Skutull

Árgangur

Skutull - 13.06.1955, Blaðsíða 2

Skutull - 13.06.1955, Blaðsíða 2
2 S K U TU LL I heimsókn hjá Rússiun. S K U T U L L Otgefandi: Alþýðuflokkurinn á lsafirði Áby rgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: Gufimundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. tsaíiröi. „Aukið jafnvægi í byggð landsins". ÞESSI tízkusetning bergmálar nú úti um byggðir landsins, af vör- um stjómarleiðtoganna, sem eru að hressa upp á kjörfylgið. Eitt og annað er svo talið upp, er stuðli að þessu gullna jafnvægi, en til þess að sem minnst beri á, hve sú upptalning er stutt og laus í reipunum, eru trúðar og leikarar hafðir með til að taka við, þegar upptalninguna þrýtur. Og eftir samkomurnar flýtir fólk sér heim til að taka saman pjönk- ur sínar og flytja suður, yfir sig hrifið af trúðunum. Sannleikurinn er nefnilega sá, að fólksstraumurinn úr dreifbýl- inu úti um land, og í þéttbýlið við Faxaflóa, er stöðugt að verða stjórnarflokkunum óviðráðanlegri, og margir hinir áhrifamestu for- ustumenn þessara flokka, hafa algerlega gefist upp við að hamla á móti þessari óheillaþróun. Þann- ig hefur t.d. krafa Vestfirðinga um jafnrétti við aðra landshluta í landhelgismálinu, fengið mjög daufar undirtektir, enda þótt friðun fiskimiðanna hér út af til jafns við friðunina í Faxaflóa og á Breiðafirði, sé langraunhæfasta ráðstöfunin, sem hægt er að gera til þess að tryggja það, að Vest- firðir verði áfram í byggð. Og hvað er svo sem í veginum fyrir því, að Vestfirðingar fái í þessu efni jafnrétti á við aðra lands- hluta? Þetta er lífsnauðsyn fyrir atvinnulíf byggðarlagsins, friðun- in er nauðsynleg til þess að fiskistofnarnir gangi ekki til þurðar, og engar alþjóðareglur eim til, sem banni það að sjálf- stætt og fullvalda ríki geri jafn nauðsynlegar ráðstafanir og þess- ar. Hverskonar þjónkun er það eginlega við keppinauta okkar í í fiskveiðum, að láta lengur undir höfuð leggjast að helga íslandi einu allt landgrunnið? Annað er svo eftir þessu. Þann- ig hækkuðu stjómarflokkamir á síðasta Alþingi vexti byggingar- sjóðs sveitanna og ræktunarsjóðs um 1%%, og sömuleiðis vexti af lánum byggingarsjóðs verka- manna. Jafnframt felldu þeir að veita þeim sjóði aukin framlög, Verkalýssamband Sovétríkjanna bauð Alþýðusambandi íslands að senda 5 manna sendinefnd til Moskva til þess að vera þar við- stödd hátíðahöldin 1. maí í ár, og síðan að ferðast um landið um tveggja vikna tíma. Þessu vinsamlega boði tók A. S. í., og var sendinefndin þannig skipuð: Sigríður Hannesdóttir frá mið- stjórn A. S. í., Herdís ólafsdóttir, formaður kvennadeildar Verka- lýðsfélags Akraness, Jón B. Rögn- valdsson, formaður Bílstjórafé- lags Akureyrar, Tryggvi Gunn- en þeim sjóði hefur einmitt verið ætlað að styðja þá fátækustu til að koma sér upp mannsæmandi húsakynnum. Vextir af lánum úr byggingarsjóði opinberra starfs- manna voru hækkaðir um IV2— 2% og lánstíminn styttur úr 40 árum í 25 ár. Aðrir, sem hús byggja, eiga svo kost á 1. veð- réttarlánum með 7*4% vöxtum, og mun það svara til þess að borga þurfi í vexti og afborganir af minnstu íbúðunum um 1800,00 krónur á mánuði, miðað við nú- verandi byggingarkostnað. 1 samgöngumálum er útkoman sú að eitt mesta gróðafélag lands- ins, Eimskip, er ár eftir ár al- gerlega skattfrjálst, þótt það hafi að mestu lagt niður siglingar á ströndina, og veiti fólkinu í dreifbýlinu harla lélega þjónustu. 1 rafmagns-, vega- og símamál- um er það jafnan svo, að út- kjálkarnir koma síðast, og loks er svo bankastarfsemin þannig, samkvæmt lýsingu fjármálaráð- herra landsins á opinberum fundi hér nýlega, að þeir eru miklu fúsari til að lána og greiða fyrir hlutunum syðra, heldur en ann- arsstaðar á landinu, og ríkis- stjórnin ræður bara ekkert við þennan skramba. Þessi fáu atriði, sem hér hafa verið nefnd, nægja til þess að sýna að eitt eru orð og annað athafnir þeirra herra, sem oftast taka sér í munn orðin: Aukið jafnvægi í byggð landsins. Þeir stanza líka sjaldan lengi í einu úti á landsbyggðinni, þegar þá ber þar niður, þeirra erinda að afla sér kjörfylgis, því stundum fá þeir óþægilegar móttökur, jafn- vel hjá flokksbræðrum sínum. Hlutur þeirra þingmanna utan af landi, sem í einu og öllu hafa stutt núverandi ríkisstjóm með jái og amen, er svo kapítuli út af fyrir sig. Hvað þingmann okk- ar, Kjartan J. Jóhannsson (ekki má gleyma nafninu) snertir, þá talar þögn Vesturlands um ,,af- rek“ hans skýrustu máli. arsson, frá fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna í Vestmannaeyjum, og Jón H. Guðmundsson, formað- ur Sjómannafélags ísfirðinga, sá, sem þessar línur ritar. Okkar hlutverk. Við, sem skipuðum þessa sendi- nefnd, gerðum okkur ljóst þegar í upphafi, að við höfðum tekizt á hendur nokkra ábyrgð, a.m.k. gagnvart íslenzkum verkalýðssam- tökum, sem höfðu valið okkur til þessarar farar, alla leið austur fyrir „járntjald" á fund þeirrar stórþjóðar, sem á síðustu áratug- um hefur verið umdeildust allra þjóða heims. Nú hafði okkur verið gefið tækifæri til þess að taka okkur upp frá hrunadansi áróðursins, þar sem e.inn segir alla hluti hvíta og skínandi, en annar talar um svartnætti og miðaldakúgun, og sjá með eigin augum eins mikið af þessu umdeilda landi og unnt væri á hálfs mánaðar tíma. Nú var það okkar hlutverk að nota dómgreindina til hins ýtr- asta, en láta hvorki fordóma né forgyllingar glepja sér sýn, og vera þó hæfilega varfærinn og tortrygginn gagnvart öllu. Ég held, að við höfum öll haft þann einlæga ásetning, þegar við yfirgáfum íslenzka grund, að muna jafnan á ferðalagi okkar eftir hinum- frægu orðum Ara fróða, að skylt sé að hafa það, sem sannara reynist, hvort sem það kynni að líka betur eða verr. Við gerðum okkur strax grein fyrir því, að við mundum ekki geta séð allt Rússland á tveim vikum, og að við mundum heldur ekki á svo stuttum tíma geta kynnst lífi og starfi þessarar stórþjóðar til nokkurrar hlítar. Hins vegar einsettum við okkur að nota dvölina í Sovétríkjunum þannig, að við gætum að henni lokinni gert okkur grein fyrir ýmsum veigamiklum atriðum, sem okkur voru ofarlega í huga sem sendinefnd íslenzkra verkalýðs- samtaka. En það var í stórum dráttum þetta: 1. Að heimsækja verksmiðjur og vinnustöðvar og sjá með eigin augum vinnubrögð og vinnu- skilyrði, og reyna að skynja hið andlega andrúmsloft, sem þar ríkti. 2. Að kynna okkur hlutverk og starfsemi verkalýðssamtakanna. Hvort þeim væri beitt sem frjálsum félagsskap í þágu fólksins, eða ef til vill hið gagnstæða. 3. Að athuga hvernig efnahags- leg afkoma fólksins væri yfir- leitt. 4. Að kynna okkur menningará- standið eftir föngum með heim- sóknum í skóla, félagsheimili, leikhús, bamaheimili, hressing- arhæli og ýmiskonar söfn. 5. Að reyna að skynja þjóðareðl- ið, — skapgerðareiginleikana, — hugsunarháttinn í sambandi við umgengni við fólkið og stutta viðkynningu. Ég vil nú leitast við að skýra í stórum dráttum frá þessu, eins og það kom mér fyrir augu og eyru. Hér verður ekki um neina heild- ar ferðasögu að ræða og heldur ekki tæmandi frásagnir. Verksmiðjur og vinnustöðvar. Strax og við komum til Moskva, bárum við fram óskir okkar um það, sem við kysum helzt að sjá i landinu. Meðal annars óskuðum við eftir því að sjá verksmiðjur og vinnustaði. í Leningrad heimsóttum við stóra spunaverksmiðju, sem fram- leiðir hverskonar tvinna, garn og þráð til vefnaðar. í þessari verk- smiðju vinna um 10500 manns, 70% af starfsliðinu eru konur. Karlmenn vinna þarna hin 'erfið- ari störf og annast í flestum til- fellum um hinar stærri vélar. Vinnutíminn er 8 stundir. Flest- ir vinna á vöktum, enda starfar verksmiðjan allan sólarhringinn. Húsakynni voru þarna björt og rúmgóð. Þarna virtist vera vel að öllu búið, sem laut að öryggi fólksins við hina margþættu véla- vinnu. Við gengum um alla verk- smiðjuna, allt frá þeirri deild, þar sem baðmullin er tekin úr sekkj- unum og þangað, sem hún var orðin að spunnu og lituðu garni eða tvinna. í fylgd með okkur voru for- maður verkalýðsfélags verksmiðj- unnar, verksmiðjustjórinn og svo verkstjóri hverrar deildar. Þá heimsóttum við einnig í Leningrad stóra sælgætisverk- smiðju. Þar unnu 2200 manns, mest kvenfólk. Verksmiðjan fram- leiðir 175 tonn af sælgæti á dag. í Moskva komum við svo í tóbaksverksmiðju. Við gátum ekki annað séð en þama væri allsstaðar frjálst og óþvingað verkafólk að starfi. Hins vegar er greinilega lögð mikil áherzla á vaxandi fram- leiðslu og góð vinnuafköst. Hvarvetna mátti líta stór spjöld með áletruðum hvatningum til verkafólksins um góð vinnubrögð og dugnað í starfi. Kvenfólk hefur sömu laun og karlmenn fyrir sömu vinnu. Kaupið er yfirleitt frá 500—1500 rúblur á mánuði. Fer eftir starfstíma og sérhæfni.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.