmaður. Þetta tilkynnti hann á fundi í Félagi Alþýðuflokksins 22. þ.m. fsafirði, 22. iu:ú 1952. Þar sem ég hefi tekið að mér að vera í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn við aukakosningu þá til Alþingis, sem fram á að fara í Isafjarðarkaupstað þann 15. júní næstkomandi, leyfi ég mér hér með að tilkynna yður, herra forseti sameinaðs Alþingis að ég legg niður umboð mitt sem sjötti landkjörinn þingmaður frá og með deginum í dag að telja. Jafnframt óska ég, að þessi ákvórðun mín verði tilkynnt fyrsta vara- þingmanni Alþýðuflokksins, herra Guðmundi I. Guðmundssyni, sýslu- manni í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeta í Hafnarfirði, svo að hann geti þegar tekið sæti mitt á Alþingi. Mér er fullvel ljóst, að það samrýmist að vísu bæði lögum og venjum, að þingmaður sé í framboði í aukakosningu til Alþingis, án þess að segja af sér þingmennsku, en ég óska ekki að eiga sæti á næsta Alþingi, nái ég ekki kosningu á Isafirði þann 15. júní. Samrit af þessu bréfi mínu til yðar, herra forseti, hefi ég jafnframt sent hæstvirtum forsætisráðherra, formanni landskjörsnefndar og for- manni Alþýðuflokksins. Virðingarfyllst, Hannibal Valdimarsson. Til forseta sameinaðs Alþingis, herra Jóns Pálmasonar, Alþingi, Reykjavík. Jöfnunarverð á olíu og íhaldið. Viðskiptamálaráðherra íhaldsins hefur tvívegis haft vilja Alþingis að engu í þessu mikla hagsmunamáli allra utan Reykjavíkur. »Svikararnircc í sjálfstæð- ismálinu eru í hávegum hafðir. „Ætlar ríkisstjórnin að hafa samþykkt Alþingis um jöfnunar- verð á olíu að engu?" — Þannig spyr Vesturlandið nýlega. Jú, það er sannarlega svo að sjá, sem það réttlætismál sjómanna og fjölda- margra annara um land allt eigi ekki upp á pallborðið hjá ríkis- stjórn íhalds og framsóknar. Mál- ið heyrir undir íhaldsmanninn Björn ólafsson, viðskiptamálaráð- herra, og hefur hann tvívegis traðkað á eindregnum þingvilja um sama verð á olíum og benzíni hvar sem er á landinu. — Spurn- ing íhaldsblaðsins hefði því alveg eins getað verið frétt um það, að sjálfstæðisráðherrann Björn Ólafs- son hafi sýnt jöfnunarverðsmálinu fullan fjandskap, því að það er staðreynd, sem ekki verður um deilt í þessu máli. Þeir halda sig vera að hleypa af fallbyssu gegn mér, Vesturlands menn, þegar þeir feitletra í blaði sínu, — og það gera þeir oft — að ég sé óalandi og óferjahdi, því að ég sé og hafi verið svikarími í sjálfstæðismálinu frá 1944. Þetta sýnist heldur ekki vera neitt smáræðis „fallstykki", en er samt ekkert nema meinlaus hunda- byssuhvellur. Ég greiddi atkvæði með sam- bandsslitum við Dani, en skilnað- armálið við Dani er það, sem í- haldsmenn kalla sjálfstæðismálið. Sannanir: I. Ég birti grein í Skutli 12. maí 1944 undir fyrir- sögninni: Hvers vegna ég greiði atkvæði með sambandsslitum, en á móti stjórnarskránni. í þeirri grein rökstuddi ég af- stöðu mína til skilnaðarmálsins á þessa leið: „Þrátt fyrir það, að ég hefði tal- ið sæmilegast og siðferðilega rétt- ast að bíða með þjóðaratkvæða- greiðsluna, þar til viðræðufrelsi hefði verið komið á milli sam- bandsríkjanna, þá mun ég þó greiða atkvæði með sambandsslit- um, þar sem hraðskilnaðarmenn fengust til að fresta atkvæða- greiðslunni, þar til þrjú ár full voru liðin frá uppsögn". (Skutull 12. maí 1944). II. Ég birti í sama blaði sýnis- horn af atkvæðaseðlunum í þjóð- aratkvæðagreiðslunni merkta með krossi (x) framan við já við spurningunni um sambandsslit, en með krossi framan við nei við spurningunni um, hvort kjósandinn samþykkti bráðabirgðastjórnar- skrána. Með skýringarmynd af kjörseðl- unum lét ég fylgja svohljóðandi leiðbeiningu fyrir kjósendur: „Þannig á kjörseðillinn að líta út, eftír að kjósandi Iici'ur með at- Framhald á 4. síSu. ÞRJÚ FORSETAFRAMBOÐ Framboðsfrestur til forseta- kjörs var út runninn klukkan tólf á miðnætti þann 24. maí. Höfðu þá borizt þrjú fram- boð frá þeim Ásgeiri Asgeirs- syni, Bjarna Jónssyni og Gísla Sveinssyui. Kosningabardaginn í forseta- kjörinu virðist ætla að verða mjög harður. Er svo að sjá sem miðstjórnarmeirihlutar Sjálf- stæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins ætli báðir að gera ákveðið tilkall til flokks- pólitísks húsbóndaréttar yfir kjósendum, einnig um forseta- kjör. En jafnaUgljóst er hitt, að þjóðin gerir sér ljóst, að hún má aldrei láta reyra sig í flokkspólitískar viðjar út af vali þjóðhöfðingjans. — Morgun- blaðið og Tíminn hafa nú á aðra viku haldið uppi svæsnum póli- tískum ádeilum á eítt forseta- efnanna, en hér um slóðir verð- ur ekki annáð séð, en að menn verði ákveðnari og ákveðnari í því með degi hverjum að hafa flokkafyrirmæli um afstöðu til forsetakjörsins að engu. Það mun sannast, að í þessu máli dngar flokksræðinu ekki að sýna hnefann. Það verður hnefinn, sem verður fyrir meiðslum, en aðrir ekki.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.