Skutull

Volume

Skutull - 19.01.1956, Page 2

Skutull - 19.01.1956, Page 2
2 S KU TULL Um Ijósböð og gildi þeirra SKUTULL Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: GuSmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, ísaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. Isaíiröi. íslendingur sigursæll i skák Tvítugur piltur, Friðrik Ólafs- son, hefir ekki alls fyrir löngu unn- ið mikil skákafrek með því að sigra argentíska stórmeistarann Pilnik, og með því að komast í efsta sæti á alþjóðlegu skákmóti í Hastings, ásamt rússneska taflmeistaranum Korsnoi. Um þessar mundir heyir hann skákeinvígi við Danann Bengt Larsen um titilinn „Skák- meistari Norðurlanda“. Keppnin íer fram í sjómannaskólanum í Reykjavík, og fylgist öll þjóðin með henni af miklum áhuga. Fyrsta skákin, sem tefld var á þriðjudag, fór í bið, og verður hún tefld til úrslita í kvöld. Alls tefla þeir félagar átta skákir. S.l. ár, þegar Halldór Kiljan Laxnes fékk bókmenntaverðlaun Nóbels, þá vakti það hrifningu þjóðarinnar og athygli erlendra manna. Á sama hátt verka sigrar Friðriks á taflborðinu, og megum við Islendingar sannarlega vera stoltir af þessum afburðamönnum og afrekum þeirra. ---oOo---- Týndur maður Síðan Kjartan J. Jóhannesson, var kosinn á þing fyrir þetta bæj- arfélag, er engu líkara en maður- inn hafi tínst, svo gjörsamlega áhriíalaus og gagnlaus er hann í þessu trúnaðarstarfi. Þá sjaldan að hann hverfur hingað heim til bæj- arins, hefir hann frá bókstaflega engu að segja heldur aldrei leiðar- þing né þingmálafundi, og þegar flokksmenn hans þjarma að hon- um, til þess að hann komi á sam- komur þeirra, þá ræðir hann mest um utanlandsferðir sínar, sem ver- ið hafa alltíðar að undanförnu. Sið- an fer hann aðeins „nokkrum orð- um“ um efnahagsvandamálin, eins og Vesturland orðar það, og stikl- ar lauslega á hagsmunamálum bæjarfélagsins, sem hann reyndar hefir harla lítil afskipti af, nema að því leyti sem hann kann að greiða götu ísfirðings h.f. Og þegar flokksmenn og stunð- ingsmenn þessa gagnlausa þing- í feluleik Einn bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- manna, sem sérstakan áhuga hefir á íþróttum, bregður sér í feluleik í síðasta Vesturlandi, og grúfir sig undir pilsfaldi „óánægðrar hús- móður“. Úr þessum notalega felustað beinir hann fyrirspurnum og skæt- ingi til bæjarstjórans vegna við- gerðar sundhallarinnar. — Þessi bæjarfulltrúi er þekktur að því í bæjarstjóminni, að endurtaka sömu ræðurnar, sem aðal málpípa flokks hans þar hefir haldið marg oft áður, og nú heyrist frá honum sama tíst undan pilsfaldinum, og var í Vesturlandi fyrir jólin. Sem sé eftiröpun í ræðu og riti. Það er ekki að furða þó að maðurinn feli sig. Skutull hirðir ekki að sinni, að ræða sundhallarviðgerðina, frekar en gert var í blaðinu 3. desember s.l., en vil hins vegar beina því til bæjarfulltrúans að hann geri sér og öðrum grein fyrir því í fyrsta lagi, hversvegna sundhöllin, ekki eldri en hún er, þarf slíka viðgerð, og í öðru lagi, hvers vegna mennta- málaráðuneytið hefir enn ekki ákveðið þátttöku ríkisins í viðgerö- arkostnaðinum. Þó umræddur bæj- arfulltrúi sé til þess að gera „ný- fæddur“ sem slíkur, þá ætti hann samt að vera orðinn nógu stór til þess að geta skriðið undan pils- faldinum og svarað þessu. manns, hafa loksins komið honum í ræðustól á fundi hjá sér, þá er það ekki einu sinni svo vel að þeir fái alla ferðasögurnar. S.l. sumar fór hann t. d. á alþjóðlegt bind- indismálanámskeið í Sviss á kostn- að Áfengisvarnarráðs, en frá þeirri reisu er ekki vitað að hann hafi sagt hér á ísafirði, en á flokks- fundinum „ánægjulega“, sem síð- asta blað Vesturlands skýrði frá, ræddi hann eingöngu um ferð sína til Bandaríkjanna, sem hann fór í þingtímanum s.l. haust. Það er varla að undra þótt hann kunni fáar fréttir af Alþingi að segja. Gagnleysi og áhrifaleysi Kjart ans J. Jóhannssonar í þingmanns- sætinu g^ra flokksmenn hans sér ljóst, engu síður en aðrir bæjar- búar, og er þess skemmst að minn- ast, að einn áhrifamesti stuðnings- maður hans, Ásberg Sigurðsson, lýsti því yfir í bæjarstjórn að Kjartan væri algjörlega laus við það að þurfa að framkvæma nokk- uð af því, sem í Vesturlandi stæði um hagsmunamál bæjarins. Var þetta í sambandi við. þá fullyrðingu blaðsins, að við ættum að fá óaft- urkræf framlög til dýpkunar sund- anna, eins og til hverra annarra vegabóta. Útséð er líka um það, að engin slík framlög munu fást, og er þá fram komið, að Ásberg hefir Blaðið leyfir sér, að gefnu til- efni, að taka upp eftirfarandi kafla um ljóslækningar úr grein, sem heitir „Heilsugæzla í skólum“ eft- ir dr. med. Jóhannes Björnsson, en grein þessi birtist í tímaritinu Menntamál, júlí—des. hefti 1955. Efling landhelgiS' gælzunnar Fiskiþingið s. 1. haust krafðist stóraukinnar landhelgisgæzlu, og gerði um það efni eftirfarandi ályktun: Landhelgisgæzlan. a. Fiskiþingið telur þann skipa- kost, sem landhelgisgæzlan hefur yfir að ráða, ónógan og ganghraða skipanna of lítinn og leggur til, að úr verði bætt á eftirfarandi hátt: bygging á fullkomnu gæzluskipi, er hafi ganghraða minnst 20 míl- ur. Að skip þau, sem nú eru við gæzlu, verði endurnýjuð svo fljótt sem ástæður þykja til. Að landhelgisgæzlan eignist full- komna flugvél til eigin afnota. b. Fiskiþingið átelur þann drátt, sem orðið hefur á byggingu björg- unar- og gæzluskips fyrir Norður- land, sem aðallega stafar af tóm- læti gjaldeyrisyfirvaldanna, og skorar á rikisstjórnina að skerast í málið nú þegar. c. Fiskiþingið telur nauðsynlegt að tvö skip annist gæzlu fyrir Vestfjörðum frá 1. des. til 1. apríl. d. Fiskiþingið leggur áherzlu á, að skip séu ávalt fyrir hendi til að sinna björgun skipa og gæzlu veið- arfæra á hinum ýmsu stöðum. e. ÞingiÖ bendir á, að fram hafa komið rökstuddar aðfinnslur út af störfum sumra varðskipanna, og vill vekja athygli á, að skipin mega ekki stunda aukastörf (tekjuöflun fyrir skipverja eða snatt fyrir hið opinbera), svo að aðalstörfin líði fyrir það. f. Þá beinir þingið því til fiski- manna kringum landið, að í hvert sinn, er þeir sjá skip að ólöglegum veiðum innan fiskveiðitakmark- anna, skrifi þeir hjá sér nafn og númer skipsins ásamt greinilegum miðum eða annarri staðarákvörðun og kæri síðan til viðkomandi yfir- valds. metið rétt áhrifaleysi þingmanns- ins. Því miður er það ekki svo, að þó þingmaður reynist gjörónýtur, þá sé hægt að kalla hann heim. En við næstu alþingiskosningar munu ísfirðingar nota tækifærið og veita Kjartani lausn í náð frá þingstörf- um. Ljóslækningar. Það hefur verið venja í barna- skólum um áratugi að halda uppi ljóslækningum. Við þetta hefur starfað ein ljósastúlka í hverjum skóla. Til ljósameðferðar hafa ver- ið valin þau börn, sem skólalækni í samráði við hjúkrunarkonu af einhverjum ástæðum hefur fundizt helzt þurfa hennar með. Hafa það aðallega verið kvefsækin, grann- holda og táplítil börn. Þá hafa æv- inlega verið tekin þau börn, sem læknar bæjarins hafa óskað, að fengju ljósameðferð. Enn fremur hafa börn verið tekin til meðferðar eftir beiðni aðstandenda, ef rúm hefur verið fyrir hendi. Nokkuð hefur verið deilt um gildi Ijósameðferðar. Allmargir, sem rannsakað hafa þessi mál, neita því, að ljósameðferð hafi nokkuð heilsufarslegt gildi. Mér virðist samt, að áberandi oft braggist börnin við hana. Það er og undantekningarlítið, að foreldr- um finnst slíkt hið sama. Það skal látið ósagt, hvort þetta er af sjálfri Ijósameðferðinni eða af því, að börnin koma nokkrum sinnum á viku um tvo til þrjá mánuði í ljósa- stofuna, fá þægilega ró á ljósa- bekkjunum, gott viðmót hjá ljósa- stúlkunni, oft sögulestur, og heitt og kalt bað eftir ljósatímann. Ég mundi að minnsta kosti ekki leggja til, að Ijósameðferð verði lögð nið- ur í skólunum. i Danmörku og ílollandi og þeim öðrum löndum, sem ég hafði spurn- ir af, er ljósameðferð ekki í skól- um nema í sérskólum fyrir veikl- uð börn.“ Þessi umsögn læknisins um ljós- böðin gefur það til kynna, að ekki mun algengt, að heilum skólum sé séð fyrir ljósböðum, enda mundi þurfa mikiö húsnæði til slíks, bæði búningsherbergi, ljósastofu og bað- klefa, allt saman með nauðsynleg- um útbúnaði, en þessu er áreiðan- lega erfitt að koma fyrir í íþrótta- húsinu eða skólunum, svo ekki brjóti í bága við aðra notkun þess- ara húsa. Með tilliti til þessa, svo og álits á heilsufarslegu gildi Ijósameðferð- ar, sem fram kemur í grein dr. Jó- hannesar Björnssonar hér að fram- an, væri því rétt, að bæjarstjórn endurskoðaði fyrri samþykkt sína um Ijósböð handa öllum nemendum barnaskólans og gagnfræðaskólans og stefndi í þess stað að því, að sjá þeim nemendum fyrir ljósböð- um, sem sérstaklega væru álitin hafa þörf fyrir þau, að dómi lækn- is. Frá þessu er sagt hér til þess að bæjarbúar geti áttað sig á þessu máli hleypidómalaust, og varað sig á óðagoti Vesturlar.dsritstjór- ans.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.