Skutull

Árgangur

Skutull - 04.09.1955, Blaðsíða 1

Skutull - 04.09.1955, Blaðsíða 1
XXXIII. árgangur. Isafjörður, 4. september 1955. 7.—8. tölublað. HERMANN G. JÓNSSON lögfræðingur. Annast lögfræðistörf, samn- ingagerðir, innheimtur, fast- eignasölu o. fl. Viðtalstími eftir kl. 5 Hlíðarvegi 21, sími 247. Rafmagnseidavél NORGE til sölu. Sverrir Guðmundsson Hlíðarvegi 21, Isafirði. SEXTUGUR: Jón Guðjónsson bæjarstjóri. Fjórðungsþing Vestfirðinga 1955. Þingið var háð í Bjarkarlundi 10. og 11. september. Sátu það 16 fulltrúar frá A.-Barðastrandarsýslu, V.-Barða- strandarsýslu, V.-ísafjarðarsýslu, ísafjarðarkaupstað og N.-Isafjarðarsýslu, og ennfremur sýslumennirnir Jóhann Gunnar Ólafsson og Jóhann Skaptason. Fulltrúar Isafjarð- ar voru Birgir Finnsson, Bjarni Guðbjörnsson og Matthías Bjarnason. Samþykktir þingsins fara hér á eftir. Sunnudaginn 2. þ. m. átti Jón Guðjónsson, bæjarstjóri, sextugs- afmæli, og verður þess minnst hér aðeins með fáeinum orðum, þótt full ástæða væri til að skrifa langt mál um Jón á þessum merku tíma- mótum í æfi hans. Verður þar farið að óskum hans sjálfs að nokkru leyti, því hann brýndi það fyrir undirrituðum, af sinni venju- legu hógværð, að láta þetta af- mæli liggja í algjöru þagnargildi, og átti ég á því von, vegna þess að ég þekki vel hina einstöku hóg- værð Jóns. Hann kvartar t.d. aldrei, þó hrúgað sé á hann verk- efnum í bæjarmálunum, og hann krefst þess heldur ekki, að hon- um sé neitt þakkað, þegar honum tekst að leysa hinar erfiðustu þrautir, sem aðrir hafa gefist upp við. Hann heldur jafnan stillingu sinni, þótt á móti blási, og þótt harkalega sé á hann ráðist af and- stæðingum. Hann hugsar jafnan um það eitt að vinna síðustu or- ustuna. Hógværð, skapstilling og prúð- mennska eru aðalsmerki Jóns, sem ásamt miklum gáfum og menntun, einbeitni og þrautseigju gera það að verkum, að hann er óvenjulega vel fallinn til þess að gegna því vandasama og erfiða starfi, sem hann hefur gegnt fyrir ísafjarðar- kaupstað, fyrst árin 1943—1945 og nú síðan 1951. Kynni mín af Jóni eru öll frá því að hann kom hingað til að taka við bæjarstjórastarfinu, en að sjálfsögðu voru hæfileikar hans löngu viðurkenndir áður en hingað kom. Hann hafði verið 25 ár skrif- stofustjóri hjá Eimskipafélagi ís- lands h.f., og naut þar svo mikils trausts og virðingar í starfi, að slíks eru fá dæmi. Það sem mér finnst öðru frem- ur einkenna Jón eru viturleg vinnubrögð hans, að hverju sem hann gengur. Honum er óvenju- lega vel sýnt um að leggja öll verk- efni skýrt og ljóst niður fyrir sér, og vinna skipulega að lausn þeirra. Og það er ekki spurt um vinnu- tímann, eða kvartað undan funda- höldunum. Það er unnið meðan verkefnið krefst þess. Þessum sömu vinnubrögðum beitir Jón, þegar hann vinnur að öðrum hugðarefnum sínum en að- alstarfinu. Þannig vinnur hann að félagsmálum Alþýðuflokksins, góð- Jón Guðjónsson, bæjarstjóri. templarareglunnar og annara fé- lagasamtaka, sem hann er, eða hefur verið þátttakandi í. Þannig vann hann fyrir Byggingarfélag verkamanna, meðan það var að koma sér upp stórhýsinu við Hlíð- arveg undir forustu hans, og þannig mætti fleira telja. Jón er fæddur að Sæbóli á Ingj- aldssandi 2. október 1895, sonur Guðjóns Sigmundssonar og Gunn- jónu Jónsdóttur. Hann gekk í Verzlunarskólann, en vann síðan um skeið hjá Ásgeirsverzlun á Suðureyri. Árið 1917 réðst hann til Eimskipafélags íslands h.f. sem skrifstofustjóri, og gegndi því starfi um 25 ára skeið, eða þar til hann réðst til ísafjarðar sem bæjarstjóri 1943. Kvæntur er hann Kristínu Kristjánsdóttur fi'á Suðureyri og eiga þau þrjá syni og eina dóttur, sem öll eru upp- komin og búsett syðra. Kristín er Jóni samhent í félags- málunum, og þá ekki síður í því að gera heimili þeirra vistlegt og gott heim að sækja. Jón Guðjónsson hefur hér á Isa- firði gegnt erfiðu og vandasömu starfi fyrir Alþýðuflokkinn og bæj- arfélagið og leyst það svo vel af hendi, að ekki verður á betra kos- Byggðasöfn. Fjórðungsþing Vestfirðinga hvet- ur sýslunefndir á félagssvæðinu til að hefjast handa um stofnun byggðasafna fyrir héruðin, þar sem þau eru ekki þegar stofnuð, og telur tímabært að ráða einn mann eða fleiri til að ferðast um og safna munum fyrir byggðasöfn- in. Þá hvetur þingið sýslunefndirn- ar til þess að tryggja söfnunum gott og eldtraust húsnæði. Landhelgismálið. Fjórðungsþingið lýsir ánægju sinni yfir þeim árangri, sem þegar hefur náðst af friðun fiskimiða við landið á stöðum þar sem stærst veiðisvæði línubáta hafa verið friðuð, og skorar á þing og stjórn að standa dyggan vörð um rétt landsmanna til þessara ráðstafana og annara, er miða í sömu átt. Jafnframt lýsir þingið því yfir, að það telur landsbúa alla eiga sama rétt til þess að njóta hlunn- inda af friðun fiskimiðanna, og gerir þá kröfu til þings og stjórn- ar, að hlutur Vestfirðinga verði réttur í þessu efni, þannig að á næsta Alþingi verði gerðar ráð- stafanir til friðunar hefðbundinna fiskimiða línubáta úti fyrir Vest- fjörðum og á Húnaflóa, og öflugri gæzlu verði haldið uppi á hinum friðlýstu svæðum. Telur þingið frekari drátt á nauðsynlegum að- ið, miðað við aðstæður allar. Ég leyfi mér að færa honum þakkir fyrir þessi störf, og jafnframt þakka ég honum framúrskarandi lipurt og ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Ennfremur þakka ég þeim hjón- um báðum vináttu og gestrisni, og óska þeim heilla og blessunar á ókomnum árum. Birgir Finnsson. gerðum í þessu efni muni leiða til áframhaldandi fólksflótta úr fjórð- ungnum og enn frekara ósamræmis í byggð landsins en orðið er, þar sem sjávarútvegur er höfuðat- vinnugrein meginþorra þess fólks, sem fjórðunginn byggir. Togaraútgerð til atvinnujöfnunar. VI. fjórðungsþing Vestfirðinga telur, að útgerð togara til atvinnu- jöfnunar sé raunhæft spor í áttina til atvinnuöryggis og skorar því á Alþingi og ríkisstjórn að koma á slíkri útgerð, annaðhvort með ríkisrekstri togara eða nauðsyn- legum styrk til þeii'ra aðila, sem bezta aðstöðu hafa til slíkrar út- gerðar. Símamál. Fjórðungsþing Vestfirðinga tel- ur, að þrátt fyrir nokkrar umbætur á símakerfi Vestfjarða þá séu þau mál enn óviðunandi. Telur þingið, að koma þurfi á fjölsímasambandi milli allra kauptúna á Vestfjörð- um, en sé þess ekki kostur að svo komnu máli, verði langlínum fjölg- að, svo afgreiðsla símtala innan héraðsins geti orðið tálmunarlaus. Þá telur þingið, að I. flokks stöðvar þurfi að vera opnar frá kl. 8 til kl. 23 og breyta þurfi III. flokks stöðvum í II. flokks stöðv- ar, þar sem um verulega notkun er að ræða, svo sem verzlunar- rekstur eða útgerð. Mat á framleiðsluhæfni jarða. VI. fjórðungsþing Vestfirðinga telur nauðsynlegt, að þegar á næsta ári fari fram mat á fram- leiðsluhæfni jarða á Vestfjörðum, svo að auðveldara sé að gera raun- hæfar tillögur til úrbóta á vanda- málum dreifbýlisins, og skorar á Alþingi að veita fé til slíkrar at- hugunar. Framhald á 2. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.