Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 03.12.1955, Qupperneq 1

Skutull - 03.12.1955, Qupperneq 1
XXXm. árgangur. ísafjörður, 3. desember 1955. 9. tölublað. Jólakort um 200 gerðir fyrirliggjandi verð frá kr. 0,75—5,00. Kaupið jólakortin tímanlega það auðveldar afgreiðsluna og sparar yður tíma. Bókaverzlnn Jónasar Tómassonar. Stjórnmálaáljrktun Alþýðnflokksins. Hér fer á eftir stjórnmálaályktun sú, sem sam- þykkt var á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins í s.L mánuði. Samþykkt þessi hefir vakið mikla at- hygli, og er nánar um hana rætt í leiðara blaðsins. Fundur í flokkstjórn Alþýðu- flokksins, haldinn í nóvember 1955, telur, að atvinnu- og efnahagsmál þjóðarinnar séu nú komin í alvar- legt öngþveiti og að stefna sú, sem núverandi stjórnarflokkar tóku upp 1950, hafi beðið fullkomið skipbrot. Vill fundurinn í því sam- bandi minna á þessar staðreyndir: 1) Höfuðatvinnuvegum þjóðarinn- ar er nú haldið uppi með bein- um styrkjum af opinberu fé, uppbótum og niðurgreiðslum og með gífurlegu álagi á neyzlu- vörur. 2) Þrátt fyrir vaxandi framleiðslu, greiða sölu útflutningsafurða og miklar gjaldeyristekjur vegna varnaliðsframlivæmda safnar þjóðin nú hraðvaxandi stór- skuldum erlendis. 3) Gjaldeyrisástandið er nú orðið svo ískyggilegt, að hið svokall- aða verzlunarfrelsi er ekki nema nafnið tómt. 4) Húsnæðis- og byggingainál al- mennings eru í hinu mesta ófremdarástandi. Fjöldi fólks býr við óhæft húsnæði og ok- urleigu. Fjáröflun sú, sein rík- stjórnin lofaði til íbúðabygginga og að vísu var ófullnægjandi fyrir allan almenning, hefur að mestu brugðizt, og gróðabrall með nýbyggingar og húsnæði almennt sem og verðbréf er komið í algleyming. 5) Verðlag hefur hælckað um 72% síðan 1950 og fer enn hækkandi. Kauphækkanir eru að litlu eða engu gerðar með verðlagshækk- unum, svo að hagur launþega fer sízt batnandi, en milliliðir og margskonar braskarar safna of fjár í skjóli hins sjúka fjár- kerfis. 6) Síðan skráning krónunnar var breytt 1950 hefur gengi hennar raunverulega verið lækkað stór- kostlega, og ólögleg gjaldeyris- verzlun við okurverði farið í vöxt. Er nú svo komið að ein- stakir hagsmunahópar ákveða sjálfir verð á erlendum gjakl- eyri, gegn mótmælum ríkis- stjórnarinnar og án afskipta Alþingis. lhaldið víki. Flokksstjórnarfundurinn telur, að ekki verði ráðin bót á núver- andi öngþveiti, nauðsynlegum end- urbótum í framleiðslu og viðskipt- um komið fram né lifskjör almenn- ings tryggð og bætt nema með ger- breyttri stjórnarstefnu. Stefna sú, sem fylgt hefir verið síðan 1950 hefir fyi’st og fremst verið miðuð við hagsmuni auð- stéttamanna og gróðamanna, on ekki alls almennings. Hún hefur verið ómenguð íhaldsstefna, sem vakið hefir óánægju meðal kjós- enda annars stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, og sætt gagnrýni af hans hálfu. Frumskilyrði þess, að upp verði tekin ný stefna með hagsmuni al- mennings fyrir augum, er því, að höfuðvígi íhaldsaflanna í landinu, Sjálfstæðisflokkurinn, verði úti- Iokaður frá áhrifuin á stjórn landsins. Lýðræðissinnaðir and- stæðingar hans hafa hins vegar ekki meirililuta á Alþingi nú. Þar sem Sósíalistaflokkurinn heldur fast við kommúnistíska einræðis- hyggju og fylgir austrænum sjón- armiður í utanríkismálum og með- an einstakir þingmenn hans yfir- gefa ekki flokkinn og stefnu hans, verður honum eða þeim ekki treyst til að standa að myndun heil- steypts meirihluta íhaldsandstæð- inga. Sömu skoðun liefir Fram- sóknarflokkurinn einnig lýst yfir. Þess vegna telur fundurinn, að gefa eigi þjóðinni kost á því að knýja fram nýja stjórnarstefnu með því að efnt verði til kosninga sem fyrst. Þriggja flokka samstarf. Fundurinn bendir á, að áhrif auð- stéttarinnar og gróðamanna eru allsráðandi í Sjálfstæðisflokknum, en kjósendur Alþýðuflokks, og megin þorri kjósenda Framsókn- arflokks og Þjóðvarnarflokks er fólk, sem aðhyllast svipáðar skoð- anir í þjóðfélagsmálum og er and- stætt hvoru tveggja, íhaldi og kommúnistum. I því skyni, að kosniugar leiði til myndunar lýðræðissinnaðrar umbótastjórnar, er miði stefnu sína við hagsmuni alþýðustétt- anna, telur fundurinn því, að kjós- endur þessara þriggja flokka, ættu að efna til bandalags í kosningun- um og fá til fylgis við sig aðra þá kjósendur, er sömu hagsmuna hafa að gæta, með það fyrir augum að ná hreinum ineirihluta á alþingi. Drög að stefnuskrá. Höfuðatriðin í stefnu flokkanna í kosningunum og þá um leið stefnu þeirrar ríkisstjórnar, er þeir mynduðu eftir kosningar, telur fundurinn að eigi vera þessi: 1) Gert verði samfellt átak til þess að tryggja aukna tækni og bæta skipulagshætti í útgerð, land- búnaði, iðnaði og við vörudreif- ingu, jafnframt því sem unnið verði að öflun nýrra framleiðslu- tækja, einkum til þeirra staða, þar sem atvinnuskilyrði hafa verið rýr. Kafvæðingu landsins verði hraðað og stofnað til nýrra iðn- greina, svo sem sementsfram- Ieiðslu, saltvinnslu og annarrar stóriðju, sem skilyrði eru fyrir hér á landi. 2) Sett verði löggjöf til að stuðla að því, að fyrirtæki þau, sem vinna úr sjávarafla lands- manna, verði rekin af bæjarfélög- um eða samvinnufélögum sjó- manna og eigenda fiskibáta, og lögð áherzla á að tryggja sjómönn- um fullt andvirði aflans. Bæjarút- gerðir verði efldar og komið á fót ríkisútgerð togara til atvinnujöfn- unar. Bátagjaldeyriskerfið verði afnumið, en meðan afkoma báta- flotans er slík að ekki verði kom- izt hjá að styrkja hann, verði með innflutningsgjaldi aflað fjár í sjóð í því skyni, en aðstoðin háð því skilyrði, að um hagkvæmt skipu- lag og hagkvæman rekstur sé að ræða. Togaraútgerðinni verði sköp- uð skilyrði til hagkvæmari reksf:- urs með því að henni verði fengin í hendur tæki til að fullvinna afl- ann í landi, og möguleikar til að kaupa rekstursvörur sínar beint. Vextir og tryggingagjöld verði lækkuð. 3) Útflutniiigsverzlunin verði endurskilulögð í því skyni, að markaðsskilyrði öll liagnýtist sem bezt og það sé tryggt, að sann- virði aflans falli í skaut sjómanna og eigenda fiskiskipanna. 4) Tekið verði upp eftirlit með öllu verðlagi í landinu, og að því stefnt að ekki þurfi að beita inn- flutningshöftum. Innkaupastofnun ríkisins verði endurskipulögö og efld. Ríkið taki í sínar hendur inn- flutning á olíum og benzíni, helztu tegundum byggingarefnis (sem- enti, timbri, steypustyrktarjárni) og lyfjum. Samvinnuhreyfingin sé studd, enda verði tryggt, að hún heyi harða samkeppni á viðskipta- sviðinu til þess að þrýsta verðlagi niður á við. 5) Höl'ð verði náin samvinna við hagsmunasamtök launþega og bænda, og unnið að því, að íull- trúar þessara aðila og atvinnu- rekenda ásamt fulltrúum ríkis- stjórnarinnar nái samkoniulagi um grundvallaratriði í launamálum og verðlagsmálum. 6) Gert verði stórfellt átak til lausnar húsnæðismálum kaupstaða og kauptúna með byggingu verka- mannabústaða, bæjar- og sam- vinnubygginga, og með því að beina því fé, sem fáanlegt er, til byggingar íbúða við almennings- hæfi. 7) Almannatryggingar verði efldar, og þátttaka ríkissjóðs í kostnaði við þær aukin. Atvinuu stofnun rikisins verði komið á fót og henni falið að annast skráningu vinnuaflsins, vinnumiðlun, m. a. til unglinga og öryrkja, úthíutun at- vinnubótafjár, og að gera tillög- ur um ráðstöfun þess f jár, sem bið opinbera leggur frain til atvinnu- aukningar. 8) Skatta- og tollalöggjöf verði hagað svo, að skattabyrðin hvíli Framhald á 2. síðu.

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.