Skutull


Skutull - 19.01.1956, Blaðsíða 3

Skutull - 19.01.1956, Blaðsíða 3
SKUTULL Landhelgismálið á dagskrá Það fregnaðist nýlega erlendis frá að fram væru komnar nýjar til- lögur í deilu Breta við Islendinga út af friðun fiskimiðanna við íslaiul, en þegar fyrirspurnir voru bornar fram á AJþingi um þessar tillögur, þá fékkst þeim ekki svarað. Svo gaf ríkisstjórnin út svohljóðandi til- kynningu: „Eins og kunnugt er, hafa vand- kvæði þau, er stafa af löndunar- banninu á íslenzkum fiski í Bret- landi, hvað eftir annað komið til umræðu í Efnahagssamvinnustofn- uninni í París (O. E. E. C). Um- ræður þessar urðu til þess að stofn- unin skipaði nefnd til þess að kynna sér málið frá öllum hliðum og freista þess að finna lausn á því. I nefndinni hafa nýlega komið fram tillögur um lausn málsins og eru þær nú í athugun hjá ríkis- stjórn Islands." (Rvk. 7. janúar 1955). Svo mörg voru þau orð. Og eins og venjulega, þegar um samskipti íslands við önnur lönd er að ræða, þá er farið með sjálft málefnið eins og eitthvert laumuspil, því ekki er minnst einu orði á efni hinna nýju tillagna, þótt það hafi hins vegar verið gert í erlendum blöðum. Sum blöð hafa leitt get- um að því, að í tillögunum kunni það að felast, að Bretar aflétti löndunarbanninu gegn því að ís- lendingar lofi að hætta við frekari „Tjaslað við f jármálin" Framh. af 1. síðu. greitt 0,53 aura, án gjaldeyrisfríð- inda, og er þarna mikið bil óbrú- að. Ekki er þó um annað að ræða, en að gera útflutningsframleiðsl- unni kleyft að greiða nokkurnveg- inn sambærilegt kaup við fjárfest- ingarvinnuna og setuliðsvinnuna, því annars hverfur allt vinnuaflið þangað frá framleiðslustörfunum. Og þá er rétt að taka það fram, til þess að fyrirbyggja það, að menn ruglí saman skoðunum ann- arra, sem raktar hafa verið hér að framan, og skoðunum blaðsins, að blaðið telur engan veginn einhlítt að tala um það, að draga úr fjár- festingu til þess að koma á jafn- vægi í efnahagsmálum þjóðarinn- ar, því meðan setuliðsvinnan er jafnmikil og raun ber vitni, þá leit- ar allt vinnuaflið í landinu jafn- vægis hvað kaupgjald snertir, til móts við hana. Réttast er að beina vinnuaflinu sem mest að útflutn- ingsframleiðslu og landbúnaði og síðan að húsbyggingum, og öðrum iðnaði, eftir því sem þörf er á til þess að ekki skapist atvinnuleysi. En atvinnuleysið er einmitt mesta sóunin, sem getur hent okk- ur, og á því mega þeir vara sig, sem fá það hlutverk að draga úr framkvæmdum, t. d. forráðamenn lánastofnana,, og sú stjórn, sem við kann að taka af núverandi stjórn. útfærzlu friðunarsvæða. Sé þessi tilgáta rétt, ber skilyrðislaust að hafna slíkum tillögum. Vilji íslenzku þjóðarinnar í þessu efni er augljós og ótvíræður: Bret- um ber að aflétta Iöndunarbann- inu, án nokkurra skilmála um landhelgi íslendinga eða friðunar- ráðstafanir þeirra. Annars höfum við ekkert við Breta að tala um þessi mál. Þennan vilja ber ríkisstjórninni að hafa fyrir leiðarljós í aðgerðum sínum, en laumuspilið gerir það að verkum, að þjóðin grunar stjórn- ina um græzku í þessu efni eins og fleirum. Samþykktir Fiskiþings. Þjóðarviljinn í landhelgismálinu endurspeglast t. d. í samþykktum, sem gerðar voru s.l. haust á þingi Fiskifélags íslands, og einnig hef- ir Landssamband ísl. útvegsmanna og ýms f jöldasamtök önnur, marg- sinnis samþykkt tillögur í sömu átt. Fiskiþingið sagði: „Fiskiþingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn 'að vinna að því að allt landgrunnið umhverfis ísland verði friðað svo fljótt sem unnt er fyrir veiðum erlendra skipa. Jafnframt skorar fiskiþing á Alþingi og ríkisstjórn, að athuga gaumgæfilega, hvort ekki sé tími til þess kominn, að núverandi f rið- unarlína sé færð verulega út á grundvelli fenginnar reynslu, ann- aðhvort í áföngum, með aukna vernd fiskistofnanna og hefðbund- inna f iskimiða einstakra landshluta fyrir augum, eða allt umhverfis landið." Varnir veiðisvæða og L. 1. Ú. Aðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna sagði á s.l. hausti: „Aðalfundur L. I. tj. haldinn 17. —20. nóv. 1955 skorar á landhelg- isgæzluna, að verja netasvæðið við Vestmannaeyjar á sama hátt og gert var áður en hin nýju fiskveiði takmörk voru sett, enda telur fundurinn að hvergi hafi átt að slaka til á fengnum rétti eða hefð íneð hiiium nýju ákvæðum. Aðalfundurinn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til ríkisstjórhar og Alþingis, að gerðar verði ráð- stafanir, sem að haldi megi koina, með því að friða og verja ákveðin veiðisvæði utan núverandi fisk- veiðitakmarkana svo vélbátaflot- inn fyrir Vestfjörðum geti stund- að veiðar sínar á hefðbundnum i i i i i i i l i i iili r l i i l i li i i i i l l ii i iii i: i i :i::i, i :i :i: i l Hii: i i i: i l il, l i > i: 1, i Bernhard Petersen Reykjavík Símar 1570 (2 línur). - Símnefni: „Bernhardo" KAUPIR: Þorskalýsi, allar tegundir. Sýldarlýsi — Síldarmjöl — Fiskimjöl SELUR: Lúðulýsi Kol í heilum förmum Sa.lt í heilum förmum = NÝ FULLKOMIN KALDHREINSUNARSTÖÐ | | Sólvallagötu 80 - Sími 3598 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnTi IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ¦ Hjartans þakkir færi ég öllum Grunnvíkingum, ættingjum og | | vinum nær og fjær, ásamt Sjómannafélagi Isfirðinga, fyrir hin- | | ar rausnalegu peningagjafir, sem mér voru færðar fyrir jólin í § | veikindum mínum. | 1 Sérstaklega þakka ég þeim Ragnari Maríassyni og Kristni | | Jónssyni fyrir alla þeirra fyrirhöfn. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðilegt nýtt ár. | | Gestur Loftsson. = IIIUIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIUIUIHIUIIIIIIIIIIIHIIIIUIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIUIIIIUIUIIIIIIIIIIIIIIIKIIIIIIIIIIIII veiðisvæðum línubáta í friði fyrir ágangi botnvörpuskipa." Nú er spurningin sú, hvort rík- isstjórn okkar ætlar að reynast svo. ógæf usöm, ofan á allt annað, að hafa þessar raddir að engu. Hvort hún ætlar að gera rétt okkar í landhelgismálinu að verzlunar- vöru fyrir þá fáu og skammsýnu togaraeigendur, sem kunna að sjá sér einhvern stundarhagnað í því, að láta skip sín sigla með aflann til Bretlands og selja hann þar í happadrætti, fremur en að láta vinna hann hér á landi til atvinnu- aukningar og stórbættrar afkomu fyrir þjóðina. Or þessu fæst skorið, þegár rík- isstjórnin lætur svo lítið að gefa út skýlausar yfirlýsingar um mál- ið. Yfirlýsing Ólafs Thors. Forsætisráðherra, ólafur Thors, hefir gefið eftirfarandi yfirlýsingu á alþingi, en ekki var kunnugt um hana fyrr en eftir að greinin um landhelgismálið, sem birtist hér að framan, var rituð. „Við þetta (þ. e. tilk. ríkisstjórn- arinnar frá 7/1) hef ég á þessu stigi iuá lsins ekki öðru að bæta en því, að ríkisstjórnin hefir ekki látið sér til hugar koma að færa inn húver- andi friðunarlínu, né að semja um hana sem f rambúðarlausn á f riðun- arráðstöfunum lslendinga. Þetta er samhuga álit og ákvörðun allra núverandi ráðherra. Þessi yfirlýsing er góð, svo langt sem hún nær. En hún segir ekkert um það, hvort ríkisstjórnin hyggst verzla með friðunarlínuna, sem bráðabirgðalau&n á þann hátt, sem tillaga Efnahagsstofnunarinnar gerir ráð fyrir. Einnig því ber að hafna, og kringum það þarf ekk- ert laumuspil eða tæpitungu. Prentstofan ísrún h.f.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.