Skutull

Árgangur

Skutull - 06.06.1952, Blaðsíða 4

Skutull - 06.06.1952, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Stórfyrirsögn Vesturlands átti við Hannibal en ekki Kjartan. ísfirðinga vantar þingmann, SEM HAFT GETUR Á- HRIF OG LAÐAÐ TIL SAMSTARFS um hagsmunamál þeirra. Hversvegna óvissa? Forustumenn framsóknar hér hamra mjög á því, að Hannibal sé viss um sigur í þessum kosn- ingum, og það er satt, að sigur- vonir hans eru góðar. En allt þetta tal þeirra um að enginhætta sé á ferðum í sambandi við kjör Hanni- bals er til þess eins fram sett að véla frjálslynda og einlæga íhalds- andstæðinga, sem að ýmsu leyti standa nærri flokki þeirra, til að kasta atkvæðum sínum til einskis, svo að Kjartani aukist þó sigur- vonir. Allir vita, að Kjartan er í kjöri í þeirri von, að hann geti sem læknir náð í einhver atkvæði út fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þegar kosning er þannig að ein- hverju leyti háð því, hvað talast kann til milli læknis og skjólstæð- inga hans, skapar það, eins og all- ir sjá, nokkra óvissu. Þá er það í annan stað vitað, að nokkrir svo botn-íhaldssamir menn eru til hér í bænum, og telja sig þó framsóknarmenn— að kunnugustu menn telja líklegra að þeir kjósi heldur íhaldsframbjóð- anda, sem þeir halda, að hafi möguleika til að komast á þing, heldur en sinn eigin þýðingarlausa frambjóðanda. — Þetta er annað atriðið sem veldur því, að allir í- haldsandstæðingar verða að vera vel á verði og mega ekki láta blekkjast. — Þetta skapar einnig nokkra óvissu um úrslit kosning- arinnar. Þriðja atriðið, sem skapar ó- vissu um úrslitin er sú staðreynd, sem nú er orðin býsna mörgum bæjarbúum kunn. Og hún er þessi: Kommúnistar lánuðu íhaldinu hér um 30 atkvæði við seinustu þing- kosningar, til þess að fella fram- bjóðanda Alþýðuflokksins, Finn Jónsson. Þessa skuld borguðu svo íhaldsmenn úr innsta hring flokks ins við seinustu bæjarstjórnar- kosningar með því að svipuð tala þeirra kaus þá með kommúnist- um, til þess að bjarga bæjarfull- trúa kommanna inn í bæjarstjórn og koma með því móti í veg fyr- ir hreinan meirihluta Alþýðu- flokksins. Þessi „fjárskipti“ eru margjátuð af báðum aðilum. Ef þau skyldu einnig nú eiga sér stað, þá er það þriðja atriðið, sem á þessari stundu skapar ó- vissu um úrslitin, þrátt fyrir það, að Alþýðuflokkurinn er stærsti flokkurinn í bænum. Vegna allra þessara hugsanlegu pólitísku „óhreininda“, verðum við, alþýðuflokksfólk, að vinna svo ötullega, að við öðlumst bolmagn til að standast íhaldið og alit þess hugsanlega hjálparlið og sigrum þó með verulegum meirihluta. Einhuga fram til öruggs sigurs! Þetta var stórfyrirsögn í sein- asta Vesturlandi. Þetta á hvort- tveggja við Hannibal Valdimars- son, en hvorugt við um Kjaran Jóhannsson. Hannibal er mikill áhrifamaður, hvar sem hann starfar, en það verður aldrei sagt um Kjartan Jóhannsson, þótt menn vilji unna honum fyllsta sannmælis. — Hann er og verður áhrifalítill maður — ekki sízt á Alþingi svo sem stutt seta hans þar sannar. Þá sýndi Hannibal það í vetur, eins og oftar, að hann gat laðað til samstarfs um hagsmunamál ís- firðinga á Alþingi, er honum tókst að tryggja bænum samskonar að- stoð og<,stjómarflokkamir ætluðu Siglfirðingum einum. Og það vita allir, að engum hefur tekist betur en einmitt Hannibal að sameina verkalýðinn um hagsmunamál sín. En það er nú einmitt það, sem Vesturlandið finnur honum mest til foráttu — og við til gildis. „Illindastefna Hannibals Valdi- marssonar" er nýtt nafn íhaldsins á verkalýðsbaráttunni. En slíkt er algert rangnefni. Hannibal hefur sannarlega verið fastur fyrir, þegar hagsmunir verkalýðsins hafa verið annarsvegar. En samt er það margviðurkennt, af samn- ingamönnum atvinnurekenda, að hann sé úrræðagóður og sanngjam samningamaður, enda hafa ekki orðið hér verkföll út af kaup- gjaldsmálum svo árum skiptir. Um þetta geta Vesturlandspilt- arnir fengið glöggar upplýsingar hjá heiðarlegum flokksmönnum sínum. Hinsvegar hefur lítið reynt á hæfileika Kjartans Jóhannssonar til að laða til samstarfs, nema hvað hann um tíma hafði for- mennsku í sundhallarstjórn, en þar fór allt í bál og brand, og ó- samkomulag milli hans og flokks- bróður hans lamaði allt starf nefndarinnar. Vesturlandið segir, að Kjartan sé líklegastur til að tryggja bæj- arbúum framgang hagsmunamála þeirra. — Þetta hljómar eins og algert öfugmæli. — Til þess er hann manna ólíklegastur. Hann er enginn málafylgjumaður, hvorki í ræðu eða riti og hefur alltaf verið fært það mest til framdráttar, að hann sé snotur í sæti. Einnig þessi seinasti liður stór- fyrirsagnarinnar, er eins og háð um Kjartan Jóhannsson, en mætti teljast meitluð umsögn um Hanni- bal Valdimarsson: Hann er lík- legastur til að tryggja bæjarbú- um framgang hagsmunamála þeirra. Til þessa treystum við engum betur en einmitt Hannibal Valdi- marssyni. Þaö var vissulega ekki til einsk- is, að Sigurður Bjarnason, frá Vigur, kom í bæinn, hnoðaði sam- an þessari stórfyrirsögn, sem átti að vera um Kjartan, en á í einu og öllu við Hannibal. Og undir fyrirsögnina setti hann síðan svo langa og sóðalega grein um Hanni- bal Valdimarsson, að bæjarbúum í öllum flokkum ofbauð gersam- lega — og jafnvel Matthías og Ásberg keppast við að sverja af sér forsmánina. Algengasta umsögn fólks eftir lestur greinarinnar var á þessa leið: Skyldu þeir ætla að afla sér fylgis með þessu? — Aðrir segj- ast hafa kastað blaðinu frá sér með viðbjóði. En málið hafði líka sína spaugi- legu hlið. Mynd af fríðleik Kjart- ans var á forsíðu blaðsins. Og menn héldu strax, að nú væri þarna komin stórgrein um Kjartan og afburði hans — eða þá mikil ritsmíð eftir Kjartan um framtíð- arhugsjónir hans í stjómmálum. En menn áttuðu sig fljótt. Þarna var hvorugt. — Bara mynd- in. — Fyrirsögnin, sem ekki átti við. —: Og svæsin níðgrein um Hannibal. — Búinn heilagur. En lesandinn lítur aftur á forsíð- una og þar stóð með kolsvörtu risaletri. lsfirðinga vantar þing- mann sem hefur áhrif og laðar til samstarfs um hagsmunamál þeirra. — Og svo bætir lesandinn við — og sá maður er einmitt Hannibal Valdimarsson. Þ.S. Maður hefur spurt mann á göt- unum undanfarna daga: „Hver á að tala fyrir Kjartan?" Og svo höfðu menn fyrir satt, að sjálfur Ólafur Thórs hefði lof- að að koma og sjá fyrir þeirri hlið málsins. Og svo kom flugvélin í dag. Og þar var fyrsti hjálparleiðangur um borð. — En vonbrigðin voru samt auðsæ. — ólafur Thórs sást UR HEIMAHÖGUM. Hjónaefni. Fyrir skömmu hafa opinberað hjúskaparheit sitt ungfrú Ingi- björg Jónsdóttir og Oddur J. Bjarnason. Nýlega opinberuöu trúlofun sína ungfrú Laufey Þorsteinsdóttir frá Akureyri og Árni Skúlason, vél- stjóri, ísafirði. Um helgina opinberuðu trúlofun sína í Reykjavík, ungfrú ólafía S. Sigurðardóttir frá ísafirði og Jón Jóhannsson, stud. med, Reykjavík. Ennfremur hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Guðrún Bárðar- dóttir frá ísafirði og Ámi Guð- mundsson, Selfossi. S.l. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Greta Lind Kristjánsdóttir og Sverrir Her- mannsson, bæði á Isafirði. Á hvítasunnudag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Einína Einars- dóttir frá Seyðisfirði og Sigurður B. Jónsson, Isafirði. Skálholtsfélag Isafjarðar heldur aðalfund sinn í ísafjarð- arkirkju næstkomandi fimmtudag. Fundurinn hefst kl. 8,30 e.h. Skálholtsfélögin vinna að al- mennum samtökum um endurreisn hins forna menningarseturs, Skál- holts. Ættu því sem flestir ísfirð'- ingar að gerast félagar í Sfrál- holtsfélagi ísafjarðar. --------o--------- STJÓRNARSKRÁIN V ANDRÆÐ ASMÍÐL „Deilur þær, sem orðið hafa í sambandi við forsetakjöríð, hafa orðið til þess að sýna mönnum það enn betur en áður hvíiíkt vand- ræðasmíði stjórnarskrá okkar er“. Þessi ummæli gaf að íesa í Tím- anum þann 25. maí. Það þaut ekki alveg á sama hátt í þeim skjá vorið 1944, þegar það taldist til landráða, að gagnrýna þessa sömu vandræðasmíði. STÚLKA getur fengið vinnu. Verksmiðjan HEKTOR. hvergi. — Bara Magnús frá Mel og Hermann Guðmundsson, söngv- ari. — En það er nú líka nokkuð fínt — þeir eru þó alltaf frá Reykjavík, og hver veit nema það dugi til að ná einhverjum inn á Uppsali íhaldsins. Og vonin' í- ólafi' er éftir. Hver veit, nema hann komi seinna', ef sörtgvarinn og Magnús skyldu ekki duga. Fyrsti hjálparleiðangurinn er kominn.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.