Skutull - 28.05.1955, Blaðsíða 1

Skutull - 28.05.1955, Blaðsíða 1
XXXIII. árgangur. ísafjörður 28. maí 1955. 5. tölublað. Gleðilega Mtíð. ww Öðnroísi mér áður brá. Fáein orð um Boston Deep Sea- lánið. Nýir kaupsamningar á Vestfiðrðum. Lesendur Vesturlands hafa lít- illega orðið varir við það, að þeg- ar ritstjóri blaðsins ræðir um „Bostonlánið" þá er. hann mjög óstyrkur á taugum, og telur nú- verandi bæjarstjórnarmeirihluta og bæjarstjóra hafa í frammi á- stæðulausan málarekstur gegn Is- firðingi h.f., og jafnvel ofsóknir. Vanstilling mannsins hefur þó fengið enn sterkari útrás, þegar mál þetta hefur borið á góma í bæjarstjórn, því þar hefur hann bókstaflega orðið trylltur í um- ræðum um málið, og þó einkan- lega, þegar hann hefur verið minntur á fyrri afstöðu sína og annara bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins til gengismismunarins, sem um er deilt. Sú afstaða er í stuttu máli þessi: Þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutaaðstöðu sína í apríl 1951 höfðu þeir látið skulda Isfirðing h.f. í bókum bæjarins fyrir gengismuninum, eins og hann var þá, kr. 38.960,00. Þessi færsla var gerð af sérstökum trúnaðarmanni Sjálfstæðisflokks- ins á bæjarskrifstofunni, Kjartani Ólafssyni, sem gerður hafði verið að aðalbókara bæjarins, án þess að ráðningin væri svo mikið sem borin undir bæjarstjórn. Núver- andi bæjartjóri tók þannig við þessari útistandandi skuld, sem einni af eignum bæjarins frá stjórnartíð Sjálfstæðismanna. Hann og meirihluti bæjar- stjórnar, hafa síðan talið rétt að sannprófa, hvort þarna hafi verið um raunverulega eign að ræða, eða ekki, eftir að reynt hefur verið eins og framast er unnt, að fá samkomulag við forráða- menn Isfirðings h.f. um hina um- deildu upphæð. Slíkt samkomulag reyndist með öllu ófáanlegt, enda þótt meirihlutinn í ísfirðings- stjórninni sé einmitt sömu menn- irnir, sem stóðu að því, að telja gengismuninn til eignar hjá bæn- um, meðan þeir réðu þar. Þ'eir liafa með öðrum orðum með af- stöðu sinni í Isfirðingsstjórninni stofnað til þess að þeirra eigin gerðir sem bæjarfulltrúa væru bornar undir dómsúrskurð, og ef þessum mönnum væri nokkuð annt um mannorð sitt sem bæjar- fulltrúum, þá ættu þeir sízt að lasta það, að bæjarstjórnarathafn- ir þeirra sjálfra væru ekki ógiltar, nema að fengnum dómi æðsta réttar í landinu. Til marks um það, að trúnaðar- maður Sjálfstæðismanna, sem skuldaði Isfirðing h.f. fyrir geng- ismuninum, gerði það ekki alveg út í bláinn er þetta: Þegar bæjarráð samdi frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 1950, gerði það í frumvarpinu ráð fyrir að bærinn greiddi gengistaþið, því XXV. liður gjaldamegin: „Til togara afb á Boston Deep Sea láni" var áætlaður kr. 103.000,00. Við síðari umræðu fluttu bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og bæ j arf ulltrúi Sósíalistaf lokksins svo breytingartillögu við þennan XXV. 'lið á þá leið, að hann skyldi lækka um kr. 37.450,00, eða nokkurn veginn um gengis- muninn, og var sú tillaga sam- þykkt af allri bæjarstjórninni, eftir að tillögumenn höfðu í um- ræðum gert þá grein fyrir tillög- uniii, að þeir teldu eftir atvikum sanngjarnt að Isfirðingur h.f. greiddi tapið á láni þessu, og lýst því yfir, að þeir myndu beita áhrifum sínum til þess hjá félaginu, að það samþykkti þetta. Þannig er forsaga þessa máls í bæjarstjórn isafjarðar, en stjórn- armennirnir í Isfirðing h.f., Matt- hías, Marsellíus, Ásberg og Kjart- an, ^hafa bara ekki reynzt menn til að fá því framgengt í stjórn togarafélagsins, sem flokkur þeirra samþykkti í bæjarstjórn! Því er það, að tapi bærinn málinu endanlega, þá eru það bæ j arf ulltrúar S j álf stæðisf lokks- ins frá 1950, þeir Matthías, Mars- ellíus, Ásberg og Baldur Johnsen, sem mestu tapa, því að þeir hljóta að tapa bæði áliti og trausti sem bæjarfulltrúar, þar sem ekki er einusinni hægt að treysta þeim í viðskiptum við sjálfa sig, ef bærinn á í hlut. Köpuryrðum Vesturlands í garð þeirra trúnaðarmanna, sem bær- inn hefur fengið til lögfræði- og innheimtustarfa, hirðir Skutull ekki um að svara. Þau mótast ÖU verkalýðsfélög á Vestfjörð- um sögðu upp samningum sínum fyrir 1. maí s.l. og voru þeir út- runnir 1. júní n.k. Samningatilraunir hófust fyrir hálfum mánuði. Samkomulag náð- ist milli samninganefndanna s.l. laugardag og hefur samnings- frumvarpið verið sent til hinna einstöku félaga til staðfestingar. Á fundi í V.l.f. Baldri s.l. þriðjudag, var samningurinn sam- þykktur einróma. Einnig hefur Skjöldur á Flat- eyri, Verkalýðsfélag Bolungavík- urog V.l.f. Súgandi, Súgandafirði samþykkt samninginn samhljóða. Þegar síðast fréttist voru ekki fleiri félög búin að halda fund um málið, en þau munu gera það nú um helgina. Samningur þessi færir verka- fólki á Vestfjörðum miklar kaup- hækkanir og kjarabætur, þar sem kaup það, sem um var samið, er það sama og verkalýður Reykja- víkur og Hafnarfjarðar fékk eftir sex vikna verkfallsfórnir, auk þess sem því eru tryggð önnur fríðindi, sem þar fengust, svo sem 6% orlof, 1% sjúkrabætur o.fl. Almennt dagvinnukaup karla hækkar úr kr. 9,24 á klst. í kr. 10,17. Það gerir í útborguðu kaupi, samkvæmt núgildandi vísi- tölu og sjúkrauppbót kr. 16,53, eða rösklega 13 krónu kauphækk- un á dag miðað við 8 st. vinnu. Aðrir kaupgjaldsliðir hækkuðu hlutfallslega, þó færðist töluvert milli liða, þannig aö ýms vinna kom í hærri launaflokk en áður, t.d. öll vinna við afgreiðslu á togurum, saltvinna, sementsvinna, uppskipun kola og fleira. Sementsvinna og kolauppskipun hækkaði frá því sem áður var af þeim anda Sjálfstæðismanna, að ekkert megi fyrir bæjarféléagið gera, og öllu eigi fyrir því að spilla, af því að þeir, hinir út- völdu, séu þar nú ekki lengur við stjórn. Þennan anda hljóta bæjarbúar almennt að fordæma með því að forðast það að fela Sjálfstæðis- mönnum í framtíðinni forsjá bæj- armálanna. um kr. 4,23 á klst. í dagvinnu. Kaup kvenna og unglinga hækkaði og hlutfallslega og er nú kaup kvenna á Vestfjörðum í almennri vinnu kr. 7,59 á klst. í grunn. • Aðrar breytingar eru þær helzt- ar, að eftirvinna styttist um 1 klst., eða er nú til kl. 19 en var áður til kl. 20. Matartíminn að kvöldinu færist fram um klst., verður nú milli 19 og 20. Kaffi- tíminn kl. 17 fellur niður. Ef unnið er í matar- eða kaffi-. tímum að nóttu, skal það greitt með tvöföldu næturvinnukaupi, en var áður bara greitt sem næt- urvinna. Samninganefndirnar héldu fimm fundi, og gekk starf þeirra greið- lega og árekstralaust, enda var sýndur skilningur og fyllsta sann- girni af beggja hálfu í samning- unum, og því ber vissulega að fagna. Stjórn Baldurs fór með samn- ingana fyrir hönd félagsins og A.S.V. ásamt forseta sambands- ins, en samninganefnd atvinnu- rekenda skipuðu þeir Ólafur Guð- mundsson, Einar Guðfinnsson, Tryggvi Jóakimsson og Matthías Bjarnason. ------oOo------ Frá séknaFneM Kvenfélög Isafjarðarbæjar hafa í sameiningu, öll þrjú, fært ísa- fjarðarkirkju að gjöf 40 vandaða fermingarkyrtla. Forstöðukonur félaganna af- hentu sóknarnefnd þessa góðu og rausnarlegu gjöf nokkrum dögum fyrir fermingardaginn, og vakti það nokkra athygli í bænum, þegar hinn hvítklæddi barnaskari gekk í kirkjuna í skipulegri fylk- ingu. Þá hafa enn fremur sex konur bæjarins gefið kirkjunni fagurt og vandað rykkilín með þeirri ósk, að það verði fyrst um sinn aðeins notað við hátíðlegustu tækifæri, svo sem fermingar og hátíðamessur. Allar þessar mætu gjafir, á- samt þeim góðhug, sem þeim fylgir, þakkar sóknarnefndin af alhug í nafni alls safnaðarins og óskar hinum góðu gefendum allra heilla.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.