Skutull

Årgang

Skutull - 15.09.1952, Side 4

Skutull - 15.09.1952, Side 4
4 S K U T U L L VEILL OG HALFUR. -------- HEILL OG STERKUR. Framh. af 1. síðu. af fulltrúa sínum á Alþingi Islend- inga. Reynist svo, er vandséð, hvaða mætur þeir hafi lengur á fordæmi forsetans mikla og kjör- orði hans: „Aldrei að víkja“. Tvennt vil ég þó nefna í viðbót, sem stuðlað hefur að því að rífa niður til grunna allar leyfar þess persónulega trausts, sem ég áður bar til Þorvaldar Garðars Krist- jánssonar. 1. Á ferðum sínum um kjör- dæmið hefur hinn ungi maður lát- ið í það skína, að hann væri í fram boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ósk og vilja Ásgeirs Ásgeirssonar. Þetta hefur forsetinn sjálfur orðið að bera til baka, til þess neyddur, þegar óvandaðir and- stæðingar hans tóku að gera sér mat úr óheilindahjali hins unga frambjóðanda. 2. í viðtölum við jafnaðarmenn í Vestur-lsafjarðarsýslu, segist Þorvaldur Garðar ennþá vera sami jafnaðarmaðurinn og hann hafi áður verið, og vilji aðeins leita styrks í stórum flokki, til að gera jafnaðarstefnunni meira gagn!! Að mæla slíkt er mikill ódreng- skapur, því vel veit hámenntaður maður eins og Þorvaldur Garðar það, að enginn þjónar í senn guði og mammoni — auðjöfnunarstefnu sósíalismans og auðsöfnunarstefnu kapítalismans. Og einkennilegt er það, ef þetta er þjóðráðið, að jafn vitrum manni og Jón Bald- vinsson var, skyldi aldrei hug- kvæmast það, þegar hann stóð einn á þingi, að bezta ráðið til að koma fram hugsjónum jafnaðar- stefnunnar væri það að ganga í- haldinu á hönd! — En svona kemur einn öðrum snjallari! Einu sinni reyndi íhaldið á Isa- firði svipuð vinnubrögð. Það fékk til framboðs ungan og álitlegan menntamann, sem vitað var, að staðið hafði nærri jafnaðarmönn- um í skoðunum. Frambjóðandinn lýsti því yfir, að hann væri jafn- aðarmaður — formelega var fram boðið þó talið utanflokka — en fast var það stutt af foringjum í- haldsins og blaðinu Vesturlandi. Fleira þurfti ísfirzkur verkalýður ekki til sannindamerkis um eðli framboðsins. Enginn jafnaðar- maður lét ginnast af þessum til- burðum, og sjálfstæðismönnum sjálfum gatst illa að svo klunna- legri kosningabrellu. Fylgið varð lítið. Ihaldið tapaði þingsætinu á ísafirði og hefur aldrei unnið það síðan. Allar líkur benda til þess, að þessi „fínu“ íhaldsvinnubrögð í Vestur-ísafjarðarsýslu, fái illan endi, enda væri Vestur-ísfirðing- um naumast annað sæmandi. Sturla Jónsson er heilsteypt persóna, mikill drengskaparmað- ur, óhvikull og ötull til allra starfa. Hann er það, sem flestir Vestur-lsfirðingar munu sýna traust á kjördegi og kjósa í hið auða sæti Ásgeirs Ásgeirssonar, það sem eftir er þessa kjörtíma- bils. Hann hefur manndóm og þrek til að bera málefni héraðsins fram til sigurs þótt á móti blási. Hann hefur grundvallaða þekkingu af eigin raun á öllum atvinnuvegum héraðsins, og gjörþekkir lífskjör verkafólks, sjómanna og bænda. Honum og hans manndómi mega allir treysta, enda á hann þar ó- skorað fylgi, sem menn þekkja 1 hann bezt. En slíkt eru jafnan hin allra beztu meðmæli. Andstæðingar Sturlu Jónssonar hafa verið að reyna að gera hann tortryggilegan í augum verka- manna með því að benda á, að hann væri útgerðarmaður. En sá áróður missir algerlega marks og dettur dauður niður. Að vísu er það rétt, að Sturla Jónsson hefur gert út eigin bát og verkað afla hans. En þeir menn fara mjög svo villir vega, sem halda það, að ó- brúanlegt djúp sé milli hagsmuna verkamanna og smáútgerðarinnar á Vestfjörðum. Þvert á móti. Þá menn vil ég helzt hafa við samn- ingaborðið, sem bezt þekkja til at- vinnulífsins. Við þá er jafnan bezt að semja. Það er reynsla mín bæði fyrr og síðar. 1 þessu sambandi vil ég minna á það, að Finnur heitinn Jónsson var ekki aðeins skeleggasti mál- svari sjómanna og útgerðarmanna á Alþingi. Hann var jafnframt og eigi síður einhver mest virti og viðurkenndasti fulltrúi verkalýðs- ins í samtökum hans, og var hann þó jafnan stjórnandi stærsta út- gerðarfélagsins á Vestfjörðum. — Ég svara andstæðingum Sturlu Jónssonar, þeim sem vilja tor- tryggja hann sem útgerðarmann, og segi: Ég tel mikla þörf fyrir útgerðarþekkingu hans á Alþingi. Og ég lýsi því yfir, að verkalýðs- barátta og heilbrigð atvinnufor- usta eiga að stunda vinsamlegt samstarf, en ekki fjandskap. Og í þeim málum öllum treysti ég þekk ingu, drengskap og dug Sturlu Jónssonar, og mæli hið bezta með kosningu hans. Sturla Jónsson hef- ur sjálfur verið verkamaður, sjó- maður, smábóndi og útgerðar- maður og hefur alla beztu eigin- leika hins trausta vestfirzka al- þýðumanns til að bera. Slíkan mann er gott að fá í þingflokk Al- þýðuflokksins, og vestfirzkum framfaramálum mun verða að hon- um mikill styrkur. Fylkið ykkur fast um Sturlu Jónsson. Hannibal Valdimarsson. Tónlistarskóli ísafjarðar tekur til starfa 1. okt. n.k. — Umsóknir sendist skóla- stjóra sem fyrst. Ragnar H. Ragnar, Smiðjugötu 5 — Sími 236. TILKYNNING um greiðslur fjölskyldubóta (barnastyrkja) til finnskra, norskra og sænskra ríkisborgara, sem búsettir eru hér á landi. Hinn í. júní s.l. gekk í gildi milliríkjasamningur íslands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæmar greiðslur fjölskyldubóta. Samkvæmt samningi þessum eiga finnskir, norskir og sænskir ríkis- borgarar, sem búsettir eru hér á landi, skráðir í manntal og hafa dvalið hér óslitið a.m.k. sex síðustu mánuði, rétt til fjölskyldubóta vegna barna sinna, sem dveljast með þeim hérlendis, á sama hátt og íslenzkir ríkisborgarar. Þeir ríkisborgarar greindra landa, sem samningur þessi tekur til, þ.e. hafa fleiri en þrjú böm undir 16 ára aldri á framfæri sínu hér- lendis, og vilja njóta réttinda samkv. samningnum, eru hér með beðnir að snúa sér, hver í sínu umdæmi, með umsóknir um fjölskyldubætur til umboðsmanns Tryggingastofnunarinnar hið allra fyrsta og leggja fram sönnunargögn fyrir því, að þeir hafi dvalið óslitið hér á landi a.m.k. séx síðustu mánuði. - - íslenzkir ríkisborgarar, sem dveljast í Finnlandi. Noregi eða Sví- þjóð, hafa dvalið þar óslitið a.m.k. síðustu 6 mánuði og em skráðir þar í manntal eða hliðstæðar skrár, eiga rétt til barnastyrkja í dvalar- landinu frá og með 1. júní s.l. eftir sömu reglum og ríkisborgarar hlut- aðeigandi lands. Reykjavík, 28. ágúst 1952. TRYGGINGASTOFNUN RIKISINS. Á bæjarstjórnarfundi 28. f.m. var samþykkt að láta gera kostnaðar- áætlun um byggingu þaks (þakhæðar) yfir sundhallar- og íþróttahús- byggingarinnar. Jafnframt var samþykkt að athuga, hvort félög í bæn- um væru fáanleg til að leggja fram fé, gegn því að fá húsnæði til starfsemi sinnar í rishæð byggingarinnar. Félögum og félagasamtökum í bænum, sem kynnu að vilja athuga þennan möguleika, er hér með bent á að skrifa bæjarráði sem fyrst, og helzt eigi síðar en 15. þ.m., og gera því grein fyrir óskum sfnum um húsnæði og möguleikum til fjárframlaga. ísafirði, 4. september 1952. BÆJARSTJÓRI. Auglýsing um innsiglun útvarpstækja. Samkvæmt ákvæðum 34. og 35 greina reglugerðar Ríkisútvarpsins hef ég í dag mælt svo fyrir við alla innheimtumenn að þeim sé, að S dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, heimilt og skylt að taka viðtæki þeirra manna, er eigi greiða afnotagjöld sín af útvarpi, úr notkun og setja þau undir innsigli. Athygli skal vakin á því, að viðtæki verða því aðeins tekin undan innsigli, að útvarpsnotandi hafi greitt afnotagjald sitt að fullu auk innsiglunargjalds, er nemur 10% af afnotagjaldinu. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Skrifstofu Ríkisútvarpsins, 10. sept. 1952. UTVARPSSTJÓRINN.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.