Skutull

Árgangur

Skutull - 15.09.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 15.09.1952, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Kalstrá á fjörum kommúnista. Gunnar M. Magnúss, sem nú er í framboði fyrir kommúnista við aukakosningarnar í Vestur-lsa- f jarðarsýslu, gaf út þá tilkynningu í Þjóðviljanum í sumar, að fram- boð hans væri boðskapur um and- legt frelsi. Þetta hefur vakið nokk urn hlátur, sem eðlilegt er, því að fáir hafa sagt meira háð um sjálf- an sig. Þegar fulltrúi kommúnista segist boða andlegt frelsi, er ekki óeðlilegt, að hlátur setji að mönn- um um leið og hrollur fer um þá af þeirri brjálæðiskenndu óskamm feilni, sem kommúnistar virðast ríkastir af. Það er nú orðið kunn- ugt öllum, sem nokkuð vilja skilja, að hvergi hefur andlegu frelsi verið eins háskalega misþyrmt og í Rússlandi, sem er föðurland kommúnista í hvaða landi, sem þeir búa. f Rússlandi hefur gerzt einn átakanlegasti harmleikur ver- aldarsögunnar á öllum öldum. Frelsistilraun kúgaðra stétta hef- ur verið snúið til miskunnarlausr- ar áþjánar á þeim sjálfum og af þeirra eigin mönnum. Þær hafa verið sviptar hverjum votti þess lýðræðislega frelsis, sem tók al- þýðu hins menntaða heims aldir að afla sér. íslenzku kommúnistarnir vinna fyrir ógnarstjórn Rússa. Þeir segj- ast elska sitt föðurland, en eru með öllu sínu athæfi að svíkja það. Tölur, sem tala. Sj álfstæðisflokkurinn er næst minnsti flokkurinn í Vestur-Isafjarðarsýslu og deilir þar þýðingarleysi með kommúnistum. Er það Vestur-ísfirðingum til sóma. Við seinustu alþingiskosningar í Vestur-ísafjarðarsýslu árið 1949, fékk frambjóðandi Alþýðuflokks- ins, Ásgeir Ásgeirsson, 418 atkv., og hafði þá aukið fylgi sitt nokk- uð frá kosningunum 1946, þrátt fyrir fækkun kjósenda í sýslunni. — Aukið fylgi Alþýðuflokksins í sýslunni sýndu líka seinustu sveitastjórnakosningar, svo að ekki varð um villst. Frambjóðandi Framsóknar- flokksins, séra Eiríkur J. Eiríks- son, fékk 336 atkvæði í kosning- unum 1949, en 337 atkv. hafði Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkjubóli fengið 1946. Svipaðri útkomu hafði Halldór Kristjánsson náð í kosningunum sigurs á þingi. Þar mundi hon- um fljótt leiðast og verða utan gátta, enda óttast flokksmenn hans það, að hann kynni að koma heim á miðjum þingtíma, ef svo ólíklega tækist til, að hann næði kosningu. Því hefur verið haldið fram af sumum, að Eiríkur mundi verða óhlýðinn flokksforustunni og fara sínu fram. Dregur Skutull það í nokkum vafa. — Kann þá að vera, að svo yrði, þegar átök yrðu um hans óskamál. En í forsetakjör- inu sýndi hann samt auðmjúka þjónkun við vilja Hermanns for- ingja síns og hamaðist gegn kosn- ingu Ásgeirs. Því vill hann nú gleyma og telur sig eftir kosning- una til vina Ásgeirs Ásgeirssonar. En það væri kátleg ráðstöfun Vestur-ísfirðinga, létu þeir hann taka við umboði Ásgeirs Ásgeirs- sonar á Alþingi. 1942, og er það því þrautprófað í þrennum hörðum kosningum með ágætum frambjóðendum, hvert fylgi framsóknar í sýslunni getur mest orðið. — Síðan hefur nokk- ur kjósendafækkun orðið í kjör- dæminu, einkum í sveitunum, þar sem framsókn á sitt aðalfylgi, og er því augljóst mál, að nú getur ýtrasta atkvæðahámark framsókn- ar ekki farið fram úr 320 atkv. Mætti það þó teljast með ólíkind- um, að sú tala næðist, þar sem Eirík kaupfélagsstjóra skortir mikið á í mýkt og mælsku og vin- sældum til mótfe við þá Kirkju- bólsbræður og séra Eirík á Núpi. Sjálfstæðisflokkurinn náði að- eins 217 atkvæðum á frambjóð- anda sinn, Axel Tulinius, lögreglu- stjóra í Bolungarvík í kosningun- um 1949. í kosningunum 1946, fjórum árum áður, hafði sami sjálfstæðisframbjóðandi náð 264 atkvæðum, og var því auðsætt, að fylgi Sjálfstæðisflokksins var á hraðri niðurleið í Vestur-lsafjarð- arsýslu. Tapið á einu kjörtímabili nálgaðist þannig hálft hundrað kjósenda, og mátti það kallast all- mikið, þar sem ekki var af miklu að máj» Og hvað hefur svo gerzt síðan? Að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur borið ábyrgð a.m.k. að hálfu móti Framsóknarflokknum á ó- vinsælustu, að maður ekki segi illræmdustu ríkisstjórn, sem nokkru sinni hefur setið á Is- landi. — Stjórn gengislækkimar, verðliækkana, atvinnuleysis, ok- urs og skattpíningar. Og meira hefur gerzt. Ólafur Thórs, allsráðandi for- ingi flokksins, er kominn á fall- andi fót, hefur orðið fyrir miklu Andlega frelsið, sem Gunnar boð- ar, er rússnesk ógnarstjóm. Gunnar M. Magnúss átti sín æsku- og unglingsár í Vestur-ísa- fjarðarsýslu. Hann var gáfaður unglingur og jákvæður í öllu sínu athæfi, og gerðu menn sér allt aðr- ar vonir um hann þá, en raun hef- ur orðið á. Hann fór svo ungur að heiman og aflaði sér menntunar, gerðist rithöfundur, en mun aldrei hafa þótzt ná þeirri viðurkenn- ingu, sem hann taldi sér bera. Hef- ur hann þó margt vel og lipurlega samið. Einhvem veginn hefur svo farið, að hann hefur „velkt í hafi“ og ekki náð þeirri höfn, sem upp- haflega var stefnt til. Á undan- áfalli í sínu eigin kjördæmi, og flokkurinn þrælklofinn út af for- setakjörinu, vegna þeirrar ofbeld- istilraunar, er forustan gerði sig seka um gagnvart kjósendum, er hún vildi ræna menn réttinum til að ráða atkvæði sínu við þjóðhöfð- ingjakjör. Slíkt gerræði er af kjós- endum geymt en ekki gleymt og bætir sízt fyrir flokknum í Vestur-, ísafjarðarsýslu. Þá hafa kjósendur Sjálfstæðis- flokksins í sýslunni nú einnig sann færst um, að hinn nýi frambjóð- andi flokksins er ekki miklu lík- legri til kjörfylgis en litli lögreglu- stjórinn var. Þannig er framboð Þorvaldar Garðars orðið vonlaust vandræða- framboð, til þess eins fallið að, taka atkvæði til hliðar og auka með því möguleika Eiríks Þor- steinssonar til að komast á þing. Og máske það hafi frá öndverðu verið aðaltilgangurinn með fram- boði piltsins? Um kommúnista þarf fátt að tala. Þeir hafa fengið 28 atkvæði við tvennar seinustu kosningar á vinsælan innanhéraðsmann og sprenglærðan lögfræðing úr Rvík, og hefur kommúnistum sízt aukizt fylgi síðan, enda er þjóðin nú sem óðast að átta sig á blindri þjónk- un þeirra við erlent stórveldi. — Það ætti því ekki að henda nokk- urn Vestur-ísfirðing að kasta at- kvæði á Gunnar M. Magnúss í þess um kosningum. Sízt af öllu mun hann hafa bætt fyrir sér hjá kjós- endum með hinum mjög svo ó- drengilegu persónulegu árásum á Sturlu Jónsson, sem öllum er að góðu kunnur. Baráttan stendur milli Sturlu Jónssonar og Eiríks Þorsteinsson- ar, eins og tvö hlutlaus blöð hafa þegar haldið fram. — Sjálfstæðis- flokurinn er næst minnsti flokk- urinn í sýslunni og í þessu tilfelli jafn þýðingarlaus og kommúnist- ar. Svo er V-ísfirðingum fyrir að þakka. fömum árum hefur hann verið að veltast á landamærum -tveggja flokka, Alþýðuflokksins og Komm- únistaflokksins, og lengi ekki séð hvar hann ætti að vera, enda með sjálfum sér fundið til óhugnaðar- ins við að ofurselja sig með öllu kommúnistum. Gremju og heift Gunnars til Alþýðuflokksins, seg- ir hann sjálfur sprottna af því, að honum var ekki af flokknum gef- inn umráðaréttur yfir kjósendum sínum í Vestur-lsafjarðarsýslu, eftir að hann hafði verið þar einu sinni eða tvisvar í framboði fyrir Alþýðuflokkinn. Að áliti Gunnars virðast kjósendur hans hafa verið eign hans, en trúlega er álit þeirra annað. Þeir munu hafa talið sér frjálst að skipta um frambjóð- anda. Af einhverjum sálrænum ástæð- um hefur Gunnar, sem í eðli sínu er góður drengur, kalið á hjarta í lífsins armæðu og fyllst meiri og meiri meðaumkun með sjálfum sér yfir því að vera afskiptur lífs- ins gæðum. Loks leitar hann smyrsla á kalsár sín hjá félaga Brynjólfi og föður Stalin. — Svo dapurleg geta örlög góðs drengs orðið. Á framboðsfundinum í Súganda- firði flutti hann mál sitt af sjúk- legu ofstæki, óminnugur þess, að hann hafði einu sinni fengið verð- laun fyrir fegurðarglímu. Hann svívirti andstæðinga sína, en veitt- ist sérstaklega að æskuvini sínum og góðum félaga. Þá flutti hann mærðarfulla lofgerð um eigin af- rek í æsku og sagðist vera verka- lýðssinni og hvað Kommúnista- flokkinn eina verkalýðsflokk landsins. Svo hæddi hann þann flokk, sem hann leitar frelsins hjá. Afskipti Gunnars af verka- lýðsmálum eru þau, að sjálfs hans sögn, að hann átti þátt í stofnun verkalýðsfélags, sem dó. — Búið og punktum. — Undrar nokkurn, þótt dauðinn fylgi honum í félags- málum. Hitt er svo kunnugt, að sjCommúnistaflokkurinn hefur engu mannréttindamáli komið í fram- kvæmd fyrir íslenzkan verkalýð. Framboð Gunnars verður af engum tekið alvarlega í Vestur- Isafjarðarsýslu, nema örfáum hér- villingum, sem telja sig kommún- ista og vita ekki, hvað þeir eru að gera. Hins vegar mun Gunnar reyna að íklæðast skikkju fals- spámannsins og láta vinalega að verkamönnum. En þeim má öllum vera það ljóst, að með því að kasta atkvæði sínu á hann, eyðileggja þeir það og óvirða. Gunnar segist sjálfur vera kom- inn til þess að vekja storma og stríð. Einhvern tíma munu Vest- firðingar hafa farið ferða sinna í verra veðri.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.