Skutull

Árgangur

Skutull - 11.02.1955, Blaðsíða 3

Skutull - 11.02.1955, Blaðsíða 3
S K U TU LL 3 Rafmagnið. Undanfarin ár hafa verið okkur hagstæð hvað rafmagnið snertir, þannig að vatnsforðinn í Fossa- vatni og Nónhornsvatni hefur enzt allan veturinn, og ekki þurft að grípa til skömmtunar á raf- magni, og ekki þurft að keyra dieselsamstæðuna — „Gottwald“ verulega. Hefur því afkoma raf- veitunnar verið tiltölulega góð og unnt að halda rafmagni hér í lægra verði en víðast hvar ann- arsstaðar. Hinsvegar er það svo, áð á þessum árum hefur orðið að greiða verulegar vanskilaskuld- ir frá fyrri árum, og hefur þvi fyrirtækið ekki mikið fé hand- bært til að ráðast í stórfram- kvæmdir, þótt það sé fjárhags- lega vel stætt. Nú er þannig ástatt vegna lít- illar úrkomu s.l. haust, og það sem af er vetri, að orðið hefur að grípa til þess ráðs að takmarka rafmagnsnotkun bæjarbúa, og ef ekki kemur leysing innan skamms, getur hæglega svo farið, að enn verði hert á skömmtun- inni. Þetta ástand er mikið fjár- hagslegt tjón fyrir rafveituna og til óþæginda og tjóns fyrir raf- magnsnotendur. Hvað er þá til úrbóta? Þegar ,,Gottwald“ var keyptur lögðu Alþýðuflokksmenn til að keypt yrði 750—1000 kw. sam- stæða, en rafall „Gottwalds" er 255 kw. Þegar þetta gerðist hafði Vestfjarðavirkjun verið fráskrif- uð um ófyrirsjáanlegan tíma, og sjálfstæðismenn felldu ekki til- lögu Alþýðuflokksins um stærri dieselvél af því að þeir ætluðu síðar að koma upp slíkri vél, eins og sagt er í síðasta Vesturlandi, heldur af því að þeir ætluðu að koma hér upp hitaaflstöð, þ.e. rafmagns- og hitaveitu (eim- túrbínu) sællar minningar. Nú er viðhorfið hinsvegar þann- ig, að Vestfjarðavirkjun hefur verið ákveðin, þótt lítið sé enn upplýst um fyrirhugaðar fram- kvæmdir þar, og tilliögun þeirra, annað en það, að virkja eigi til að byrja með 2400 kílówött í Mjólkám í Arnarfirði og 400 kw. í Fossá í Hólshreppi. Samtímis á, samkvæmt tilkynningu ríkis- stjórnarinnar, að leggja aðal- orkuveitu, sem tengi saman bæði þessi orkuver og Fossavatns- virkjunina í Engidal. Nýju virkj- anirnar eiga að vera komnar í notkun í árslok 1957. Stofnkostn- aður er áætlaður 40 miljónir króna, og á veitan að ná til Pat- reksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar, Suð- ureyrar, Isafjarðai’, Hnífsdals, Bolungavíkur og Súðavíkur. Þessar ráðagerðir ríkisstjórnar- innar hljóta að hafa áhrif á að- gerðir Isfirðinga í rafmagnsmál- unum. Vatnsaflið verður alltaf ódýrasti orkugjafinn, og í landi fossa og vatna er það hreinasta neyðarbrauð að þurfa að fram- leiða rafmagn með innfluttri olíu og vélum, sem eru margfalt dýr- ari í rekstri, og endast skemur, heldur en vatnsaflsvélar. Reyndar telja margir að virkj- un sú, sem ákveðin hefur verið í Arnarfirði, verði strax of lítil, en það veltur á því, hve margir staðir fá rafmagnið samtímis, og hverjir fyrstir. Þetta þarf að fá upplýst. Ennfremur þarf að fá upplýst, hvort gert sé ráð fyrir fleiri dieselstöðvum, sem vara- stöðvum og toppstöðvum á veitu- svæði Vestfjarðavirkjunar, heldur en nú eru þar, og þá hvort ein slík viðbótarstöð fengist ekki staðsett hér, og yrði þá byggð af rafmagnsveituin ríkisins. Sú tilhögun virðist eðlileg, þar eð hér eru samankomnir flestir raf- magnsnotendur á veitusvæðinu. En fari svo, að athugun þeirra atriða, sem hér hefur verið drepið á, leiði í Ijós, að þessi mál eigi langt í land, þá verður að grípa tii annara ráða, og koma þá kaup á dieselsamstæðu til athugunar eins og aðrar léið- ir. -------0-------- Malenkov fer frá. Þau tíðindi spurðust s.l. þriðju- dag að Malenkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, hefði sagt af sér, en Bulganin, áður land- varnarbáðherra og varaforsætis- ráðherra, hefði tekið við. Ekki las Maienkov afsögn sína sjálfur, heldur var hann látinn hlíða á hana á fundi í æðsta ráði Sovét- ríkjanna. Er hann þar látinn lýsa yfir því að hann beri höfuð- ábyrgð á þeirri stefnu að auka neyzluvöruiðnað Sovétanna á kostnað þunga iðnaðai'ins, en efling þunga iðnaðaxins sé sér- staklega nauðsynleg fyrir land- búnaðinn. Af þessum ástæðum hafi landbúnaðinum hrakað, og reynsluléysi Malenkovs sem stjórnarleiðtoga sé þar einu um að kenna. — Allt þar til þessi yfirlýsing birtist var talið að skæðasti keppinautur Malenkovs, Kruchev, bæri höfuðábyrgð á stjói’n landbúnaðai’málanna, og þykir nú sýnt, að honum hafi tekizt að skáka Malenkov frá völdum. Ekki er fullljóst hvaða breyt- ingu þessi mannaskipti í einræð- isríkinu boða, en líklegt er að utanríkismálastefna þess verði jafnvel ennþá ósveigjanlegri en áður, og meiri áherzla verði lögð á vígbúnað (aukinn þungaiðnað- ur). Ekki þarf að spyrja um af- stöðu íslenzkra kommúnista til þessara mála. Þeir hafa alltaf ímugust á þeim sem falla, og enx Eflum slysavarnirnar. Nýafstaðinn er atburður, sem seint mun gleymast. Hann undir- strykar nauðsyn þess, að efla sem mest og bezt slysavarnirnar. Vera jafnan viðbúnir til þess að draga úr slysahættu eða koma í veg fyrir slysin. Þetta verður því aðeins gert, að við séum jafnan minnugir þess að öll slys ber óvænt að. Varn- imar verða því að vera í öllu skipulagðar, hvenær sem til þarf að taka. Þess vegna verðum við öll að leggja fram okkar skerf með þátt- töku í skipulegri starfsemi slysa- vamarfélaganna. Um þetta munu líka allir sam- mála, þegar þeir vakna við og íhuga nauðsyn öflugra slysavama. Greinilega kom þetta fram hjá einum samborgara okkar ísfirði- inga, sem hitti mig á bæjar- bryggjunni í gærkveldi, og rétti mér 100 krónur með þessum um- mælum: Ég gat ekki tekið þátt í björgun skipverjanna á Agli rauða, en ég vil heiðra hina rösku björgunardeild karladeildarinnar með því að vera þátttakandi og leggja mitt lið fram til dreng- skapar og dáða í þessum nauð- synlega og þarfa félagsskap. Ég óska og vona, að undir þessi ummæli vilji allir Isfirðing- ar taka, og sýni það í verki með því að koma í hópinn í slysa- varnarfélögin í bænum. Konur í kvennadeildina, karlmenn í karla- deildina og unglingar í unglinga- deildina. Verum öll samtaka, þá vinnst mest og bezt og léttast. Árgjald í karladeildina er einar 10 krónur og ævifélagagjald 250 krónur. í unglingadeildinni Haf- stjarnan er áx-gjaldið 2 krónur. 1 kvennadeildinni er 'árgjaldið 10 krónur. Þeir, sem enn eru ekki í slysa- varnarfélögunum, ættu nú að gefa sig fram sem félaga. Verið þátttakendur í einu stærsta mann- úðar- og velfei’ðarmáli þjóðarinn- ar. Munið líka björgunai’sjóðinn okkar. Hans bíða mörg óleyst verkefni, sem ekki er hægt að skjóta á frest. Ég þakka björgunarsveitinni okkar og öllum bæjarbúum fyrir skipbrotsmennina af Agli rauða. Þar var mikið og gott verk unn- ið. Ég vænti að samborgarar mín- ir láti ekki þessar línur fara framhjá sér sem áhrifalaust hjal. Sameinumst öll um virka þátttöku í eflingu slysavarna. Isafirði, 3. febrúar 1955. Kristján Kristjánsson Sólgötu 2, ísafirði. í einu og öllu sammála stefnu þeirra, sem sterkastir eru hverju sinni. Hans Hedtoft látinn. Hans Hedtoft, formaður danska Alþýðuflokksins og forsætisráð- herra Dana, andaðist í Stokk- hólmi s.l. laugardag, en þar hafði hann setið fund Norðurlanda- ráðsins. Hann var aðeins 52 ára að aldri er hann lézt, fæddur 1903. Hann tók snemma að starfa inn- an danska Alþýðuflokksins og gat sér þar slíks trausts, að hann Var kjörinn formaður flokksins aðeins 36 ára að aldri. Á stríðs- árunum starfaði Hedtoft í and- spyrnuhreyfingu Dana, en 1947 varð hann forsætisráðherra Dana til 1950 og aftur 1953 til dauða- dags. „Með Hans Hedtoft er hniginn í valinn einn af fremstu alþjóð- legum foringjum jafnaðarmarma, forystumaður og fremsti talsmað- ur Alþýðuflokkanna á Norður- löndum, afburða baráttumaður og einn mesti íslandsvinur á er- lendri grund“ segir Alþýðublaðið er það greinir frá andláti hans. Útför Hedtofts fór fram 6. þ. m. og var Emil Jónsson þar við- staddur sem fulltrúi íslenzka Al- þýðuflokksins. Eftirmaður Hans Hedtoft sem formaður danska Alþýðuflokks- ins og forsætisráðherra Dana er H. C. Hansen, áður utanríkis- ráðherra. ------ ■ o MIKLAK SLYSFAKIR. Framhald af 1. síðu. Goðanesi og Jörundi og voru björgunartækin, sem notuð voru, frá þessum skipum. Tókst að bjarga 13 mönnum í björgunar- stól yfir í m.b. Andvai’a, og síðan yfir í hin skipin. Skipstjórinn á Agli í’auða, fsleifur Gíslason, gekk mjög vel fram við björgunarstai’f- ið. Loftskeytastöðin á fsafirði innti af hendi mikilsvei’ða þjón- ustu í sambandi við björgunartil- raunirnar frá byrjun og þar til starfinu var lokið. Skipbrotsmenn voru fluttir hingað til ísafjarðar 28. jan. og fóru héðan með Ægi til Reykja- víkur samdægurs. Þeir höfðu all- ir hafst við á stjórnpalli Egils rauða meðan þeir biðu þess að þeim yrði bjai’gað. Veðurhæð var mikil og foráttu bi’im, en frost lítið, meðan á björgunartilraun- unum stóð, og tókst svo vel til, að skipverjum af Agli varð ekki verulega meint af volkinu. Alls voru á skipinu 34 menn. Nöfn þeirra 5, sem drukknuðu, eru birt á öðrum stað í blaðinu. Sjópi’óf út af slysi þessu fói’u fram í Reykjavík og stóðu í sex daga. Pi’entstofan ísrún h.f.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.