Skutull

Árgangur

Skutull - 11.02.1955, Blaðsíða 2

Skutull - 11.02.1955, Blaðsíða 2
2 SKUTULL Ríkisstjórnin hindri nauðnngarsolnr vélbáta úr bænum og stuðli að bví að nýr togari fáist hingað. SKUTULL títgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarraaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: Guömundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þuergölu 3, tsaíirfU. Bæjarfélðffín fði nýja tekjustofna. Oft heyrist nú talað um nauð- syn þess „að viðhalda jafnvægi í byggð landsins“, og eru það eink- um ýmsir þingmenn stjómar- flokkanna, sem taka sér þessi orð í munn, og má með sanni segja, að þetta séu orð í tíma töluð. En gerðirnar eru svo ekki alltaf samkvæmt því, t.d. hefur fátt eitt verið gert til þess að jafna aðstöðumun bæjarfélaga úti um land og höfuðborgarinnar til tekjuöflunar, og má raunar segja, að þessi aðstöðumunur fari vax- andi eftir því sem Reykjavík þenst út. Á fundi báejarstjórnar ísafjarð- ar 5. f.m. var gerð svofelld álykt- un: „Bæjarstjórn ísafjarðar skorar eindregið á Alþingi og ríkisstjóm að eftirláta bæjarfélögunum utan Reykjavíkur nauðsynlega tekju- stofna, og bendir þar sérstaklega á söluskatt og landsútsvar. Jafn- framt skorar bæjarstjórnin á Al- þingi og ríkisstjórn að létta af bæjarfélögunum lögboðnum út- gjöldum t.d. lögreglukostnaði og framlagi til almannatrygginga. Bæjarstjórnin telur það vera nauðsynlegan þátt í því að við- halda jafnvægi í byggð landsins, að létta útsvarsbyrðum af íbúum þeirra bæjarfélaga úti um land, sem eins og nú háttar, hljóta að leggja mun hærri útsvör á einstaklinga, en gert er í höfuð- borg landsins." Á undanförnum árum hefur það vandamál einnig verið ofarlega á dagskrá með þjóðinni, með hverjum hætti unnt væri að jafna metin um réttlátari skiptingu milli ríkisvaldsins og sveitar- og bæjarfélaganna, á þeim hluta þjóðarteknanna, sem á hverjum tíma er ákveðið að innheimta skuli til þess að standast kostnað af opinberum útgjöldum þessara aðila, til menningarmála og ann- ara nauðsynlegra framkvæmda. Hlutur bæjarfélaganna í þeim út- gjöldum er fastákveðinn með lög- um, og er mörgum þeirra um megn, og í raun og veru hafa verst settu bæjarfélögin gefist upp Á fundi bæjarstjórnar ísafjarð- ar 5. f.m. var gerð svohljóðandi samþykkt, með samhljóða atkvæð- um allra bæjarfulltrúa kaupstað- arins: „Bæjarstjóm ísafjarðaðr skorar á ríkisstjórnina að hindra frekari nauðungarsölur báta úr bænum, meðan ekki hafa verið gerðar ráð- stafanir til að fylla þau skörð, sem á undanförnum árum hafa verið höggvin í atvinnutæki bæj- arbúa með skipasölum. Jafnframt skorar bæjarstjórn- in á ríkisstjómina, að hún greiði fyrir því, að a.m.k einn nýr tog- ari fáist til bæjarins." Bæjarstjóri hefur skrifað ríkis- stjórninni með þessari samþykkt á þessa leið: „Hæstvirtri ríkisstjórn er mjög vel kunnugt, hversu veigamikill fjárhagslega, m.a. vegna takmark- aðrar gjaldgetu borgaranna til þess að standa undir byrðum af síhækkandi útsvörum. Hin lög- ákveðnu útgjöld til lýðhjálpar, menningarmála, heilbrigðismála, lögreglukostnaðar o.s.frv., verða að sjálfsögðu ekki umflúin. En uppgjöf illa stæðra bæjarfélaga kemur fram í því, að þau skortir fé til að halda til jafns við betur setta staði um fjárframlög til eflingar atvinnulífinu og til ann- ara framkvæmda, sem gera fólki lífvænlegt að eiga þar heima á- fram eða setjast þar að. Með öðrum orðum: Fjárhagsörðug- leikar, annarsvegar vegna þungra lögskipaðra byrða og hinsvegar vegna skorts á nauðsynlegum tekjustofnum, valda því, að sum bæjarfélögin verða að láta þá hluti mæta afgangi, sem mestu máli skipta um að viðhalda jafn- vægi í byggð landsins. Með ofangreindri samþykkt vill bæjarstjóm ísafjarðar vekja at- hygli Alþingis og ríkisstjómar á nauðsyn þess, að stórkostlegt þjóðfélagslegt vandamál verði tekið til gaumgæfilegrar athug- unar og skjótrar úrlausnar, — jafnframt því að benda á þau atriði, sem líklegust hafa þótt til úrlausnar, þegar um þetta vandamál hefur verið fjallað á opinberum vettvangi. Er þess að vænta, að þeir þing- menn stjórnarinnar, sem oftast tala um nauðsyn þess „að viðhalda jafnvægi í byggð landsins", sýni í verki, að þeir meini eitthvað með þessum orðum, og styðji þá sanngjörnu kröfu, að bæjarfélögin utan Reykjavíkur fái nýja tekju- stofna, t.d. söluskattinn. Hér í bæ mun hann nema um 500 þús. kr. árlega. þáttur vélbátaútgerðin hefur ver- ið atvinnulífi kaupstaðarins. Rík- isstjórninni er einnig vel kunnugt um, að vélbátaútgerðin á Isafirði er, og hefur á undanfömum árum verið fjárhagslega lömuð, og um ástæður til þess að svo er komið: Síldarleysi margra undanfarinna ára og aflaleysi á vélbátamiðum við Vestfirði, vegna gengdarlausr- ar ágengni togveiðiskipa, inn- lendra og erlendra. Það er alkunna, að hinar nýju reglur um rýmkun landhelginnar stækkuðu aðeins óverulega friðuð svæði við Vestfirði. Lokun stórra flóa og annara togveiðisvæða víðs vegar við strendur landsins, sem áður voru opin togveiðiskipum, varð hinsvegar .til þess, að tog- veiðiskipin, innlend sem erlend, flykktust tugum og hundmðum saman á bátamið Vestfirðinga. Sannarlega var þó ekki á bæt- andi um togaraágengni þar. Með réttu var þessum aðgerðum líkt við að rekið hefði verið í túnið hjá Vestfirðingum. Er þá ekki á góðu von og sízt ef svo verður til frambúðar, sem nú er, að þeim einum er meinað að reka ófögn- uðinn af höndum sér. Reynslan af starfsemi hluta- tryggingarsjóðs bendir eigi til þess, að ísfirzk vélbátaútgerð geti notið þaðan þess stuðnings, sem hún með réttu á tilkall til, flest- um eða öllum öðrum fremur. Fj árhagsþrengingar undanfar- inna ára hafa reynt mjög á þol- rifin í ísfirzkum vélbátaútvegs- mönnum. En þeim er ljóst hví- líkur bjargvættur vélbátaútgerð- in hefur verið atvinnulífi kaup- staðarins og vilja í lengstu lög, og í þeirri von að úr rætist, tregðast við að leggja árar í bát. Þó hefur svo farið, að ísfirzk vélbátaútgerð hefur dregist mjög saman á síðari árum. Meðal ann- ars hafa þau óhöpp skeð, að lfena- stofnanir sjálfs ríkisins hafa stað- ið að nauðungarsölu ísfirzkra vél- báta til fjarlægra staða. Bæjarstjórn Isafjarðar treystir því, að hæstvirt 'ríkisstjórnin sýni atvinnumálum Isfirðinga þann skilning að koma með ein- hverjum ráðum í veg fyrir, að áframhald verði á nauðungar- sölum vélbáta úr bænum, ísfirzku atvinnulífi til óbætanlegs tjóns. Haéstvirtri ríkisstjórn er kunn- ugt um, að athuganir fara nú fram á möguleikum til þess að efla atvinnulíf kaupstaðarins með útvegun :ogara til viðbótar hing- að til ba jarins. Hér er um stór- fellt nauð'synjamál að ræða og með einh. ga fylgi sínu einnig við síðari hluta framangreindrar sam- þykktar, vill bæjarstjórnin beina eindregnum tilmælum til hæst- virtrar ríkisstjórnar um að veita því máli nauðsynlega fyrir- greiðslu.“ Hér kann sumum finnast það skjóta skökku við að tala um aukna útgerð togara héðan jafn- framt því, sem rætt er um á- gengni togara >á fiskimiðin, en er ekki nærtækara og sjálfsagðara að þeir íbúar þessa lands, sem búa næst hinum auðugu togmið- um, Hala og Hornbanka o.s. frv., hafi lífsviðurværi sitt af togveið- um hér út af, heldur en að er- lendir sjómenn sæki á þessi mið um fleiri þúsund mílur, stundum á skipum, sem eru lítt hæf til slíkra ferða? ----------O--------- Bjðrgun þokkuð. Á b.v. Agli rauða voru 20 fær- eyskir sjómenn, og fyrir þeirra hönd flutti sendiherra Dana, frú Bodil Bergtrup ávarp það, sem hér fer á eftir, í útvarpið 1. þ.m. „Við gleymum þessum atburði aldrei — segja færeysku sjómenn- irnir, sem heimtir voru úr helju, þegar Egill rauði ’ fórst — og þeir hafa beðið mig að þakka íslendingum björgun sína úr stór- sjó og veðurofsa. Hugur þeirra beinist til skip- stjóra Ægis og áhafnar, til mann- anna á Austfirðingi, Jörundi, Goðanesi, Páli Pálssyni, Andvara og Andanesi og manna á mörg- um öðrum skipum, til dæmis Heið- rúnu, Sæbirni og iá togurunum Elliða, Neptúnusi og ísólfi, sem allir hættu lífinu til að taka þátt í björgun þeirra. Skipstjóra sín- um á Agli rauða gleyma þeir ekki heldur. Þeir biðja mig að flytja þakkir Slysavarnafélagi íslands í heild og sérstaklega þó björgunarsveit- unum á Isafirði — þeirri sem brauzt yfir fjallið í ófærð og hríð, og skíðasveitinni, sem færði þeim mat og föt, ennfremur símstöð- inni á ísafirði, já, öllum ísafjarð- arkaupstað, sem mun verða minnzt sem bæjar hinna dug- miklu drengja og hjálpsömu kvenna. Færeyingar hafa glaðst yfir vinsemdinni, er þeim hefur verið auðsýnd hér í Reykjavík og þeir endurtaka: Við munum aldrei gleyma ís- landi.“ ísleifur Gíslason, skipstjóri á b.v. Agli rauða, flutti einnig þakkarorð í útvarpið f.h. skips- hafnarinnar. --------o--------

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.