Skutull

Árgangur

Skutull - 31.05.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 31.05.1952, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Sundrungaröflin að verki. íhaldsframboð númer tvö. Erindreki Sósíalistáflokksins, Jón Rafnsson, skrifar grein eina mikla í 9. tbl. Baldurs, sem út kom 29. maí s.l. i áðumefndri grein fylgir þessi áróðursmaður Hauki Helgasyni, frambjóðenda sínum úr hlaði, og þar er dreginn að hún sá fáni, sem Haukur ætlast til, að ísfirzkir kjósendur fylki liði undir á kjör- degi. Að sjálfsögðu vekur það athygli og undrun, að enginn af foringjum ísfirzkra sósíalista skuli hafa fengizt til að tala máli Hauks við ísfirzka alþýðu. Formælandann varð að sækja til Reykjavíkur. Til verksins valdist maður, sem lítt þekkir til hugðarefna eða baráttu- mála ísfirzkrar alþýðu, og sem hún þekkir að þeim verkum einum, inn- an verkalýðssamtakanna, sem leitt hafa margvíslegt tjón og vaxandi sundrung yfir alþýðu landsins. Það er því vissulega vandað til valsins á talsmanni Hauks Helgasonar, þegar fyrir valinu varð sundrung- arpostulinn Jón Rafnsson, sem auk þess hefir sýnt vestfirzkri verkalýðshreyfingu alveg sérstak- an fjandskap og gert gerræðisfulla tilraun til að ganga af öflugasta vígi hennar, Alþýðusambandi Vest- fjarða, dauðu, en sú tilraun var gerð, er hann réði yfir A.S.Í. Enn sem fyrr, var það Hannibal Valdimarsson, sem bjargaði mál- efnum vestfirzku alþýðusamtak- anna úr klóm fjandmannanna, og sá skellur, sem Jón Rafnsson og félagar hans hlutu í þeirri viður- eign, — missir yfirráðanna í A.S.Í. var sannarlega eftirminnilegur, og ber grein Jóns þess merki, að hann man þann skell enn. Sannarlega verður að telja for- ingjum ísfirzkra sósíalista það til hróss, að enginn þeirra skyldi fá- anlegur til að hætta vinsældum sínum og áhrifum meðal ísfirðinga með því að gegna því hlutverki, sem Jón Rafnsson var látinn vinna, þ.e. að gerast nokkurskonar leið- sögumaður á því íhaldsfleyi, sem hinn trúi afturhaldsþjónn, Haukur Helgason, á að halda úti á atkvæða veiðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þau sannindi eru öllum auðsæ, að Haukur Helgason er að mestu ókunnugur málefnum ísafjarðar, og manna ólíklegastur til að leysa þau vandamál, sem áð steðja á hverjum tíma. Framboð hans er því með öllu andstætt hagsmunum og velferð ísfirzkra alþýðustétta, enda er því ætlað að tryggja aðra hagsmuni næsta óskylda hagsmun- um alþýðunnar í bænum. Það er því vel til fallið, að Jón Rafnsson skuli vera látinn ganga fram fyrir skjöldu og gerast leið- sögumaður Hauks um vandamál ísfirðinga, því báðir bera jafn lítið skynbragð á þá hluti. Enn einu sinni hefir ísfirzku verkafólki gefizt tækifæri til, að sjá þessa tvo sundrungarmenn ó- grímuklædda annast erindi aftur- haldsins á vettvangi stjómmál- anna. Enn á ný gerir Haukur Helga- son tilraun til að sundra samtök- um hins vinnandi fólks á örlaga- stundu, alþýðu landsins til tjóns, en íhaldinu til ávinnings. En ís- firzk alþýða er langminnug á fyrri afglöp þessa dygga þjóns íhalds- ins. Sú spurning hlýtur að vakna í hugum manna, af hvaða ástæðu enginn af ábýrgum leiðtogum sós- íalista hér í bænum fékkst til að fylgja framboði Hauks úr hlaði. Ástæðan er augljós. Hún er sú, að þeir af leiðtogum flokksins, sem líklegastir eru til einhverra áhrifa, eru verkalýðs- sinnar. En þeir lærðu margt og öðluðust dýrkeypta en holla reynslu af íhaldssamvinnunni ill- ræmdu. Þeim stendur enn ógn af þeim óheillasporum, sem flokkurinn steig á þeim árum að áeggjan og fyrir atbeina Hauks Helgasonar. Þau spor hræða enn þann dag í dag, og þeim er því mjög fjarri skapi, að flokkurinn haldi enn á ný, undir forystu Hauks, inn á þær brautir glötunarinnar, sem þeir voru fegnastir að komast af. En Haukur Helgason hefir alls ekkert lært af þeim byrðum og örð- ugleikum, sem samvinnan við í- haldið batt bæjarbúum, enda var hann fljótur að forða sér frá vandanum, eftir að hann var bú- inn að tryggja Sjálfstæðisflokkn- um óskoruð völd yfir velfamaði ís- firzkrar alþýðu. Hann taldi sér hagkvæmara að una við kjötkatla Reykjavíkur, en að búa við þá ó- stjórn, sem spratt upp af svikum hans við málstað alþýðunnar. Auk þeirrar reynslu, sem um getur hér að framan, mun sá mannlegi veikleiki einnig hafa ráð- ið nokkru um tómlæti sósíalista í máli þessu, að menn vilja ógjarn- an fórna áliti sínu og tiltrú hjá al- menningi með því að tengja nafn sitt þeim mönnum eða málefnum, sem eiga heldur óhgugnanlega sögu að baki, í vitund fólksins. Ein slík ólánssaga eru bæjarmálaaf- skipti Hauks Helgasonar. Það er lærdómsríkt að athuga, hvaða öfl það eru, sem standa bak við framboð Hauks Helgasonar. Þau eru tvö og af ólíkum rótum runnin. 1. Áhrif nokkurra ísfirzkra manna, sem kalla sig sósíalista, en sem eru ákafir og tryggir vopna- bræður og bandamenn Sjálfstæðis- flokksins í hverju máli, þegar Sjálfstæðisflokkurinn á eitthvað í hættu. Ástæðan fyrir þessari furðanlegu afstöðu þessara gervi sósíalista er tvíþætt: Rótgróið og taumlaust hatur á Alþýðuflokknum og for- vígismönnum hans. ásamt gömlum flokkstengslum við Sjálfstæðis- flokkinn, því flestir þeirra eru uppflosnaðir íhaldsmenn. 2. Skilyrðislaus fyrirskipun frá miðstjórn Sósíalistaflokksins til flokksdeildarinnar hér í bænum, um að bjóða fram. En hvað veldur þeirri ákveðnu afstöðu miðstjómarinnar? Er það umhyggjan fyrir velferð hins vinn- andi fólks í landinu, sem markað hefur þá afstöðu ? Telur miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu það happadrýgst fyrir alþýðu bæjarins að sundrung ríki í röðum hennar? Telur miðstjórn flokksins að ís- firzkt verkafólk efli bezt samtök sín og hag með því að ganga tvístrað að kjörborðinu 15. júní n.k.? í þessum aukakosningum, þegar vitað er, að hvert það atkvæði, sem Haukur Helgason hlýtur, fellur dautt, og er því aðeins stuðningur við Kjartan Jóhannsson, gat Sam- einingarflokkur alþýðu notað tæki- færið til raunhæfrar sameiningar í- haldsandstæðinganna í verkalýðs- flokkunum og þurfti engum flokks- hagsmunum að fórna til að koma þeirri einingu á. Ef flokkurinn hefði borið gæfu til að hagnýta þetta gullna tæki- færi til að sýna sameiningarviljann í raunhæfu verki, þá hefði hann sannað, að sameiningaryfirlýsingar hans væru annað og meira en mark laust orðagjálfur. En þetta gerði hann ekki, og er því sýnt, að sam- einingarhjalið er aðeins notað sem hvítur friðarfáni á ræningjaskipi til að villa mönnum sýn á eðli flokksins. En hvað veldur þá þessari víta- verðu afstöðu miðstjórnar Sósíal- istaf lokksins ? Eins og döpur reynsla hefir ótal sinnum sýnt, eru vandamál alþýðu- heimilana ,sem vaxandi dýrtíð og verzlunarokur, samfara atvinnu- leysi hefir í för með sér, allt smá- munir og hégómi í þeirra augum. Mesta áhugamál þeirra er tengt valdabaráttu stórveldanna. Áróð- urinn fyrir útþenslu og yfirgangs- stefnu Rússlands er þeirra aðalbar- áttumál og hlutverk. Dægurbarátta íslenzkrar alþýðu er einskis virði í augum þeirra, sem ráða starfi og stefnu Sósíal- istaflokksins. Þeirra hlutverk er, að nota hvert það tækifæri, sem gefst, til að koma á framfæri Rússlandsáróðrinum og tala máli þeirrar yfirdrottnunarstefnu, sem ógnar nú svo mjög friði og frelsi þjóðanna, einnig að lama samtök þess fólks og þeirra þjóða, sem enn halda vörð um þau mannrétt- indi og þær hugsjónir, sem öllum lýðræðissinnum eru hjartfólgnust. Framboðsfundirnir hér á ísafirði eiga að verða vettvangur slíks kommúnistaáróðurs. — Haukur Helgason á að mæta þar sem for- svars- og áróðursmaður fyrir kúg- unarstefnu Rússlands, og er maðr urinn hlutverkinu vissulega sam- boðinn. En þó ísfirzk alþýða bíði máske tjón við þetta tilgangslausa fram- boð Hauks, sem aðeins getur eflt styrk íhaldsins, skiptir það ráða- menn Sósíalistaflokksins engu. En ísfirzkir sósíalistar, sem eru í tengslum við verklýðshreyfing- una munu alls ekki fylgja fram- bjóðanda miðstjómarinnar til þessa háskalega leiks. Þeir hafa einu sinni farið eftir leiðsögn Hauks inn á slóðir íhaldssamvinnu og uppskáru þá aðeins varanlegt álitstjón og réttláta reiði umbjóð- enda sinna. Þeir meta auk þess atkvæði sitt meira en það, að þeir vilji eyði- leggja það með því að kjósa Hauk Helgason og auka þar með þá „slysahættu", að íhaldið eflist um of. Þeir munu því greiða þeim fram- bjóðanda atkvæði, sem alla tíð hef- ir bezt unnið að bættum hag og vaxandi hagsæld alþýðunnar í bæn- um, og sem ætíð hefir verið fremst- ur, bæði í vörn og sókn, þegar bar- izt hefur verið um réttindamál hins vinnandi fólks til sjávar og sveita, og sem þekkir hagsmuni og vonir alþýðunnar flestum betur. Þeir munu allir kjósa Hannibal Valdimarsson. Tilkynning. Bókasafn fsafjarðar hættir útlánum í dag (31. maí). Þeir sem enn hafa ekki skilað bókum, sem þeir hafa frá safninu, eru áminntir um að gera það strax cftir hvítasunnu. Bókum verður veitt móttaka á safninu 3. og 4. júní n.k. kl. 4—7 e.h. f dag er safnið opið frá kl. 4—6 e.h. BÓKAVÖRÐUR.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.