Skutull

Árgangur

Skutull - 06.06.1952, Blaðsíða 5

Skutull - 06.06.1952, Blaðsíða 5
S K U T U L L 5 Nr. 10/1952. Tilkynning. Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og olíum: 1. Benzín, hver lítri .......... kr. 1,74 2. Ljósaolía, hvert tonn ......... — 1350,00 3. Hráolía, hver lítri ........... — 0,79 aurar Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er miðað við afhendingu frá „tank“ í Reykjavík, eða annarri innflutningshöfn, en ljósaolíuverðið við afhendingu á tunnum í Reykjavík eða annarri innflutningshöfn. Sé hrá- olía og benzín afhent í tunnum, má verðið vera 2 y2 eyri hærra hver lítri af hráolíu og 3 aurum hærri hver lítri af benzíni. I Hafnarfirði skal benzínverð vera sama og í Reykjavík. I Borgarnesi má benzínverð vera 5 aurum hærra hver lítri, og í Stykkishólmi, Pat- reksfirði, ísafirði, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Húsa- vík, Þórshöfn, Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, og Vestmannaeyjum jná verðið vera 7 aurum hærra hver lítri. Ef benzín er flutt á land frá einhverjum framangreindra staða, má bæta einum eyri pr. lítra við grunnverðið á þessum stöðum fyrir hverja 15 km., sem benzínið er flutt og má reikna gjaldið, ef um er að ræða helming þeirrar vegalengd- ar eða meira. Á öðrum stöðum utan Reykjavíkur, sem benzín er flutt til sjóleiðis, má verðið vera 11 aurum hærra en í Reykjavík. Verðgæzlustjóri ákveður verðið á hverjum sölustað samkvæmt fram- ansögðu. I Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í Reykjavík. í verstöðvum við Faxaflóa og á Suðurnesjum, má verðið vera 3y2 eyri hærra pr. lítra, en annars staðar á landinu 4y2 eyri hærra pr. lítra, ef olían er ekki flutt inn beint frá útlöndum. Almennan ílokksfund heldur Alþýðuflokkurinn í kvöld kl. 9 í Alþýðuhúsinu (stóra salnum niðri). Gengið er um aðaldyr. — Fundar- efni er að sjálfsögðu: KOSNINGAMAL. Margar stuttar ræður verða fluttar og sagt frá gangí kosningabaráttunnar. Allir stuðningsmemi velkomnir. Fjölmennið á fundinn. FULLTRUARÁÐIÐ. Framboðsfundir. Samkomulag hefur orðið um, að haldnir verði tveir framboðsfundir hér í bænum vegna aukakosninganna 15. júní. — Verða þeir í Alþýðuhúsinu og hefjast báðir kl. 9 að kveldi. Fyrri fundurinn verður mánudaginn 9. júní og síðari fundurinn miðvikudaginn 11. júní. Reynt verður að útvarpa frá fundunum. Frambjóðendur. Yfirmaður Hjálpræðishersins í heimsókn. Sé um landflutning að ræða frá bir^gðastöð má bæta við verðið 1 eyri pr. lítra fyrir hverja 15 km. Heimilt er einnig að reikna iy2 eyri pr. lítra fyrir heimkeyrslu, þegar olían er seld til húsakyndingar eða ann- arar notkunar í landi. 1 Hafnarfirði skal verðið á ljósaolíu vera hið sama og í Reykjavík, en annars staðar á landinu má það vera kr.'70,00 hærra pr. tonn, ef olían er ekki flutt beint frá útlöndum. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. júní, 1952. Reykjavík, 31. maí 1952. VERÐLAGSSKRIFSTOFAN. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins er í kjallara Alþýðuhússins (gengið um norðurdyr). Sími skrifstofunnar er 273. ALÞtÐUFLOKKSFÓLK! Hafið náið samband við skrifstofuna. Gefið upplýsingar. Fáið upplýsingar. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10 f.h. til kl. 10 e.h. Yfirmaður Hjálpræðishersins í Noregi, Færeyjum og á Islandi, kommandörlöytnant W. Wycliffe Booth, boðaði blaðamenn á sinn fund 29. maí s.l. í Herkastalanum. Hershöfðinginn ,sem er sonar- sonur W. Booths, stofnanda Hjálp- ræðishersins, er hér á ferð til að kynna sér möguleika á því að auka starf hersins, og er Isafjörð- ur fyrsti staðurinn, sem hann heimsækir. Kvaðst hershöfðing- inn furða sig á því, að á jafn af- skekktum fiskimannabæ og Isa- firði, skyldi þó vera sá menning- arbragur, sem raun ber vitni. Hann skýrði síðan blaðamönnun- um frá starfsemi Hálpræðishers- ins, og bað þá að koma því á framfæri við lesendur blaðanna, að á vegum hersins væri ágætt tækifæri fyrir ungt fólk til að vinna göfug störf, og menntast í kristnum fræðum. Einnig fengju hjálpræðishermenn tækifæri til að ferðast til annarra landa og kynnast heiminum. Sjálfur hefir hershöfðinginn dvalið 10 ár í Frakklandi, og er hann kvæntur franskri konu, sem er með honum á ferðalaginu. Skýrði hann ítar- lega frá starfi sínu, í Frakklandi, en þar hafði hann m.a. umsjón með móttöku fanga, sem látnir voru lausir frá Djöflaeyjunni, þegar fanganýlendan þar var lögð niður. Alls kvað hann 70 þúsund fanga hafa dvalið í nýlendunni gegnum árin, og af þeim höfðu að- eins 8000 komið til baka. Hjálp- ræðisherinn annaðist móttöku 2800 þeirra, sem síðastir komu, og var það mikið verk og vanda- samt að hjálpa þeim við að leita uppi ættingja sína og koma sér fyrir á ný í heimalandinu. Nú eru aðeins 200 manns eftir í hinni ill- ræmdu fanganýlendu Frakka, og eru það mest holdsveikisjúklingar. Hershöfðinginn er ræðinn mað- ur og skemmtilegur, og sagði hann blaðamönnunum frá ýmsu fleiru og spurði þá margs um Is- land og Isóifjörð. M.a. spurði hann um atvinnumálin á Isafirði, land- helgismálin og forsetakjörið, og sagði gamansama sögu af hjálp- ræðishermanni og Mússólíni. Herra Booth og kona hans hafa aðsetur í Osló, og tók hann við starfi sínu sem yfirmaður hjálp- ræðishersins í Noregi, Færeyjum og á Islandi á s.l. ári. I för með þeim hjónum voru Norðmennirn- ir Brigadier Ringstad, sem hefir eftirlit með eignum Hjálpræðis- hersins og major Bames, deildar- stjóri.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.