Skutull

Árgangur

Skutull - 24.06.1952, Blaðsíða 4

Skutull - 24.06.1952, Blaðsíða 4
4 SKUTULL „Forseti íslands skal vera þjóðkjörinn«u Þannig hljóðar 8. grein stjórnarskrárinnar orðrétt. — Ennfremur segir þar: „Forseti skal kjörinn beinum leynilegum kosningum af þeim, er kosningarétt hafa til Alþingis“. „Alþingi og forseti Islands fara saman með löggjafarvaldið“. „Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim Iausn“. „Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnar- erindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum“. „Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla fyrir um“. „Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki“. „Forsetinn stefnir saman Alþingi ár hvert og ákveður, hvenær því skuli slitið“. „Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma“. Þannig markar stjórnarskráin í aðalatriðum verksvið forsetans. Það er þýðingarmikið hlutverk, sem honum er ætlað að vinna. Það er því mikil ábyrgð, sem á kjósendum hvílir, að þeir velji hæfasta mann- inn og láti ékki flokkavaldið gera þjóðkjör hans að skrípaleik. „Forsetakjöi' er ekki fIokksmál“ segir Gunnar l'horoddsen, og þjóð- in viðurkennir, að í því hafi hann rétt fyrir sér. „Það er afar þýðingarmikið, að forseti Islands gerþekki völundar- hús stjórnmálanna“, sagði ólafur Thórs í Morgunblaðinu skömmu eftir lát Sveins Björnssonar for- seta. — Og hvor skyldi nú þekkja það völundarhús betur, séra Bjami Jónsson eða Ásgeir Asgeirsson? „Ekki líkar mér við þá núna, Hermann og Ólaf. Þeir hafa tekið fastan sálusorgara minn, hvern ég elska, virði og þekki að öllu góðu um tugi ára. Hafa þeir í hyggju að flytja hann fram á Álftanes. Þeir eru hugkvæmir, þessir for- ustumenn. Tiltæki þessu er ég mótfallinn. Það er blátt áfram rangt að taka guðsmanninn úr dómkirkju ríkisins og leiða hann inn í „völundarhús stjórnmál- anna“, en þar er hann mun ókunn- ugri en í helgidóminum“. Þannig farast Hallgrími Jóns- syni fyrrum skólastjóra orð í blaðinu Forsetakjör, 4. tbl. „Og muna skyldu allir Islend- ingar, að þjóðin á sjálf að kjósa forsetann, ekki flokkavaldið. Flokksræðið er þegar orðið nógu sterkt, þó að kjósendur hafi frjáls- ar hendur um forsetaval og séu þar ekki handjárnaðir. Þjóðin kýs forseta, sem hún treystir til að skipa stöðu þjóð- höfðingjans með sem mestum sóma í hvívetna. Þjóðin kýs forseta, hæfasta manninn, sem í framboði er hverju sinni. Þjóðin kýs því 29. júní n.k. Ás- geir Ásgeirsson, alþingismann Vestur-Isfirðinga, og einn af ætt- mennum Jóns Sigurðssonar for- seta“. Friðrik Hjartar, skólastjóri. „Ég hef fylgst með starfsferli hr. Asgeirs Ásgeirssonar í s.l. 30 ár og sá hann á Þingvelli 1930. Ég þekki nú engan Islending, sem uppfyllir betur þá kosti, sem ég tel, að forsetinn eiga að hafa. Ég er sjómaður — og Ásgeir Ásgeirs- son hefur alltaf stutt okkar mál. Ég kýs hann fyrst og fremst sem fslendingur — en um leið treysti ég honum, af því að ég vinn ævi- starf mitt á hafinu“. Sigurður Guðbjartsson, bryti á m.s. Heklu. Eftirfarandi ummæli eru höfð eftir þjóðkunnum og spakvitrum bónda norðanlands: „Flokksforingjarnir geta hringt okkur upp með stjómarhraði. Þeir mega ríða húsum hjá okkur og fara um héruð með fundarhöld og liðsdrátt. Þeir mega steyta hnefa og hringla í flokkshandjámum. Við bændur munum taka þeim ým- ist vel eða sæmilega, en segja fátt. Við förum ekki að deila við þá, því að við erum friðsamir borg- arar, og okkur er vel við þessa menn. Og það er svo fjarri lagi, að við ætlum að lasta elskulega öldunginn þeirra úr Reykjavík. — En daginn 29. júní ætlum við að eiga sjálfir. og þá munu margir blóta á laun í minni sveit. — Við kosningamar að vori skipum við okkur svo aftur hver í sinn flokk, og þá fær keisarinn hvað keisar- ans er — en ekki núna“. Ætli þeir verði ekki nokkuð margir, sem þannig fara að þann 29. júní. Jón H. Guðmundsson RITSTJÓRI EÁTINN. Þann 12. júní s.l. lézt í Landa- kotsspítalanum í Reykjavík, Jón H. Guðmundsson, ritstjóri Vik- unnar, tæpra 46 ára að aldri. Hafði hann átt við mikla vanheilsu að stríða seinustu mánuðina. Banamein hans var hjartabilun. Jón var fæddur í Reykjavík 21. júlí 1906. Ungur nam hann prent- iðn og starfaði sem prentari í nokur ár. Þá gerðist hann ritstjóri Prentarans, en árið 1940 tók hann að sér ritstjórn heimilisblaðsins Vikan og var ritstjóri hennar síð- an til dauðadags. Tókst honum með dugnaði sínum að afla Vik- unni mikillar útbreiðslu. Jón lagði líka fyrir sig skáld- skap, og minnist ég a.m.k. fjög- urra bóka, er út komu eftir hann: „Smásagnasafnið, Frá liðnum kvöldum“ kom út 1937— „Vildi ég um Vesturland 1943, smásög- urnar. Samferðamenn 1944 og skáldsagan Snorri Snorrason 1947. Fengu margar smásögur Jóns góða dóma. Jón Guðmundsson var allra hug- ljúfi, er honum kynntust. Hann var vinfastur og vinavandur, starfsamur og þrautseigur. Hann unni íslenzkri náttúrufegurð og ferðaðist mikið um fjöll og ó- byggðir íslands. Jón var kvæntur ágætri og Bræðslusíldar- verðifi 60 krónur. var í fyrra 110 kr. ÁKVEÐIÐ hefur verið, að síldarverksmiðjur ríkisins kaupi í sumar síld föstu verði á 60 kr. málið, en í fyrra var verð á bræðslusíld kr. 110,16, 1950 65,00 kr. og 1949 kr. 40,00. Lækkunin stafar af miklu verðfalli á Iýsi, sem nemur kr. 70,00 á því lýsismagni, sem fæst úr einu máli. Og til þess að hægt sé að greiða þetta verð, munu gefin út bráðabirgðalög um að fella niður gjald af bræðslusíld til hlutatryggingar- sjóðs, sem nú er kr. 4,80 á mál síldar, þótt meðalafli verði meira en 6000 mál. Verður þá áætlunarverðið kr. 54,69, en kaupverðið er áætlað kr. 5,31 liærra, þar eð ekki er gert ráð fyrir afborgunum af nýju verk- smiðjunum á Skagaströnd og Siglufirði vegna þessara sér- stöku ástæðna. SR greiða út 85% af áætlun- arverðinu, kr. 54,69, þ.e. kr. 46,49, en afganginn síðar. myndarlegri konu, Guðrúnu Hall- dórsdóttur, Jónssonar bónda á Arngerðareyri og dvöldust þau hjónin oftast meira eða minna hér vesturfrá á sumrin, eftir því sem þau gátu við komið. Með Jóni H. Guðmundssyni er í val hniginn á bezta aldri góður drengur og gegn Islendingur. Hannibal Valdimarsson. --------o-------- FRAMKVÆMDANEFND STUÐNINGSMANNA ÁSGEIRS ASGEIRSSONAR ER ÞANNIG SKIPUÐ: Rögnvaldur Jónsson, kaupmaður. Bjarni Sigurðsson, póstfulltrúi. Kristján Tryggvason, klæðskeri. Þórleifur Bjarnason, námsstjóri. Guðbjörg Bárðardóttir, frú. Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri. Björn H. Jónsson, skólastjóri. Kosningaskrifstofa Ásgeirs- manna er í Verzlun Rögnvaklar Jónssonar, en á Itjördegi mun hún verða í Skátaheimilinu, sími 282. --------o-------- FRUMBÓLUSETNING fer fram á viðtalsstofu minni laugardaginn 28. þ.m. kl. 13,30. Þar eiga að mæta öll börn % árs til 2 ára, sem ekki hafa verið bólu- sett, svo og þau börn, sem bólu- sett voru án árangurs í fyrra. Börn á aldrinum % árs til 7 ára geta þá fengið sig bólusett við barnaveiki. Geymið tilkynninguna. TILKYNNING frá liéraðslækni. ————O----------- Sólskinsdagar á Islandi. Fyrir nokkru var Kjartan ó. Bjarnason hér á ferð og sýndi kvikmynd sína, Sóskinsdagar á Is- landi við ágæta aðsókn og mikla ánægju áhorfenda. Á seinasta ári ferðaðist Kjartan með myndina erlendis, og vakti hún þar mikla athygli og hlaut hina áætustu blaðadóma. — Vinnur Kjartan Ó. Bjarnason með þessu þýðingar- mikið landkynningarstarf, sem hann á skilda alþjóðarþökk fyrir. Árbók Férðafélags Islands 1952 er komin út. Bókin fjallar að þessu sinni um Strandasýslu, og hefur Jóhann Hjaltason skóla- stjóri í Súðavík ritað meginefni bókarinnar af miklum kunnugleik og vandvirkni. Áður hefur Jóhann ritað í árbók Ferðafélagsins um Norður-lsafjarðarsýslu. — Þetta er merk bók, sem aðrar bækur Ferðafélagsins og munu margir fagna útkomu hennar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.