Skutull


Skutull - 15.09.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 15.09.1952, Blaðsíða 1
XXX. árgangvir. ísafjöfður, 15. september 1952. 20. tölublað. Vestur-ísf irðingar! Kjósið hinn drenglynda og starfsprúða innanhéraðsmann Sturlu Jónsson. HJÖRTUR HJÁLMARSSON: Kosningiit í Vestur-ísafjarðarsýslu. ÞANN 21. Þ.M. ganga Vestur- Is- firðingar að kjörborðinu, til þess að velja sér nýjan þingmann. Þessi kosning mun vekja mikla athygli, og ekki sízt vegna goð- sagnarinnar um stuðning þann, er Asgeir Ásgeirsson á að hafa feng- ið úr öðrum flokkum en Alþýðu- flokknum. Þessi sögn á sér að vísu þann sannleiksgrun, að við fyrsta fram- boð sitt hér fyrir Alþýðuflokkinn hefur Asgeir vafalaust átt sigur sinn að þakka mikilli persónulegri ástsæld og trausti, en jafnframt því að fólkið kaus Ásgeir sem Al- þýðuf lokksmann, f ór það að kynna sér betur stefnu þess flokks, og sannfærðist um, að sú stefna væri því heillavænlegust. ÞVl HEFUR NÚ ALÐÍÐUFLOKKURINN MEST FYLGI t SÝSLUNNI, EINS OG SIÐUSTU HKEPPSNEFNDA- KOSNINGAR SÝNA. Frambjóð- andi hans, Sturla Jónsson, á því að vera öruggur með sigur, ef eng- inn sá, sem aðhyllist stefnu flokks ins, bregst, eða lætur villa um fyr- ir sér með áróðri, sem eflaust verður hvíslað í eyra mönnum í einkaviðtölum. Raunar ætti ekki að þuri'a að gera ráð fyrir slíku, því að Sturla er svo þekktur maður hér í sýslu, AÐ ALLIR VITA, AÐ IIANN MUN HVAR OG HVENÆR SEM ER VERA A VERÐI UM HAG FÓLKSINS, SEM HANN ÞEKKIR FLESTUM MÖNNUM BETUR AF LÖNGU STARFI 1 ÞAGU AL- MENNINGS. Hann er hér borinn og barn- fæddur, og aldrei mun hafa hvarfl- að að honum að hverfa héðan, þótt örðuglega gengi, og setjast að kjötkötlum höfðingjanna í Reykja- vík. Andstæðingar Sturlu eru ekki heldur slíkir, að þeir ættu að freista kjósenda um of. Þorvaldur Garðar, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, ungur maður og óreyndur, en ekki kunnur að þreki eða þrautseigju í baráttu, né heldur að andlegri staðfestu, sem stjórnmálamenn þurfa þó oft- lega á að halda í pólitískum svipti- bylgjum. Af því að mér er vel við þennan pilt vil ég þó reyna að trúa því, að framboð hans fyrir Sjálfstæðis- flokkinn sé til komið af hugar- farsbreytingu, svo glæsilegt sem það þó er fyrir mann, sem alinn er upp við líf, kjör og baráttu al- þýðunnar, að skipa sér í raðir þess Veill ©g hálfur og sterkur. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vest- ur-ísafjarðarsýslu er nú í fram- boði ungur, fremur snotur maður, sem heitir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, ættaður úr Önund- arfirði. Hafa skjótlegir búferla- flutningar hans milli flokka vakið mikið umtal og undrun og valdið þeim mestum sárindum, sem áður stóðu honum næst og væntu nokk- urs af honum, hinum vinnandi stéttum til hagsbóta. — Það er alltaf sárast, þegar efnisbörnin fara í hundana. Allir kunnugir vissu það vel, að Þorvaldur Garðar mótaðist í upp- vexti af hugsjónum jafnaðarstefn- unnar, hennar fulltrúi var hann í samtökum stúdenta, hennar full- trúi fyrir Islands hönd á alþjóð- legum fundi í Englandi, hennar fulltrúi vildi hann og vera í þýð- ingarmikilli og vel launaðri milli- þinganefnd fyrir nokkrum vikum, og að afstöðnu forsetakjöri ræddi hann af áhuga við þann, sem þetta ritar, um nauðsyn fyrir góðu og ötulu starfi að sigri Alþýðuflokks- ins í Vestur-lsaf jarðarsýslu í auka kosningum þeim, sem þá strax var vitað, að fram yrðu að fara á þessu sumri. Var það ekki ^ízt vegna þessa samtals, að ég rúmri viku síðar- nefndi Þorvald Garðar sem hugs- anlegan frambjóðanda Alþýðu- flokksins, er ég ræddi við fulltrúa Vestur-ísfirðinga um framboð og frambjóðendur. Og ef það hefði orðið ofaná, að kveðja hann til framboðsins, mundi sú kvaðning hafa borizt honum mjög í sama mund, sem það var gert heyrum kunnugt, að hann hefði þegar gengið íhaldsstefnunni á hönd. — Það var gott, að svo fór sem fór. — Hinn veiki reyr var bróstinn, áður en okkar málum var ráðið til lykta. Það er ekki kunnugt, að leiðtogi íhaldsins hafi þurft að taka Þor- vald Garðar með sér upp á Esjuna, hvað þá heldur hærra fjall til að sýna honum dýrð Sjálfstæðis- flokksins. Nei, þegar ungur heild- sali var kominn með hann til miðra hlíða Skólavörðuholtsins og hægt var að líta þaðan yfir ríki heildsalanna í miðbænum, þá voru hugsjónir jafnaðarstefnunnar roknar út í veður og vind, og Þor- valdur Garðar Kristjánsson geng- inn undir jarðarmen þeirrar þjóð- málastefnu, sem á þá æðstu hug- sjón að gera fátæklingana fátæk- ari og þá ríku ríkari á íslandi. Má það furðu sæta, ef nokkur jafnaðarmaður getur áfram borið traust til þvílíks manns, þótt ekk- ert kæmi annað til. Og einkenni- lega eru sjálfstæðismenn í Vestur- Isafjarðarsýslu hugsandi, ef það eru persónuheilindi og drengskap- ur af þessu tæi, sem þeir heimta Framhald á 4. síðu. flokks, er sí og æ hefur barizt GEGN hagsmunamálum hennar. En trúi einhver því, að hann geti haft áhrif á stefnu Sjálfstæð- isflokksins og flokksforustu, þá er það sannarlega oftrú. Eða trúir nokkur því í alvöru, að hann verði áhrifameiri en sjálfur borgarstjór- inn í Reykjavík, sem flokksforust- an neyddi til að sitja og halda að sér höndum á síðasta þingi, MEÐ- AN AFKVÆMI HANS, FRUM- VARP UM AÐ NOKKRUM HLUTA SÖLUSKATTSINS VÆRI VARIÐ TIL AÐSTOÐAR AÐ- ÞRENGDUM SVEITARFÉLÖG- UM, VAR BORIÐ írT A KALDAN KLAKANN. Eiríkur Þorsteinsson, frambjóð- andi Framsóknarflokksins, er að vísu dugnaðarmaður, en þó mim svo vera fyrst og fremst, þar sem hann hefur aðstöðu til að ráða málum einn, en hætt er við, að svo verði ekki, þegar hann er kominn undir handarjaðar Hermanns Jón- assonar. Og mundi það þá frekar verða foringjans náð eða ónáð, sem málum ræður. Gæti þá skeð, að meiri þolinmæði þyrfti til að koma málum fram en þessum frambjóðanda virðist gefin að jafn aði. Um frambjóðanda sósíalista er óþarfi að ræða. Þeir kjósa hann, sem er sama um atkvæði sitt og aðrir ekki. En þess má minnast, að hann hampar nú helzt, og hyggst nota til agns eina helg- ustu kennd manna, ættjarðarást- ina. Þetta er líka samkvæmt línu flokksins. — Flokksins, sem annan daginn talaði um landráðavinnu en hinn daginn um landvarnar- vinnu, af því að afstaða erlends stórveldis hafði breytzt, og vildi láta Islendinga segja sigraðri þjóð stríð á hendur og leika þar með hlutverk hýenunnar. NEI, VESTUR-ISFBRÐINGAR, ÞAÐ ÞARF ENGINN ALÞÝÐU- FLOKKSMAÐUR AD ÓTTAST MANNJÖFNUÐ VIÐ ÞESSAR KOSNINGAR. SIGUR STURLU JÖNSSONAR ER ÖRUGGUR. Hjörtur Hjálmarsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.