Skutull

Árgangur

Skutull - 11.06.1952, Blaðsíða 2

Skutull - 11.06.1952, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Halldór frá Gjðgri ber sannleilcanuin vitni. SKUTULL Útgefandi: Alþýöuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: GuVmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3, Isafirlli- Stráksleg ólæti eru tilgangslaus. Það er auðsætt á öllum hama- gangi forystumanna sjálfstæðis- manna, að þeim þykir mikið við liggja í þeim alþingiskosningum, sem nú eiga að fara fram á ísa- firði. Þótt gauragangurinn beri mest einkenni strákslegra óláta, virðist allt benda til þess, að í ó- látavímunni geri þeir sér einhverj- ar tálvonir um sigur — og vilji því leggja allt að veði. Það, sem mest ber á í baráttu þeirra, er fúkyrðaflaumurinn og persónulegar svívirðingar um frambjóðanda Alþýðuflokksins. Náði þessi starfsemi hámarki í 12. tbl. Vesturlands hinn 4. júní s.l. Þar var Hannibal sæmdur flestum þeim skammaryrðum, sem orð- gnótt hinna skrifandi manna mun héifa átt yfir að ráða, og kenndur við flesta þá lesti, sem óprýða einn stjómmálamann. Og það var ekki laust við, að undir slægi saknaðar- tónn yfir því, hve íslenzk tunga væri fátæk af fúkyrðum. Það var vandséð, hvernig blaðið ætlaði sér að halda eðlilegum stíganda í sví- virðingunum fram að kosningum, og ekkert sýnna en það yrði að minnka form sitt niður í auglýs- ingamiða, þar sem á væru prent- uð flest blótsyrði og fúkyrði ís- lenzkrar tungu, en yfirskriftin væri — Tileinkað Hannibal —. Á síðasta tbl. Vesturlands virð- ist hinsvegar svo að sjá, að skrif- endur blaðsins hafi rumskað við og séð vandann á að halda áfram skrifum sínum til meiri afreka í fáryrðunum. Og hver er svo tilgangurinn með öllum þessum skrifum jafn skýrra manna og þama eiga hlut að máli? Þeir virðast haldnir þeirri und- arlegu von, að í augum kjósenda geti þeir minnkað Hannibal- svo, að þeiy kynoki sér viþ. að kjósa hann. En hvert ósæmilegt, van- hugsað skammaryrði hefur nei- kvæð áhrif. HT* Þá þeyta sjálfstæðisforingjarnir upp halelúja-reyfara um Sjálf- stæðisflokkinn, stefnu hans, afrek, hugsjónamál og mannúðleg við- horf, betlandi um að frambjóðandi þeirra verði kosinn. Allt er þetta tilgangslaust — gamla sagan end- urtekin um tilgangslausan bægsla- gang. Isfirzk alþýða þekkir Sjálf- stæðisflokkinn og lífsviðhorf þeirra manna, sem móta stefnu hans og viðhorf. Þetta er sami flokkurinn, sem staðið hefur á móti öllum mannnréttindum al- þýðunnar meðan hægt var. Og hann er sama sinnis og hann hef- ur alltaf verið. Flokkurinn hefur aðeins breytt um baráttuaðferð, kallar sig ekki lengur Ihaldsflokk heldur Sjálfstæðisflokk. Hann seg- ist nú hafa verið með öllum mann- réttindamálum alþýðunnar og komið þeim í framkvæmd. Það minnir helzt á, þegar Rússar eru nú að þakka sér allar framfarir og uppgötvanir, sem komið hafa fram í heiminum frá því fyrst sögur hófust. Sjálfstæðisflokkur- inn brosir nú við alþýðufólki, set- ur upp skilningsríkan mannúðar- svip — já, getur jafnvel tárast yfir öllum þeim hugsjónamálum, sem hann getur ekki enn komið í framkvæmd, alþýðu manna til ör- yggis og betra lífs. í Sjálfstæðisflokknum er fjöldi ágætis manna, sem vill vel, en eru ýmist trúaðir á heilbrigði þeirra lífsviðhorfa, sem flokkurinn bygg- ist á, eða lætur blekkjast af falskri hugsjónatúlkun hans. Frambjóð- andi flokksins hér á ísafirði er í eðli sínu góðlátlegt lipurmenni, en lætur leiðast af ofstopamönnum og er óreyndur í þjóðmálabarátt- unni. Á vinsældum hans, en sví- virðingunum um höfuðandstæð- inginn á að vinna sigurinn. Alþýðufólk lætur stundum blekkjast af fögrum fyrirheitum Sjálfstæðisflokksforingjanna og uppgerðar vinahótum þeirra. En það er tilgangslaust, að ætlast til þess af ísfirzkum alþýðumönnum. Þeir vita vel, að allt auglýsinga- glamur Sjálfstæðisflokksins um breytt viðhorf til mála þeirra er uppgerð og spilverk og rétt við- horf hans til þarfa alþýðunnar birtist strax og flokkurinn sér að- stæður til þess að fella grímuna. Hver hugsandi maður sér því til- gangsleysi og ráðleysið í þeim kosningadansi, sem foringjar sjálfstæðismanna stíga hér nú — sjálfir trúlausir og argir aðra stundina yfir tilgangsleysi dans- spora sinna, en hressa sig upp hina stundina til vona, sem þeir innra með sér vita að er tál. Langmestur hluti alþingiskjós- enda hér á lsafirði er alþýðufólk Fram til 1 9. tbl. Baidurs er eftirfarandi setning: „Enginn verkamaður eða verka- kona í ísafjarðarkaupstað, til hvaða flokks, sem þau teljast, neitar því, að stéttarsamtök verk- lýðsins þar séu í eindæma niður- níðslu og að úrbóta sé ekki von í því efni að óbreyttri forustu“. Tilvitnuð ummæli standa í árás- argrein Jóns Rafnssonar, þar sem hann vegur að verkalýðsfélögun- um hér í bænum og forvígismanni þeirra — Hannibal Valdimarssyni, með hrópyrðum og ósannindum. Þau tíðindi gerðust að í 10. tbl. Baldurs, sem út kom 5. þ.m., er einnig rætt um ísfirzk verkalýðs- samtök. 1 því blaði kemur fram álit Halldórs frá Gjögri á forsjá Hannibals Valdimarssonar og Al- þýðuflokksins í verklýðsfélögun- um í bænum, og hverskonar álit þessi „kratafélög" hafa áunnið sér í vitund fólksins. Sannarlega kveður þar við allt og það kýs sinn flokk, Alþýðu- flokkinn, sem byggður er upp af baráttu þess sjálfs, vonum þess og iífstrú. Frambjóðandi flokksins er hertur í baráttu vinnandi stétta og hefur aldrei vikið frá málstað starfa annan tón en í grein Jóns Rafns- sonar. Álit ritstjórans á V.l.f. Baldri er það, að hann sé — „EITT STÆRSTA OG VIRÐULEGASTA VERKALÝÐSFÉLAG LANDS- INS“. Lofsamlegri dóma og ákveðnari viðurkenningu er ekki hægt að gefa, sízt andstæðingum sínum. Gleðilegt er til þess að vita, að Halldór frá Gjögri skuli bera sann- leikanum vitni svona einarðlega, og það mitt í kosningabardaganum. En hvað veldur þessari sann- leiksþjónustu ritstjórans ? Er það óttinn við endurteknar árásir Jóns Rafnssonar á ísfirzk verkalýðssamtök og forvígismann þeirra, sem knýr fram sannleik- ann af vörum Halldórs frá Gjögri ? Eitt er víst. Mikið hefir við leg- ið, fyrst kommarnir þora ekki öðru, en að láta Alþýðuflokkinn njóta sannmælis fyrir störf í verkalýðshreyfingunni. þeirra. Honum er að verðleikum treyst og sigur hans og Alþýðu- flokksins öruggur næstkomandi sunnudag. Annað væri tii van- sæmdar ísfirzku alþýðufólki. Kjósandi. sigurs, HAFNARBAKKINN OG ÍHALDIÐ. Hafnarbakkinn í Neðsta er talandi tákn um gæfuleysi ís- firzka íhaldsins, þótt það reyni nú að koma skömminni á látinn mann, Finn heitinn Jónsson,. alþingismann. Um leið og íhaidið tók hér við meirihlutanum 1946, fékk það einnig efnið í hafnarbakkann í hendurnar. Hafnarsjóður átti að leggja fram % hluta byggingarkostnaðarins, en ríkissjóður % hluta. ^ lhaldið á lsafirði hafði aldrei iánstraust, meðan enn var hægt um vik fyrir trúverðuga menn að fá lán, þess vegna stóð alltaf á framlögum af hálfu hafnarsjóðs, en við þau miðast alveg framlög ríkissjóðs. Ef hafnarsjóður leggur fram kr. 3, leggur ríkissjóður kr. 2 á móti. Þessi regla hefur ráðið fjárveitingum til hafnarframkvæmdanna á fsafirði, og þessi regla gildir um allt land. Það er því óreiðu- og slóðaskap Matthíasar klíkunnar um að kenna, að ekki hefur fengizt meira framlag úr ríkissjóði. Finnur heitinn Jónsson á enga sök á því. BRIMBR J ÖTURINN. Fjárveitingin tii brimbrjótsins í Bolungarvík sem uin getur í „Vesturlandi", byggist eingöngu á því, að mannvirkið hafði orðið fyrir stórkostlegum skemmdum og þess beið alger eyði- legging, ef ekki væru þegar í stað gerðar stórfelldar endurbæt- ur á brjótnum. Sú fjárveiting á því ekkert skylt við venjulegar fjárveitingar ríkisins til hafnargerða. Það var nauðsyn þess að bjarga stórfelldum verðmætum frá eyðileggingu, sem stóð á bak við fjárveitinguna, en ekki dugnaður Sigurðar frá Vigur. Sannleikurinn er aidrei tungutamur þeim Vesturiandsmönnum.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.