Skutull


Skutull - 04.07.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 04.07.1952, Blaðsíða 1
XXX. árgangur. ísafjörður, 4. júlí 1952. 19. tölublað. SKUTULL er málgagn alþýðunnar á Vestf jörðum. Þjóðin valdi forsetann. Ásgeir Ásgeirsson sigraði í forsetakjörinu s.l. sunnu- dag, og hlaut kosningu með 1879 atkvæðum umfram séra Bjarna Jónsson, vígslubiskup. Áróðursofsi flokksforingj- anna, Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar, hafði öfug áhrif við það, sem til var ætlazt. Fyrirskipunum þeirra, særingum og hótunum var ekki hlýtt, og hefir þjóðin á hinn eftirminnilegasta hátt fordæmt alla aðferð þessara flokksforingja í kosningabardaganum. Úrslit í einstökum kjördæmum urðu sem hér segir: Ásgeir Bjarni Gísli Auðir Ógildir Akureyri ................ .... 1791 1449 71 65 8 Seyðisfjörður ........ .... 165 135 11 18 2 Isafjörður ................ .... 855 444 21 18 8 Snæfellsnessýsla .... .... 695 668 44 20 6 V-Skaftafellssýsla .... 131 96 524 16 5 Vestmannaeyjar .... .... 876 748 50 23 9 Mýrasýsla ............... ..... 327 399 87 32 3 Gullbr. og Kjósars. .... 2241 1899 240 112 14 Hafnarfjörður ....... ..... 1647 877 103 66 6 Eyjafjarðarsýsla ... ..... 1140 1161 67 30 10 Dalasýsla ............... ..... 209 330 10 18 o Borgarfj.sýsla ....... ..... 807 854 66 37 3 V-lsafjarðarsýsla ... ..... 734 178 8 5 2 V-Húnavatnssýsla .... 197 325 34 19 1 A-Húnavatnssýsla .... 325 557 22 23 5 N-Þingeyjarsýsla ... ..... 217 471 24 12 0 Siglufjörður ........... ..... 708 501 60 31 8 Barðastr.sýsla ....... ..... 611 408 30 34 5 A-Skaftafellssýsla .... 51 314 137 30 5 Árnessýsla ........... ..... 1109 1455 199 82 18 Rangárvallasýsla ... ..... 340 997 101 33 3 Skagaf j arðarsýsla .... 459 1083 90 34 2 N-Múlasýsla ........... ..... 230 728 30 10 4(+7) N-lsaf j arðarsýsla .... 436 419 16 16 5 Strandasýsla ........... ..... 253 457 , 23 22 2 S-Þingeyjarsýsla ... ..... 577 1009 68 64 11 S-Múlasýsla ........... ..... 820 1296 66 53 6 Reykjavík ............. ... 14970 11784 2053 1017 128 Samtals 32921 31042 4255 1940 289 Heildarúrslit eru því þessi: Ásgeir Ásgeirsson ............ 32921 atkvæði eða 46,73% Bjami Jónsson ................ 31042 atkvæði eða 44,06% Gísli Sveinsson.................... 4255 atkvæði eða 6,04% Auðir seðlar ........................ 1940 atkvæði eða 2,75% Ógild og vafaatkvæði ........ 289 atkvæði eða 0,42% vallasýslu, Skagafjarðarsýslu, N- Múlasýslu, Strandasýslu, S. Þing- eyjarsýslu og S-Múlasýslu. Meirihluti Ásgeirs er, eins og fyr segir 1879 atkv. Á kjörskrá á öllu landinu munu hafa verið um 86700 manns, og er kosningaþátt- takan því um 81,25% til jafnaðar. Ásgeir hefir meirihluta í þess- um kjördæmum: Akureyri, Seyðisfirði, ísafirði, Snæfellsnessýslu, Vestmannaeyj- um, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Hafnarfirði, V-ísafjarðarsýslu, Siglufirði, Barðastrandarsýslu, N- Isafjarðarsýslu og í Reykjavík. Gísli hefir rneirihluta í Vestur- Skaftafellssýslu. Bjarni í þessum kjördæmum: Mýrasýslu, Eyjafjarðarsýslu, Dalasýslu, Borgarfjarðarsýslu, V- Húnavatnssýslu, A-Húnavatns- sýslu, N-Þingeyjarsýslu, A-Skafta- fellssýslu, Árnessýslu, Rangár- Talningu atkvæða lauk á þriðju- dagskvöld og safnaðist þá mann- fjöldi saman fyrir utan heimili hins nýkjörna forseta að Hávalla- götu 32 í Reykjavík, og hyllti hann og konu hans með margföld- um húrrahrópum. Ásgeir Ásgeirs- son tekur við forsetastarfinu 1. ágúst n.k. Hinn nýkjörni forseti ASGEIB ASGEIRSSON. Ásgeir Ásgeirsson, hinn nýkjörni forseti íslands, er fimmtiu og átta ára gamall og því á bezta starfsaldri. Hann verður nú annar forseti lýðveldisins, og þó sá fyrsti, sem kosinn hefur verið almennri þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ásgeir Ásgeirsson er fæddur 13. maí 1894 í Káranesi á Mýrum. Foreldrar hans voru Ásgeir Ey- þórsson, kaupmaður þar, Felixson- ar Vestfjarðapósts, og Jensína Björg Matthíasdóttir, trésmiðs í Reykjavík, Markússonar. Ásgeir varð stúdent frá mennta- skólanum í Reykjavík árið 1922 og kandídat í guðfræði við Há- skóla íslands 1915. Hann stundaði Framhald á 4. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.