Skutull

Árgangur

Skutull - 06.06.1952, Síða 1

Skutull - 06.06.1952, Síða 1
XXX. árgangur. ísafjörður, 6. janúar 1952. 14.—15. tölublað. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins er í Alþýðuhússkj allaranum (títla salnum) Sími: 273. Ihaldsframboð númer þrjú. Alþýðan vill vinstri samvinnu, en ekki íhaldsstjórn. Enginn má styðja að skiptingu íhaldsandstæðinga í þrjár sveitir. — íhaldsmenn í bænum voru ekki í rónni, fyr en framboð framsóknar var ákveðið. Eins og menn muna, rauf Fram- sóknarflokkurinn samsteypustjórn þá, sem Stefán Jóhann Stefánsson veitti forstöðu. Þetta gerðist árið 1949. Ástæðan til stjórnarrofsins var tilgreind sú, af hendi Framsókn- Vitnisburður iðnaðarmanns. „Aftur komið atvinnu- leysi og kreppuástand“. Helgi Hermann Eiríksson, skólastjóri Iðnskólans, og einn þekktasti forvígismaður iðnað- arins og kunnur sjálfstæðis- maður, flutti útvarpserindi s.l. þriðjudag um iðnsýninguna, sem, halda á í sumar. Minntist hann á þá erfið- leika, sem íslenzkur iðnaður og iðja á nú við að stríða af völd- um núverandi stjórnarstefnu. Taldi hann, að málefnum iðn- aðarins væri stefnt í beinan voða, iðnaðarmönnum og allri þjóðinni til ófyrirsjáanlegs tjóns. Hann sagði: „Nú er aftur komið atvinnuleysi og kreppu- ástand“. Þetta er þungur dórnur, en því miður sannur. Enginn iðnaðarmaður, sem hugsar um eiginn hag og heill þjóðarbúsins, getur greitt stuðningsmanni þeirrar ríkis- stjórnar, sem leitt hefir-„at- vinnuleysi og kreppuástand“ yfir íslenzkan iðnað, atkvæði sitt. Mótmæli sín sýna þeir bezt með því að kjósa Hannibal Valdimarsson. arflokksins, að stefna ríkisstjórn- arinrtar væri of íhaldssöm, hún þrengdi um of kjör og afkomuör- yggi hins vinnandi fólks. Einkum þótti Framsóknarflokknum slíkt hörmungarástand ríkja í verzlun- armálunum, að við það væri alls ekki unandi. Hlutur samvinnufé- laganna væri fyrir borð borinn og hagsmunir neytenda að engu hafð- ir. Þetta ,,spillta“ ástand taldi flokkurinn sig ekki geta unað lengur við eða verið ábyrgur fyr- ir, og rauf því samstarf þessara þriggja flokka um ríkisstjórn. f vígahug. Kosningabaráttan hófst. Fram- sóknarflokkurinn deildi hatram- lega á stjórnarstefnu liðinna ára og skellti allri skuldinni á því, sem aflaga fór á samstarfsflokka sína og þó sérstaklega á Alþýðu- flokkinn, sem hann átaldi mjög fyrir of nána íhaldssamvinnu. All- ir frjálshuga menn töldu þessa snerpulegu vinstripólitík Fram- sóknar, undir forustu Hermanns Jónassonar, vænlega til árangurs og veittu flokknum kjörfylgi, t.d. í Reykjavík, þar sem sá fram- bjóðandinn, er harðasta hríð gerði að afturhaldinu, og sem sagði allri „fjárplógstarfsemi“ stríð á hendur, vann þingsæti af kommúnistum fyrir stuðning slíkra manna, — hverjir nú þykj- ast illa sviknir —. Tíminn birti dag eftir dag svæsnar árásargreinar á aftur- haldið og skreytti sig með rauð- um yfirprentuðum slagorðum svo jafnvel Þjóðviljanum fannst nóg um. Á fundum út um land réðust frambjóðendur Framsóknar ó- vægilega á allt íhald og skömm- uðu Alþ.fl. fyrir undirgefni við afturhaldið, — og jafnvel Jón Á. Jóhannsson gerðist róttækur og brennandi í andanum um stund. Kosningarnar sýndu, að for- ystuliði Framsóknarflokksins var vel kunnugt um hugarfar kjósend- anna, og að kosningaáform flokks- ins voru skipulögð að vel athug- uðu máli. Alþýðan var, — og er, róttæk og frjálslynd, og vill heið- arlegt stjómarfar og náið sam- starf hins vinnandi fóiks um stjórn landsins. Á þessum forsendum jók Fram- sóknarflokkurinn þingfylgi sitt. Kjósendumir töldu hann jafnvel ákveðnari íhaldsandstæðing en t.d. Alþýðuflokkinn. Fólkið var iila svikið. Strax að afloknum kosningum, setti ugg að mönnum, og þeir fóru að efast um heilindi foringja Framsóknarflokksins við róttækn- ina og frjálslyndið. Tíminn tók snöggum umskipt- um. Árásirnar á afturhaldsöflin hljóðnuðu, en þess í stað fór að kveða við annan tón, svo íhalds- saman, að jafnvel Mogginn var fyrst í stað hræddur við að taka undir afturhaldssönginn um geng- isfellingu og lífskjaraskerðingu. Nú hófst sá afturhaldssamasti tvísöngur Tímans og Morgunblaðs ins, sem nokkru sinni hefir heyrzt, og sá samsöngur leiddi til sam- starfs um ríkisstjórn. — Hermann róttæki og Thórsaramir hittust í Heiðnabergi. Þar með var lokið bezt skipu- lagða blekkingaleik, sem nokkur íslenzkur stjórnmálaflokkur hefir leikið í stjórnmálabaráttu og er þá langt til jafnað. Afleiðing svikanna. öll fyrirheit og loforð um bætta stjórnarstefnu voru svikin, og úr rúst hinna sviknu loforða reis sú íhaldssamasta ríkisstjóm, sem nokkru sinni hefir setið að völdum. Óþarfi er að minnast á afleið- ingar stjómarstefnunnar. Vaxandi atvinnuleysi og dýrtíð, samfara ört þverrandi afkomuör- yggi er sligar nú landslýðinn. Hin „frjálsa verzlun“ er þannig Framhald á 6. síðu. ■ ■ ■ ==? Utgerðina vantaði. Sigurður Bjarnason er að reyna að telja bæjarbúum trú um það í sóðagrein sinni, að það sé mér og svokallaðri „sundrungar“- eða „illinda- stefnu“ minni að kenna, að fiskiðjuvershlutafélag það, sem íhaldið og kommar stofnuðu á sínum tíma, gufaði upp og varð að engu. Um flest er nú hægt að saka mig, en ekki um þetta. — £g var aldrei í þeim félags- skap, og hafði af honum cngin afskipti. I honum voru Björgvin Bjarnason og Iíjartan Jóhanns- son aðalmáttarstoðirnar, og á- stæðan til dauða þessa sæla fé- lagsskapar var einl'aldlega sú, að útgerð Björgvins fór nú eins og hún fór — og útgerð Kjartans, Arnarnesið, lenti í hafvillu og fann aldrei ísafjörð. Og þegar svona fór um út- gerðina, gekk að vonum illa að vinna úr afla hennar, og þar með að halda íhaldinu í fisk- iðjuhlutafélaginu. — Barnið dó í höndum læknisins — en þeir góðu menn ganga feti of langt, þegar þeir kenna mér um það bamamorð — nóg er nú samt. Þennan glæp minn gegn at- vinnulífinu vil ég ekki viður- kenna og tel, að réttir aðilar megi heldur ekki af honum missa. Með vinsemd, Hannibal Valdimarsson.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.