Skutull

Árgangur

Skutull - 04.07.1952, Blaðsíða 4

Skutull - 04.07.1952, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L t .......... ' Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og ömmu KRISTÍNAR FRIÐRIKSDÓTTUR er lézt þann 19. júlí s.l. Helgi Guðmundsson, systkini og barnaböm. rr öllum hinum mörgu nær og fjær er veittu okkur aðstoð bæði með peninga- og fatagjöfum og á ýmsan annan hátt hjálpuðu okkur vegna eldsvoðans 9. maí, færum við okkar innilegustu þakkir. Guðbjörg Jónsdóttir, Pétur Einarsson og börn. TÍLKYNNING.. Nr. 12/1952 Fjárhagsráð hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir: Niðurgreitt Óniðurgreitt Heildsöluverð án söluskatts kr. 4,42 kr. 9,25 Heildsöluverð með söluskatti — 4,70 — 9,53 Smásöluverð án söluskatts — 5,39 — 10,29 Smásöluverð með söluskatti — 5,50 — 10,50 Reykjavík, 30. júní 1952, VERÐLAGSSKRIFSTOFAN. TILKYNNING frá Rafveitu ísafjarðar Fyrir miliigöngu rafveitunnar, hafa raftækjaverzianir bæjarins út- vegað deyfivirki (þétta), til þess að neistabinda raftæki, sem valda truflunum á viðtöku útvarpstækja. Eru menn því alvarlega áminntir um að snúa sér til þessara aðila með þau raftæki sín, sem valda útvarpstruflunum, til að fá þau neista- bundin. Að öðrum kosti eiga þeir á hættu að tækin verði fyrirvaralaust tekin úr sambandi og þau innsigluð. RAFVEITUSTJÓRI. NOKKRAR STÚLKUR óskast í síldarvinnu til Siglu- fjarðar. Talið við mig sem fyrst. Elísabet Hálfdánardóttir, Aðalstræti 13, Sími 214. II€S TIL SÖLU. Húseign mín, Tangagata 15a, uppi, er til sölu. Júníus Einarsson. SUNDHÖLL ISAFJARÐAR verður lokuð um óákveðinn tíma vegna hreinsunar á Iauginni og sumarleyfa starfsfólksins. HÚSEIGN TIL SÖLU. Húseign mín Aðalstræti 11 er til sölu. Hilmar Arnórsson. Fréttatilkynning frá viðskiptamálaráðuneytinu Alþingi samþ. 12. des. s.l. á- lyktun um jöfnunarverð á olíum og benzíni. Með ályktun þessari var ríkisstjóminni falið, að hlut- ast til um, að útsöluverð á gasolíu og brennsluolíu (fuel oil) verði á- kveðið hið sama á öllu landinu, þar sem olíuflutningaskip geta losað á birgðageyma olíufélaga og olíu- samlaga. Einnig, að útsöluverð á benzíni verði hið sama um allt land, þar sem það er selt frá benzíndælum. Viðskiptamálaráðuneytið hefur athugað möguleika á því, að fram- kvæma ályktun þessa. Verðjöfnun á olíum og benzíni getur því að- eins komið til framkvæmda, eins og sakir standa, að samkomulag náist um það við olíufélögin og aðra aðila, sem kunna að flytja inn þessar vörur, sökum þess að verðjöfnunin er ekki talin fram- kvæmanleg nema með stofnun sér- staks verðjöfnunarsjóðs. Innflutn- ingur á þessum vörum er nú frjáls og því hverjum innan handar að flytja þær inn. Ekki er hægt að skylda neinn til að greiða gjald í verðjöfnunarsjóð, nema samkv. lögum, en slík lagaheimild er ekki til. Verðjöfnunin mundi hafa verð- hækkun í för með sér í Reykja- vík og á höfnum við Faxaflóa, en verðlækkun annarsstaðar á land- inu. Ef innflytjendur, er selt geta olíur á þeim stöðum sem verðið er lægst, eru ekki skyldir til að greiða verðjöfnunargjald og vilja ekki hlíta slíkri kvöð, væri ógem- ingur fyrir aðra að selja olíur á sömu stöðum og greiða af þeim verð j öf nunargj ald. Af þessum sökum hafa olíufé- lögin fjögur: H.f. Shell á Islandi, Olíuverzlun íslands h.f., Olíufélag- ið h.f. og Hið ísl, seinolíuhlutafé- lag, því aðeins talið sig fús að taka upp verðjöfnun á olíum og benzíni, „að trygging yrði gefin fyrir því, að allir, sem nú verzla og síðar kynnu að hefja verzlun með ofangreindar vörutegundir á meðan jöfnunarverð væri í gildi, yrðu skyldaðir til að gerast aðilar að væntanlegum verðjöfnunar- sjóði, á sama grundvelli og stofn- endur sjóðsins". Þessa tryggingu er ekki hægt að gefa, því til þess skortir lagaheimild. Við umræður um málið á Al-. þingi tók viðskiptamálaráðherra fram, að hann mundi ekki gefa út bráðabirgðalög um verðjöfnun á olíum og benzíni ef ógerlegt reynd- ist að framkvæma verðjöfnunina með frjálsu samkomulagi, þar sem hann teldi hlutverk Alþingis að á- kveða slíkar aðgerðir með laga- setningu. 12. júní 1952. FR AMK V ÆMD ANEFND 17. JÚNl HÁTIÐARHALDANNA FLYTUR ÞAKKIR. Hátíðahöldin sem fram fóru 17. júní s.l. voru á vegum byggingar- nefndar elliheimilis Isafjarðar. Sem að líkum lætur þurfti að leita til margra félagasamtaka svo og einstaklinga með að leggja fram krafta sína, til þess að vel mætti takast. Vill framkvæmdanefndin hér með færa öllum þeim þakkir fyrir gott starf og ágæta samvinnu í hvívetna. Beinum við þakklæti okkar sérstaklega til skátafélag- anna, bæði stúlkna og pilta, og þeirra íþróttamanna, sem með þátttöku sinni settu hátíðablæ á skrúðgönguna. Þá þökkum við báðum söngkórunum, Sunnukórn- um og Karlakór Isafjarðar og söngstjóra þeirra, hr. Ragnari H. Ragnar, fyrir ánægjulegan söng. Kvenfélögin Hlíf og Ósk önn- uðust veitingar allan daginn í Skátaheimilinu, sem lánað var end urgjaldslaust. Var mikill mynd- arbragur á öllu þeirra starfi og á- nægjulegt til þeirra að koma og njóta þess sem fram var reitt. Þakkar nefndin þeim af alhug allt þeirra starf. Þá hafa ýmsir fleiri verið nefndinni sanngjarnir í viðskiptum svo sem samkomu- húsin, Alþýðuhúsið og Uppsalir, svo og hljómsveitir þeirra. Þá eru ýmsir einstaklingar ótaldir sem lögðu fram mikla vinnu bæði við undirbúning og sölu gjafakorta o. fl. Þessum aðilum öllum þakkar nefndin gott starf. Virðingarfyllst, Byggingarnefnd Elliheimilis Isafjarðar. ---------o-------- FORSETINN. Framhald af 1. síðu. framhaldsnám í guðfræði og heimspeki við háskólana í Kaup- mannahöfn og Uppsölum 1916— 1917. Var biskupsskrifari 1915—- 1916 og bánkaritari Landsbanka Islands 1917—1919. Kennari við Kennaraskólann 1918—1927. Fræðslumálastjóri 1926—1931 og aftur 1934—1938. Hann var fjár- málaráðherra frá 1931—1934 og jafnframt forsætisráðherra frá 1932—1934. Ilann var skipaður bankastjóri við Útvegsbanka ís- lands 1938 og hefur verið það síð- an. Ásgeir Ásgeirsson var kosinn alþingismaður fyrir Vestur-Isa- fjarðarsýslu árið 1923 og hefur jafnan verið endurkosinn síðan. Hann var forseti sameinaðs al- þingis 1930. Hann sat í milliþinga- nefndum í bankamálum 1925— 1926 og 1936—1937. Formaður gengis- og gjaldeyrisnefndar 1927 —1935. I utanríkismálanefnd aðal- maður eða varamaður 1928—1931 og 1938 og síðan. I viðskiptasamn- inganefnd við Bandaríkin 1941. 1 samninganefnd utanríkisviðskipta 1942 og síðan. Fulltrúi á f jármála- fundi í Bretton Woods 1944. 1 stjórn alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 1946. Sat á aðalfundi hinna sameinuðu þjóða í New York 1947 og París 1948. Hann átti sæti í undirbúningsnefnd alþingishátíð- arinnar 1926—1930 og undirbún- ingsnefnd lýðveldishátíðarinnar 1934—1944. Hann hefur verið for- maður stjórnar stúdentagarðanna frá 1937. Ásgeir Ásgeirsson er kvæntur Dóru Þórhallsdóttur biskups Bjamasonar í Laufási í Reykjavík. Böm þeirra eru: Þórhallur, skrif- stofustjóri í viðskiptamálaráðu- neytinu, kvæntur Lilly Knudsen, af norsk-amerískum ættum, Vala, gift Gunnari Thoroddsen, alþingis- manni og borgarstjóra í Reykja- vík, og Björg, gift Páli Á. Tryggvasyni, lögfræðingi.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.