Skutull

Árgangur

Skutull - 19.04.1955, Blaðsíða 3

Skutull - 19.04.1955, Blaðsíða 3
SK.UTULL 3 Sparifjársofnun skólabarna. Úr heimahögum. Verzlunarafmælið. Aldarafmælis frjálsrar verzlunar á Islandi var minnst hér í bæ 1. þ.m. ineð samsæti í Alþýðuhúsinu. Einnig var verzlunum lokað og búðargluggar skreyttir. Samsætinu stjórnaði Matthías Bjarnason, en ræður fluttu Jóhann Gunnar Ólafs- son, bæjarfógeti og Kristján Jóns- son frá Garðsstöðum. Kvartett söng undir stjórn Ragnars H. Ragnar, Gunnlaugur Jónasson og Gísli Kristjánsson skemmtu með gaman- vísnasöng, sýndur var leikþáttur og Jónas Tómasson stjórnaði al- mennum söng. Loks var stiginn dans. Hófið sátu um 180 manns, og buðu ýms fyrirtæki í bænum starfsfólki sínu þangað. Var þetta binn ánægjulegasti mannfagnaður, enda minnst merkra tímamóta í sögu landsins. H. C. Andersen. Annan þ.m. voru liðin 150 ár frá fæðingu bins heimsfræga danska ritböfundar, H. C. Ander- sen, og var þess minnst víða um lieim. Hér hafði Isafjarðardeild Norrænafélagsins fund í kaffiliús- inu Norðurpóllinn liinn 3. apríl, sem helgaður var minningu skálds- ins. Þar flutti Björn H. Jónsson, skólastjóri, snjallt og skemmtilegt erindi um H. C. Andersen, Elías J. Pálsson, konsúll, minntist dönsku þjóðarinnar, lesið var upp úr verkuin æfintýraskáldsins og að lokum sunginn þjóðsöngur Dana. Afmælisins var einnig minnst í skólum bæjarjns með erindum um skáldið og upplestrum úr verkum hans. Rafmagnið. Síðustu dagana hefur leyst ört, og s.l. laugardag var hætt að taka vatnsaflsvélarnar af á daginn. Nú vantar h.u.b. meter á að Fossavatn sé fullt, og hefur rafveitan ti 1- kynnt, að rafmagnsskömmtun sé aflétt, sbr. auglýsingu í blaðinu í dag. Verkalýðsfélagið Baldur. Aðalfundur Baldurs var haldinn 5. þ.m. í Alþýðuhúsinu. Við stjórn- arkjör kom aðeins fram listi frá trúnaðarmannaráði félagsins og af honuin voru kjörnir: Björgvin Sig- hvatsson, formaður, Pétur Péturs- son, varaforinaður, Guðmundur Edvarðsson, ritari, Sverrir Guð- mundsson, gjaldkeri og Guðmund- ur Bjarnason, fjármálaritari. Guð- mundur G. Kristjánsson, sem verið hefur formaður Baldurs í G ár, haðst eindregið undan endurkosn- ingu. Á fundinum var einróma sam- þykkt að segja upp núgildandi kaupsamningi, og gengur hann úr gildi 1. júní. n.k. Skemmtun hariiaskólans. Barnaskólinn hélt um s.l. helgi ánægjulega skemmtun í Alþýðu- húsinu, þar sem 60—70 börn önn- uðust skemmtiatriðin. Til skemmt- unar var kórsöngur undir stjórn Ragnars H. Ragnar, einleikur á píanó, upplestur, einsöngur, leik- ritið Steinn Bollason, telpnaleik- fimi og jijóðdansar undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur og skraut- sýning. Var þessi skemmtun hæði nemendum og kennurum til mesta sóma. Lögregluþjónsstaða. Tveir menn sóttu um lögreglu- þjónsstöðu þá, sem nýlega var aug- lýst laus, þeir Halldór Guðnason frá Aðalvík, og Jón Kristmannsson, ungur Ísfirðingur. Bæjarfógeti mælti með þeim síðarnefnda, og var honum veitt staðan samkvæint meðmælum bæjarfógeta. Andlát. Halldóra Bjarnadóttir, móðir Odds Oddssonar hakara og þeirra systkina, lézt í Sjúkrahúsi Isafjarð- ar 29. f.in. Hún var fædd 28. okt. 1879. Sæmundur Ásgeirsson, Naustum, andaðist 9. apríl. Hann var fæddur 5. okt. 1878. Útför. Helgi Sveinsson, fyrrum banka- stjóri, sem andaðist í Reykjavík 26. f.m. 86 ára að aldri, var jarð- settur *hér á Ísafirði laugardaginn fyrir páska. Utförin fór fram frá Temptarahúsinu, og fluttu þar ræð- ur þeir Þórleifur Bjarnason, náms- stjóri, og Arngr. Fr. Bjarnason, kaupmaður. llelgi heitinn var, sem kunnugt er, einn af dugmestu for- vígismönnum teinplara og stofnaði m.a. stúkurnar Dagsbrún og Nönnu, hér. Hann var bankastjóri Íslandsbanka, útibúsins á Isafirði, 1904 1922. Nýtt skólahús og kapella vígt í Hnífsdal. Vígslan fór fram á föstudaginn langa, og vigði hr. Ásmundur Guð- mundsson, biskup, kapelluna. Var athöfnin hin hátíðlegasta og voru viðstaddir menntamálaráðherra og Sigurður Bjarnason alþm., BaJdvin P. Kristjánsson, forstjóri, auk fjölda annara gesta. Hannibal Valdimarssyni alþm. og Hnífsdals- söfnunar nefndinni hafði verið hoðið til vígslunnar, en Baldvin Þ. Kristjánsson einn gat þegið það boð. Eftir vígslu kapellunnar mess- uðu prófasturinn og sóknarprest- urinn, en síðan var skólinn vígður og að því loknu fram bornar rausnarlegar veitingar. Húsið teiknaði Gunnlaugur Páls- son, arkitekt, og hefur lionum vel lekizt að skapa þorpshúum aðstöðu til skólahalds og guðsþjónustu. Isfirðingar sigursælir á Skíðamóti fslands 1955. Keppendur héðan voru 15, 12 piltar og 3 stúlkur. Mótið var háð á Akureyri um páskana. Keppend- ur voru alís 70—80. Jakoliína Jak- obsdóttir varð Islandsmeistari í svigi, bruni, alpatvilíeppni og stór- svigi kvenna. Haukur Sigurðsson í bruni og alpatvíkeppni karla, Odd- ur Pétursson í 30 km. göngu, og loks varð sveit tsfirðinga fyrst í flold<asvigi. Þannig sigmðu Isfirð- ingar í 8 greinum af 14, sem keppt var í, og juku enn á ný hróður sinn sem heztu skíðamenn lands- ins. SUMARBÚSTAÐCR TIL SÖLU I Tunguskógi. . Upplýsingar gefur Kristmundur Bjarnason Grundargötu 6, ísafirði. Sími 263. FRA BÖKASAFNINU. Engin útlán síðasta vetrardag. Bókavörður. Eins og kunnugt er á Snorri Sigfússon fyrrverandi skólastjóri og námstjóri frumkvæði að þeirri sparifjársöfnun skólabarna, sem hóf göngu sína í haust í barna- skólum kaupstaðanna með því, að Landsbanki Islands gaf hverju skólabarni sparisjóðsbók með 10 króna innstæðu. Snorri Sigfússon starfar nú af miklum áhuga að skipulagningu þessarar sparifjársöfnunar. Ný- lega fór hann kringum landið með m.s. Heklu í þessum erindum. Hér á ísafirði ræddi hann nokkuð þessi mál við undirritaðan, og fer hér á eftir það helzta, sem Snorri hafði að segja í fréttum af söfnuninni: „Nú munu ávísanir Landsbank- ans vera komnar í hendur flestra eða allra þeirra barna, sem þær eiga að fá. Hefur bankinn þannig dreift um 190 þús. krónum meðal skólabarna í landinu. Ákveðið var að þetta fé færi annaðhvort inn í sex mánaða sparisjóðsbækur eða inn í bækur til tíu ára. Er nú talið, þótt ákveðnar tölur séu ekki fyrir hendi, að meira en helmingur þessa fjár hafi farið inn á tíu ára bækur, og er það tneira en búist var við. Sparimerkjakerfi hefur verið tekið upp, til þess að auðvelda sparifjársöfnun barnanna og gera hana meira aðlaðandi fyrir þau. Var leitað til barnaskólanna um aðstoð við sölu merkjanna, og hafa þeir yfirleitt tekið málinu með velvild og skilningi og unnið því mikið gagn. Var starfsemin hafin í barnaskólum kaupstað- anna um og eftir s.l. vetumætur, og var varla búist við að hægt yrði nú í vetur að fara með þessa starfsemi út fyrir kaup- staðaskólana, en allmörg kaup- tún hafa óskað þess eindregið að fá að byrja á þessari starfsemi, og hafa 10 þeirra þegar fengið merki og hafið sölu, en nokkrum höfum við orðið að synja um merki vegna skorts á tækjum. Ætlunin er, að sem allra flestir komi til starfa næsta haust, en þó munum við ekki óska þess, að neinn skóli taki slíkt að sér nema af frjálsum vilja. Væntum við þess, að allir þeir, sem vilja vinna að sparimerkjasölunni, og hefja það starf næsta skólaár, láti okkur vita um það í sumar. Ekki er hægt að segja með vissu, hvað þessi söfnun barn- anna er orðin mikil að krónutali, én víst er, að hún nemur nú nokkrum hundruðum þúsunda, og er tiltölulega meiri en hjá frænd- þjóðum okkar á Norðurlöndum. Og auðvitað er enn síður hægt að fullyrða nokkuð um hið upp- eldislega gildi hennar, en það er einmitt aðalmarkmiðið með söfn- uninni. En þó er víst, að börnin hafa nú í vetur meira heyrt talað um sparnað, sparisjóð og banka en áður. Og þau hafa fengið nýtt og geðfellt viðfangsefni: að safna merkjum fyrir aura sína, og þannig séð smátt og smátt á- rangurinn og orðið þess vör, að margt smátt getur orðið nokkur upphæð, og að ekki væri alveg sjálfsagt að eyða hverjum eyri um leið og hans væri aflað. Söfnunina verðum við að skilja sem eins konar verklega kennslu, og að henni þarf að vinna á þann hátt. Sé rétt á haldið, er sjálft starfið . aðalatriðið, ekki söfnunin sjálf, og þarf þó ekki að vanmeta hana fyrir það. Það er álit þeirra, sem bezt til þekkja, að sælgætiskaup barna hafi minnkað, og er það út af fyrir sig nokkurs virði. Á ferðalagi mínu sunnanlands í vetur milli skóla, og eins nú á ferð minni kringum land, get ég ekki annað fundið, en að al- menningur líti þessa starfsemi vingjamlegum augum, og áreið- anlega hafa börnin ánægju af starfinu, og mörg þeirra hafa á því mikinn áhuga. Ég hefi oft heyrt sögur um börn, sem hafa nú lagt á sig talsvert erfiði, til að fá borgun fyrir, sem þau hafa svo keypt merki fyrir í skólan- um. Og margar sögur hafa mér verið sagðar af börnum, sem neitað hafa sér um eitt og annað til þess að geta keypt merki. Þetta gefur góða von um ein- hvern árangur. Vissulega grúfir skuggi yfir allri slíkri starfsemi meðan sú hætta vofir yfir, að gjaldmiðill- inn geti fallið í verði. Þetta vita allir. En hitt er alveg víst, að uppeldisleg leiðsögn í ráðdeild og sparnaði er nauðsyn hverri þjóð, sem vill hafa öruggan grundvöll undir fjárhagsafkomu sinni. Og ekki er ráð nema í tíma sé tekið, og á það ekki sízt við hér. Því er rétt að byrja með börnin, en ég hygg, að unglingsaldurinn þurfi einnig og ekki síður slíkrar leiðsagnar. Og vonandi kemur það ekki fyrir, að sparifé barnanna verði verðfellt, enda yrði það öllum mikil von- brigði. Ég vil svo þakka blöðum, sem hafa stutt þetta málefni, og vona að svo verði áfram.“ Þetta hafði Snorri Sigfússon að segja um sparifjársöfnunina að þessu sinni. Hér á ísafirði hófst sala spari- merkja • í barnaskólanum um 20. nóvember s.l. Síðan hefur sala

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.