Skutull

Árgangur

Skutull - 15.01.1955, Blaðsíða 2

Skutull - 15.01.1955, Blaðsíða 2
2 SK.UTULL filondroðastefna fhaldsins I bæjarmáinm S K U T U L L Otgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, ísaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: Guðmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, lsaf. — Simi 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. IsaíiríU Mare nostrnm. Hafið kring um ísland er mare nostrum — hafið okkar. Þau verðmæti, sem þjóðin dregur úr því hörðum höndum, eru undir- staða þess menningarlífs, sem í- búar landsins lifa og hafa lifað. Það er mikilvægasta auðlind landsins, og ef sú auðlind yrði þurausin, þá yrði landið litt byggilegt. Þetta eru einföld sann- indi, en ekki viðurkennd af öll- um. Aðrar þjóðir, sem eiga næg- ar auðlindir heima fyrir, mót- mæla rétti okkar til hafsins, og ásælast verðmætin úr auðlind okkar svo ákaft, að við borð liggur að hún verði þurausin. Þessi afstaða nálgast fjörtjón ís- lenzku þjóðarinnar, en hlýtur jafnframt að þjappa Islendingum saman í sjálfstæðisbaráttunni fyr- ir mare nostrum, en takmark þeirrar baráttu er: Allt land- grunnið eign fslendinga. Höfuðféndur okkar í baráttunni fyrir mare nostrum eru Englend- ingar. Þeir hafa gripið til hins illræmda löndunarbanns vegna þeirra friðunarráðstafana til verndar fiskistofninum, sem íslenzk stjórnarvöld hafa á- kveðið, og sem eru algjört lág- mark þessháttar ráðstafana, ef þjóðin á ekki að komast á vonar- völ. Þetta löndunarbann brezkra togaraeigenda er brezku þjóðinni í heild og stjórn hennar til skammar, og reyndar furðulegt að menn eins og sir Winston og sir Anthony skuli láta það viðgangast. En atburðir síðustu daga virðast sýna, að ekki eigi lengur að láta sitja við löndunar- bannið eitt, heldur ætli Bretar jafnvel að hrekja íslenzka fiski- báta af miðum með dæmafárri fyrirlitningu fyrir alþjóða sigl- ingareglum, því togarar þeirra virðast ösla um sjóinn eftir regl- unni: Aldrei að víkja. Slys hafa hlotist af þessu, svo sem skýrt er frá í blaðinu í dag, og nýlega sökkti brezkur togari fiskibáti við bryggju á Þingeyri. Munaði þar mjóu að manntjón yrði af, og oft hefur það eingöngu verið snarræði íslenzku fiskimannanna að þakka, að ekki hafa orðið á- rekstrar. Þannig er blaðinu kunn- Erfið aðkoma. öllum bæjarbúum er enn í fersku minni glundroðinn á stjórn bæjarins í höndum sjálfstæðis- manna og komma (íhaldskomma) 1946—1951. Ásberg, Sigurður, Matthías og Steinn voru bæjar- stjórar á þessu tímabili, og í lok þess voru lausaskuldir 1350 þús. kr„ lánstraust alstaðar þrotið, og ekki séð fyrir daglegum nauð- synjum sjúkrahúss og elliheimil- is. Kommarnir sáu í hvert óefni komið var í apríl 1951 og vildu ekki lengur bera ábyrgð á ó- stjóminni. Slitu þeir samstarfi við íhaldið og mynduðu meiri- hluta um Jón Guðjónsson sem bæjarstjóra með Alþýðuflokknum. Það var mikið verk og erfitt að ráða fram úr þeim vandamál- um, sem að steðjuðu vegna við- skilnaðar íhaldsins við fjárhag bæjarins, og er óhætt að fullyrða, að margur maðurinn hefði gefist upp við að leysa þann vanda, sem Jón Guðjónsson tók að sér. En með þrotlausri vinnu, þraut- seigju og lagni tókst Jóni þegar á fyrsta ári að skipa málefnum bæjarins á allt annan og betri veg en áður var, og síðan hefur hann stöðugt haldið viðreisnar- starfinu áfram af óþrjótandi elju og dugnaði. Minnimáttarkennd íhaldsins. Piltar þeir í flokki íhaldsins, sem mesta ábyrgð báru á óstjórn- inni 1946—1951, og enn eru í bæjarstjóm, hafa þó ekki haft í sér manndóm og vit til að viður- ugt um að m.b. Páll Pálsson forðaði sér naumlega undan á- siglingu brezks togara daginn áður en m.b. Súgfirðingur var sigldur í kaf, og s.l. fimmtudag henti það sama m.b. Einar Hálf- dáns. Báðir voru þessir bátar að draga línu, og bar því togurunum skilyrðislaust að víkja. Þetta era engin einsdæmi, og ennfremur eyðileggja togararnir veiðarfæri bátanna gengdarlaust, þótt þau séu greinilega merkt með belgj- um og ljósbaujum. Þetta framferði verður ekki lengur þolað. Það verður að krefjast þess af íslenzkum stjórn- arvöldum að fiskimenn okkar fái nauðsynlega vemd til að sækja lífsviðurværi sitt og sinna í mare nostram. Það verður að færa út íslenzka landhelgi og lög- sögu, og efla landhelgisgæsluna eftir þörfum, svo unnt verði að stemma stigu við yfirgangi brezku togaranna. Hér eftir duga engin vetlingatök, í landhelgis- málinu. kenna starf Jóns Guðjónssonar að verðleikum og þakka honum það, að hann hefur afstýrt hin- um hörmulegustu afleiðingum af verkum þeirra sjálfra. Þeir hafa ekki einusinni kunnað að þegja og skammast sín, heldur hafa þeir hvað eftir annað ráðist að Jóni að tilefnislausu á hinn fúlmann- legasta hátt. Verður þetta ekki skýrt öðravísi en sem minnimátt- arkennd gagnvart Jóni vegna þess, að hann hefur gert margfalt bet- ur en ihaldspiltarnir megnuðu. Af þessari ástæðu báru þeir fram vantraust á Jón þegar fjár- hagsáætlun þessa árs var til síð- ari umræðu í bæjarstjórn í fyrri viku. Segja þeir, að bæjarstjóri hafi „brotið lög og reglur bæjar- stjórnar með því að sniðganga bæjarstjórn og taka einn ákvörð- un í málum, sem bæjarstjóm ein hefur rétt til að gera“. Þessu til sönnunar finna þeir svo ekkert annað en það, að bæjarstjóri hafi fengið lögfræðing til aðstoðar við innheimtu bæjar- gjalda og höfðað mál út af skuld, sem talin var útistandandi í bók- um bæjarins frá stjórnartíð þeirra sjálfra. Flestir venjulega gerðir menn mundu telja, að í báðum þessum tilfellum væri bæjarstjóri aðeins að gera skyldu sína sem starfsmaður bæjarins, en það er nú öðru nær eftir kokkabókum íhaldspiltanna hér á Xsafirði. Vilja afturhvarf til glundroðans. Auk þess að reyna að ófrægja Jón Guðjónsson, og spilla þar með árangrinum af hinu ágæta starfi hans, snýst öll viðleitni í- haldsminnihlutans í bæjarstjórn um það, að koma á svipuðum glundroða og ríkti í stjórn bæjar- málanna í meirihlutatíð sjálfra þeirra, og er herferðin gegn Jóni raunar einn þátturinn í þeirri þokkalegu iðju. Að öðru leyti lýsir þessi stefna sér meðal ann- ars í þeim breytingartillögum, sem íhaldið bar fram við fjár- hagsáætlunina fyrir þetta ár, þeg- ar hún var afgreidd hinn 5. þ.m. og era tillögurnar aðallega um tvennt: 1 fyrsta lagi að áætla bænum sýndartekjur og í öðru lagi að dreifa fjárveitingum bæj- arsjóðs þannig, að á mörgu verði byrjað en engu lokið til fulls. Sýndartekjur vildu þeir að þessu sinni áætla kr. 500 þúsund, og nú hét þessi liður „óinnheimt útsvör og aðrar tekjur til bæjar- sjóðs, þegar frádregin eru afföll og gjaldfallnar skuldir f.f.ári, sem greiða þarf á árinu 1955“. Árið 1952 báru íhaldsmenn fram samskonar tillögu og þá var upphæðin 750 þúsund krónur, 1953 var hún í tillögu þeirra 758 þús. krónur, en s.l. ár hvíldu þeir þetta „patent“ sitt. Hafa þeir þannig alls viljað áætla með þessum hætti í tekjum bæjarins krónur 2.008.000.00 og fyrir þessa glæsi- legu tölu átti svo auðvitað að gera heil ósköp, ekki vantaði það. — En hvað þýðir svo þessi boð- skapur? Hann þýðir í raun og veru það sama og að segja við bæjarbúa: Eftir því sem þið greiðið minna af útsvörum ykkar á ári hverju, safnast saman hjá bæjarsjóði meira og meira af útistandandi skuldum, sem síðan má taka inn í fjárhagsáætlun bæjarins sem tekjur, og brátt líð- ur að því, að þessi tekjustofn verður orðinn svo vænn, að bær- inn þarf ekkert annað í eitt til tvö ár, og þið getið þá sloppið alveg við bannsett útsvörin. En úr því að þetta á að heita svona einfalt, þá vaknar spurn- ingin: Hversvegna höfðu íhalds- menn ekki þessa aðferð, þegar þeir höfðu aðstöðu til? Og hvers- vegna telja máttarstólpar íhalds- ins ekki útist. skuldir fram sem tekjur í skattaframtölum sínum, heldur sem eignir? Það er ein- faldlega vegna þess, að enginn getur notað sömu tekjurnar oftar en einusinni, og blekkingameist- aranum Matthíasi, og aðstoðar- mönnum hans, mun veitast erfitt að leysa þá þraut. Þessvegna geta bæjarbúar aldrei haft neitt gott af þeim framkvæmdum, sem lofað er út á slíkar blekkingatekjur. Ef tillögur íhaldsins um þær næðu fram að ganga, mundi aðeins vera þjónað þeim tilgangi tillögumanna að skapa glundroða í málefnum bæjarins, bæjarbúum öllum til ó- þurftar. Engu á að ljúka. Meðal þeirra verklegu fram- kvæmda, sem verið hafa á döf- inni hjá bænum, eru viðgerð og breikkun Hafnarstrætis, Austur- völlur, smábátahöfnin og áhalda- húsið. Allt er þetta komið á nokkurn rekspöl, og verður að ljúka því. En Matthías & Co. eru ekki þeirrar skoðunar. Þeir vilja dreifa þeim framlögum, sem raun- hæf geta talizt, sem allra mest, þannig að í ýmsu verði grautað en ekkert fullgert. Þannig vildu þeir við afgreiðslu fjárhagsáætl- unarinnar að þessu sinni láta lækka framlag til Hafnarstrætis úr 100 þús. kr. í 50 þús., framlag til Austurvallar úr 50 þús. kr. í 25 þúsund, framlag til bátahafnar úr 100 þús. kr. í 50 þúsund og framlag til áhaldahúss úr 100 þús. kr. í 50 þúsund, en vildu í þess stað fitja upp á ýmsu öðru.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.