Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 11.06.1952, Qupperneq 1

Skutull - 11.06.1952, Qupperneq 1
XXX. árgangur. Isafjörður, 11. júní 1952. 16. tölublað. Kosningaskrifstofa Alþýðuf lokksins er í Alþýðuhússkjallaranum (litla salnum) Sími: 273. Framboðsf undurinn: Stuðningsmenn íhaldsstj órnarinnar þorðu ekki að verja gerðir hennar. Þeir eru hræddir við fólkið. Hækjur Kjartans, Haukur og Jón Jóhannsson veittu ófullnægjandi aðstoð. Ásberg skyldi duga, en varð til tjóns. Kjartan var ánægður með sjálfan sig, en íhaldið hnípið Alþýðuflokkskjósendur í bæn- um eru allir sem einn hinir ánægð- ustu með framboðsfundinn í gær- kveldi. Þar voru ,eins og vænta mátti, allir hlutir Hannibal og Alþýðu- flokknum í vil. Það vakti sérstaka eftirtekt í um- ræðunum, hversu mjög þeir Hauk- ur og Jón Jóhannsson veittust að Hannibal, þótt getan væri lítil, ení létu hins vegar íhaldsbrúðuna, Kjartan lækni, óáreitta. Haukur brigzlaði Hannibal með svikum í utanríkismálunum, en Hannibal afgreiddi þennan Rússa- dindil af sinni alkunnu ræðusnilld. Eftir þennan fund éru kjósend- ur í bænum í engum efa um til- gang framsóknar- og kommúnista- framboðanna, svo greinileg var aðstoðarviðleitni þessara hjálpar- kokka íhaldsins á fundinum. Þá eru kjósendur Alþýðuflokks- ins mjög ánægðir með frammi- stöðu Kjartans læknis, og sjálfur var læknirinn afar hrifinn af sjálfum sér, svo að báðir mega vel við una. En kjósendur íhaldsins tóku út stórar þjáningar undir ræðum frambjóðanda síns, og mun læknirinn sjálfsagt skrifa mörg resept í dag, til þess að hressa hinar hrelldu sálir fylgismannanna. Ekki vildi íhaldið eiga það á hættu, að sleppa frambjóðanda sínum á fundinn án aðstoðar. Ásberg bæjarstjórasannleikur var látinn mæla og bættist Alþýðu flokknum þar óvæntur stuðningur. Það þótti helzt í frásögur fær- andi, að Ásberg fékk „kast“ og varð óðamála. — Lastaði hann öll verk Hanni- bals í verkalýðsmálum, bæjarmál- um og stjórnmálum, en gleymdi víst skólamálunum. Lapti hann upp gamla róginn og níðið um Hannibal Valdimars- son, en sú íhaldstugga er orðin nokkuð þvæld og þurr undir tönn og fordæmd svo af almennings- álitinu í bænum, að síðasta Vest- urland þorði ekki að japla á ill- yrðunum. En ^.sberg þjónaði dyggilega sinni lund og sínu eðli í gærkveldi, enda vakti hann fyr- irlitningu bæjarbúa fyrir rudda- legan málflutning. Svo ósvífinn var Ásberg, að hann vílaði ekki fyrir sér að Ijúga upp þeim rógi, að Njörður og Samvinnufélagið hefðu ákveð- ið að selja báta úr bænum strax eftir kosningar. Ásberg veit vel, að þetta eru rakalaus ósannindi, jafnmikil ó- sannindi og ef sagt væri, að ísfirð- ingur ætlaði að selja ísborg úr bænum. þótt hennar hafi verið getið í Lögbirtingarblaðinu. Lygin hefur jafnan verið handhægt vopn þitt, Ásberg Sigurðsson, en hafðu þökk fyrir komuna og liðveizluna! Það vakti athygli fundarmanna, að stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar reyndu ekki að svara einu orði af hinni þungu og rökstuddu ádeilu Hannibals Valdimarssonar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinn- ar. En sú stefna hefur leitt verzl- unarokur, atvinnuleysi, örbyrgð og drápsklifjar dýrtíðar yfir al- þýðu þessa lands. Talsmenn ríkisstjórnarinnar sátu hnípnir og skömmustulegir undir ásökunum Hannibals. Ríkisstjórnin er svo óvinsæl meðal ísfirzkra kjósenda, að banda- mennirnir Kjartan og Jón, vilja ekki leggja sig í þá hættu að verja gerðir hennar. En þögnin er þeim engin afsökun. Flokkar þeirra bera ábyrgðina á stjórnarstefnunni. Nú er þeim stefnt til ábyrgðar fyrir dómstól ísfirzkra kjósenda. Á sunnudaginn kemur fellur dómur ísfirzkrar alþýðu. Þá þakk- ar hún ríkisstjórninni fyrir at- vinnuleysið, verzlunarokrið, dýr- tíðina og lífskjaraskerðinguna með því að gera sigur Hannibals — hins einarða málsvara alþýð- unnar — sem glæsilegastan. Útvarpað var frá fundinum, en ekki mun það hafa tekizt sem bezt. Fundurinn fór vel fram og var greinilegt, að Hannibal Valdi- marsson átti þar góðum undir- tektum og miklu fylgi að fagna, sem spáir góðu um kosningaúrslit- in. (-----------------------—------- „En ekki gekk rófan“. Þriðji hjálparleiðangurinn kominn. „Þá kom Tvíbjörn, togaði í Einbjörn, Einbjörn í karlinn, karlinn í kerlinguna, kerlingin í rófuna, en ekki gekk rófan“. Þið kunnið öll þessa gömlu sögu, sem hefir skemmt Islend- ingum áratugum saman. Hún er um baráttu broslegr- ar f jölskyldu, sem var að reyna að bjarga kálfinum sínum frá dauða. Þessi saga er nú að endur- taka sig hér í bænum þessa dagana. íhaldsfjölskyldan er að reyna að bjarga frambjóðanda sínum. Hún togar því ákaft í íhaldsrófuna, en hún er þung í drætti. Málstaðurinn er slæmur og málsvarinn enginn. Kjartan getur ekki talað á mannfundum. Hann getur ekki heldur skrifað lýtalausa blaða- grein, enda hefir hann ekki um neitt að skrifa. Þetta vita allir mæta vel og viðurkenna, að ein- um undanteknum. Þessvegna verður að hjálpa honum, toga í íhaldsrófuna. Fyrst kom Magnús frá Mel ásamt söngvara og leikara. Svo mætti Ásberg Sigurðsson á framboðsfudinum. í gær kom Sigurður frá Vigur. Á morgun kemur ólafur Thórs? —En ekki gengur rófan. — Sagan um ísfirzku íhaldsróf- una endar 15. þ.m., á kosninga- daginn. „Og þá slitnaði rófan“. -——___________________________j' Eining er afl. Sameinumst um §w Hannibal Valdimarsson

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.