Skutull


Skutull - 23.12.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 23.12.1952, Blaðsíða 1
INGVAR JÓNASSON: Rotarymóí í Graninge 1951 Eitt kvöldið að Graninge geng- um við Brian írara og aftur eftir bryggjunni, líklega í nærri klukku- tíma, og spjölluðum um alla heima og geyma. Skyndilega minntist annarhvor eitthvað á þá stórkost- legu náð, að mega læra. Þetta varð sem einn stór punktur á eftir sam- tali okkar, því að lengra varð ekki komizt. Annar mundi allt í einu að hann þurfti að ljúka við bréf heim, hinn að hann þurfti að raka sig. Auðvitað var eitt af því sem við höfðum í huga, það tækifæri, sem við höfðum nú, sem námsmenn, til þess að sjá og kynnast einu bezta menningarlandi heims, og samtímis kynnast og dvelja með jafnöldrum frá níu öðrum þjóðum. Þessvegna stöndum við, þessir tuttugu-og-sexmenningar, allir í stórri þakkarskuld við hver sinn klúbb og Rotaryhreifinguna alla. Ég vil hér með þakka ykkur og Rotaryhreifingunni, fyrir að gefa mér þetta tækifæri, og vona ég, að félagsskapnum auðnist að halda á- fram að vinna að nánari kynnum og samstarfi hinna ólíku þjóða. Það var athyglisvert hvernig þessi, í upphafi sundurleiti hópur, samlagaðist og varð að einni heild. Þegar ég tók þessu boði, að fara til Svíþjóðar, ákvað ég að nota vel tveggja mánaða sumarfrí, gleyma allri músik, bara ferðast og skoða. Og það gerði ég í sjö vikur. Síðasti dagurinn í skólanum var laugardagurinn 14. júlí, og mið- vikud. 18. lagði ég af stað. Tók lest út fyrir London og gekk svo af stað út á þjóðveginn með nauð- synlegan farangur í bakpokanum. Gekk 5—6 km. og sneri höfðinu oftast aftur, en þá stoppaði líka bíll og tók mig upp, og keyrði ég með honum svo langt, sem við átt- um samleið. Þá kom önnur styttri ganga, og svo annar bíll, og smátt og smátt þokaðist ég norður á bóg- inn. Um klukkan fjögur var ég í Stratford-on-Avon. Rotaryhreifingin er mjög útbreiddur alþjóðlegur félagsskapur, sem hefir það liöfuðmarkmið, að hæta samhúð einstaklinga og þjóða. Að þessu vinnur Rotary m.a. með því að halda alþjóðleg mót, eins og það, sem lýst er í eftirfarandi grein. Höfundurinn .er Ingvar, sonur Jónasar Tómassonar, tónskálds, og er óþarft að kynna hann frekar fyrir Isfirðingum. Greinin er hirt samkv. til- mæluin Rotaryklúbbs Isafjarðar og var upphaflega flutt sem er- indi á klúbbfundi. A Baarregaard, tannlæknir er forseti klúhhsins. Ingvar Jónasson. 1 flestum löndum Evrópu er mjög víðtækur félagsskapur, sem hefir svipað takmark og Farfuglar heima. Þeir hafa ótal hús og skála víðsvegar um löndin, þar sem með- limir fá ódýra gistingu, og sums staðar máltíð. Þetta er ómetanleg aðstoð fyrir námsfólk og aðra, sem hafa lítil peningaráð. Gerir mörg- um mögulegt að ferðast um alla álfuna, á reiðhjóli eða gangandí, þ.e.a. s. á sama hátt og ég. Þeir, sem ferðast í eigin vélknúðum far- artækjum fá yfirleitt ekki gist- ingu. Þó þekkist það sums staðar, t.d. í Svíþjóð. 1 Stratford er einn slíkur far- fuglaskáli spölkorn fyrir utan bæ- inn, og gisti ég þar. Þar hitti ég m.a. Kínverja, Dani, Ameríkumenn og Svía. Um kvöldið fór ég í leikhúsið og sá Hinrik IV., fyrri hluta, sem auðvitað var dásamleg skemmtun. Maður, sem stóð við hliðina á mér, gaf sig á tal við mig, ók með mig heim á eftir, og sagðist mundu koma klukkan 10 morguninn eftir og aka með mig áleiðis. Það gerði hann líka, fór með mig nálega 70 mílur í norðaustur, en var annars á leið suður á bóginn. Þar fékk ég nokkuð langann göngutúr, en þá tók mig upp maður í f ínum bíl, og ókum við ca. 160—170 mílur. Hann átti heima í Middlesborough, en af því að ég hafði aldrei komið á þessar slóðir og var ekki viss um hvar í Falmouth farfuglaskálinn var, ók hann með mig nærri tíu mílur fram hjá heimili sínu og skil aði mér fyrir framan hliðið á skál- anum. Laugardaginn 21. júlí lagði ég svo af stað, með m.s. Venus, frá Newcastle. Hafði ég fengið far- miða fyrir hálfvirði í gegnum Far- fuglasambandið í London. Til Bergen kom ég nokkru eftir há- degi næsta dag, og tóku þar á móti mér og mínum líkum, tveir norsk- ir piltar og stúlka. Þau fylgdu okk- ur upp á Flöjen, þar sem skálinn stendur. Tveir Englendingar, sem ég fylgdist með, fóru að slá stúlk- unni gullhamra fyrir hvað hún tai- aði góða ensku. „Ja, eiginlega er ég nú ensk," sagði blessuð stúlk- an. Hún hafði verið í eitt ár í Bergen en ætlaði nú heim, því að annars mundi hún aldrei fara. Flöjen, er fjallið fyrir ofan Berg en, en þaðan er dásamleg útsýn yf- ir bæinn, og haf og eyjar úti fyr- ir. Um kvöldið fylgdi þetta sóma- fólk okkur í bæinn og sýndi okk- ur m.a. Snorra styttuna, og fékk ég það erabætti að segja hver hann hefði verið. Eftir það hafði ég ekki við, að svara spurningum, sem dundu yfir mig um ísland. Flestir vissu ekki hót um okkur, en sumir vissu sitt af hverju. Ást- rölsk stúlka þekkti prest í Sidney, sem talaði íslenzku, en ekki mundi hún hvað hann hét. Ensk stúlka hafði mikin áhuga fyrir selum, hafði heyrt, að mikið væri af þeim við Island!! Þau eru víst margvís- leg áhugamál kvenna. Daginn eftir skoðaði ég m.a. Hansasafnið og Tronhöjgen, þar sem Grieg bjó, og dó... Eftir að hafa séð þann stað verður áreiðan- lega enginn hissa á því, hvað lög Griegs eru rómantízk. Hugsa sér bara hvar þau hjón eru grafin. Fyrir framan íbúðarhúsið er þver- hníptur hamar niður að sjó. Inn í Framhald á G. siðu. Gleðileg jól! Farsælt komandi ár!

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.