Skutull - 15.01.1955, Blaðsíða 3

Skutull - 15.01.1955, Blaðsíða 3
SKUTULL Kaupgjaldsbarátta íhaldsins í ljósi staðreyndanna. Eitt nýjasta hlutverk sendi- sveina ísfirzka íhaldsins er það að bera út um bæinn þau ósann- indi, að meirihluti bæjarstjórn- arinnar hafi misbeitt valdi sínu til þess að níðast á og ofsækja tvo sjálfstæðismenn, sem eru starfsmenn bæjarins, í launa- málum. Framangreindur fréttaburður í- haldsins styðst í engu við veru- leikann, enda framborinn gegn betri vitund og til þess eins að rægja pólitíska andstæðinga. Hér verður gerð grein fyrir aðalatriðum málsins, þeim bæjar- búum til glöggvunar, er hafa vilja það.sem sannara reynist. „Píslarvottarnir". Áfellisdómur Sjálfstæðisflokks- ins er fram borinn vegna tveggja bæjarstarfsmanna, hafnarvarðar og bifreiðastjóra, — og því haldið að fólki, að þeir séu of lágt launaðir, — séu „kvaldir í laun- um" af bæjarstjórninni. En götufréttastjórar íhaldsins og Vesturland hafa varazt að geta um laun þau, sem þessum mönn- um voru ákvörðuð af bæjarstjórn- armeirihlutanum. Ástæðan fyrir þeirri þögn er nærtæk og skiljan- leg, því sannleikurinn er sá, að laun þeirra eru engin „sultarlaun" og sízt skorin við nögl, og mundi afkomuöryggi og hagur ísfirzkrar alþýðu vera góður, ef unnt væri að tryggja hverjum starfandi manni bæjarins sömu árstekjur og þessir tveir bæjarstarfsmenn hafa, og mundi margur heimilisfaðirinn Það er í sjálfu sér jafnan létt verk að beiyda á ýms verkefni, sem æskilegt er að ráðast í, en það er ekki hygginna manna hátt- ur að bjástra við margt en Ijúka engu. Ihaldsfulltrúarnir í bæjarstjórn hafa markvisst reynt að knýja meirihlutann inn á þessa braut með tillögum sínum fyrr og síðar. En af þessum tillögum þeirra mundi aðeins leiða sama glund- roðann og vandræðafálmið og ríkti hér meðan þeir stjórnuðu bænum, og að lokum yrði að gefa stjórn bæjarins upp á bát- inn í fullkomnu úrræðaleysi. Þetta vilja auðvitað blekkingameistar- inn og aðstoðarmenn hans, sem eru úttútnir af minnimáttarkennd eftir uppgjöfina 1951. En það mun verða langt þangað til bæj- arbúar fela þeim hinum sömu mönnum, og flokki þeirra, forsjá bæjarmálanna. Til þess eru vítin að varast þau. vera glaður við slík „sultarlaun" á ári hverju. Hafnarvörðurinn. Samkvæmt tillögum bæjarráðs í launamálum hækkaði grunn- kaup bæjarstarfsmanna almennt um 10%. Þetta taldi Matthías Bjarnason ekki nægilega hækkun fyrir hafnarvörðinn, Símon Helga- son, og lagði hann því ofurkapp á að fá hann færðan upp um einn launaflokk. Ifi.n þegar farið var að athuga þessi mál nánar kom í ljós, að hafnarvörðurinn hafði allveru- legar aukatekjur fyrir af- greiðslu vatns til skipa. Árið 1953 námu þær tekjur kr. 5.500.00 og á síðastliðnu ári kr> 5.800.00. Að þessu athuguðu þótti meiri- hluta bæjarstjórnar alveg ástæðu- laust að flytja hafnarvörðinn upp um einn launaflokk og gera þar með betur við hann en aðra bæj- arstarfsmenn í sambærilegum störfum. Samþykkt var því, að hafnar- vörðurinn yrði áfram í sínum launaflokki og fengi þar, — að sjálfsögðu, — sömu launaupp- bætur og aðrir bæjarstarfs- menn, og héldi auk þess siimu aukagreiðslum fyrir vatnsaf- hendinguna og áður, auk ann- ara hlunninda. Laun hafnarvarðar. Nú skal gerð grein fyrir árs- launum haf narvarðar:. Föst árs- laun hans eru nú kr. 42.200.00 Greiðsla fyrir vatnssölu til skipa kr. 5.800.00 Árslaun samtals kr. 48.000.00 Bæjarsjóður greiðir auk þess af- notagjald af heimasíma hafnar- varðarins. Samkvæmt þessu eru mánaðar- laun hafnarvarðarins kr. 4.000. 00, og mun það ganga erf iðlega að telja fólki trú um, að það sé verið að „kvelja" Símon Helgason í launum, og þó ekki hvaS sízt, ef athuguð eru til samanburðar mánaðarlaun ann- ara ófaglærðra karlmanna. En laun þeirra eru, samkvæmt hæstu gildandi samningum stétt- arfélaganna, þessi: Almenn vinna: kr. 2.785.00 á mánuði, eða á ári kr. 33.420.00 Fyrir dreifingu kola: kr. 2.890.00 á mánuði, eða á ári kr. 34.680.00 Þess ber jafnframt að geta, að framangreindir mánaðarkaups- menn eiga að vinna, ef þörf er á, allt að y2 klst. í eftirvinnu á dag, án sérstakrar aukagreiðslu. Olíuaf greiðslumenn: kr. 2.910.00 á mánuði, eða á ári kr. 34.920.00 Heimilt er að láta olíuaf- greiðslumenn vinna til kl. 9 s.d. við móttöku á olíu úr tankskip- um, og, yfir sumarmánuðina, 2 klst. annan hvern sunnudag við afhendingu benzins, án auka- greiðslu. Staðreyndin er því þessi. Ars- kaup hafnarvarðarins er kr. 48 þús., eða 14.580 kr. hærra en mánaðarkaupsverkamanna, sem þó eiga a.m.k. að skiia 8 klst. vinnu hvern virkan dag. Auk þess hefur hafnarvörðurinn mikið lengra sumarleyfi en verkamenn, einnig mun meira veikindafrí, frían heimasíma og önnur hlunnindi. „Vaktavinna". Ef vitnað er til þess, að vinnu- tími hafnarvarðarins sé óreglu- legur, er rétt að bera kaup hans saman við kaup þeirra manna, er vinna vaktavinnu, þ.e.a.s. vinna jafnt nótt sem dag. Hæsta álag, sem greitt er á almennt kaup vegna vakta- vinnu er 35%. Sé því álagi bætt við al- mennt mánaðarkaup verður „vaktavinnukaupið" kr. 3.760. 00 á mánuði, — eða kr. 240.00 lægra á hvern mánuð en kaup hafnarvarðarins er. Af framanskráðu má sjá, að það er alveg sama hvaða samanburð- ur er gerður á kaupi hafnarvarð- arins og annara hliðstæðra mán- aðarkaupsmanna, sem þó allir vinna langt um verri og erfiðari störf en hann, — kaup hans er mikið hærra en þeirra. Það er því ósvífni og móðgun við dómgreind fólks að ásaka bæjarstjórnina fyrir það, að hún greiði hafnarverðinum of lág laun, því það er f jarri lagi. Einnig er rétt að geta þess hér, að á s.l. hausti var hafnarvörð- urinn, — að eigin ósk, — und- anþegin því starfi að veita landfestum skipa móttöku. Einnig óskaði hann eftir að losna við að hafa með höndum eftirlit með hafnarkrananum, og var líka orðið við þeirri beiðni hans. Hér verður ekki nánar rætt um starf hafnarvarðarins, en allir sem til þekkja munu fúslega við- urkenna, að 48 þúsund króna árs- laun eru alls ekki of lág laun fyrir störf hans. Bifreiðarstjórinn. 1 nokkur ár hefur bærinn haft fastráðinn vörubifreiðarstjóra í þjónustu sinni, þótt skiptar skoð- anir hafi oftast verið um hagnað bæjarfélagsins af því fyrirkomu- lagi. Bifreiðarstjórinn hefur aldrei verið á launaskrá bæjarins. Þegar hann réðist til bæjarins, í ágúst 1944, gerði hann sérsamn- ing við bæjarstjórnina um kaup sitt, og hefur sá samningur síðan verið grundvöllur þess kaups, sem honum hefur verið greitt. Vitanlega hefur hann fengið sömu launauppbætur, sem aðrir launþegar hafa fengið á þessu tímabili, þótt hann hafi ekki ver- ið á launaskránni. Arið 1945 varð samkomulag á milli Félags opinberra starfs- manna á Isafirði og og bæjar- sjóðs um skipun bæjarstarfs- manna í launaflokka, þ.e.a.s. um kaupgreiðslur til þeirra. Þá var engin ósk borin fram um það, að bifreiðarstjórinn yrði tekinn inn á launaskrána, og þótt rösk níu ár séu liðin síðan, hefur aldrei nein ósk borizt um það frá félaginu. Enda er forsvarsmönnum F.O. S.l. sjálfsagt ljóst, að sam- kvæmt vinnulöggjöfinni er samningsrétturinn um kaup at- vinnubifreiðastjóra hjá V.l.f. Baldri, enda hefur Baldur um langt árabil samið um kaup (bæði tíma- og mánaðarkaup), vörubibreiSastjóra. Þegar launasamþykktin var endur- skoðuð fyrir s.l. áramót sótti Matthías Bjarnason það mjög fast, að bifreiðarstjórinn yrði settur inn á skrána og hafður í 4. launaflokki. En Við nánari athugun taldi meirihluti bæjarstjórnarinnar á- stæðulaust að samþykkja þá ráð- stöfun, enda ekkert það fram komið, sem réttlætt gæti þá á- kvörðun, og aldrei talin nein á- stæða til slíks þau 10 ár, sem bifreiðarstjórinn hefur verið í þjónustu bæjarins. Af framansögðu vildi bæjar- stjórnin ekki fallast á tillögu Sjálfstæðisflokksins um að setja bifreiðarstjórann í 4. launaflokk- inn. Aftur á móti var samþykkt, að hann skyldi teka laun samkv. kauptaxta V.l.f. Baldurs á hverjum tíma, en það er það kaup, sem aðrir bifreiðastjór- ar í bænum, sem eru á mán- aðarkaupi, hafa, og er það sama kaup og hæst er greitt fyrir þá vinnu, t.d. í Keykja- vík. Méirihluti bæjarstjórnarinnar telur eðlilegt og sjálfsagt, að bifreiðarstjóri bæjarins hafi sama kaup og greitt er öðrum stéttar- bræðrum hans i bænum við sömu vinnu, og þá ekki hvað sízt, þegar það kaup er jafnhátt því, sem bezt er borgað annarstaðar á landinu. Fyrir þá afstöðu þarf bæjar-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.