Skutull - 15.01.1955, Blaðsíða 4

Skutull - 15.01.1955, Blaðsíða 4
SKUTULL stjórnarmeirihlutinn sízt að fyrir- verða sig. Hitt er aftur á móti furðulegt kæruleysi í meðferð á almanna fé, sem tekið er af borgurum bæjarins með þungum álögum, þegar nota á valdaaðstöðu til þess að hygla pólitískum sam- herjum eða vinum, t.d. með óeðlilega háum launagreiðslum, er eiga sér enga stoð í sam- bærilegum starfsgreinum. Laun bifreiðastjóra: Mánaðarkaup vörubifreiðastjóra er nú kr. 2.890.00 eða kr. 34.680. 00 í árslaun. Samkvæmt gildandi ákvæðum er gert ráð fyrir að vinnudagur þeirra megi vera til kl. 7 síð- degis án eftirvinnugreiðslu. Hvaða árslaun vildu sjálfstæð- ismenn greiða bifreiðarstjóra bæj- arins? Það voru kr. 42.200.00 . eða 7.600 krónum hærri laun en aðrir vörubifreiðastjórar, sem eru mánaðarkaupsmenn, hafa. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir til sjálfstæðismanna um að til- greina þau rök, sem fyrir því væru, að starf bæjarbifreiðar- stjórans væri 7.600 kr. hærra metið um árið en störf stéttar- bræðra hans, var því engu svar- að, enda engin fullnægjandi svör tiltæk, sem stæðust dóm reynsl- unnar. Sannleikurinn er nefnilega sá, að af hendi sjálfstæðismanna var hér alls ekki um að ræða baráttu fyrir sanngjarnri launaákvörðun til handa hafn- arverði og bifreiðarstjóra bæj- arins, heldur lágu allt aðrar orsakir og þessu algerlega ó- skyldar fyrir þessari „launa- baráttu" íhaldsins, eins og flestir munu nú hafa áttað sig á. Það var því að vonum, að for- svarsmaður Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórninni ræddi ekki þessi mál af stillingu, enda varð hann strax ráðþrota og kaus þá þann háttinn að kasta fram staðlausum fullyrðingum og gífuryrtum ásök- unum um „sultarlaun" „launa- kúgun" og „pólitískar ofsóknir", sem skjólstæðingar hans væru beittir af meirihluta bæjarstjórn- arinnar. En ætli fsfirðingar telji nú ekki „sultarlaunin" vera all- sæmilegar árstekjur og að pólitísku „píslarvottarnir" hans Matthíasar Bjarnasonar megi bara vel við þau una? Samlapingarvél. Victor-samlagningavél, hand- snúin, er til sölu. BÆJARSKRIFSTOFAN. „Upp úr gömlu drasli". flialdið bar fram vantraust á bæjarstjórann m.a. vegna þess, að hann hefði í heimildarleysi höfð- að mál á hendur ísfirðingi h.f. út af kröfu, sem Ásberg Sigurðs- son sagði að hefði verið „dregin upp úr gömlu drasli". Hvaða „drasl" var nú það, munu menn spyrja. Jú, þannig er mál með vexti, að í sambandi við kaupin á ísborgu tók bæjar- sjóður erlent lán, sem svo var látið heita síðar, að væri til greiðslu á lofuðu hlutafjárfram- lagi bæjarins, en var reyndar að- eins gert til þess að Isfirðingur h.f. missti ekki af þessum mögu- leika til lántöku, m.ö.o. var þetta stór greiði við togarafélagið. M. a. s. var þetta af þáverandi for- seta bæjarstjórnar, Sig. Bjarna- syni, talinn svo mikill greiði við félagið, að bæjarsjóður þyrfti alls ekkert annað að gera til þess að fá afhent hlutabréf sín, en að lána nafn sitt til lántökunnar. Út á það eitt ætti bærinn að fá bréfin, en Isfirðingur h.f. ætti að borga upp lánið. Svo skeður það, að áður en lánið hefur verið greitt til fulls, er gengi ísl. krónunnar fellt, og verður því gengistap á láninu á árinu 1950, sem nemur 37.500.00 Tilkynning frá Ratveitu ísafjarðar. Vegna yfirvofandi vatnsskorts eru rafmagnsnotendur alvarlega á- minntir um að fara sem sparlegast með rafmagnið. — Sérstaklega er brýnt fyrir mönnum að nota ekki rafmagn til hitunar. ísafirði, 14. janúar 1955. RAFVEITUSTJÓRI. Frá Msmæðraskólanum á ísafirði Vegna forfalla getur einn nemandi fengið skólavist nú þegar. Komið getur til greina sex vikna námskeið í hússtjórn, með þátttöku í handavinnunámskeiðum. Allar nánari upplýsingar hjá skólastjóranum, Þorbjörgu Bjarnadóttur. Til skattgreiðenda í tsafjarðarkaupstað. Athygli skattgreiðenda er hér með vakin á því að samkvæmt 34. grein laga um tekju- og eignarskatt eru allir þeir, sem hafa menn í þjónustu sinni, er taka kaup fyrir starf sitt, skyldir að skýra frá því, hvaða kaup þeir greiða hverjum manni, þar með talin stjórnar- laun, ágóðaþóknun, gjafir og fleira. Skýrslum þessum ber að skila til skattstofunnar á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 10. janúar. Samkvæmt 33. grein skattalaganna skulu allir þeir, sem hafa tekjur samkvæmt 7. grein eða eignir samkvæmt 17. grein afhenda skatt- stofunni skriflega skýrslu um tekjur sínar síðastliðið ár og eignir í árslok. Sama skylda hvílir á hverjum þeim, sem veitir forstöðu verzlun, verksmiðju eða öðru atvinnufyrirtæki, ef eigandinn er ekki búsettur innanlands, svo og á stjórn félags eða stofnunar og þeim, er hefur á hendi fjárhald fyrir þann, sem ékki er fjárráður, og einnig á skiptaráðendum dánar- og þrotabúa. Skýrslur þessar skulu hafa borist skattstjóra fyrir lok janúar- mánaðar. Isafirði, 6. janúar 1955. SKATTSTJÖRINN A ISAFIRDI. krónum. Þá vaknar spurningin, hver eigi að borga þetta gengis- tap. íhaldskommar eru þá í meiri- hluta í bæjarstjórn. Bæjarráð semur frumvarp að fjárhagsá- ætlun, þar sem gert er ráð fyrir að bærinn borgi tapið. En við aðra umræðu um f járhagsáætlun- ina flytja þáverandi meirihluta- flokkar tillögu um að fella þessa greiðslu niður í áætluninni, á þeim forsendum að Isfirðingur h.f. eigi að greiða gengistapið af Boston Deep Sea láninu. Þá var enn talið, að bærinn hefði gert félaginu mikinn greiða, þeg- ar lánið var tekið. Samkvæmt afgreiðslu íhalds- komma á fjárhagsáætlun ársins 1950 taldi aðalbókari þeirra, — Kjartan Ólafsson, þennan um- rædda gengismun s'íðan til skuld- ar hjá Isfirðingi h.f. í bókum bæjarins, og þar stóð þetta 1951, þegar meirihlutaskiptin urðu, og upp úr þessu „gamla drasli" hef- ur krafan verið dregin. Hefur síðan verið margreynt að fá kröf- una greidda, eða semja um hana, en forstjóri ísfirðings h.f. jafnan harðneitað að greiða, nema að undangengnum dómi, í þeirri trú sinni, sem nú er reyndar orðin vissa, að honum mundi takast að flækja málið svo, að bærinn tapaði því í héraði. En staðreyndirnar, sem raktar hafa verið hér að framan um „gamla draslið", standa óhagg- aðar, og á þær getur almenning- ur lagt sinn dóm. Ur heimahögum. Sparið rafmagnið. Blaðið vekur athygli lesenda á auglýsingu rafveitunnar, þar sem fólk er hvatt til að fara sparlega með rafmagnið vegna yfirvofandi vatnsskorts. Vatnsforði rafveit- unnar gengur nú sem óðast til þurrðar, enda þótt olíuvélin hafi verið í stöðugri notkun síðan í nóvember, og á þessu verður eng- in bót ráðin fyr en snjóa tekur að leysa, og nýr forði safnast í vötnin. Það er hægt að komast af með minna rafmagn en venju- íega, ef sparnaðar er gætt, og einkum er fólki bent á að nota ekki rafmagn til hita að óþörfu. Frjáls samtök rafmagnsnotenda um þetta eru þægilegri fyrir alla aðila heldur en skömmtun raf- magns. Andlát. Jón Finnsson, lögregluþjónn, andaðist 9. þ.m. 55 ára að aldri. Útför hans fer fram í dag frá Isafjarðarkirkju. Jón heitin var fæddur í Hvestu í Ketildalahreppi í Barðastrandarsýslu. Hann hafði starfað hér sem lögregluþjónn í rúmlega 25 ár. Spilakvöld. Alþýðuflokksfélögin hafa spila- kvöld í Alþýðuhússkjallaranum annað kvöld. Þórður stjórnar fé- lagsvistinni, Villi Valli og hljóm- sveit leika fyrir dansinum.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.