Skutull

Árgangur

Skutull - 28.05.1955, Blaðsíða 4

Skutull - 28.05.1955, Blaðsíða 4
4 SK.UTULL Ankin garðrækt - Fegrun bælarins. Sóknin á íslandsmið. Hér fer á eftir kafli úr athyglisverðri grein eftir Jón Jónsson, fiskifræðing, sem birtist í Ægi 15. marz s.l. Sýnir greinarhöfundur með ljósum rökum fram á, hvílik hætta vofir yfir íslenzka fiskistofn- inum vegna ofveiði, og skýrir frá reynslu liðinna ára í því efni. Þessi viðsjárverða þróun bendir ótvírætt til þess, að Islendingar séu ein- færir um að veiða það fiskmagn, sem óhætt er að taka af fiskistofn- inum á landgrunninu umhverfis ísland, án þess að ganga of nærri honum, en á þessari staðreynd hljóta kröfur okkar um fullan og óskoraðan rétt yfir landgrunninu m.a. að byggjast. Ef forráðamenn þjóðarinnar láta lengur undir höfuð leggjast að fylgja þeirri kröfu eftir af fullum krafti, þá getur farið svo, að auðs- uppsprettan við strendur Islands verði þurausin áður en varir. Fiskifræðingurinn segir m.a.: „íslenzki þorskstofninn náði há- marki rétt eftir 1930 og var árs- aflinn um hálf milljón tonn á árunum 1930—1933. Eftir 1933 fer þorskaflinn minnkandi ár frá ári og er kominn niður í tæp 300 þúsund tonn árið 1937. Miðað við árið 1933 hefur veiðin minnkað um 43%, en fjöldi veiðiferða er svo til hinn sami eða tæpum 2% lægri. Það er alveg öruggt, að stofninn þoldi ekki þetta gífur- lega álag og var árlega tekið meira en við bættist. Þetta tíma- bil er á margan hátt ákaflega þýðingarmikið frá fiskifræðilegu sjónarmiði, því að það sýnir okk-. ur, hvernig gífurlegt álag mikils flota getur eytt miklum stofni á stuttum tíma. Á stríðsárunum tók að mestu fyrir botnvörpuveiðar útlendinga hér við land. Heildarsókn togara á Islandsmiðum var á stríðsárun- um aðeins % af því, sem var fyrir stríð. Samfara þessari frið- un miðanna jókst þorskafli ís- lendinga úr 137 þúsund tonnum árið 1939 í 212 þúsund tonn árið 1945 og dagveiði togara (ísfiskur) jókst á sama tíma úr 4,5 tonnum í 9,3 tonn. Árið 1946 fóru enskir togarar 470 veiðiferðir á Islandsmið og fengu það ár að meðaltali 54 tonn af þorski á 100 togtímum, og er það meiri afli en þeir höfðu fengið nokkurn tíma áður hér við land. Næstu árin eykst ferða- fjöldi togaranna óðfluga og er hann orðinn yfir 3 þúsund árið 1950. Afli Englendinga er þá kominn niður í 41 tonn á 100 togtímum, þrátt fyrir marga nýja og endurbætta togara. Dagveiði íslenzku togaranna er eftirfar- andi (dregið frá 25% af afla nýju togaranna vegna aukinnar veiðihæfni): 1946 —12,4 tonn, 1947 — 8,3 tonn, 1948 — 9,3 tonn, 1949 — 7,2 tonn og 1950 — 6,9 tonn. Árið 1950 gefur stofninn þannig af sér álíka mikið og 1940 og ber ensku fiskiskýrslunum og þeim íslenzku saman um þetta atriði. Aukning sú, er varð á stofninum vegna stríðsáranna, er þannig úr sögunni. Ef við segjum að þorskstofninn íslenzki hafi verið 1000 fiskar árið 1932, þá fækkar þessum fiskum jafnt og þétt á næstu árum og eru orðnir 311 1937. Frá 1938 fer þeim heldur að fjölga og vegna friðunar stríðs- áranna eru þeir orðnir 605 árið 1944. Þá fer aftur að síga á ó- gæfuhliðina og árið 1950 eru bara 196 orðnir eftir. Því skal ekki neitað að hér Hér fer á eftir I. liður úr fundargerð bæjarráðs um fjár- hagsmál 9. þ.m., sem nýlega hlaut afgreiðslu í þæjarstjórn: •„Lagt fram bréf, dags. 12. f. m., frá Sigurði S. Thoroddsen, verkfræðingi, varðandi hreinsun á vatni Tungudalsárveitunnar. Leggur Sigurður til að í inntaki vatnsleiðslunnar við stífluna í Tunguá verði komið fyrir járn- rist með 7—10 cm. bili milli stanga og útbúinn loftháfur á pípuna neðan við ristina. Enn- fremur leggur hann til að við vatnsþróna í Stórurð verði gerð vatnssía, samkvæmt uppdrætti, sem bréfinu fylgir, og sýnir í aðaldráttum gerð slíkrar síu, og er henni nánar lýst í bréfinu. Gert er ráð fyrir tveimur síum og að aðfærsluæðinni frá Tunguá verði skipt í tvær æðar sinni í hvora síu, og verði rennilokur á æðunum, þannig að skipta megi rennslinu í síurnar. Rennslið í síurnar er í gegn um sérstaka þró. Vatnið síast í gegn um 75 cm. þykkt sandlag, og 60 cm. þykkt malarlag, sem er undir sandlaginu. Neðst í malarlaginu eru safnæðar, sem vatnið fer um og inn í geyminn og til bæjarins. Stjórn Blóma- og trjáræktarfé- lags ísafjarðar kallaði blaðamenn til fundar við sig 12. þ.m. á N orðurpólnum. Meðan setið var undir borðum skýrði Anton Ólafsson, formaður félagsins, frá starfsemi þess og þeim áhugamálum, sem það hyggst koma í framkvæmd á næstunni. Félagið hefur ákveðið að reyna að vekja áhuga ísfirðinga á fegr- un bæjarins, með því m.a. að eggja menn til þess að hirða og prýða lóðir sínar og mála hús sín, en eins og sjón er sögu ríkari, koma til greina sveiflur í stærð hinna einstöku árganga, sem valda miklu um fiskmagnið, en við okkur blasir samt sú sorg- lega staðreynd, að hin gengdar- lausa sókn á íslenzku fiskimiðin gat eytt stórum stofni á nokkrum árum, og var sá stofn sennilega fjórum til fimm sinnum stærri en sá, sem við nú byggjum af- komu okkar á. Friðun stríðsár- anna var aðeins skammgóður vermir, og hin aukna sókn á ár- unum eftir stríðið át upp ávexti hennar á fjórum árum.“ Þegar hreinsa þarf síurnar er það gert með öfugstreymi í gegn um þær, og á að vera hægt að hreinsa þær hverja fyrir sig. Við þetta þarf dæluútbúnað og þarf dælan að geta dælt 100 1/sek. gegn um sex metra hæðarmun, en til þess mun þurfa um 16 ha. hreyfil. Á uppdrættinum sézt hús það, þar sem síunum og útbúnað- inum á að vera fyrir komið. Tekið er fram, að áður en í fram- kvæmdir sé ráðist, þurfi að at- huga staðsetningu nánar, og síð- an gera endanlega uppdrætti. Kostnaður er alls áætlaður kr. 270.000,00 en ekki meðtalinn kostnaður við heimtaug og frá- rennsli frá húsinu. Bæjarráð leggur til að Sigurður Thoroddsen verði fenginn til þess að ákveða staðsetningu og gera fullnaðaruppdrætti að þessu mannvirki, með það fyrir augum að hægt verði að bjóða verkið út.“ --------------oOo----- Messur um hátíðina. Hvítasunnudagur: Isafjarðarkirkja kl. 2 e.h. Súðavík kl. 5 e.h. Annar í hvítasunnu: Ferming í Hnífsdalskapellu kl. 2 e.h. þá ríkir í þeim efnum furðulegt skilningsleysi og trassaskapur, og er vonandi, að félaginu takist fljótt og vel að hvetja menn til framkvæmda á því sviði. Einn þáttur í þessari baráttu félagsins er sá, að skipuð hefur verið nefnd á vegum þess, til að dæma um skrúðgarða bæjarbúa, og verður veitt viðurkenning fyr- ir beztu garðana. Áformað er, að í framtíðinni verði einnig dæmt um matjurtagarða. Nefnd þessa skipa: Guðrún Vigfúsdóttir, Baldvin Árnason, Gunnlaugur Jónasson. Framkvæmdageta félagsins tak- markast við fjárhag þess, og þar sem tekjurnar eru litlar, og því ekki af digrum sjóði að taka til hinna margháttuðu verkefna, sem úrlausnar bíða, verður margt framfaramálið að bíða þar til seinna Tekjustofnar félagsins eru fyrst og fremst árstillög meðlimanna, en þeir eru nú 50 talsins og árs- gjaldið kr. 30,00, en var lengi aðeins kr. 20,00. Á þessu ári hefur félagið kr. 7.000,00 styrk frá bæjarsjóði. Einnig hefur félagið tekjur af sölu blóma, blómlauka og kál- plantna, en þess má geta, að á s.l. hausti fékk félagið 20 af- brigði af blómlaukum, og hafa sumar tegundirnar aldrei áður fengist hér í bænum. 1 sumar á að byggja garðhýsi, 3x4 m. að flatarmáli. Ásetlað verð hússins er kr. 10.000,00. Húsið er mestmegnis úr gleri, hálft þakið og framhlið þess er þannig að unnt er að opna það, og þá er húsið tilvalið leiksvið, enda verður það staðsett þannig, að fyrir framan það er grasflöt, sem hægt verður að nota fyrir samkomugesti. Félagið á land inn að Héðins- höfða, og strax og fjárhagur þess leyfir, verður það land brotið til ræktunar og garðhýsið endanlega staðsett þar. Nýverið hefur stjórn félagsins skrifað bæjarráði og óskað eftir því, að bæjarlandið verði afgirt, svo unnt sé að afstýra þeim sóðaskap og spjöllum, sem ágang- ur kinda og hesta á lóðir og lendur í bænum, hefur í för með sér. í sumar verður skrúðgarður fé- lagsins opinn kl. 14—18 alla daga, þegar veður leyfir. Garðgæzlukona í garðinum er frú Sjöfn Magnúsdóttir. Auk Antons ólafssonar eiga þessir menn sæti í stjóm félags- ins: Gunnlaugur Jónasson, Jón Páll Halldórsson, Helgi Guðmundsson, Hafsteinn O. Hannesson. , Undírbúin hreinsun á neyzluvatni bæjarbúa.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.