Skutull - 11.02.1955, Blaðsíða 1

Skutull - 11.02.1955, Blaðsíða 1
XXXIII. árgangur. ísafjörður, 11. febrúar 1955. 2. tölublað. ISFIRÐINGAR! Á sunnudag verður stórsvigs- keppni á Seljalandsdal. Keppt- verður í þrem aldursflokkum karla og kvennaflokki. Keppnin hefst kl. 13. — Allir á dalinn. Mikiar siysfarir á sjó. Látinna sjómanna fflinnst í bæjarstjórn Hinn 26. janúar s.l. fórust tveir brezkir togarar með 42 mönnum djúpt út af Horni. Sama dag strandaði b.v. Egill rauði undir Grænuhlíð og fórust 5 menn af áhöfn hans en 29 mönnum var bjargað. Brezki togarinn Lorella sendi út neyðarskeyti um kl. 13,50 þann 26. janúar s.l. Hafði þá skipið lagst á hliðina í rúmsjó, og rétt^ izt ekki við aftur vegna ísingar. Mörg skip, innlend og erlend, lögðu þegar af stað til hjálpar hinu nauðstadda skipi, og meðal þeirra var Roderigo frá Hull. Seinni hluta dagsins sendi það skip einnig frá sér neyðarkall, og hefur ekki spurst til þess síð- an. Mikil leit var gerð að skipum þessum á sjó og í lofti, en ekk- ert fannst úr þeim annað en tómur gúmmíbjörgunarbátur, sem talið er að geti verið úr öðru skipinu. Áhafnir skipanna voru samtals 42 menn. Brezka sendiráðið í Reykjavík vottaði S.V.F.Í. og öllum, sem þátt tóku í leit að hinum týndu skipum, þakkir Breta fyrir leit- ina, og var í ávarpinu talið að í leitinni hafi verið örugglega gengið úr skugga um að enginn maður af áhöfn skipanna gæti verið á lífi. Bæði þessi skip hafa tvímæla- laust farist með þeim hætti, að engri björgun varð við komið, og hefur því fréttaflutningur brezkra blaða (Daily Mail) af slysum þessum, vakið undrun og reiði allra íslendinga og verið mót- mælt af utanríkismálaráðherra. Það, sem ætti að vera rann- sóknarefni brezkra yfirvalda í sambandi við þessi hörmulegu slys, er sjóhæfni þeirra skipa, sem brezkir útgerðarmenn senda að heiman á fjarlæg mið, þar sem allra veðra er von, og mennt- un og hæfni þeirra skipstjóra, sem til slíkra ferða veljast. Strand b.v. Egils rauða. Skipið hafði verið í landvari undir Grænuhlíð í tvo sólarhringa áður en það strandaði. Ekki var lagst fyrir akkerum, og kl. rúm- lega 18 þann 26. jan. s.l. strand- aði skipið, þegar verið var að „kippa" því nær landi. Strand- staðurinn er rétt innan til við svonefnda Teistu, um mílu vegar frá vitanum á Sléttu. önnur skip voru þarna rétt hjá og fundu fljótt strandstaðinn. Komu b.v. Austfirðingur, Elliði og Neptun- us og brezki togarinn Andanes þegar á vettvang, en björgunar- tilraunir þeirra, og annarra skipa, sem síðar komu á staðinn, reynd- ust árangurslausar. Loftskeyta- og talsamband við hið strandaða skip rofnaði fljótt, og var því ekki vitað um afdrif áhafnar- innar. Héðan frá Isafirði fór sveit manna um kvöldið á m.b. Heið- rúnu með björgunartæki slysa- varnarsveitarinnar hér. Gátu þeir ekkert að gert á slysstaðnum um kvöldið vegna dimmviðris og veð- urofsa, og var haldið inn á Hest- eyrarfjörð í fylgd með varðskip- inu Ægi og Andanesi til að leita að lendingarstað. Reyndist hvergi lendandi fyr en á Hesteyri, en þaðan var björgunarsveitin 9 klst. á strandstaðinn. — Með ís- firðingunum fóru 10 harðduglegir menn af m.b. Austfirðingi og einn maður af varðskipinu Ægi og hafði hann lítið tal- og senditæki meðferðis. Veður var óskaplegt og leið björgunarmannanna tor- sótt, en fyrir harðfylgi sveitar- innar og góða leiðsögu ungs manns, Gísla Jónssonar, sem ætt- aður er frá Sléttu, komust flestir björgunarmennirnir á staðinn með björgunartækin, og tókst þeim að bjarga 16 mönnum af áhöfn Egils rauða. Var björgunarstarf- inu lokið um kl. 15 og höfðu þá þessir skipverjar Egils rauða hafst við í skipsflakinu í brim- garðinum í 19—20 klst. Skytta sveitarinnar er Gestur Sigurðs- son, formaður, og tókst honum að skjóta línunni í flakið í þriðja skoti. Margt manna héðan og af ýmsum togurum kom til móts við skipbrotsmenn og björgunarsveit- ina á Sléttu, og gisti allur hópur- inn þar til föstudagsmorguns. Björgun af sjó hófst á fimmtu- dagsmorgun og voru þá m.b. And- Á fundi bæjarstjórnar 2. þ.m. mælti forseti bæjarstjórnar, Birg- ir Finnsson, á þessa leið í fund- arbyrjun: „Áður en gengið er til dag- skrár, vil ég leyfa mér að fara nokkrum orðum um þau hörmu- legu sjóslys, sem orðið hafa hér í nágrenni Isafjarðar fyrir skemmstu. Er þar fyrst að minnast þess atburðar, er varð 12. f.m., þegar brezki togarinn Kingston Pearl frá Hull sigldi niður m.b. Súgfirð- ing, er hann var að draga línu, með þeim afleiðingum, að tveir menn drukknuðu, þeir Rafn Ragn- arsson frá Suðureyri og Hörður Jóhannesson frá Súðavík, báðir um tvítugt. Sjópróf leiddu í ljós, að þetta slys varð vegna ónógrar aðgæzlu af hálfu skipshafnar togarans, og var eignatjónið og dánarbætur metið á 2.250.000.00 krónur. Þetta slys beindi athygli manna að því, að brezkir togarar, sem veiðar stunda hér við land, fara oft ógætilega í námunda við ís- lenzka línubáta undir lóðum, og virða lítt alþjóðlegar reglur um rétt fiskiskipa, sem eru yfir veið- arfærum í sjó, greinilega merkt- um. Brezki skipstjórinn lýsti fyrir sjóréttinum harmi sínum yfir því að mannslíf skyldu hafa glatast í slysinu, og er vonandi að starfs- bræður hans og samlandar láti sér slys þetta að kenningu verða, og fari hér eftir varlegar en hing- að til, þegar þeir eru við veiðar á miðum línubátanna, því enda þótt tjónbætur komi fyrir manns- vari og Páll Pálsson komnir á staðinn og ennfremur b.v. Jör- undur og Goðanes o.fl. skip. Komust bátarnir nær flakinu en stærri skipin, og hætti Ólafur Sigurðsson skipstjóri á Andvar- anum báti sínum upp í sjálfan brimgarðinn til þess að hægt væri að skjóta línu af honum yfir í flakið. Þetta tókst í fimmta skoti, og var það Magnús Gíslason, skip- stjóri á b.v. Goðanesi, sem skaut því skoti, en með honum voru um borð í Andvara menn af Framhald á 3. síðu. lífin, þá megna þær aldrei að fylla hin auðu skörð í vaskra drengja sveit. Þann 26. f.m. varð einhver hinn mesti skiptapi, sem um getur við landið um áratugaskeið. Tveir brezkir togarar, Lorella og Roder- igo, fórust með samtals 42 mönn- um út af Horni. Togarinn Egill rauði Nk. 104, eign bæjarútgerðar Neskaupstaðar, strandaði sama dag undir Grænuhlíð og fórust þar fimm menn, en 29 mannslíf- um var forðað úr heljar greipum eftir mikið og áhættusamt björg- unarstarf. Þessir atburðir eru mönnum hér á Isafirði í svo fersku minni, að þeir verða ekki frekar raktir hér. Nöfn þeirra, sem fórust af b.v. Agli rauða, eru: Stefán Einarsson, 3. vélstjóri, lætur eftir sig konu og 5 börn. Atli Stefánsson, kyndari, 17 ára sonur Stefáns vélstjóra. Hjörleifur Helgason, kyndari, ókvæntur. Þessir menn voru allir frá Nes- kaupstað. Magnús Guðmundsson, háseti, frá Fáskrúðsfirði, kvæntur og átti 4 börn. Sofus Dalberg frá Færeyjum, kvæntur maður og átti börn. Eftirlifendum allra þeirra, sem fórust af m.b. Súgfirðingi og af b.v. Agli rauða vottum við inni- lega samúð og hluttekningu, og við minnumst jafnframt allra þeirra sjómanna íslenzkra og er- lendra, sem lagt hafa upp í hina hinstu för, og óskum þeim góðr- ar landtöku handan við móðuna miklu." Bæjarfulltrúar tóku undir þess- ar óskir með því að rísa úr sæt- um, en að lokum mælti forseti: „Þá vil ég að endingu biðja bæjarstjóra að tjá karladeild slysavarnafélagsins á Isafirði og björgunarsveitinni aðdáun og þakklæti bæjarstjórnarinnar til allra þeirra, sem unnu það frá- bæra afrek að bjarga 29 manns- lífum úr greipum dauðans við hinar erfiðustu aðstæður. Störf Slysavarnarfélags íslands- verða aldrei of metin eða þökkuð svo sem vert er."

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.