Skutull

Árgangur

Skutull - 31.05.1952, Blaðsíða 2

Skutull - 31.05.1952, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L SKUTULL tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: GuVmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3, Isafirfíi- Dagur vítir Tímann. Dagur, blað Framsóknarflokks- ins á Akureyri, birti í vikunni, sem leið, athyglisverða grein um for- setakjörið eftir ritstjórann, Hauk Snorrason, þar sem það er harmað, að sá „leiði fylgisfiskur pólitísks ofstækis og ósanngirni hafi skot- ið upp kollinum" í sambandi við það, „að unna ekki andstæðingi sannmælis og kunna ekki það drengskaparbragð, að lofa svo einn, að lasta ei annan“. Vítir greinarhöfundurinn í þessu sam- bandi sérstaklega skrif Tímans á móti Ásgeiri Ásgeirssyni. Haukur Snorrason segir í grein sinni í Degi enn fremur: „Þótt enn þá séu margar vikur til kjördags, líta stórblöð höfuð- staðarins út eins og við ættum að ganga til kosninga á morgun. Sú stund, sem rennur upp yfir alþing- iskjósendur undir lok kosninga- bardagans, virðist því þegar komin yfir þetta forsetakjör. Stórskota- liðinu hefur þegar verið skipað til leiks, 5 dálka fyrirsagnir, heilsíðu heilræðagreinar, stór nöfn og stór- ar myndir eru táknmerki dagsins. Allur þessi viðbúnaður sýnir glöggt, hversu óralangt þessi kosningaundirbúningur allur er kominn út fyrir þau eðlilegu mörk, sem almenningsálitið hafði fyrir löngu sett honum. Hin harðvítuga kosningabarátta átti í huga fólks- ins aldrei heima hér. Og þó finnst mönnum enn síður eiga heima á þessum vettvangi hið persónulega níð, sem allt of oft hefur skotið upp kollinum í blöðum og á mann- fundum í hita hins pólitíska bar- daga á liðnum árum ... 1 Tímanum 18. maí er frá því skýrt, að hafinn sé persónulegur áróður gegn séra Bjarna Jónssyni. Ekki hefur hans orðið vart hér um slóðir. Ekkert blað hefur, að því bezt verður vitað, dregið í efa mannkosti hans. Meðal þeirra, sem hefðu viljað hafa annan hátt á undirbúningi forsetakjörsins, er ekki kunnugt um neinn, sem hef- ur látið sér til hugar koma að lít- ilsvirða hann. Hinsvegar hafa menn lesið persónulegan áróður Halldór Ölafsson, fimmtugur. Þann 18. þ.m. varð Halldór ólafs- son, bókavörður, fimmtugur. Hann er nú ritstjóri Baldurs, en var rit- stjóri Skutuls 1928—1930. 1 afmælisgrein um Halldór, sem Haraldur Steinþórsson ritar í 8. tbl. Baldurs, er svo að orði kom- ist, að kratamir hafi, með tilstyrk hinna íhaldsmannanna, útilokað Halldór svo frá vinnu, að hann hafi um skeið orðið að hverfa úr bæn- um til að sjá sér farborða. Það, sem við er átt, gerðist að vísu alllöngu áður en Har. Stein- þórsson kom til bæjarins, svo að heimild hans er sennilega frá af- mælisbaminu sjálfu, og þykir mönnum Halldóri vera mikið aftur farið, þó ekki sé hann nema 50 ára, að hann skuli muna hlutina svona rangt. SVO MÆLTI JÓN RAFNSSON. Fulltrúi SósíaUstaflokksins, Jón Bafnsson, segir í grein í Baklri, sem út kom 29. maí s.l.: „Það væri meiri slysni en orð nái ef alþýðan færi að senda Kjartan lækni á þing í stað þess að halda honum í nauðsynja starfi“. fsfirzkir sósíalistar! Leggið ykkur á minnið og breytið eftir þessari alvarlegu aðvörun og ábendingu, sem fulltrúi Sósíalistaflokksins send ir ykkur. Vitað er, að hvert það at- kvæði, sem Haukur fær, fellur dautt og er því stuðningur við Kjartan og þau íhaldsöfl, sem nú þrengja svo mjög lífskjör og atvinnuöryggi alþýðunnar. Enginn íhaldsandstæðingur má eyðileggja atkvæði sitt á þann hátt, að kasta því í gröf hinna andvana fæddu framboða þeirra Jóns og Hauks. En á hvern hátt getið þið, sósíalistar og aðrir frjálslyndir menn, tryggilegast afstýrt þeirri slysni, að Kjartan kom- ist á þing, — að afturhaldinu aukist liðsstyrkur? Svarið er auðvelt. Aðeins með því að kjósa Hannibal. gegn öðrum frambjóðanda — Ás- geiri Ásgeirssyni — einmitt í þessu sama blaði, sem ber sig upp undan slíkum starfsaðferðum. Er ekki skotið yfir markið þama? Margir munu svo mæla. Hér fer bezt á því, að blöð og pólitískir leiðtogar hrapi ekki að því að láta persónu- lega óvild brennimerkja þennan kosningaundirbúning meira en orð- ið er“. Eða man hann ekki það, að heilu veturna var hann eini mað- urinn í bæjarvinnunni, fyrir utan bæjarverkstjórann, einmitt á þeim árum, sem ,,kratar“ höfðu hreinan meirihluta í bæjarstjóm? Halldóri er margt vel gefið, og flokksbróðir hans hefði vel getað skrifað um hann snotra afmælis- grein, án þess að punta upp á hana með svona lygi. „Kratarnir" hafa aldrei amast við Halldóri, því að hann er dagfarsprúður maður, og samvizkusamur við störf sín, þótt ekki verði honum mikið ágengt við að afla flokki sínum fylgis, svo sem raun ber vitni, því að alltaf minnkar fylgið. E.t.v. er það ein- hver tvískinnungur í fari hans, sem þessu veldur, og oss er ekki grunlaust um, að stundum hafi H.Ó. ekki þótt dansa nógu fimlega á flokkslínunni, eftir að hann varð kommi, og að það hafi átt sinn þátt í því, að hann flutti úr bænum um skeið. Skutull óskar Halldóri langra lífdaga, og vonar, að Baldur og kommarnir megi njóta hans, sem lengst. --------o------- Flokksagi og forsetakjör. Dagblaðið Vísir birti nýlega ritstórnargrein um flokksaga og skoðanafrelsi í sambandi við for- setakjörið, og áfellist þar ótvírætt allar tilraunir til æsinga og flokks- kúgunar í sambandi við slíkt mál, sem ekki geti talizt neitt stefnu- mál fyrir stjórnmálaflokkana. Vísir segir í þessu sambandi: „Æsíngastarfsemi í sambandi við forsetakjör það, sem fyrir hönd- um er, getur tæpast leitt til far- sælla lykta, enda eðlilegt og sjálf- sagt, að þar hagi hver einstakling- ur atkvæði sínu eftir því, sem hann telur þjóðinni henta og vel getur verið í fullu samræmi við vilja flokkstjómanna. Þeim mun minni ástæða er til slíkra æsinga manna á meðal, sem allir þeir menn, sem í kjöri verða, eru menn ágætir og munu vafalaust rækja störf sín samvizkusamlega. At- hvglisvert er í þessu sambandi að tíðast eru það grunnhyggnustu og nasbráðustu þusararnir, sem hæst hafa um brot einstaklinga á flokks aganum, þótt flokksstjórnimar sjálfar ræði málin af skynsemi og rökum eða hleypidómaleysi. I sam- bandi við forsetakjörið er hyggi- legast að klæði séu borin á vopnin. „Kalt höfuð“ ræður tíðar hyggi- legri úrlausn en heitar tilfinning- ar“. Vilja að handritunum sé sfeilað. Fyrir nokkru síðan birti aðal- blað danska Alþýðuflokksins grein um handritamálið. I*ar er frá því sagt, að danski Alþýðuflokkurinn leggi á það ríka áherzlu að öllum þeim handritum, sem lslendingar eigi siðferðilegan rétt á, verði tafar- laust skilað. Danski Alþýðuflokkurinn hef- ir mjög lagt að stjóminni að hraða frumvarpi því, sem hún ætlar að leggja fram í þinginu um málið. Islendingar eiga vissulega trausta og áhrifamiklatalsmenn í handritamálinu, þar sem AI- þýðuflokkurinn danski er. Andsfæðingum þakkað. Andstæðingablöðin, sem út komu í vikunni voru okkur alþýðu- flokksmönnum eins hagstæð og frekast varð á kosið. Baldur flutti níðgrein mikla um Hannibal Valdimarsson, en ekkert hnjóðsyrði var um íhaldið eða frambjóðanda þess, Kjartan Jó- hannsson. Þannig varð öllum aug- ljóst mál, að framboðið er styrkt- arframboð við íhaldið. Sanngirniin var á því stigi, að Hannibal var lastaður fyrir störf sín í verka- lýðshreyfingunni, en fullyrt, að til þess að gera hana sterka og áhrifa- mikla, skyldu menn bara kjósa Hauk Helgason á þing!! Vesturlandið var þó öllu betra. Sami stóryrða- og fáryrðavaðall- inn og einkenndi fyrsta kosninga- blað íhaldsmanna setti nú mark sitt á það fyrst og síðast. — Engu líkara en þeir væru þegar búnir að gleyma áminningunni, sem þeir fengu út af fyrsta blaðinu. Stærsta fyrirsagnaletur var enn notað um afturhahl Alþýðuflokksins og um- bótaþrótt íhaldsins ( í eld er bezt að ausa snjó) — og augljósum staðreyndum mótmælt og stimpl- aðar sem lygi. — Þannig eru það talin ósannindi, að Hannibal hafi tilkynnt á fundi 22. maí að hann legði niður umboð sitt sem land- kjörinn þingmaður. Það er lýst lygi, að Finnur Jónsson eigi heið- urinn af húsnæðislöggjöfinni frá 1946 — og auðvitað er ekkert að marka það sem fundargerðabækur segja um afgreiðslu mála. Munn- söfnuðurinn er svo óskaplegur, að hann er engum einum manni ætl- andi. Er engu líkara en að Matth- ías og Ásberg hafi báðir lagt í púkk með að koma á framfæri að- aleinkenni sálarlífs síns í dálkum blaðsins. Haldið svo fram stefn- unni fram á kjördaginn.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.