Skutull - 13.06.1955, Blaðsíða 1

Skutull - 13.06.1955, Blaðsíða 1
XXXIH. árgangur. ísafjörður, 13. júní 1955. 6. tölublað. Útsvarsálanninflin 1955. (rtsvarsskrá þessa árs er nýlega komin út, og nemur heildarálagn- ingin kr. 4.033.160,00. — Hæstu útsvör bera: Fiskimjöl h.f. krónur 33.260,00 — H. Svane, lyfsali, 42.300,00 — Harðfiskstöðin h.f. 25.000,00 — Hraðfrystihúsið Norðurtangi h.f. 84.700,00 — Isfirðingur h.f. 30.000,00 — Ishúsfélag Isfirðinga h.f. 45.560,00 — Jóhann Ey- firðingur 27.000,00 — Jón Ö. Bárðarson 30.600,00 — Kaupfélag Is- firðinga 125.000,00 — M. Bernharðsson, Skipasmíðastöð h.f. 61.600,00 — Neisti h.f. 42.200,00 — Olíusamlag útvegsmanna 64.900,00 — Vél- smiðjan Þór h.f. 42.700,00. Við niðurjöfnun að þessu sinni var fylgt sömu álagningsreglum og síðastliðið ár, með þeirri lækk- un þó, að persónufrádrag í út- svari var hækkað um kr. 150,00. Þetta þýðir, að útsvar manns með tvo á framfæri lækkar um kr. 300,00, þrjá um kr. 450,00 o.s. frv. séu tekjurnar óbreyttar frá árinu á undan. Fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir útsvarsupphæðinni kr. 3.473.900,00, eða að viðbættum 10% fyrir vanhöldum, krónum 3.821.290.00. Álögð heildarupp- hæð fer því kr. 211.870,00 fram úr 'þessu, án þess að útsvarsstigi sé hækkaður til að n'á því, heldur er hann þvert á móti lækkaður eins og fyr greinir. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað að láta niðurjöfnunina standa í kr. 4.033.160,00 og samþykkti jafnframt að umframtekjunum kr. 211.870,00, skyldi varið sem framlagi til kaupa á jarðýtu og lyftikrana fyrir bæinn, en hvort- tveggja tækin eru bráðnauðsyn- leg. Minnihlutinn lagði hins vegar til að öll útsvörin yrðu lækkuð um sem næst 6%. Þess má geta, að síðan fjár- hagsáætlunin var samin, hafa bætzt við ýmsar hækkanir gjalda, og er ekki fyrir það séð, hversu miklar þær hækkanir verða á ár- inu. Þannig hækkar t.d. kaup starfsstúlkna á sjúkrahúsi og elliheimili um rösklega 100 þús. kr., atvinnuleysistryggingagjaldið mun nema 50—100 þús. kr. o.s. frv. Mun bærinn þanníg raunveru- lega ekki fá mikið fyrir vanhöld- um, þegar þessar hækkanir, og fleiri, koma til skjalanna. Minnihluti bæjarstjórnar hélt því fram, að hin þörfu tæki, jarðýtu og krana, mætti kaupa fyrir lánsfé, en slíkt er algerlega út í hött, því lánsfé liggur ekki hér á lausu, hvorki til þess né annara þarfra hluta, eins og minnihlutinn raunar veit mæta vel. Á árunum 1946—1950 að báð- um meðtöldum, þegar Sjálfstæðis- menn höfðu forustu bæjarmál- anna, var heildarupphæð áætlaðra útsvara kr. 10.439.254,00 en heild- arupphæð álagðra útsvara kr. 11.160.350,00. Mismunur er kr. 721.096,00 eða 6,9% fyrir van- höldum. Árin 1951—1955 að báðum meðtöldum eru áætluð útsvör alls kr. 15.832.885,00 en álögð útsvör kr. 16.302.065,00. Mismunur er kr. 469.180,00, eða 2,9% fyrir vanhöldum. í þessu efni hafa því bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins af harla litlu að státa, og svo er um alla þeirra frammistöðu fyr og síðar í sambandi við bæjarmálin. Þannig hefði tillaga þeirra um lítilfjörlegan afslátt útsvaranna að þessu sinni, ef samþykkt hefði verið, aðeins orðið til þess að tefja kaup á 'hinum nauðsynleg- ustu 'tækjum fyrir bæinn, sem þeir hafa sjálfir áður lagt til, að keypt yrðu. Þeir hafa lengi verið sjálfum sér ósamkvæmir í þeim herbúðum. ——oOo------- 17.júníl955. Til þess að hátíðahöldin 17. júní geti farið fram sem bezt og glæsilegast, óskar 17. júní nefnd ísafjarðkr eftir því, að bæjarbúar taki sem mestan og virkastan þátt í hátíðahöldum dagsins. Að allir taki þátt í skrúðgöng- unni. Börn eru sérstaklega hvött til þátttöku í göngunni með fána sína. Fólk hafi þjóðfána við hún og sjái um að hafa hreinsað húsa- lóðir sínar. Verzlunargluggar séu skreyttir í tilefni dagsins. Takið þátt í skemmtunum dags- ins án áfengis. 17. júní nefnd Isafjarðar. -------oOo------- Sjötngsafmæli. Helgi Finnbogason í Vallarborg átti 70 ára afmæli 9. þ.m. Hann hefur því lagt að baki langan og strangan vinnudag, því með trú- mennsku og dyggð hefur hann ynnt af hendi öll sín störf. Helgi hefur verið sérstakur á- hugamaður um öll félags- og framfaramál. Þannig hefur hann t.d. alla tíð verið ötull liðsmaður í Vlf. Baldri og sömuleiðis í K.l. og er hann einn af stofnendum þess. Og ennþá er þessi aldni braut- ryðjandi alþýðusamtakanna djarf- ur málsvari þeirra, bæði á fund- um og á vinnustað, þótt hann hafi nú 70 ár á herðum. Kona hans er Sigurrós Finn- bogadóttir, og eiga þau mörg mannvænleg börn. Skutull óskar Helga állra heilla í framtíðinni, og þakkar honum langa og drengilega baráttu og vel unnin störf. t -------oOo------- Frá barnaverndarfélagi ísafjarðar. Ef næg þátttaka fæst, hefur barnaverndarfélagið ákveðið að reka dagheimili fyrir 20 börn á aldrinum þriggja til sjö ára, um tveggja mánaða tíma í sumar. Heimilið verður staðsett utan bæjar, og verða börnin flutt þang- að á morgnana og skilað í bæinn á kvöldin. Dvalartíminn verður alla virka daga frá kl. 9 f.h. til kl. 6 s.d. og verður börnunum séð, fyrir mat, drykk og annari aðhlynningu í upphituðu húsi, einnig verður þeirra gætt utan húss. Þau börn verða fremur tekin, sem sækja um dvöl allan tíman, eða mest af honum. Dvalargjald verður kr. 350.00 á mánuði fyrir hvert barn, eða 18.00 krónur á dag ef um stutt- an tíma er að ræða. Margrét Bjarnadóttir Hlíðar- vegi 3 veitir heimilinu forstöðu, og tekur hún á móti umsóknum heima hjá sér eða í síma 283 milli kl. 1 og 4 daglega fram til 15. þ.m. Barnaverndarfélag ísafjarðar. -------oOo------- Sjómannadagurinn á tsafirði Sjómannadagurinn var sann- kallaður hátíðisdagur hér í bæn- um að þessu sinni, hátíðahöldin voru fjölbreytt að vanda og þátt- taka bæjarbúa mjög almenn, og loks skartaði svo þessi fyrsti júní- sunnudagur vorsins dýrðlegasta veðri frá morgni til kvölds. Glæsilegustu sigurvegarar dags- ins í hinum ýmsu íþróttum urðu skipverjar á Sólborgu og konur úr kvennadeild Slysavarafélagsins. Eftir messu um morguninn af- henti sjómannadagsráð barnaleik- vellinum leikbát að gjöf. Um kvöldið var samkoma í Alþýðuhúsinu, þar voru afhent verðlaun dagsins. Afreksverðlaun sjómannadags- ins hlaut Gísli Jónsson, Isafirði, sem var leiðsögumaður við björg- un skipverja af Agli rauða. Heiðursverðlaun aldraðra sjó- manna hlaut Kristján Kristjáns- son hafnsögumaður. Tilkynnino. Skrifstofa Verkalýðsfélagsins Baldurs og Alþýðusam- bands Vestfjarða verður lokuð óakveðinn tíma vegna veikinda. Þeim, sem eiga erindi við Alþýðusamband Vestf jarða, er bent á að snúa sér til stjórnarmanna A.S.V. Jóns H. Guðmundssonar eða Maríasar Þ. Guðmundssonar. ísafirði, 12. júní 1955. V.l.f. Baldur. Alþýðusamband Vestfjarða.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.