Skutull

Árgangur

Skutull - 24.06.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 24.06.1952, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 StNISHORN AF KJÖRSEÐLI. TIL FORSETAKJÖRS. X Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri Bjarni Jónsson, vígslubiskup Gísli Sveinsson, fyrrverandi sendiherra. Þannig á kjörseðillinn að líta út, er Ásgeir Ásgeirsson hefur verið kosinn. Ekki snöru í hengds manns húsi firamta skiptið sem þessi bæjar- keppni fer fram og í þeim viður- eignum hafa Siglfirðingar sigrað f jórum sinnum en Isfirðingar einu sinni. Bæjarkeppni þessi hefur verið mjög vinsæl og er ekki að efa að ísfirðingar munu fjölmenna á íþróttavöllinn bæði þessi kvöld, sem keppnin fer fram. Aflabrögð. Togbátar hafa fiskað vel að undanfömu. Trillubátaafli hefur verið mjög tregur í Djúpinu, en nokkrir menn hafa fiskað vel á handfæri. Togarar hafa fiskað á- gætlega á Hornbanka seinustu daga. Tíðarfar. Einstök kuldatíð hefur verið hér í allt vor. Snjór er óminnilegar í f jöllum og gróðri miðár lítt áfram. Getur varla heitið að úthagar séu neitt farnir að gróa, og aðeins lit- ur á túnum. Sigurvin Hansson, skipstjóri, lézt á Elliheimili fsa- fjarðar í fyrradag. Silfurbrúðkaup áttu þau hjóriin Alberta Alberts- dóttir og Marzellíus Bemharðsson, skipasmíðameistari, þann 10. þ.m. — Frú Alberta er mesta myndar- húsfreyja og Marzellíus mikill dugnaðarforkur, sem ekki hefur hlíft sér um dagana. Skutull óskar þessum sæmdar- hjónum til hamingju með silfur- brúðkaupsdaginn og framtíðina. Guðmundur Hermannsson er einn fremsti íþróttamaður okkar Vestfirðinga. f vor tókst honum að varpa kúlunni 14,56 metra, og er það bezti íslenzki ár- angurinn í kúluvarpi á þessu ári. Guðmundur æfir alltaf reglulega og má gera sér vonir um, að hon- um takist áður langt líður að r.á 15 metrum, en það er skilyrði fyr- ir þátttöku í Olympíuleikum í kúluvarpi. Síldveiðarnar. Nokkrir bátar eru þegar famir á síldveiðar, en enginn þeirra hef- ur ennþá komið með afla að landi. Bátar héðan eru famir að búa sig til veiðanna, en sennilega verður enginn þeirra tilbúinn, fyrr en upp úr mánaðamótum. Má búast við, að miklu færri skip en áður fari á síld að þessu sinni, sökum hinn- ar stórkostlegu lækkunar á bræðslusíldarverðinu. Togararnir. ísborg er í slipp í Reykjavík. Sólborg kom í fyrri viku af Græn- landsmiðum með 316 smálestir af saltfiski, 8 smálestir af mjöli og ca. 15 smál. af lýsi. Veiðiförin tók alls 28 daga, en þar af var hún 17 daga á veiðum. Sólborg er aftur farin á Grænlandsmið. — Lagði hún af stað frá Reykjavík í gær. Skipshöfnin er 43 menn. Hraðfrystur kúfiskur. Þessa dagana hefur um 30 manns unnið að hraðfrystingu kúfisks í hraðfrystihúsi Kaupfélags Isfirð- inga á Langeyri. Hefur Samband íslenzkra samvinnufélaga milli- göngu um að afla markaða fyrir hraðfrystan kúfisk í Ameríku. — Er hér um tilraun að ræða, og skal á þessu stigi málsins engu um það spáð, hvort hér getur orðið um þýðingarmikla útflutningsvöru að ræða. En færi svo, er talsverðrar vinnu von við úrtöku og frystingu kúffisksins. Þeir ætla ekki að gera það enda- sleppt með kosningaskrumið og ó- sannindin, vesturlandsmenn. Nú guma þeir af því að Sjálfstæðis- flokkurinn sé orðinn stærsti flokkurinn í bænum, höfuðvígi kratanna sé fallið!! Hannibal hafi flotið inn á lánsatkvæðum og þar fram eftir götunum. , Um fall höfuðvígisins þarf ekk- ert að segja nema það, að Kjartan Jóhannsson er ekki þingmaður ís- firðinga ennþá. Hann verður að láta sér nægja, að vera bara þing- maður ólafs Thórs — eða kon- ungkjörinn, eins og almenningur orðar það. Þá er það sannast sagna, að allra flokka sízt ætti Sjálfstæðis- flokkurinn hér á Isafirði að tala um lánsatkvæði. Það er einmitt á slíkri verzlunarvöru sem hann hef- ur reynt að fleyta sér á undan- fömum árum, þótt svo mikil van- blessun hafi verið í búi hans, að allt hafi snúizt honum til ógagns og tjóns eftir sem áður. Við, sem kunnug erum í bænum og fylgdumst með öllum atriðum kosningabardagans vitum vel, að Hannibal Valdimarsson fékk ekk- ert atkvæði frá kommúnistum og framsóknarmönnum, sem þeim var með nokkru móti mögulegt að af- stýra að honum yrðu greidd. Hafi hinsvegar verið um lánastarfsemi atkvæða að ræða, eins og Vestur- land segir, þá hefur hún vissulega beinst til annarar og gagnstæðrar áttar. Það er vitað um örfáa frjáls- lynda framsóknarmenn, sem ekki vildu líta við aðstoðarframboði framsóknar við íhaldið, og kusu Hannibal Valdimarsson. Einnig er vitað um nokkra einlæga verka- lýðssinna, er áður hafa kosið með Sósíalistaflokknum og voru nú ó- fáanlegir til að láta það afskipta- laust, hvort bærinn fengi áhrifa- lausan íhaldsþingmann eða ekki og kaus það einnig Hannibal Valdimarsson. — Þetta fólk ber að virða, og þessu fólki ber að þakka ábyrga afstöðu þess. En þetta dugar ekki til að gera ósannindi vesturlandsmanna að sannleika. Minnumst þess, að það voru 36 atkvæði, sem kommúnistar töpuðu og 7 atkvæði sem fram- sókn glataði, samtals 43 atkvæði. Hvert hefur meginþorri þeirra at- kvæða farið? — Það er vitað, að þau fóru flest til íhaldsins, enda auðvelt að gera nánari grein fyrir því. — Menn þurfa raunar ekki annað en líta yfir hvemig kosn- ingabardaginn var háður. Fram- sóknarblaðið Isfirðingur birti nafnlausa slúðursögu um Hannibal Valdimarsson. Aukin og endurbætt útgáfa hennar kom í næsta Vest- urlandi. Blað kommúnista, Bald- ur, var frá upphafi til enda kosn- ingabardagans helgað Hannibal og Alþýðuflokknum — fyllt frá fyrsta orði til síðasta með skömm- um og svívirðingum í Vestur- landstón. Sama sagan gerðist á fundunum, og þar var því lýst yf- ir af ræðumanni kommúnista, að íhaldsframbjóðandann léti hann í friði. Seinast gáfu svo kommar út sérstakan fregnmiða með eintómu níði um Hannibal Valdimarsson. — Og svo ættu þeir að hafa lánað honum atkvæði, ekki nema það þó. Nei, einhverju trúlegra verðið þið að skrökva næst, vesturlandspilt- ar, ef nokkur á að trúa. Sannleikurinn er sá, að íhaldið fékk fast að 30 atkvæðum frá kommúnistum og hefur því tapað en ekki unnið á, siðan í seinustu þingkosningum. Það er nú þess kosningasigur ofan á það, að Kjartan er nú fallinn í fjórða sinn. Þrisvar í þingkosningum og einu sinni til bæjarstjórnar. ...... 0-------- Leiðrétting á kaupgjaldsskrá. I kaupgjaldsskrá er birtist í Skutli 11. júní s.l. var ranglega tllgreint kaup fyrir fiskþvott. Sá liður á að vera þannig: FISKÞVOTTUR: Fyrir hver 100 kg. af stórfiski greiðist kr. 9,15 Fyrir hver 100 kg. af smáfiski greiðist kr. 7,79 Isafirði, 18. júní 1952. ALÞÝÐUSAMBAND VESTFJARÐA. Fullkomin þjóðareining var um kosningu Ásgeirs Ásgeirssonar, þar til stjórnmálaforingjarnir fóru að þröngva fylgismonnum sínum til flokkspólitískrar afstöðu tii for;setakjörsins. En þjóðin mun sýna það á sunnudaginn, að sundrungariðja Olafs og Hermanns hefur engan árangur borið.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.