Skutull

Árgangur

Skutull - 24.06.1952, Síða 1

Skutull - 24.06.1952, Síða 1
XXX. árgangur. Isafjörður, 24. júní 1952. 18. tölublað. ÁSGEIRSMENN! Sækið fast kjörfundinn á sunnudaginn kemur. Alþýðuílokkurinn hélt velli. Hannibal Valdimarsson hlaut kosningu sem þingmaður Isfirðinga með 644 atkv Kjartan J. Jóhannsson fékk 635 atkvæði. Kommúnistar misstu þriðjunginn af fylgi sínu, og framsóknarmenn töp- uðu 7 atkvæðum frá seinustu alþingiskosningum. — Auðir seðlar reyndust 17, en ógildir 8. Alls greiddu atkvæði 1443 af 1520, sem á kjörskrá voru. — Kjörsókn var 95,3%. Þrátt fyrir samstillt áhlaup þriggja flokka tókst Alþýðu- flokknum vel að halda sínum hlut í kosningunum. Hlaut nú 45,4% allra greiddra og gildra atkvæða (44,0%). Kosningin var ein hin harðasta, sem hér hefur farið fram, enda var kjörsókn meiri en nokkru sinni áður, eða 95,3%. íhaldið beitti öllum ráðum til að hremma þingsætið og gat nú jafn- vel ekki dulið sitt gamla smetti. I þetta sinn gafst hinum fésterka flokki heildsala og braskara ein- stætt tækifæri til að einbeíta sér að því verkefni að vinna ísafjörð. Söngvari og leikari voru sendir hingað ásamt einum álitlegasta þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Magnúsi Jónssyni frá Mel. Næsta sending var Sigurður Bjarnason, en vann illa fyrir fari sínu í þetta sinn, — og svo kom sjálfur Ólafur Thórs í einkaflugvél. Hann skipaði flokksmönnum sínum að hætta að kalla Kjartan frambjóðanda flokksins. — Kaliið þið hann þingmann strax, hann verður helmingi þingmannslegri við það, hrópaði Ólafur. — Hanni- bal verður að falla, hvað sem það kostar, sagði Ólafur ennfremur og fullyrti, að öll vandkvæði Isafjarð- ar skyldu leysast (líklega afla- leysið ekki síður en annað), að- eins ef Isfirðingar kysu nú Kjart- an Jóhannsson á þing. Fjárveit- ingar skyldu fljóta hingað ríku- lega, og þótti ýmsum nokkuð rausnarlegt af ráðherra að bjóða þannig upp á ríkissjóðinn fyrir kosningar. Nú, en hvað var við því að segja. — Þetta var nú einu sinni ólafur Thórs. Samt minntu þessi flottheit suma fundarmenn ónotalega á gamla og alkunna sögu um annan höfðingja á ofur- háu fjalli — sem bauð að gefa öll gæði veraldarinnar ... ef ... Fjallið var í þessu tilfelli sam- komuhús íhaldsins, Uppsalir og dýrðin, sem koma skyldi, ... ef Kjartan yrði kosinn á þing, var sem sagt mikil og margvísleg. Það var auðséð á öllu, að það voru ekki sízt peningarnir, sem hjálpa skyldu íhaldinu til að vinna þessa kosningu. — Og samt fór sem fór. Og nú segir Vesturlandið, að því sé slegið á frest í eitt ár að gera Kjartan að alþingismanni ísfirðinga. Mikið voru Morgunblaðið og Vesturlandið búin að segja les- endum sínum um stærð og styrk stóra flokksins og smæð og vesöld pínulitla flokksins. — Um glæsi- lega fundi sína, en óp okkar al- þýðuflokksmanna yfir tómum bekkjum. Um mikilleik áhrifa- mannsins og skörungsins Kjartans Jóhannssonar annarsvegar, en ó- mennsku og atvinnufjandskap hrakmennisins Hannibals Valdi- marssonar hinsvegar. Orslitin virt- ust því ekki geta orðið nema á einn veg. Enda hafði Kjartan sigrað glæsilega löngu fyrir kjördag, eins og allir fyrirrennarar hans í 25 ár. En sem betur fór — .og það er isfirzkri alþýðu til mikils sóma — fékk íhaldið ekki tækifæri til að setjast að sigursumbli í þetta sinn fremur en áður. Boðuðum veizlum eftir kjördag var aflýst. Þær fyr- irframteknu urðu að nægja. Og strax daginn eftir kjördag fóru þeir félagar, Sigurður Bjarnason og Haukur Helgason í kyrþey úr bænum. — „Og það voru hljóðir og hógværir menn, sem héldu til Reykjavíkur.“ ísfirðingar. Nú, þegar hinum geysiharða kosningabardaga milli ofur- stóra og pínu-litla fiokksins er lokið, finn ég ríka ástæðu til að þakka öllum þeim, sem sýndu mér það mikla traust að kjósa mig sem þingmann fsfirðinga, þótt þeim væri heitið gulli og grænum skógum, aðeins ef þeir létu til leiðast I þetta sinn að hallast að íhaldsstefnunni og kjósa frambjóðanda hennar. Ég mun af fremsta megni kosta kapps um að reynast þess trausts maklegur. Við gengum svo að segja tómhent út í þennan kosninga- bardaga. Við höfðum ekkert fé í kosningasjóði. — Allt var í óvissu um, hvernig okkur mundi takast að afla fjár til blaðaútgáfu, til greiðslu sím- kostnaðar, fundarhalda, bíla á kjördegi o.s.frv. En fullt útlit er fyrir, að fram úr þessu ætli að rætast furðanlega. — Margur hefur fært okkur framlag til kosninganna af litlum efnum. Og ómetanlega hjálp veittu og þeir bílaeigendur okkur, sem lögðu fram bíla sína án endur- gjalds. — Allt slíkt ber mikil- lega að þakka. í fám orðum sagt: Ég færi öllum þeim sem á einhvern hátt studdu að sigri mínum og Al- þýðuflokksins, mínar alúðar- fyllstu þakkir. Starfið var í einu og öllu hið ánægjulegasta og úrslitin ótvíræð, enda var þeim fagnað um land allt. Það er gott, ef andstæðing- arnir eru ánægðir líka. Ekiíi skerðir það sigurgleði okkar. Og þó að þeir séu þegar farnir að fagna ófengnum sigri að ári, látum við það sízt á okkur fá. — Mennirnir spá, en guð ræður. Hannibal Valdimarsson. t.--—---------------------------i

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.