Skutull


Skutull - 14.06.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 14.06.1952, Blaðsíða 1
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins er í Alþýðuhússkj allaranum (Iltla salnum) Sími: 273. XXX. árgangur. Isafjörður, 14. júní 1952. 17. tölublað. Allt alþýðufólk og allir þeir, sem ekki geta sætt sig við þá tilhugsun, að atkvæðalitill ihaldsmaður verði þingmaður Isfirðinga, starfa að kosningu Hannibals og kjósa hann. Ávarp til ísfirðinga írá Hannibal Valdimarssyni. KÆRU FLOKKSSYSTKINI OG AÐRIR VINIR MfNIR! Þessum kosningabardaga er nú að Ijúka. Ykkur getur ekki dulizt, að samtaka sókn hefur verið stefnt að mér og Alþýðuflokknum úr þremur áttum: Frá íhaldinu, frá kommúnistum — og einnig frá framsókn. — Það er sameiginlegt takmark þessara aðila að fella mig frá kosningu í þetta sinn. Til þess sparar íhaldið, eins og þið sjáið, hvorki fé né fyrirhöfn, — og er mér það gleðiefni, — en smá- flokkarnir í bænum láta heldur ekki sitt eftir liggja. Kommúnistar segja ykkur, að ég og íhaldið séu eitt, og kynni það að vera dálítið nýstárleg kenn- ing fyrir verkalýðssinna, jafnvel þótt þeir telji sig til Sósíalista- flokksins. Af þessu segja tals- menn kommúnista, að ykkur megi einu gilda, hvor okkar Kjartans verði þingmaður ísfirzkrar alþýðu. Og talsmenn kommúnista ganga jefnvel feti lengra en þetta. Þeir hafa sýnt, að þeir vilja í öllu greiða götu Kjartans inn í þing- salinn, en hefta mína. Eiturskeyt- um sínum hafa þeir öllum stefnt að mér, en látið Kjartan liggja í friði, eins og ræðumaður þeirra slysaðist til að segja, á seinni framboðsfundinum. Um framsóknarmenn er það að segja, að ég trúi því varla að nokkur þeirra láti sér í alvöru á sama standa, hvort ég fell hér fyr- '—*-------------------------------------------------------------------—> VERKAFÓLK, SJÓMENN! Hvor hefir betur barizt fyrir réttinda- málum þínum, Alþýðuflokkurinn eða íhaldið, Hannibal eða Kjartan? Þið Svarið þessu við kjörborðið á sunnudaginn. X Hannibal Valdimarsson. ir íhaldsmanni, eða íhaldsmaður- inn fellur fyrir mér. En það er sannfæring mín, að íhaldsstjórn- arfari verði ekki hnekkt hér á landi, nema Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn taki hönd- um saman og vinni sem einn flokk- ur / væri að framgangi hugsjóna sinna og hugðarefna. — Það verða því naumast frjálslyndir fram- sóknarmenn, sem beita áhrifum sínum og atkvæði mér til falls á morgun. íhaldið hefur borið á mig föður- landssvik í þessum kosningabar- daga, en er nú steinþagnað, vegna þess að sú ásökun hittir jafnframt forsetaefni stjórnarflokkanna, séra Bjarna Jónsson. Kommúnistar hafa líka brigzl- að mér um föðurlandssvik í utan- ríkismálum, en ég hefi lagt skjölin á borðið fyrir Hauk Helgason, og nú eru þau svikabrigzl einnig hljóðnuð. Þriðju svikabrizlin eru þau að ég hafi eyðilagt atvinnulífið í bæn- um og spillt þar öllum friði. — Um það getið þið sjálf dæmt af eigin þekkingu. Og svo á ég að vera margfaldur svikari við verkalýðssamtökin í bænum, á Vestfjörðum og jafnvel um land allt. Ekki hef ég skap til að bera fram varnir út af þessu. Þar eru það þið, sem verðið að dæma mig sýknan eða sekan. Og það verður að ráðast, hverjum frambjóðend- anna þið treystið bezt í þeim sök- um, sem öðrum. Ég er örugglega sannfærður um, að þið hafið ekki fengið mig Hannibal Valdimarsson. út í þetta framboð, til þess að láta mig falla fyrir frambjóðanda í- haldsins. Þið munuð svara öllum róginum, þið munuð svara öllum hjálparkokkunum og sendisveitun- um með voldugu alþýðuáhlaupi og glæsilegum sigri yfir öllum and- stoðingum okkar á sunnudaginn kemur. Hannibal Valdimarsson. Styðjið baráttumann alþýðunnar. X Kjósið Hannibal Valdimarsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.