Skutull

Årgang

Skutull - 15.01.1955, Side 1

Skutull - 15.01.1955, Side 1
XXXIII. árgangur. ísafjörður, 15. janúar 1955. F j árhagsáætlunin 1955. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar bæjarins urðu, við endanlega afgreiðslu, kr. 5.726.300.00. Utsvör eru áætluð kr. 3.473.900.00 eða 82 þús. kr. hærri en s.l. ár. Hinsvegar hækkuðu fasteiginagjöld um 292 þús. kr. og er það sams- konar hækkun á þeim gjöldum og önnur bæjarfélög hafa ákveðið fyrir 2—3 árum. Aftur á móti ákvað meirihluti bæjarstjórnar fyrir sitt leyti að hækka fjölskyldufrádrátt í útsvari um kr. 150.00, en það þýðir verulega útsvars- lækkun á fjölskyldumönnum. Hðrainlegt sjóslys. Það slys varð s.l. miðvikudag að brezkur togari, Kingston Pearl H. 542, sigldi m.b. Súgfirðing í kaf og fórust tveir menn, Rafn Ragnarsson, stýrimaður 21 árs og ókvæntur frá Súgandafirði og Hörður Jóhannsson, um tvítugt frá Súðavík. Hann lætur eftir sig unnustu. „Útsvarsæðið“. Sjálfstæðismenn halda að venju uppi heiftúðugum áróðri sínum gegn útsvörunum, og ganga m.a.s. svo langt að hamast gegn lög- legri innheimtu útsvaranna. Flökr- aði þeim þó ekki við útsvars- álögum, þegar þeir sjálfir réðu bænum, og atvinnuástand var öllu lakara en það er nú. Stað- reynd er það þó, hvernig sem blekkingameistarinn Matth. Bj. hamast, að útsvör og álögur ísa- fjarðarbæjar á íbúana eru sízt hærri en í öðrum kaupstöðum. Þannig voru útsvör á íbúa að meðaltali sem hér segir s.l. ár í þessum kaupstöðum: Isafjörður ....... kr. 1276.00 Akranes ............ — 1772.00 Akureyri ........... — 1274.00 Hafnarfjörður .... — 1534.00 Keflavík ........... — 2100.00 Reykjavík .......... — 1635.00 Vestmannaeyjar .. — 1717.00 Ennfremur er þess að geta, að flestir þessir kaupstaðir höfðu þá hækkað fasteignagjöldin, að ísa- firði undanskildum. Hækkun fasteignagjaldanna. Nú hækka hinsvegar fasteigna- gjöldin hér til móts við það sem orðið var áður í hinum bæjunum, en útsvörin hækka ekki verulega, og áreiðanlega langt um minna en í hinum kaupstöðunum. Má því gera ráð fyrir að samanburð- Einhleypur maður . .. Hjón með 1 barn...... Hjón með 2 börn...... Hjón með 3 börn...... Hjón með 4 börn...... Hjón me S 5 börn..... ur á bæjargjöldum hér og ann- arsstaðar á þessu ári verði ekki óhagstæðari fyrir ísafjörð en verið hefur síðustu árin. Þegar fasteignaskattur var fyrst lagður á 1940 var hann 12,88% af útsvörunum, en lóða- leigur o. fl. 3,68%. Síðan hefur. þetta hlutfall raskast stórlega, og 1953 er fasteignaskattur aðeins 1,6% af útsvörum, en fasteigna- gjöld 0,93% af þeim. Eftir þá hækkun, sem nú hefur verið á- kveðin, verður fasteignaskattur um 7,5% af útsvörunum en fast -eignagjöld 3,5%. Skortir því verulega á að með hækkuninni nú hafi þessi skattur verið hækkaður til fulls samræmis við það sem var 1940. Loks er þess að geta, að fast- eignaskatturinn er hér af flest- um húsum 0,35% af fasteigna- mati, en lögin heimila að hann megi vera 1%. Hækkað fjölskyldufrádrag. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað að beina því til niðurjöfnunar- nefndar, að hækkaður yrði fjöl- skyldufrádráttur í útsvari úr kr. 450 á mann í kr. 600. Þetta þýðir verulega lækkun útsvars á barnmörgum fjölskyld- um, miðað við sama útsvarsstiga og í fyrra, eins og sjá má af eftirfarandi dæmi um útsvar af 40 þús. kr. tekjum: 1954 1955 kr. 4.750.00 4.750.00 — 3.850.00 3.550.00 — 3.400.00 2.950.00 — 2.950.00 2.350.00 — 2.500.00 1.750.00 — 2.050.00 1.150.00 M.b. Súgfirðingur var um 40 rúmlestir, eign Óskars Kristjáns- sonar og Hermanns Guðmunds- sonar, Súgandafirði. Hann var byggður í Landssmiðjunni og kom til Súgandafjarðar s.l. haust. Þrír menn af áhöfn bátsins björguð- ust upp í togarann: Gísli Guð- mundsson, skipstjóri, Guðmundur Pálsson, vélstjóri héðan úr bæ, og Magnús Ingimarsson frá Súg- andafirði, hálfbróðir Rafns heit- ins. Slysið varð rétt fyrir kl. 12 á hádegi. Báturinn var staddur um 35 mílur NV að V frá Súganda- firði, og var að draga línu, átti 40 lóðir ódregnar. Veður var gott hæg NA átt og skyggni sæmilegt, eða um 1 km. Þegar togarinn kom brunandi voru þeir á þilfari Guð- mundur, Rafn og Hörður. Gísli skipstjói’i var við stýrið en Magn- ús var í káettunni að borða. Báturinn var með öll ljós uppi og átti því að vera auðvelt að forðast áreksturinn á ferðlausan bátinn. Togarinn kom á fullri ferð á bakb.siðu Súgfirðings framan- til í vélarrúmið, og nam stefnið við vélarreisnina. Kastaðist bát- urinn þá nokkuð frá togaranum og byrjaði að sökkva, en skip- verjar komust allir aftur fyrir stýrishúsið og bundu saman lóða- belgi til að fljóta á í sjónum. Strax á eftir varð annar árekstur og gekk nú stefni togarans inn Samkvæmt þessu ætti því út- svar hjóna með 5 börn og 40 þúsund króna árstekjur að lækka um kr. 900.00. Meirihluti bæjarstjórnar hefur í ákvörðunum sínum um álögur á bæjarbúa leitast við að hafa þær ekki hærii en nauðsyn krefur, þó þannig að fjárhagsafkomu bæjar- félagsins \ æri ekki stefnt í bein- an voða, eða íbúunum íþyngt umfram það, sem annarsstaðar úr stýrishúsinu, þar sem Gísli skipstjóri hafði staðið andartaki áður. Skömmu seinna renndi tog- arinn fram með stjórnborðssíðu m.b. Súgfirðings, en i því sökk báturinn og fóru bátsverjar allir í sjóinn. Sem fyr segir björguð- ust þrír. Rafn heitinn sást ekki framar, en eftir klukkustundar leit fannst Hörður Jóhannsson fljótandi á tveim belgjum. Var hann þá með lífsmarki, en komst aldrei til meðvitundar, þrátt fyrir lífgunartilraunir, sem stóðu yfir fulla þrjá tíma. Skipstjórinn á Kingston Pearl, Clifford Gordon Dunning, 33ja ára gamall, hafði verið á stjórnpalli togarans, á- samt tveim mönnum, en fór aftur í ratsjárklefann þrem mínútum áður en áreksturinn varð, til að ákveða stað skipsins. Leit hann í ratsjána og breytti á henni still- ingu en sá ekki bátinn. Annar mannanna, sem í brúnni voru, telur sig ekki hafa séð bátinn fyr en hann var kominn undir kinnung togarans, en hinn segist hafa séð hann, þegar eftir voru tvær til þrjár skipslengdir að honum. Flestir skipverjar á togaranum voru að matast, þegar slysið varð. Brezki togarinn kom með skip- brotsmennina og lík Harðar heit- ins hingað til ísafjarðar kl. 20,30 á miðvikudagskvöld. Sjópróf fóru fram á fimmtudag. tíðkast. En það er vert að bæjar- búar minnist þess, að veruleg fúlga er á þá lögð af vöxtum og afborgunum lána, sem óhjá- kvæmilegt var að taka til að rétta við fjárhag bæjarins eftir öngþveitistímabilið 1946—1951., þegar íhaldskommar fóru með stjórn bæjarins. Þeim mönnum ferst þessvegna illa nú að gala hátt um ,,Útsvarsæði“.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.