Skutull

Árgangur

Skutull - 06.06.1952, Blaðsíða 2

Skutull - 06.06.1952, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L ísfirðingar! Sameinist um fulltrúa sam- vinnuhreyfingar og verkalýðssamtaka. Erindreki Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Bald- vin Þ. Kristjánsson, heitir á ísfirðinga að fylkja sér fast um Hannibal Vaidimarsson og kjósa hann á þing með miklum meirihluta. ISKUTULL títgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: ; Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 ! Afgreiðslumaður: Guðmundur Bjarnason \ Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202! Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. tsafirZi. Hin sannheiðariega biaðanennska. Blað Framsóknarflokksins hér í bæ, Isfirðingur, sem lýst hefur því yfir, að það ætli alveg sér- staklega að gæta fyllsta heiðar- leika í málflutningi í þessum kosningabardaga, hefur samt göngu sína á því að læða út þeirri slúðursögu, að ég hafi unnið á móti kosningu Finns Jónssonar í seinustu alþingiskosningum. Jafn- framt sakar það Matthías Bjama- son nú um að liggja á liði sínu í baráttunni fyrir kosningu. Kjart- ans Jóhannssonar. Allra manna sízt er það mitt hlutverk að bera blak af Matthíasi Bjamasyni, en þarna finnst mér þó nokkuð langt gengið í fúl- mennskunni, aðeins til að koma höggi á mig. Sjá ekki allir, að Matthías leggur sig allan fram í þessum kosningabardaga, að það er hann sem tjaldar sínu „sannasta og bezta“ í hverju Vesturlandi, hann, sem lýgur kjarki í liðið, hann sem stjómar kosningabardaganum, en ekki frambjóðandinn, Kjartan J. Jóhannsson, sem hvorki hefur opnað .munn eða stungið niður penna, síðan kosningbaráttan hófst — og ekki heldur verið nefndur á nafn til ills eða góðs af andstæðingum hans. Niðurstaðan hjá íhaldinu í þessum kosningum, verður því öllu öðm fremur dómur fólksins um heið- arleik og hæfni Matthíasar Bjarna sonar, sem foringja Sjálfstæðis- flokksins. — útkoman verður sjálfsagt góð, ef sá nýi foringi er fólksins maður, en annars máske eitthvað rýrari. Um mig er það að segja, að ég gat að vísu ekki tekið eins mik- inn þátt í seinustu alþingiskosn- ingum í bænum og oft áður, því að ég stóð þá sjálfur í fundarhöld- um í erfiðu kjördæmi, þar sem haldnir em 10—12 framboðsfund- ir. Samt skrifaði ég í blaðið um kosninguna á ísafirði, hvenær sem ég kom í bæinn og hafði tóm til. Ég mætti líka á flokksfundum og lagði mig þar fram eftir beztu getu. — Mig hafði því ekki gmn- að að ég þætti tortryggilegur í þessu máli. Sem gamall ísfirðingur finn ég hvöt hjá mér til að leggja nokk- ur orð í belg um kosningu þá til alþingis, sem fram á að fara á ísafirði 15. þ.m. Það er ekki til þess að fara í samjöfnuð milli flokkanna, að ég sting niður penna, og ekki heldur til þess að kasta nokurri rýrð á frambjóðendur neins flokks. Hins vegar býður samvizkan mér að mæla með því þingmannsefninu við ísfirzka kjósendur, sem ég veit beztan og verðugastan full- trúa á alþingi fyrir almenning í bænum. Ég hefi þekkt Hannibal Valdi- marsson nú um 20 ára skeið, og þykist því mega um hann tala. Svo er einnig fyrir að þakka, að ég hefi átt hann að félaga og sam- starfsmanni um alllangan tíma, þótt sitt með hvoru móti sé, í Allt þetta vita andstæðingar mínir hér í bæ ofurvel. En samt var Vesturlandið ekki seint á sér að grípa rógburð framsóknar- blaðsins á lofti og matbúa slef- söguna á sinn „drengilega“ hátt. Hannibal vildi komast í fram- boð á ísafirði haustið 1949, segir Vesturlandið. Hannibal bruggaði því launráð gegn frambjóðanda flokks síns, Finni Jónssyni, bætir það við og teygir síðan lopann um „drengskap" minn út af þessum staðhæfingum. Nú vil ég í allri vinsemd biðja þá framsóknarmenn og íhalds- menn, sem að þessum nafnlausu skrifum standa, að nafngreina einhvern Alþýðuflokksmann, karl eða konu — aðeins einn einasta — sem orðið hafi var við löngun mína til framboðs á ísafirði 1949 eða fengið vitneskju um launráð af minni hendi gegn Finni heitn- um Jónssyni í þessum umræddu kosningum. Ef hvorugt blaðanna getur orð- ið við þessari sanngjömu ósk minni, verð ég að stimpla höf- unda þessara ummæla sem ósann- indamenn og ómerkilega slefbera. En máske kveinka þeir sér ekki mikið við slíku, þar sem þeir hafa frá upphafi valið sér það hlut- skipti að koma þessu níði um mig á framfæri í nafnlausum greinum. Nú reynir á heiðarleik hinna heiðarlegu blaðamanna íhalds og framsóknar, en ég mun bíða og sjá hvað setur. Hannibal Valdimarsson. þeim tveim félagssamtökum þjóð- arinnar, sem skipta langsamlega mestu máli fyrir alþýðuna í land- inu, bæði fjárhags- og menningar- lega séð. Á ég þar að sjálfsögðu við verkalýðssamtökin og sam- vinnuhreyfinguna. Og hvað er svo að segja um manninn í sambandi við reynsl- una af honum á þessum þýðingar- mestu sviðum raunhæfrar sjálf- stæðisbaráttu íslenzkrar alþýðu? I skemmstu máli það, að þar hefir Hannibal Valdimarsson reynst meira en gulls ígildi. Hann er nú, að mínum dómi, sá maðurinn hér á landi, er bezt sameinar í per- sónuleika sínum baráttuþor og baráttuhæfni sem talsmaður beggja þessara styrkustu stoða almenningsheilla í landinu, sem ég hefi minnzt á. Hannibal er í senn snjall og ódeigur forystu- maður verkalýðs- og samvinnu- mála; ávalt með opin augu á möguleikum til sóknar og varnar. Slíkt er lífsviðhorf hans og lífs- skilningur. Slíkir eru hæfileikar hans og mannkostir. Þess vegna hafa honum líka notast farsæl- legar lærdómar lífs og skóla en þeim, sem er sjálfselskan og eigin hagsmunirnir ríkust í huga. Ég hefi aldrei á ævi minni þekkt mann ganga óeigingjarnar til verks en Hannibal Valdimarsson — engan frekar vitað haldinn lifandi og ó- þreytandi félagsmálaáhuga helg- aðan lífi og líðan þeirra þjóðfé- lagsþegna, sem við bágust kjörin eiga að búa og erfiðasta hafa lífs- aðstöðuna. í þeim heimi hugsjóna og tilfinninga hefir hann bókstaf- lega „gengið upp“ og látið sjálfan sig og sína nánustu ganga margs á mis. Hann, sem oftlega gekk fram fyrir skjöldu og einarðast krafð- ist bættra lífskjara fyrir almenn- ing, gleymdi sjálfum sér í hita dags og anna. Og verðskuldi slíkir menn ekki tiltrú og val til opin- berrar þjónustu, veit ég ekki, hversu meta skal menn og mál- efni. Það er ekki sízt vitneskjan um óeigingirni og fórnfýsi Hannibals Valdimarssonar, að ógleymdri hugdirfð hans, sem gerir það að verkum, að við, sem þekkjum hann vel, treystum honum manna bezt, ekki einasta til þess að fylgja, og fylgja fast fram, hags- munamálum umbjóðenda sinna og alls almennings, heldur miklu fremur að eiga frumkvæði að þeim og hafa karlmannlega for- ystu um framgang þeirra. Hefir nú ísfirzk alþýða ráð á því að hafna verðleikum slíkra manna, þegar þeir bjóðast til þjón- ustu fyrir hana á Alþingi Islend- inga? Mér finnst ekki, og svo mun um mörg hundruð Isfirðinga. — Þúsundir annara landsmanna myndu segja sama fyrir sitt leyti. Þau ár, sem Hannibal hefir setið sem landkjörinn þingmaður, hefir hann aflað sér álits og viðurkenn- ingar sem skörulegur þingmaður, árvökull yfir hverju því, er verða mátti til almenningsheilla. Að svo verði áfram, þarf enginn að efa. Ég hvet Isfirðinga til að fylkja sér fast um framboð og kosningu Hannibals Valdimarssonar með það fyrir augum að gera sigur hans yfir langtum ó- verðugri ágætismönnum sem glæsilegastan. Mér finnst, að ég myndi glaður leggja á mig langa ferð og erfiða, til þess að greiða slíkum úrvalsmanni at- kvæði til þingsetu, og á ég því von á, að ísfirzk alþýða telji ekki eftir sér sporin á kjörstað, sunnu- daginn 15. júní, í sama tilgangi. Baldvin Þ. Kristjánsson. -------0------- Ekki nóg fylgi til þátttðku i bæjar- stjórnarkosningum. „Isfirðingur, kosningablað fram- sóknar, segir að margir (sjálfsagt íhaldsmenn), hafi álasað fram- sóknarmönnum hér á Isafirði íyr- ir það að hafa ekki boðið fram við bæjarstjórnarkosningar að undanförnu. Síðan segir svo orð- rétt: „En því er til að svara, að flokk- urinn hefur ekki ennþá fengið það fylgi, að hann hafi séð sér fært að leggja út í bæjarstjórnarkosn- ingar“. Nú já, ekki nægilegt fylgi til að leggja út í bæjarstjórnarkosning- ar, þar sem árangur fæst þó með kosningu eins bæjarfulltrúa af níu. En samt er lagt út í alþingis- kosningu, þar sem meirihluti at- kvæða ræður öllum úrslitum. Slíkt framboð er ekki í þjón- ustu framsóknarflokksins, eða hans málstað til nokkurs gagns. En hverjum kemur það þá að gagni? Jú, það eykur ofurlítið sig- urvonir íhaldsins. Það er allt og sumt, og verður þó ekki öllum framsóknarmönnum til fagnaðar, ef þær vonir rættust fyrir þeirra atbeina.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.