Skutull


Skutull - 15.09.1952, Blaðsíða 2

Skutull - 15.09.1952, Blaðsíða 2
SK UT U LL SKUTULL Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, lsaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: Guömundur Bjarnasön Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaðu r: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. Isafirfii- Frambjóðandi Framsóknar Framnaðsfundirnir í iMsafjarðarsýsiu. Fyrsti framboðsfundurinn í Vest- ur-lsafjarðarsýslu var á Suðureyri þann 11. þ.m. Fundarstjórar voru Hermann Guðmundsson og Óskar Kristjánsson. Fyrstur talaði fram- bjóðandi Sjálfstœðisflokksins, Þor- valdur Garðar Kristjánsson. Var hann í senn stirðmáll og barnaleg- ur í málflutningi og sagði lítt til sannfæringar hitans í flutningi ræð unnar. — Varð ungum og áhuga- sömum íhaldsmanni héðan frá Isa- firði, sem á fundinum var, það að orði, að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum. Þorvaldur væri ekki vitund betri en Kjartan. Sama var hljóðið í öðrum ísfirzkum íhaldsmönnum, er fundinn sátu. Eiríkur Þorsteinsson hélt fyrir- ferðamikla framsóknarræðu vélrit- aða. Var það allýtarleg Islandssaga seinustu áratuga, en svo fljótt les- in og talnamörg, að engum kom að gagni. Sturla Jónsson, frambjóðandi Al- þýðuflokksins talaði næst, og var framsöguræða hans hin sköruleg- asta. Einnig bar fundarmönnum saman um, að flutningur ræðunnar hefði borið langt af ræðuflutningi meðframbjóðenda hans. Það vakti og sérstaka athygli, hversu drengi- legur málflutningur hans var í smáu og stóru, enda kvaðst hann heldur vilja verða undir með sæmd en sigra með ódrengskap. — Var gerður hinn bezti rómur að máli hans, og duldist engum, að megin- þorri Súgfirðinga veitir Sturlu traustan stuðning. Seinast talaði frambjóðandi kommúnista, Gunnar M. Magnúss. Ekki vék hann neitt að hugsjónum kommúnismans, heldur hóf mál sitt með mjög óprúðmannlegum per- sónuádeilum á meðframbjóðendur sína, alveg sérstaklega á Sturlu Jónsson. Mun það varla mælast vel fyrir á Suðureyri, þar sem Sturla er að góðu kunnur hverjum manni. Næsti kafli ræðunnar var lík- ræða eftir látinn kommúnista á Suðureyri, og fór hún heldur illa við fúkyrtan inngang framsöguræð- unnar og litlu háttvísari lokakafla hennar, sem var sjálfsæfisaga Gunnars í harmsögustíl. — Hafði hann verið rekinn úr íþróttafélagi eftir góða frammistöðu, neitað um greiðslu kennaralauna í Reykjavík, og kjósendur hans í Vestur-lsa- fjarðarsýslu afvegaleiddir til fylgis við Ásgeir Ásgeirsson. En þegar sagan ætti nú að endurtaka sig, og Sturla vildi „stela" þeim í annað sinn, þá segði hann „hingaja og ekki lengra". Væri hann nú hingað kom- inn til að bjarga eign sinni, enda kvaðst hann mundu margfalda Frambjóðandanum hafnað á Kirkjubólsfundi — upp- vakinn í Arnarfirði. — Misjöfn ánægja með framboðið. 1 júlímánuði í sumar héldu trún- aðarmenn og helztu forráðamenn Framsóknar í sýslunni fund að Kirkjubóli í Bjarnadal, til þess að ganga frá framboði. Þar var Ei- ríkur Þorsteinsson knésettur til samþykktar á framboði Halldórs Kristjánssonar á Kirkjubóli og taldist það fullráðið, en Eiríkur hafði fengið köllun til framboðs fyrir flokkinn frá drukknum sjálf- stæðismanni fyrir nokkrum árum, og taldi hann sig upp frá því manna líklegastan til þess að vinna kjördæmið. Eiríkur hélt skamma ÞAÐ kom flestum á óvart, er það fréttist, að Eiríkur Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri á Þingeyri, hefði valizt til framboðs fyrir Fram- sóknarflokkinn í Vestur-lsafjarð- arsýslu. I sýslunni voru búsettir þrír frambjóðendur flokksins frá undanförnum kosningum. Var af öllum talið víst, að einhver af þeim mundi verða fyrir valinu, og þá helzt sá, sem mest hafði á sig lagt í baráttunni fyrir flokkinn. En brátt varð ljóst, að val fram- bjóðandans hafði orðið með óvenju legum hætti. SYNISHORN AF KJÖRSEÐLI við aukakosningu til Alþingis í Vestur-ísafjarðar- sýslu 21. september 1952. X. Sturia Jónsson frambjóðandi Alþýðuflokksins Eiríkur Þorsteinsson frambjóðandi Framsóknarflokksins Gunnar M. Magnúss. frambjóðandi Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins Þorvaldur Garðar Kristjánsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins Þannig lítur kjörseðillinn út, þegar kjósandi hef- ur kosið Sturlu Jónsson, frambjóðanda Alþýðu- flokksins í Vestur-ísaf jarðarsýslu. fylgi kommúnista í þessum kosn- ingum. Brostu menn í kampinn eða þögðu við þeim drýgindum. Hófst þá þáttur innanhéraðs- manna. Reið þar fyrst á vaðið Kristján Þorvaldsson og mælti með stefnu Sjálfstæðisflokksins. Fámáll var hann hinsvegar um frambjóð- anda hans, en um Sturlu Jónsson sagði hann, ao sá maSur ætli merka sögu að baki. Hefoi hann í öllum stðrfum verið þarfur sveit sinni og mundu fáir taka honum fram í þeim efnum. Var það drengilega mælt af andstæðingi í hita barátt- unnar. Njáll Jónsson, Bjarni Friðriks- son, Bjarni Bjarnason og Guðmund- ur Guðmundsson mæltu allir fast- lega með kosningu Sturlu. Daníel Eiríksson talaði tvisvar, og var á- kveðinn íhaldsandstæðingur. 1 fyrri ræðunni sagði hann: „Ræða íhaldsmannsins þótti mér reglulega þunn". Og í þeirri seinni: „Ihalds- manninn kýs ég aldrei". Að öðru leyti var afstaða hans til annara frambjóðenda nokkuð á huldu. — Jónas B. Sigurðsson var sammála öðrum heimamönnum um það, að baráttan stæði milli Sturlu og Ei- ríks, en framboð Þorvaldar Garð- ars og Gunnars væru alger vonleys- isframboð. —• Ágúst Ólafsson lagði á það aherzlu, að hvor þeirra Sturlu eða Eiríks sem að kæmist, þá ynnu þeir eigi síður að eflingu land- búnaðarins en sjávarútvegsins. Slíkt væri mikil nauðsyn í slíku smáþorpi sem Suðureyri, og er það hverju orði sannara. — Óskar Kristjánsson var sá einasti af öll- um heimamönnum, sem vildi halda því fram, að Þorvaldur Garðar gæti komið til greina í úrslitabaráttunni um kjördæmið, en þeirri staðhæf- ingu var kröftuglega mótmælt þeg- ar í stað af fundarmönnum. I seinni ræðuumferðum fram- bjóðenda kom það skýrt í ljós, að Þorvaldur Garðar mátti ekki við því að missa af blöðum sínum, en í svarræðunum kom persónuleiki þeirra Sturlu og Eiríks betur fram og báru þeir fundinn uppi. Fundurinn var fjölsóttur og stóð í -rúmar 5 klukkustundir. Augljóst var, að a honum átti Sturla mikinn meirihluta. Aðrir fundir munu hafa verið þessum líkir, en þeir hafa verið á Flateyri, Þórustöðum, Núpi, Þing- eyri og sá seinasti verður á morgun að Auðkúlu í Arnarfirði. Hefur Sturla Jónsson alstaðar fengið hinar beztu undirtektir fundarmanna og spá fundirnir góðu um úrslit kosninganna. stund hollustu sína við Halldór. Entist hún að Gemlufalli, en þá var hlýðni hans lokið. Fékk hann Dýrfirðinga og Arnfirðinga til fylgis við sig í uppreisniiyni gegn Halldóri. Honum var það og kunn- ugt, að flokksforustunni fyrir sunnan mundi framboð Halldórs allt annað en geðfellt. Halldór hafði verið foringjunum óhlýðinn í forsetakjörinu, og þeir þekktu hann að því að vera réttlátan við mótstöðumenn sína og fylgja sann færingu sinni. — Hvort tveggja slæmur galli. — Slíkan mann vildu þeir ekki á þing. Einhvers konar prófkosning var nú látin fara fram á verzlunar- svæði Kaupfélags Dýrfirðinga, og var leitað til ýmissa manna, sem aldrei höfðu verið taldir fram- sóknarmenn. Sagt er, að úr sumum sveitum hafi einn eða tveir menn tíundað fylgið og sagt frá, hvað hver vildi, og reyndist nú í fyrsta sinn í sögunni oftíundað. 1 próf- kosningu þessari hafði Eiríkur betur en Halldór. Undu ráðamenn flokksins í héraði ofríkinu, en þykjast þó hafa verið hart leiknir og treysta Eiríki illa til þingset- unnar. Ýmislegt er Eiríki vel gefið. Hann er dugmikill til fram- kvæmda, mikill áhlaupamaður og aðgangssamur úm sín mál, en þol- lítill, fái hann ekki fljótlega af- greiðslu sinna mála. Hann er hversdagslega afskiptalítill um undirmenn sína og getur ýmist sýnt höfðinglyndi eða hrottaskap. Á seinustu árum hefur hann stað- ið fyrir allmiklum framkvæmdum á vegum Kaupfélagsins á Þing- eyri og má heita eini atvinnurek- andinn í kauptúninu. Stendur því nokkur ótti af honum við Dýra- fjörð. Samhliða kaupfélagsrekstr- inum hefur Eiríkur löngum stund- að einkabrask, sem samrýmist lítt grundvallaratriðum samvinnu- stefnunnar. En hann virðist ekki hafa auðgast á einkarekstrinum, því að oftast ber hann opinber gjöld á við tekjuminnstu verka- menn. Eiríkur er kappsfullur og kann illa allri mótstöðu. Enginn hefur hér vestanlands átt oftar í mála- ferlum við sveitunga sína en hann. Eiríkur er þeim kostum búinn, að hann ætti að hafa umsvifa- miklar framkvæmdir með höndum, þar sem hann hefði trausta undir- menn til þess að annast allt dag- legt eftirlit, en það er honum sjálf- um ósýnt um. Á Alþingi á hann sízt heima. Hann er ekki félagslega þjálfað- ur maður, en er einráður og skortir alla þolinmæði og lagni, til þess að ýta fram málum til

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.