Skutull

Árgangur

Skutull - 28.05.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 28.05.1952, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Það stappar vissulega ósvífni næst, þegar vesturlandsskrifarinn, þrátt fyrir fulla vitneskju um hlut- deild Finns Jónssonar í bygginga- málunum, klykkir út með þessum svigurmælum í hans garð: „Allt þetta var gert þrátt fyrir það, að þingmaður kaupstaðarins veitti bæjarfélaginu lítið sem ekk- ert brautargengi“. Það verður vissulega ekki um þá Vesturlands menn sagt, að þeir hafi of næma sómatilfinningu. SJAVAKÚTVEGSMALIN: Svo langt gengur Vesturlandið að eigna fyrverandi bæjarstjómar- meirihluta kaup 5 Svíþjóðarbáta í bæinn. Það vita þó allir, að Sam- vinnufélagið keypti 2 þeirra, Njörður aðra tvo, og Haraldur Guðmundsson skipstjóri og ýms- ir aðrir borgarar fimmta bátinn. — Um þennan lið í ósannindavaðli þeirra þarf því ekki að fjölyrða. Þá er það togaraútgerðin, sem íhaldið eignar sér og stjórnar eins og væri hún einkafyrirtæki nokk- urra íhaldsmanna. En samt er það rangt, að drögin að þessari togaraútgerð séu lögð af fyrrverandi bæjarstjórnarmeiri- hluta íhaldsins. — f nóvember 1945 gerðist þetta á bæjarráðsfundi. (Orðrétt skv. fundargerð). Rætt var um símskeyti, er bæj- arstjóri hefir samið í því skyni að senda það ríkisstjórn og Nýbygg- ingaráði varðandi umsókn bæjar- ins um tvo togara samkvæmt aug- lýsingu Nýbyggingaráðs. Fóru bæjarráðsmenn vandlega yfir sím- skeytið og voru því algerlega sam- þykkir. Einnig voru bæjarfulltrú- arnir Haraldur Guðmundsson og Haukur Helgason kvaddir á fund bæjarráðs og kynntu þeir sér einn- ig vandlega efni skeytisins og orða lag, og tjáðu þeir sig einnig sam- þykka því, að það yrði sent í þessu formi“. Undir þessa fundargerð rituðu nöfn sín Hannibal Valdimarsson, Haraldur Leósson, Grímur Krist- geirsson og Jón Guðjónsson. Á næsta bæjarráðsfundi 27. nóv- ember var einnig rætt um togara- málið og þar lagður fram samning- ur um smíði togarannaogljósmynd af fyrirkomulagsteikningum. Enn var fundur um togaramálið 3. desember 1945 og voru þar auk bæjarráðsmannanna Gríms Krist- geirssonar, Haraldar Leóssonar og Hannibals Valdimarssonar, mættir bæjarfulltrúarnir Haukur Helga- son, Haraldur Guðmundsson og Halldór Halldórsson. Þar var rætt um, hvaða leiðir skyldi fara til þess að fylgja tog- arakaupamálinu sem fastast eftir og undirbúa lausn þess. Voru lagð- ar fram tillögur til umboðs handa bæjarstjórn, til þess að vinna að framgangi málsins í Reykjavík og að útvegun ábyrgða og lánsfjár til togarakaupanna og annara fram- kvæmda. Tillögur bæjarráðs voru svo afgreiddar á aukafundi bæjar- stjórnar daginn eftir. Var nú þing- mönnum bæjar og sýslu falið að vinna að framgangi málsins á Al- þingi. Enn er rætt um togarakaupa- málið á fundi bæjarráðs 7. janúar 1946. Þar mætti Sigurður Bjama- son og tjáði sig samþykkan gjörð- um bæjarráðs. — Var nú sam- vinna milli bæjarstjórnar Vest- mannaeyja og ísafjarðar um tog- arakaupamálið og allar aðgerðir miðaðar við, að stofnað yrði til bæjarútgerðar um togarana. Allt þetta gerðist meðan Alþýðu- flokkurinn hafði hreinan meiri- hluta í bæjarstjóm. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1946, þegar kommúnistar höfðu myndað meirihluta með íhaldinu, gerðist það á fundi togaranefndar, að meirihluti hennar, þeir Jón Auð- unn, Elías Pálsson og Halldór ól- afsson lögðu fram svohljóðaridi til- lögu: „Leggjum til við bæjarstjórn, að hún samþykki að stofna hlutafé- lag til kaupa á togara eða togur- um og feli nefndinni að leita eftir hlutafjárframlögum í því skyni“. Minnihlutinn, þeir Sigurjón Sig- urbjörnsson og Hannibal Valdi- marsson, lögðu til, að stofnað verði til bæjarútgerðar um togara þann eða þá, sem bærinn kann að fá, og verði fjár aflað með útboði innanbæjarskuldabréfa með bæjar- ábyrgð og 4% ársvöxtum. Auk þess fjár, sem tekið var á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs á þessu ári, verði teknar 200 þúsund krón- ur á fjárhagsáætlun næsta árs til togarakaupanna, ef tveir togarar verða fáanlegir". Tillaga meirihlutans um hluta- félagsstofnun var samþykkt meö oddaatkvæði sósíalistans, Halldórs Ólafssonar, og þar með var kom- ið í veg fyrir stofnun bæjarútgerð- ar til ævarandi tjóns fyrir vinn- andi fólk í bænum. Síðan vita menn; hvernig fór í togaramálinu. Ríkið lagði fram féð að mestu leyti, þegar ísborg var keypt, og algerlega, þegar Sól- borg var afhent hingað, en Matth- ías Bjarnason og Ásberg Sigurðs- son ráða og ríkja yfir þessari stór- útgerð ríkisins. — Það eigum við upp á Halldór Ólafsson og flokks- menn hans. ÝMISKONAR IHALDSSKRAUT: Að síðustu skulum við svo lofa íhaldinu að státa af skólabygging- unum sem sínu afreki. En það vita þó allir bæjarbúar, að á þeim var byrjað nokkrum árum áður, en í- haldið komst hér í meirihlutaað- stöðu í bæjarstjórn. Endurbæturnar á Sjúkrahúsinu, sem þeir gorta af, veit enginn um, aukningu og endurbætur gatna- kerfisins ekki heldur, og sízt af öllu um eflingu brunavarnanna í bænum. Þá mega íhaldsmenn líka hamast á móti fiskimjölsverksmiðjunni á Torfnesi, sem nú vinnur mjög vel og vantar aukin verkefni. Einnig mega þeir ólmast og óskapast út af kaupum íshússfélags Isfirðinga, sem lengi hafði verið lamað af fjármagnsskorti og kom að sára- litlu gagni ,sem atvinnutæki í bæn- um. Nú verður bærinn aðnjótandi ríkisaðstoðar, sem ekki var fáan- leg til neins annars en kaupa á þessari eign — og fyrirtækið verð- ur í framtíðinni í nánum skipu- lagslegum tengslum við útgerðina í bænum. Er það ráðstöfun, sem bæjarbúar inuiiu almennt fagna. Jafnframt verður unnið að því að sameina alla þætti fiskiðn- aðarins í einu fyrirtæki niðri á hafnarbakka, og er það furðulegt, að sjálfstæðismenn í bæjarstjóm skuli hafa greitt atkvæði á móti því að eiga samstarf við aðra að- ila um lausn þess lokaþáttar í þessu þýðingarmesta atvinnumáli bæjarbúa. Svo mikið er víst, að alira sízt situr það á kaupahéðnum íhalds- ins hér, að saka Alþýðuflokkinn um svik við atvinnulífið. -------0-------- Ferming í Isafjarðarkirkju. A Hvítasunnudag: ISAFJÖRÐUR: Hreinn Pálsson Gunnar Högnason Bragi Ólafsson Steinn Gestsson Jón S. Dahlmann Ásgeir Samúelsson Karl Reynir Guðfinnsson Hálfdán Hermannsson Ólafur Einar Júníusson Ólafur Ægir Ólafsson Sigurvin Hclgason Garðar Ingvar Sigurgeirsson Bárður Ragnarsson Hrefna Einarsdóttir Ólafía Aradóttir Þóra Þórleifsdóttir Hulda Guðmundsdóttir Anna Knauf Elsa Finnsdóttir Guðrún Jónsdóttir Auður Hagalín Árný Alda Sigurðardóttir Guðmunda Kristjana össurardóttír Eyrún Lilja Ásmundsdóttir Sigrún Björk Steinsdóttir Sigurlaug Magnúsdóttir Þuríður Eggertsdóltir í ’H Erna Magnúsdóttir Þuríður Hulda Kristjánsdóttir REYKJAVlK: Þorgeir örn Elíasson SKUTULsf JÖRÐUR: Jens Pétur Clausen Á annan Hvítasunnudag: HNlFSDALUR: Jón Arinbjörn Ásgeirsson Halldór Kristinn Hclgason Guðjón Finndal Finnbogason Guðmunda Jóna Benediktsdóttir Auður Þorgerður Jónsdóttir Jóhanna Stella Þorvaldsdóttir Guðríður Guðmunda Sigurðardóttir SKUTULSFJÖRÐUR: Aðalheiður Halldóra Guðbjörnsd. Gerða Helga Pélursdóttir ÍSAFJÖRÐUR: Guðmundur Lúðvík Jóhanncsson Jökull Arngeir Guðmundsson Árni Ágúst Gunnarsson Agnar Sturla Agnarsson Kristján Ragnar Ólsen Halldór Sigurjón Sveinsson Guðjón Lúðvík Viggósson Sverrir Oliver Karvelsson Guðbjörn Charlesson Einar Sigurður Einarsson Gunnar Finnur Sigurjónsson Hörður Jakobsson Garðar Sævar Einarsson Jóna Jónsdóttir Þuríður Kristjánsdóttir Gréta Aðalsteinsdóttir Ásthildur Árnadóttir Sirrí Hulda Jóhannsdóttir Guðrún Ilclga Sigurðardóttir Guðríður Erna Arngrímsdóttir Vígdis Ingibjörg Ásgeirsdóttir Annan í hvítasunnu: kl. 5 og 9 B A J A Z Z O ítölsk stórmynd byggð á hinni heimsfrægu óperu „Pagliacci“ eftir Leoncavallo Aðalsöngvarar: Tito Cobbi Gina Lellobrigida Afro Poli Filippo Morucci Hljómsveit og kór konung- legu óperunnar í Róm leikur og syngur. Kjörskrá. Athygli ísfirzkra kjósenda er vakin á því, að alþingiskjörskráin gildir, einnig við kjör forseta Islands 29. júní næstkomandi. Kjörskráin liggur því enn frammi almenningi til sýnis í bæjarskrif- stofunni til 7. júní næstkomandi. Kærufrestur er til 7. júní að kvöldi. ísafirði, 27. maí 1952. BÆJARSTJÓRI.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.